Morgunblaðið - 30.10.2017, Side 8
Formenn Vinstri grænna og Sam-fylkingar hafa bent mjög á það
eftir kosningar að stjórnarand-
stöðuflokkarnir hafi náð meirihluta.
Þar eiga þau við að Vinstri grænir,
Samfylking, Framsókn og Píratar
séu með 32 þingmenn.
Formennirnirtelja að þetta
séu skilaboð um að
reyna eigi að mynda
ríkisstjórn stjórnarand-
stöðunnar og benda
líka á í því sambandi að
ríkisstjórnarflokkarnir
hafi misst marga
þingmenn. En vand-
inn við þessa kenn-
ingu er meðal annars
sá að stjórnarand-
staðan bætti nánast
engu við sig, aðeins einum þing-
manni, og er nú með 32 menn.
Formaður Framsóknarflokksinsbenti réttilega á að ekki væri
árennilegt að reyna stjórn með svo
naumum meirihluta.
Annar vandi við kenningu for-manna Vinstri grænna og Sam-
fylkingar er að þeir sem bættu við
flestum þingmönnum eru Miðflokk-
urinn og Flokkur fólksins.
Þessir flokkar eru nýir og þvíaugljóslega ekki hluti af stjórn-
arandstöðunni.
Og góður árangur þeirra er ekkiheldur til marks um vinstri-
sveiflu þó að formenn Samfylkingar
og VG reyni að lesa hana út úr stöð-
unni.
Staðreyndin er sú að vinstriflokk-unum mistókst – og vantar mik-
ið upp á – að ná meirihluta á þingi
þó að kannanir hafi fyrir nokkrum
vikum bent til að svo gæti farið.
Mistókst að ná
meirihluta
STAKSTEINAR
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
ÚTGÁFUHÁTÍÐ
ÍSAFNAÐARHEIMILI GRENSÁSKIRKJU | MÁNUD. 30. 10. KL. 20
VEITINGAR Í BOÐIÚTGEFANDA | ALLIR VELKOMNIR!
GARÐAROLGEIRSSON / ÆVINTÝRI STEBBA
GUÐFINNA S. RAGNARSDÓTTIR / SAGNAÞÆTTIR GUÐFINNU
VALGEIR ÓMAR JÓNSSON / VITAVÖRÐURINN
ÞÓRÐUR TÓMASSON / UMÞJÓÐFRÆÐIMANNSLÍKAMANS
Sagnaþættir víðsvegar
að af landinu, ættanna
kynlega bland og
stórbrotin örlög.
Hugljúf barnabók þar
sem veröld þjóðsagna
og sveitalífs er kynnt
yngstu kynslóðinni.
Einstaklega frumleg
og óvenjuleg nálgun
í þjóðfræðinni þar
sem horft er til siða
og málfars tengt höfði
mannsins og höndum.
Sagan af vitaverðinum
í Galtarvita sem hand
tekinn var af breska
hernum fyrir að skjóta
skjólshúsi yfir þýskan
flóttamann.
Veður víða um heim 29.10., kl. 18.00
Reykjavík 8 alskýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 8 skýjað
Nuuk 6 rigning
Þórshöfn 4 léttskýjað
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 skúrir
Stokkhólmur 4 skýjað
Helsinki 1 snjókoma
Lúxemborg 7 súld
Brussel 9 skúrir
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 9 skýjað
London 11 léttskýjað
París 11 alskýjað
Amsterdam 10 skúrir
Hamborg 9 léttskýjað
Berlín 7 léttskýjað
Vín 10 skýjað
Moskva 4 alskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 21 heiðskírt
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 3 skýjað
Montreal 9 rigning
New York 17 rigning
Chicago 4 léttskýjað
Orlando 18 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:06 17:18
ÍSAFJÖRÐUR 9:23 17:11
SIGLUFJÖRÐUR 9:06 16:53
DJÚPIVOGUR 8:38 16:44
Þrír þeirra sjö íslensku alþingismanna sem
eiga sæti í Norðurlandaráðinu náðu ekki
endurkjöri í nýafstöðnum kosningum, en
69. þing Norðurlandaráðsins hefst á morg-
un, þriðjudag.
Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, sem
á sæti í ráðinu, liggur fyrir forsætisnefnd-
arsamþykkt þess eðlis að þeir aðal- og
varamenn sem áttu sæti í síðustu forsæt-
isnefnd haldi umboði sínu nái þeir endur-
kjöri. „Þetta er sjálfsagt snúin staða, en
við í VG erum dekkuð því það var ákveðið
fyrirfram að Kolbeinn Óttarson Proppé
tæki þetta að sér og hann er farinn út sem
minn varamaður. Núna stefnir samt sem
áður í það að ég fari út á þriðjudagsmorg-
un en þá sem forseti Alþingis því ég er í
raun orðinn forseti Alþingis þar sem sjálf-
stæðismenn kusu að hafa Unni Brá ekki
ofar á lista og hún náði ekki kjöri,“ segir
Steingrímur.
Teitur Björn Einarsson, Valgerður
Gunnarsdóttir og Jóna Sólveg Elínardóttir
eru þeir þingmenn sem eiga sæti í Norð-
urlandaráðinu en náðu ekki endurkjöri og
munu varamenn því sennilega fara í þeirra
stað. Þar að auki á Sigurður Ingi Jóhanns-
son sæti í ráðinu en ætla má að hann hafi
öðrum hnöppum að hneppa í vikunni og
sendi því einnig varamann. Það er því útlit
fyrir að Brynjar Níelsson og Oddný G.
Harðardóttir verði einu aðalmennirnir sem
komist á 69. þing Norðurlandaráðs en auk
þeirra tekur Bryndís Haraldsdóttir þátt
þar sem hún situr í forsætisnefnd Vestnor-
ræna ráðsins.
Varamenn í Norðurlandaráð
Kolbeinn fór sem varamaður Steingríms, sem fer í staðinn sem forseti Alþingis
Steingrímur J.
Sigfússon
Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók
tvo karlmenn og eina konu á níunda
tímanum í gærkvöldi, sem höfðu ver-
ið á ferð um daginn vopnuð hagla-
byssu. Þau eru talin tengjast inn-
broti þar sem skotvopni var stolið
nýlega. Handtakan átti sér stað á
sveitabæ í nágrenni við Stokkseyri
en samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var mikill viðbúnaður vegna
málsins og sögðu vegfarendur sem
mbl.is hafði samband við að nokkrir
ómerktir bílar sérsveitarinnar hefðu
keyrt austur yfir Hellisheiði fyrr um
kvöldið.
Fólkið sem var handtekið er talið
hafa verið í mikilli neyslu og sagði
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á
Selfossi, í samtali við mbl.is í gær að
ákveðið hefði verið að gæta allrar
varúðar við handtöku þeirra vegna
ástands þeirra.
Sagði Oddur að þó vitað hefði ver-
ið af fólkinu með haglabyssu á ferð
fyrr í gær hefði ekki verið talið að
það hefði ógnað öðru fólki.
Fólkið var flutt á lögreglustöð þar
sem yfirheyrslur fóru fram. Fólkið
hefur ekki komið áður við sögu hjá
lögreglunni.
Sérsveitin
handtók
vopnað fólk
Handtekið rétt hjá
Stokkseyri í gær