Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
HS Orka hefur auglýst útboð á bygg-
ingu mannvirkja og tækjakaup
vegna Brúarvirkjunar í Bláskóga-
byggð. Raunar hófust undirbúnings-
framkvæmdir í sumar, vegarlagning
og aðstöðusköpun. Ásgeir Margeirs-
son forstjóri segir að framkvæmdir
hefjist í haust og virkjunin hefji
framleiðslu á fyrrihluta árs 2019.
Brúarvirkjun verður tæplega 10
MW vatnsaflsvirkjun í efrihluta
Tungufljóts, fyrir landi Brúar. Aðal-
og deiliskipulag gerir nú ráð fyrir
virkjuninni og ráðist var í mat á um-
hverfisáhrifum þótt virkjunin sé
undir mörkum og orkufyrirtækið
hefði getað sleppt að fara í mat.
Í áliti sínu taldi Skipulagsstofnun
að helstu neikvæðu áhrif fyrirhug-
aðrar framkvæmdar fælust í breyttri
ásýnd framkvæmdasvæðis og lands-
lagi þess. Svæðið er að mestu leyti
ósnortið og einkennist af Tungufljóti
og vel grónum bökkum þess.
Að framkvæmdum loknum mun
svæðið einkennast af misumfangs-
miklum mannvirkjum, að mati
Skipulagsstofnunar, og verulega
skertu rennsli í Tungufljóti á um
þriggja kílómetra löngum kafla. Tek-
ið er fram að framkvæmdasvæðið er
í nokkurri fjarlægð frá fjölförnum
vegum og ferðamannastöðum og nei-
kvæð sjónræn áhrif verða mest á frí-
stundabyggð í nágrenninu.
Það er mat Skipulagsstofnunar að
áhrif á ásýnd og landslag fyrirhug-
aðra framkvæmda verða talsvert
neikvæð.
Tengd við Reykholt
Skipulagsstofnun taldi að gera
ætti að skilyrði að í framkvæmda-
leyfi verði gerð grein fyrir hvernig
staðið verður að endurheimt gróður-
lendis og birkikjarrs og að fuglalíf í
fyrirhuguðu lónstæði verði rannsak-
að.
Eitt af markmiðum með byggingu
virkjunarinnar er að stuðla að auknu
raforkuöryggi í uppsveitum Árnes-
sýslu. Rafmagnið verður flutt með
jarðstreng frá stöðvarhúsi að spenni-
stöð við Reykholt.
Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri
Bláskógabyggðar, bendir á að þaðan
fái garðyrkjustöðvarnar sitt raf-
magn. Þá segir hann að framkvæmd-
in skapi störf og umsvif í sveitarfé-
laginu, á meðan á henni stendur. Í
matsskýrslu kemur fram að áætlað
er að 65 til 70 ársstörf verði til við
byggingu virkunarinnar.
Framkvæmdaleyfi fyrir virkj-
unina var samþykkt samhljóða í
sveitarstjórn Bláskógabyggðar.
Hægt er að kæra ákvörðunina til úr-
skurðarnefndar umhverfis- og auð-
lindamála.
Byrja á Brúarvirkjun á næstunni
Framkvæmdaleyfi HS Orku samþykkt Mannvirki og tæki boðin út Framleiðsla hefst árið 2019
Ljósmynd/HS Orka
Brúarvirkjun HS Orka samdi nýverið við Arion banka um fjármögnun verk-
efnisins. Höskuldur Ólafsson frá Arion og Ásgeir Margeirsson frá HS Orku.
Hörður Arnarson Hlutverk Landsvirkjunar – fjárhagsleg staða – endurnýjanleg orka
Úlfar Linnet Áhrif bráðnunar jökla á íslenska orkukerfið
Ásbjörg Kristinsdóttir Bætt nýting auðlindar við Búrfell
Ljósafossstöð – Endurnýjanleg orka í 80 ár
Einar Mathiesen Hvernig tryggjum við endingu aflstöðva?
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir Samspil orku og ferðamála
Kröflustöð – Vagga jarðvarma á Íslandi í 40 ár
Valur Knútsson Sjálfbær nýting jarðvarma á Þeistareykjum
Ragnheiður Ólafsdóttir Kolefnishlutlaus Landsvirkjun árið 2030
Fljótsdalsstöð – Orkuvinnsla og sjálfbærni í 10 ár
Þórólfur Nielsen Endurnýjanleg raforka á heimsvísu
Birna Ósk Einarsdóttir Markaðssetning endurnýjanlegrar raforku
Ragna Árnadóttir Endurnýjanleg orka er verðmætari
Verið öll velkomin
Skráning á www.landsvirkjun.is
#lvhaustfundur
Landsvirkjun hefur frá upphafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning
um umhverfis- og loftslagsmál hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku.
Á haustfundinum fjalla sérfræðingar okkar um þessi verðmæti frá ýmsum
hliðum. Greint verður frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orku-
vinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin
eftirsóttari og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR
Silfurberg í Hörpu
Fimmtudagur 2. nóvember kl. 8.30–10.00
Morgunhressing í boði frá kl. 8.00
Endurnýjanleg
orka er verðmætari