Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 10

Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 Jensen 8013 umgjörð kr. 14.900,- Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ný gleraugu? Schäffer liðléttingarnir eru langmest seldu liðléttingarnir á Íslandi með um 400 vélar í notkun meðal ánægðra viðskiptavina. K Ve M S r. 2.780.000 rð án vsk. (3.447.200 m. vsk) eð skóflu og greip. Verð frá: chäffer Lader 2024 SLT Fleiri stærðir í boði! Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is KOSNINGAR 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kjörsókn í alþingiskosningunum á laugardaginn nam 81,2% en alls greiddu 201.777 manns atkvæði af þeim 248.515 sem voru á kjörskrá. Þetta er betri kjörsókn en í alþing- iskosningunum 2016, sem var í sögu- legu lágmarki, en þá greiddu einung- is 79,2% þeirra sem voru að kjörskrá atkvæði. Í fyrstu alþingiskosningunum eftir lýðveldisstofnun árið 1946 var kjör- sókn 87,2%. Á árunum eftir það fór kjörsókn að aukast og náði hámarki árið 1956 þegar kjörsókn var 92,1%. Kjörsókn Íslendinga staðnaði eftir það í kringum 91% fram til kosning- anna 1978 og hefur síðan þá farið minnkandi með undantekningu árið 1987, þegar kjörsóknin var 90,1%. Kjörsóknin mest í NV Mesta kjörsóknin núna var í minnsta kjördæminu en 83,1% þeirra sem voru á kjörskrá í Norðvestur- kjördæmi kusu. Alls voru 21.516 manns á kjörskrá í Norðvesturkjör- dæmi og kusu 17.872 í kosningunum. Kjörsókn var næstmest í Suðvest- ur- og Norðausturkjördæmi en bæði kjördæmi voru með 82,4% kjörsókn. Í Suðvesturkjördæmi voru 69.498 manns á kjörskrá og er það lang- stærsta kjördæmið en alls kusu 57.255 manns. Í Norðausturkjördæmi voru 29.618 manns á kjörskrá og kusu 24.409 manns. Versta kjörsóknin var í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar voru 46.109 manns á kjörskrá og kusu 36.733 og var kjörsókn því 79,7%. Næstversta kjörsóknin var í Suðurkjördæmi en um 80% af þeim 36.154 manns sem voru að kjörskrá kusu, alls 28.910 manns. Í Reykjavík- urkjördæmi suður kusu alls 36.598 manns af þeim 45.607 sem voru á kjörskrá, eða um 80,2%. Kjörsókn minnkað síðustu ár Eva Heiða Önnudóttir stjórnmála- fræðingur segir að það sé jákvætt að kjörsókn hafi batnað á milli ára en slíkt sé ekki endilega merki um að hún muni aukast næstu ár. „Ef maður horfir bara í heild yfir á síðustu tuttugu ár, þá höfum við að jafnaði verið að minnka um nokkur prósentustig á milli ára. Svo fórum við aðeins upp árið 2009 og svo minnkaði kjörsókn aftur. Það er frá- bært að það sé meiri kjörsókn núna í ár en í fyrra en við þurfum hins vegar að halda því áfram að vera vakandi yfir því hvað kjörsókn er mikilvæg. Það gæti vel verið að þetta væri smá sveifla upp á við því þróunin er þessi minnkun, með undantekningu árið 2009,“ segir Eva og bætir við að það sé varhugavert að fullyrða að kjör- sókn sé á uppleið. „Ég myndi fara varlega í að segja að kjörsókn væri aftur á uppleið gæti alveg verið ein- hver sveifla.“ Spurð hvort að kosningar 2016 gætu verið að hafa áhrif á kjörsókn í ár segir Eva að ekki sé hægt að full- yrða um hvort það hafi áhrif að það sé stutt milli kosninga. Hún segir hins vegar að skugga- kosningar og aukin umræða um kjör- sókn hafi væntanlega einhver áhrif. „Það má nefna tvennt; Það hefur verið mikið rætt um kjörsókn og sér- staklega verið að hvetja ungt fólk til þáttöku með skuggakosningum. Svo hefur umræðan verið heilmikil um kjörsókn og hún hefur beinst að ungu fólki en sú umræðan hlýtur að hafa áhrif á alla.“ Ísland ofarlega á lista OECD Kjörsókn á Íslandi stendur ágæt- lega í samanburði við hinn vestæna heim en Ísland er í 8. sæti á lista OECD-ríkjana þegar kemur að kjör- sókn miðað við kjörsókn í alþingis- kosningunum árið 2016. Efst á listan- um er Belgía og miðast tölur þar við kosningar 2014. Á lista OECD er tek- ið hlutfall þeirra sem kusu útfrá fjölda á kjörskrá ásamt hlutfalli af þeim sem hafa kosningaaldur. Svíþjóð er í öðru sæti listans en þar kusu 85,8% þeirra sem eru á kjörskrá og 82,6% þeirra sem hafa kosningaaldur og miðast tölur við kosningar síðan 2014. Danmörk er í fjórða sæti listans með 85,9% kjör- sókn miðað við þá sem eru á kjörskrá og 80,3% kjörsókn miðað við þá sem hafa kosningaaldur og miðast tölurn- ar við kosningar 2015. Noregur situr einnig ofar en Ísland á sjötta sæti listanum en er þá um tölur síðan 2013 að ræða en þar var kjörsókn 78,3% af þeim sem var kjörskrá og 78,0% af þeim sem hafa kosningaaldur. Má því ætla að alþingiskosningarnar 2017 muni færa Ísland örlítið ofar á lista OECD. Kjörsókn vænkast um 2% milli ára Morgunblaðið/Eggert Kosningar 2017 Kjörsókn var betri í ár en í alþingiskosningunum í fyrra. Alþingiskosningar 1946-2017 Kosningaþátttaka Heimild: Hagstofa Íslands 95 90 85 80 75 % 87 ,4 % 89 % 89 ,9 % 92 ,1 % 90 ,6 % 90 ,4 % 91 ,1 % 91 ,4 % 90 ,4 % 91 ,4 % 90 ,3 % 89 ,3 % 88 ,3 % 90 ,1 % 87 ,6 % 87 ,4 % 84 ,1 % 87 ,7 % 83 ,6 % 85 ,1 % 81 ,4 % 79 ,2 % 19 46 19 49 19 53 19 56 19 59 19 59 19 63 19 67 19 71 19 74 19 78 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 20 09 20 13 20 16 20 17 81 ,2 %  Kjörsókn Íslendinga í alþingiskosningum um helgina var 81,2%  Í alþingiskosningunum 2016 var kjörsókn 79,2%  Varhugavert að fullyrða að kjörsókn sé á uppleið á ný, segir stjórnmálafræðingur Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn munu fara í naflaskoðun á næstu vikum í ljósi nið- urstaðna þingkosn- inganna um helg- ina. Sjálfur hefur hann ekki íhugað sérstaklega að stíga úr formanns- stólnum en segist þó ekki undanskil- inn skoðuninni frekar en aðrir. „Mín afstaða hefur alltaf verið sú að vera í pólitík til að gera gagn en ekki út frá minni eigin persónu. Ég mun eiga samtal við mitt fólk og meta hvar maður gerir mest gagn,“ segir hann. „Niðurstaðan er auðvitað fúl fyrir okkur í Bjartri framtíð, neikvæð og svartari en við vonuðumst eftir. Við gerðum okkur hins vegar fulla grein fyrir því að það yrði á brattann að sækja og að við myndum eiga erfitt með að standa undir þátttöku okkar í umdeildri ríkisstjórn og því að hafa slitið stjórnarsamstarfinu,“ segir Ótt- arr. „Við höfum auðvitað verið í þróun frá því flokkurinn var stofnaður, en þetta þýðir auðvitað naflaskoðun og að við þurfum að skoða okkar mál,“ bætir hann við. Enn líf í sveitarstjórnunum Óttar segir Bjarta framtíð lifa góðu lífi í sveitarstjórnum í fjórum stórum sveitarfélögum. Flokkurinn hafi verið farinn að huga að sveitarstjórnar- kosningum næsta vor þegar ákveðið var að ganga út úr ríkisstjórnarsam- starfinu. Aðspurður segist hann ekki vita hvort niðurstaðan á laugardag hafi slæm áhrif á fylgið á sveitarstjórnar- stiginu eða hvort sveitarstjórnar- störfin gætu verið lífæð flokksins. „Ég átta mig ekki á því. Sveitar- stjórnir yfir höfuð eru dálítið sjálf- stæð pólitík og við höfum verið í sam- starfi við ólíka flokka. Hóparnir okkar sem hafa verið virkir í sveitarstjórn- arstarfinu hafa verið mjög sterkir í baklandi Bjartrar framtíðar á lands- vísu líka,“ segir Óttarr. „Við erum í öðruvísi og erfiðari að- stæðum á landsvísu þar sem við tók- um þessa erfiðu og umdeildu ákvörð- un um að stofna til ríkisstjórnar- samstarfs þegar ljóst var að aðrir flokkar voru tregir til. Sú reynsla var þung fyrir okkur í þessum kosning- um. Þá veltir maður fyrir sér hvort það verði ekki ansi erfitt fyrir þá flokka sem fengu kjör að ná saman um ríkisstjórn núna. Þetta gæti orðið ansi skrýtin aðstaða í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann að endingu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kosningavaka Björt framtíð hélt kosningavöku sína á veitingastaðnum Bazaar Oddsson í JL-húsinu á laugardag. „Niðurstaðan er fúl“  Björt framtíð hvarf af þingi í alþingiskosningunum  Formaður flokksins kveðst ekki undanskilinn naflaskoðun Óttarr Proppé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.