Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 12
Sjósund Vinsælt er að skella sér til sunds í ferðum Sigðurðar, eða Búbba frá Ísafirði.
segir hann og bendir jafnframt á að
hann hafi aldrei ætlað sér að verða
ríkur á rekstrinum.
„Auðvitaði geri ég mér grein
fyrir því að í þessum rekstri eins og
öðrum þarf að endurnýja tæki og
halda rekstrinum við en grundvöllur
rekstursins var aldrei að verða neitt
voðalega ríkur. Fyrst og fremst hef
ég gaman af starfinu.“
Jan Mayen og Grænland
Í dag rekur Sigurður skúturnar
Arktiku og Auroru og gerir út á Jök-
ulfirði og Grænland með erlenda
ferðamenn. Kyrrðin, fámennið og
snjórinn er það sem ferðamennirnir
sækjast eftir.
„Þetta eru minnst fimm daga
ferðir og allt upp í nokkrar vikur. Við
höldum okkur hér á Vestfjörðunum
en sækjum líka á austurströnd
Grænlands,“ segir Sigurður en hann
hefur einnig siglt með ferðamenn til
Jan Mayen.
„Já, það er rétt. Það er með allra
lengsta móti enda þriggja daga sigl-
ing. Við förum ekki mikið í slíkar
siglingar. Alla jafna eru þetta styttri
ferðir.“
Í lok október má segja að siglt
sé inn í rólegri mánuði ferðaþjónust-
unnar en strax í febrúar hefjast
skíðaferðir Sigurðar en þá siglir
hann með fólk um snæviþakkta firði
og að sjálfsögðu eru skíðin tekin með.
„Fólk getur gengið upp brattar
hlíðar og fjöll og skíðað niður en
uppistaða ferða hjá mér frá febrúar
og eitthvað fram á vor eru skíðaferð-
ir.“
Spurður hvort fólk þurfi að vera
vant sjómennsku eða í hörku fjall-
gönguformi segir hann þessar ferðir
vera fyrir alla sem áhuga hafa á úti-
vist og hreyfingu.
„Fólk er í alls konar formi en
þetta er helst fólk sem sækir í útivist
og vill upplifa náttúruna með öðrum
hætti en að keyra um landið,“ segir
Sigurður og leggur áherslu á að
gengið sé vel um náttúruna og af
virðingu.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fastir í viðjum væntingaannarra sitja margir ogtelja niður mínúturnar ívinnunni. Sigurður Jóns-
son, sem jafnframt er þekktur sem
Búbbi frá Ísafirði, er ekki einn af
þeim. Allt sitt líf hefur hann átt í ást-
arsambandi við sjóinn og fjöllin en
fáir staðir á landinu bjóða upp á jafn
náið samband fjalls og fjöru og Vest-
firðirnir.
Í því umhverfi hefur Sigurður
byggt upp fyrirtæki í kringum
áhugamál sín en hann hefur lengi
rekið eigin skútu og nú býður hann
ferðamönnum um borð og leyfir að
njóta gestrisni sinnar.
„Viðskiptavinurinn er gestur og
ég kem fram við hann sem slíkan.
Hann er í ferðalagi með mér,“ segir
Sigurður sem lýsir skútinni sinni sem
fljótandi fjallakofa sem notaður er til
að komast á milli staða.
Snýst ekki um peninga
„Þetta snýst ekki bara um sigl-
inguna heldur fjöllin og náttúruna.
Skútan er því í raun fljótandi fjalla-
kofi sem siglir milli áfangastaða þar
Gerði áhugamálið að ævistarfi
Sigurður Jónsson eða
Búbbi frá Ísafirði kemur
fram við viðskiptavini
sína eins og góða gesti og
sýnir þeim stórbrotna
náttúru landsins frá sjón-
arhorni sjómannsins. Þá
eldar hann dýrindis mat
ofan í alla úr hráefnum
beint frá náttúrunni í
kringum sig.
Ævintýraferðir Stungið sér til sunds einhver staðar á afskektum stað. Fegurð Einstök náttúra og norðurljós sjást í einni af mörgum ferðum.
Hvíld Það má líka stundum bara njóta í stað þess að þj́óta.
Kvöldmatur Allir sitja saman til borðs og gæða sér á dýrlega góðri máltíð.
sem hægt er að ganga á fjöll, fara á
skíði eða njóta náttúrunnar með öðr-
um hætti.“
Á kvöldin hefur skútu Sigurðar
verið lýst sem úrvals veitingastað en
hann eldar sjálfur og notar mikið
hráefni úr umhverfinu, ferskan fisk,
lambakjöt og grænmeti ásamt fersk-
um kryddjurtum á borð við blóðberg
og fleira.
„Ég lít svo á að ég sé að bjóða
fólki í heimsókn og upplifunin er slík.
Þetta eru mínir gestir og ég kem
fram við þá eins og við myndum öll
gera þegar við fáum góðan gest í
mat,“ segir Sigurður og bendir á að
hluti upplifunarinnar sé þessi heim-
ilislega stemming þar sem fólk upp-
lifir helsta áhugamál Sigurðar.
„Fyrst og fremst var ætlunin að
gera eitthvað sem ég hef gaman af.
Þetta byrjaði sem sumarvinna hjá
mér árið 2005 en varð að heils-
ársvinnu í kringum 2008. Ég er
menntaður skipatæknifræðingur og
ætlaði að starfa við það á veturna.
Síðan kom bara sá tími að ég taldi
mig ekki vera að sinna vetrar- né
sumarvinnunni nægilega vel og varð
að velja á milli.“
Áhugamálið varð ofan á og seg-
ist Sigurður ekki sjá eftir því.
„Þetta er það sem ég hef gaman
af og geri í mínum frístundum. Allir
dagar í vinnunni eru skemmtilegir,“
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017