Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 14

Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 KOSNINGAR 2017 30 25 20 15 10 5% 0 3,5% 0 4,2% 4 6,9%8 11,5% 5 7,9% 8 10,7% 7 10,5% 5 8,3% 4 6,7% 21 29% 17 24,5% 16 25,2% 4 7,2% 1,3% 1,2% Niðurstöður alþingiskosninga 28. október 2017 A Björt framtíð B Framsóknarflokkur C Viðreisn D Sjálfstæðisflokkur F Flokkur fólksins Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þrátt fyrir góða útkomu í könnunum í vor fór heldur betur að halla undan fæti hjá Flokki fólksins þegar nær dró kosningum og allt leit út fyrir að flokkurinn kæmi ekki mönnum á þing. Inga Sæland, formaður flokks- ins, gat því verið kampakát þegar ljóst var að flokkurinn fengi tæp 7 prósent og fjóra menn á þing. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom einnig verulega á óvart en nýr flokkur hans fékk 10,9 prósenta fylgi í fyrstu til- raun. Framsóknarflokkurinn getur un- að sáttur við sitt en flokkurinn held- ur öllum sínum þingsætum frá síð- ustu kosningum þrátt fyrir klofningsframboð Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi for- manns flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins og fær nokkuð betri kosningu en kannanir gerðu ráð fyrir. Engu að síður missir flokkurinn fimm þingsæti, eitt þing- sæti í öllum kjördæmum nema kjör- dæmi Guðlaugs Þórs Þórðarssonar utanríkisráðherra þ.e. Reykjavíkur- kjördæmi norður. Samfylkingin nær vopnum sínum aftur og rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og endar með 7 þingsæti. Vinstri grænir, sem flugu hátt í könnunum fyrir kosningar, bættu þó aðeins við sig einum þingmanni og einu pró- senti frá síðustu kosningum. Viðreisn náði fjórum þingmönn- um, þvert á kannanir um tíma. Morgunblaðið/Eggert Förðun Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var hæstánægð með niðurstöðu kosninganna en hér er hún í viðtali við fréttamann RÚV í förðunarstólnum fyrir kosningasjónvarpið. Flokkur fólksins kom einna mest á óvart  Miðflokkurinn stal senunni en Framsókn heldur sínu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagnað Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar niður- stöðu kosninganna ásamt sjálfstæðismönnum á Grand Hótel. Meðalaldur nýrra alþingismanna er 49,15 ár, sé miðað við hvað þeir voru gamlir á kjördag. Á síðasta þingi var þetta meðaltal 46,6 ár sem var yngsta þing á lýðveldis- tíma. Frá árinu 1978, þegar meðal- aldur þingmanna á kjördag var 49,6 ár, hefur hann aðeins einu sinni verið hærri en nú og það var árið 1999 þegar hann var 49,9 ár. Aldursforseti þingmanna verður Ari Trausti Guðmundsson, þing- maður VG í Suðurkjördæmi sem er 69 ára gamall og yngsti þingmað- urinn Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, 26 ára þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Elstir í Suðurkjördæmi Þegar aldur nýkjörinna þingmanna er skoðaður kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Til dæmis að elstu þingmennina er að finna í Suður- kjördæmi, þar sem meðalaldur þeirra er 52,6 ár. Þeir yngstu eru í Reykjavíkurkjördæmi norður, en meðaltalsaldur þeirra er tæp 43 ár. Meðalaldur þingmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður er 48 ár, í Suðvesturkjördæmi er hann 52 ár og í Norðvesturkjördæmi er meðalaldur þingmanna tæp 49 ár. Meðalaldur þingmanna Norðaust- urkjördæmis er 50,4 ár. Þingmenn Flokks fólksins skipa elsta þingflokkinn, en þar er með- alaldurinn 60 ár. Yngsti þingflokk- urinn er Píratar, þar sem meðal- aldurinn er 36 og hálft ár. Átta þingmenn eru fæddir árið 1980 eða síðar og 19 þingmenn eru fæddir árið 1960 eða fyrr. annalilja@mbl.is Meðalaldur alþingismanna hækkar um tvö og hálft ár MIKLU FLEIRI ERU FÆDDIR 1960 OG FYRR EN 1980 OG SÍÐAR Morgunblaðið/Eggert 69 ára Ari Trausti Guðmundsson, þing- maður VG, verður nú elstur þingmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.