Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 15

Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017                                     0% 5% 0% % % % 6 9,3% 7 10,9% Úrslit kosninga 29. október 2016 Fylgi í % og fjöldi þingmanna Fylgi í könnun frá 27. október 2017* Fylgi í % og fjöldi þingmanna Úrslit kosninga 28. október 2017 Fylgi í % og fjöldi þingmanna 10 14,5% 6 8,8% 6 9,2% 3 5,7% 10 15,3% 7 12,1% 10 15,9% 14 20,2% 11 16,9% 0,3% 0,2% 1,7% 0,1% M Miðflokkurinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstri græn 29. okt. 2016 28. okt. 2017 29. okt. 2016 28. okt. 2017 Úrslit kosninga Úrslit kosninga R Alþýðu- fylkingin T Dögun *Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið gerð dagana 22. til 25. október 2017 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tólf nýir þingmenn og sjö „endur- nýttir“, sem hafa verið í mislöngu hléi frá þingstörfum, taka nú sæti á Al- þingi. 14 þingmenn, sem gáfu kost á sér náðu ekki endurkjöri. Af nýju þingmönnunum eru flestir í Miðflokknum og það eru þau Berg- þór Ólason, Sigurður Páll Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Birgir Þórarinsson. Þrír þingmenn Mið- flokksins hafa áður setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn; Þorsteinn Sæ- mundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samfylkingin á þrjá nýja þing- menn; Helgu Völu Helgadóttur, Guð- mund Andra Thorsson og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur. Einn þing- maður flokksins hefur áður setið á þingi, það er Ágúst Ólafur Ágústsson. Halla Signý Kristjánsdóttir er nýr þingmaður Framsóknarflokksins og þrír þingmenn flokksins hafa áður verið á þingi. Það eru þau Ásmundur Einar Daðason, Willum Þór Þórsson og Líneik Anna Sævarsdóttir. Allir fjórir þingmenn Flokks fólks- ins eru nýir. Það eru Inga Sæland, Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjalta- son og Guðmundur Ingi Kristinsson. Enginn nýr þingmaður er í þing- flokkum Sjálfstæðisflokks og Við- reisnar. Það sama má segja um þing- flokk VG en Ólafur Þór Gunnarsson, sem áður hefur komið inn á þing fyrir flokkinn sem varaþingmaður, var nú kjörinn á þing og telst því nánast til „endurnýttra“ þingmanna. Náðu ekki endurkjöri Nokkuð var um að þingmenn, sem sóttust eftir endurkjöri féllu út. Sjálfstæðisflokkurinn missti þann- ig fimm þingmenn, þau Teit Björn Einarsson, Valgerði Gunnarsdóttur, Unni Brá Konráðsdóttur, Vilhjálm Bjarnason í Suðvesturkjördæmi og Hildi Sverrisdóttur. Fjórir þingmenn Pírata féllu af þingi; Eva Pandora Baldursdóttir, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson og Gunnar Hrafn Jónsson. Þá var Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður, ekki í framboði, og Píratar náðu ekki inn manni þar. Viðreisn missti þrjá þing- menn; Benedikt Jóhannesson, Jónu Sólveigu Elínardóttur og Pawel Bartoszek. Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar; Óttarr Proppé, Nichole Leigh Mosty og Björt Ólafs- dóttir, náði kjöri og fjórði þingmaður flokksins, Theódóra S. Þorsteins- dóttir, bauð sig ekki fram. Þingmaður í skamma stund Eins og venjan er á kosninganótt voru allmargir frambjóðendur „þing- menn í skamma stund“, eða þangað til nýjar tölur bárust sem breyttu stöðunni. T.d. fór Vilhjálmur Bjarna- son, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvesturkjördæmi, tvisvar inn á þing um nóttina uns leikar fóru þannig að hann endaði úti. Sr. Hall- dór Gunnarsson í Holti, sem leiddi lista Flokk fólksins í Norðaustur- kjördæmi var um tíma inni, einnig Kristbjörg Þórisdóttir, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknar- flokksins í Suðvesturkjördæmi, og sömuleiðis Una María Óskarsdóttir, sem var í 2. sæti hjá Miðflokknum í sama kjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, datt inn á þing á níunda tímanum í gærmorgun og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, kom inn á lokametrunum sem kjördæma- kjörinn þingmaður í Reykjavík norð- ur. Morgunblaðið/Eggert Nýtt fólk Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, er nýr þingmaður. 12 nýir þingmenn og 7 „endurnýttir“ setjast á Alþingi  Endurnýjun mismikil eftir flokkum  14 þingmenn náðu ekki endurkjöri Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Útstrikanir á einstökum fram- bjóðendum höfðu engin teljandi áhrif á niðurstöður kosninganna 2017 samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna. Einungis fengust tölulegar upp- lýsingar úr Suðurkjördæmi en þar voru 534 útstrikanir á D-lista Sjálfstæðisflokksins. Þar á eftir var Samfylkingin með 50 útstrik- anir en útstrikanir annarra flokka voru mjög fáar. Það er fjarri því að vera nógu mikið til að uppröðun á listanum breytist en til þess að fella mann í fyrsta sæti niður um sæti þurfa 25% kjósenda listans að strika út nafn hans. Hlutfallið er 20% þegar kemur að öðru sætinu en 14,3% þegar kemur að því þriðja. Ekki fengust heildstæðar tölur um útstrikanir í Suðvestur- kjördæmi heldur en Ástríður Sól- rún Grímsdóttir, formaður yf- irkjörnar Suðvesturkjördæmis, segir að útstrikanir á D-lista hafi verið tæplega 500 á formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Bene- diktssyni. „Þær voru svona tæplega 500, eitthvað sem skiptir engu máli og hefur engin áhrif. Eins var með aðra sem voru strikaðir út. Það hafði engin áhrif.“ Landkjörstjórn fundar í dag Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, segir að upp- lýsingar um útstrikanir og fram- gang kosningana hafi skilað sér til landskjörstjórnar yfir daginn í gær. Landskjörstjórn mun halda vinnufund í dag þar sem farið verður yfir öll gögn. Landskjörstjórn mun síðan boða til fundar eftir rúmlega viku, þar sem niðurstöður verða kynntar um frágang kosning- anna. Má vænta þess að nöfn frambjóðenda sem voru helst út- strikuð verði ljós þá sem og heildartölur. Útstrikanir höfðu engin áhrif  534 útstrikanir á D-lista í Suður- kjördæmi Morgunblaðið/Eggert Kosningar 2017 Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum kjördæm- anna höfðu útstrikanir engin teljandi áhrif á röðun framboðslistanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.