Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Að minnsta kosti þrír menn létu lífið í óveðri sem gekk yfir hluta Mið-Evrópu um helgina. Víða flæddu ár yfir bakka sína en í þýsku stórborg- inni Hamborg flæddi yfir götur og stræti við fiskmarkað borgarinnar með þeim afleiðingum og skemmdir urðu á bílum og húsnæði. Víða var rafmagnslaust í Mið-Evrópu og olli það seinkunum almenningssamgangna og um- ferðar almennt. AFP Ár flæddu yfir bakka sína í óveðri í Mið-Evrópu Illviðri og flóð valda tjóni víða á meginlandi Evrópu Í það minnsta fjórtán eru látnir eftir hryðjuverkaárás í höfuðborg Sómal- íu, Mógadisjú, á laugardag en ekki liggur fyrir hversu margir eru særð- ir eftir árásina. Hryðjuverka- samtökin Shabaab, sem eru nátengd Al-Qaeda, hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en árásin var gerð á Nasa Hablod 2 hótelið í borginni. Fórnarlömb árásarinnar eru óbreyttir borgarar að sögn lög- reglustjórans á svæðinu, Mohamed Moalim Adan, en hótelið er vinsæll gististaður. Systurhótel þess varð fyrir árás um mitt síðasta ár og þá létust 11 manns. Hryðjuverkaógnin er mikil í landinu en fyrir tveimur vikum var vöruflutningabíll sprengdur í loft upp í miðborg höfuðborgarinnar með þeim afleið- ingum að 358 manns létu lífið. Hryðjuverk í Mógadisjú AFP Hryðjuverk Fórnarlömb árásar- innar eru saklausir bogarar. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fólk streymdi út á götur og stræti borga og bæja í Katalóníu um helgina, annars vegar til að mót- mæla ákvörðun ríkisstjórnar Spán- ar, sem svipti Katalóníu sjálfstjórn á föstudaginn, og hins vegar til að standa með sameinuðum Spáni. Ekki hefur komið til neinna átaka milli hópanna tveggja að sögn BBC. Mörg hundruð þúsund manns taka þátt í mótmælunum en erfitt er að henda reiður á fjöldanum. Skipu- leggjendur mótmælanna áætla að um 1,1 milljón manns hafi gengið um stræti og torg en lögreglan telur að mótmælendur hafi ekki verið mikið fleiri en 300 þúsund. Krefjast fangelsunar Í hópi mótmælenda sem mættir voru til að styðja áframhaldandi veru Katalóníu í Spáni var kallað eftir því að spænsk stjórnvöld fang- elsuðu Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sem sett- ur var af á föstudag. Ríkisstjórn Spánar hefur ákveðið að Puigde- mont verði ákærður í vikunni fyrir að efna til byltingar gegn stjórn- völdum landsins. Forsætisráðherra Spánar, Mar- iano Rajoy, hefur lýst því yfir að Katalónía fái sjálfstjórnarréttindi sín aftur eftir að lögum og reglum hefur verið komið á í héraðinu. Búið er að leysa upp héraðsstjórn Kata- lóníu og boða til kosninga í héraðinu hinn 21. desember næstkomandi. Spænska ríkisstjórnin kennir að- skilnaðarsinnum um það ástand sem nú er komið upp. Sundrað sambandsríki Í umfjöllun New York Times um atburðarásina á Spáni er bent á að landið skiptist í 17 héruð auk tveggja borgarsvæði í Afríku, þ.e. Ceuta og Melilla. Ágreiningurinn um sjálfstæði Katalóníu getur að sögn New York Times kallað á þrýsting annarra héraða að fá aukin sjálfstjórnarréttindi. Þannig njóta Baska- og Navarra-héruðin meiri sjálfstjórnar en önnur héruð á borð við t.d. Andalúsíu og Galisíu. Flest héruð fara sjálf með mennta- og heilbrigðismál en Katalónía hefur lengi sóst eftir því að vera með sjálf- stæða efnahagsstjórn líkt og Baska- hérað. Í Katalóníu búa 16% íbúa Spánar, þar eru um 19% hagkerfis- ins og 25% af útflutningi Spánar koma frá héraðinu. Enn mótmælt í Katalóníu AFP Fjöldi Talið er að allt frá 300 þúsund upp í 1,1 milljón hafi mótmælt.  Bæði sjálfstæðissinnar og sambandssinnar mótmæltu á Spáni um helgina Hassan Rouhani, forseti Írans, segir framleiðslu á eldflaugum til að verja landið ekki vera brot á kjarnorku- samkomulagi landsins við al- þjóðasamfélagið, sem gert var árið 2015 undir for- ustu Barack Obama, þáverandi for- seta Bandaríkjanna. Yfirlýsing Rouhani kemur stuttu áður en bandaríska þingið tekur af- stöðu til efnda Írans á samningnum. Eftirlitsfulltrúi Sameinuðu Þjóð- anna í Íran segir að landið hafi efnt sinn þátt þess en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ýjað að því að Bandaríkin staðfesti ekki að Íran hafi staðið við samninginn. Það gæti leitt til riftunar sam- komulagsins og frekari refsiað- gerða gegn Íran. Telja eldflaugar ekki brot á samningi Hassan Rouhani ÍRAN Franskir neyt- endur búa við smjörskort að sögn BBC en víða eru tómar smjörhillur í kjörbúðum og stórmörkuðum. Gífurleg aukn- ing hefur orðið á eftirspurn eft- ir smjöri á heimsmarkaði á sama tíma og samdráttur hefur verið í fram- leiðslu, m.a. í Nýja-Sjálandi, sem er stærsti útflytjandi mjólkuraf- urða í heiminum. Verð á tonni af mjólkurafurðum á heimsmarkaði hefur hækkað á einu ári úr 2.500 evrum eða um 300 þúsund krón- um í 6.500 evrur eða tæpar 800 þúsund krónur. Þar sem franskir bændur semja um fasta verðlagningu á frönsk- um markaði í þrjú ár telja þeir hagstæðara að fara með afurð sína á heimsmarkaðinn eins og staðan er núna. Það verður því minna smjör í franskri matargerð á næstunni. Smjörskortur í Frakklandi Framleiðsla á smjöri ekki næg. FRAKKLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.