Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 ✝ Andri LíndalÁgústsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1994. Hann lést í Stokk- hólmi 10. október 2017. Andri var sonur Ágústar Líndal Haraldssonar, f. 8.4. 1957, og Val- gerðar Sigurjóns- dóttur, f. 23.1. 1973. Systir Andra er Gunnhildur Fjóla Ágústsdóttir, f. 22.3. 2000, og samfeðra hálf- bræður eru Olgeir, Hreinn, Ágúst og Aron. Útför Andra fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 30. október 2017 kl. 15. Elsku hjartans Andri okkar, það eru þung spor sem við tökum þessa dagana. Söknuðurinn og tómleikinn svo mikill. Lífið var þér ekki beinn og breiður vegur í samfélaginu. Elsku Andri á þess- um tæpum 23 árum kenndir þú okkur svo margt, þú varst alltaf brosandi og svo glaður, fýla var eiginlega ekki til hjá þér. Þér leið best í sveitinni okkar, með ömmu og afa, þar hafðir þú alltaf nóg að gera smíða, veiða og bara hafa gaman. Fyrri hluta þessarar stuttu ævi þinnar naustu og áttir fallegt og gott líf, þú hafðir stórt og fallegt hjarta og hlýjan faðm og máttir ekkert aumt sjá, þú vildir alltaf allt fyrir alla gera. Lífið breyttist um fermingu og veikindi þín urðu sífellt fyrirferð- armeiri og tóku stóran toll bæði hjá þér og okkur fjölskyldunni, við tóku erfiðir tímar en alltaf komstu til baka með hlýja faðm- inn og fallega brosið þitt. Húm- orinn þinn fékk okkur alltaf til að brosa. Takk fyrir skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman í Svíþjóð þar sem þér leið svo vel. Takk fyrir skemmtilega road tripið sem við tókum frá Stokk- hólmi til Malmö, gistum á góðu hóteli og fórum svo með lest til Köben til að fara í tívolí og áttum yndislegan tíma saman. Gunn- hildur systir þín átti stóran stað í hjarta þínu og það var svo ótrú- lega falleg vinátta ykkar á milli, fyrir það erum við þakklát. Skype-hringingin hefur þagnað og við söknum hennar, þó að stórt haf hafi verið á milli okkar vorum við í nánu sambandi og spjölluð- um heilu og hálfu tímana á skyp- inu á hverjum degi, þú varst allt- af með okkur. Okkur langar að þakka öllum sem hafa styrkt okk- ur á þessum erfiðu tímum fyrir, hjartans þakkir þið öll. Þú verður alltaf í hjörtum okkar, elsku strákurinn okkar. Takk fyrir samveruna og gangi þér vel á nýjum stað þar sem við trúum því heitt að þér líði betur, elsku Andri okkar. Við elskum þig út í geim og aftur heim, Guð geymi þig, elsku strákurinn okkar. Elsku Andri minn. Ég, mamma þín, mun hugga mig við þessar línur: Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Guð blessi þig, Andri minn. Ég, pabbi þinn, kveð þig með ljóði eftir Valdimar Briem: Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott og hyggja’ að vilja þínum, og má þú hvern þann blett á brott, er býr í huga mínum. Stýr minni tungu’ að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal, agg né spott í orðum mínum finnast. Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði’ eg öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að barn þitt gott ég heiti. Stýr mínum fæti’ á friðar veg, svo fótspor þín ég reki og sátt og eining semji ég, en sundrung aldrei veki. Stýr mínum hag til heilla mér og hjálpar öðrum mönnum, en helst og fremst til heiðurs þér, í heilagleika sönnum. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. Þangað til við hittumst næst. Þín alltaf, ástarkveðja. Mamma & pabbi. Elsku Andri minn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, elsku vinur. Guð geymi þig. Þinn afi Sigurjón. Elsku hjartans Andri minn. Nú er þinni lífsgöngu lokið og eftir sitjum við fjölskylda þín með óendanlega sorg í hjörtum okkar. Lífið var þér ekki alltaf auð- velt, þroski þinn ekki í samræmi við þinn stóra líkama en þú áttir mikið stórt hjarta og mjög stóran faðm. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með hversu sterkt samband var á milli þín og móður þinnar sem var vakin yfir velferð þinni í einu og öllu. Mikið áttum við góðar stundir í ágúst sl. þegar mamma þín, Gunnsa þín og ég heimsóttum þig til Svíþjóðar þar sem þú áttir heimili síðastliðna 19 mánuði á sambýli hjá þeim heiðurshjónum Þór Inga og Anneli. Þá var mikið keyrt og skoðað og þú í framsæt- inu með Ray Ban og passaðir upp á GPS. Nú eru hringingar frá þér kl. 06.45 á hverjum laugardags- og sunnudagsmorgnum til ömmu þagnaðar. Mikið á ég eftir að sakna þeirra það var mikið spjall- að og drukkið kaffi saman en bara í sitt hvoru landinu. Þetta voru okkar gæðastundir sem eru mér afar dýrmætar. Kæru hjón, Þór Ingi og Anneli, fyrir hönd fjölskyldu Andra vil ég þakka ykkur alla þá góð- mennsku, kærleik og þolinmæði sem þið þið sýnduð Andra okkar og gerðuð líf hans auðugra og betra þennan tíma sem hann dvaldi hjá ykkur. Starf ykkar er ómetanlegt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Andri minn, ég er sann- færð um að vel verður tekið á móti þér og ég fel þig góðum Guði. Hvíl í friði, elsku hjartans barn. Amma Edda. Elsku stóri bróðir. Ég er svo þakklát fyrir að ég hafi fengið að kynnast þér, þú mikli meistari sem kenndir mér allt, allt milli himins og jarðar. Takk fyrir að kenna mér að lífið er svo sann- arlega ekki dans á rósum og takk fyrir að kenna mér allt sem ég kann. Án þín er allt svo tómt en innst inni veit ég að þú stendur hér við hlið mér og heldur áfram að leið- beina mér og kenna mér á lífið. Ég get ekki lýst okkar skemmti- legu og góðu tímum þar sem við pissuðum næstum á okkur af hlátri og þeim sem við grétum yf- ir þegar við rifumst. Ég veit að þú elskaðir að gera allt það sem fór í taugarnar á mér bara til þess að stríða mér og koma mér úr jafn- vægi. Þótt ég hafi ekki þolað það sakna ég þess samt. Ég lofa að nú fer ég að drífa mig í að taka bíl- prófið svo þú getir haldið áfram að vera stoltur af mér. Ég vona að þú hvílir nú í friði og njótir lífs- ins þar sem þér líður best. Sakna þín og elska þig. Þín litla systir, Gunnhildur Fjóla Ágústsdóttir. „Erfitt er að útskýra fyrir ein- hverjum það sem er ekki sýnilegt utan frá. Lífið er hrikalegt þegar það er dagleg barátta að vera veikur innan frá en líta eðlilega út utan frá“. Látinn er langt fyrir aldur fram frændi minn, Andri Ágústs- son. Andri átti við andlega fötlun að stríða. Fyrstu ár ævinnar var hann eins og önnur börn en á fyrstu skólaárunum fór að bera á fötlun hans sem ágerðist með ár- unum. Þá hófst barátta hans og foreldra fyrir réttlátri meðferð. Sú barátta stóð allt til dauðadags. Fyrst var barist fyrir að fá grein- ingu sem tók nokkur ár. Þegar hún lá fyrir var ljóst að vinna þyrfti að lausn fyrir ungan dreng sem greindur var með ódæmi- gerða einhverfu, geðraskanir, at- hyglisbrest, ofvirkni og mis- þroska. Á óskiljanlegan hátt höfum við byggt upp samfélag sem virðist hvorki hafa getu né vilja til að takast á við geðheilbrigðismál. Alltof oft höfum við brugðist sem samfélag þar sem viðmiðunar- ramminn rúmar hvorki né viður- kennir umfang vandans. Afleið- ingarnar verða þrautaganga sem oft hefur endað með skelfingu. Fram undir fermingu tókst foreldrum Andra að skapa hon- um skipulagt og agað líf í föstum skorðum. Fljótlega eftir ferm- ingu fer Andri að reyna að brjót- ast út úr umgjörðinni. Heimurinn verður of stór og án aðstoðar ræður hann ekki við aðstæðurn- ar. Spennan verður mikil, halla fer undan fæti í námi og eitt leiðir af öðru. Ýmislegt bregður út af og sá veiki oft sagður bera sök- ina. Vegna skorts á viðhlítandi meðferð var lokaúrræðið oftar en ekki neyðarvistun á Stuðlum. Þannig gekk til 18 ára aldurs. Foreldrar Andra sýndu hon- um mikla umhyggju og reyndu að bæta honum það upp sem á vant- aði. Allt sem var gert var til bráðabirgða. Stundum var hann settur í aðstæður sem hann réð ekki við. Í stað þess að fá aðstoð var honum „refsað“. Eitt bráða- birgðaheimili tók við af öðru eftir mikinn þrýsting frá foreldrunum. Árið sem Andri varð 17 ára fór hann á sveitaheimili og gekk það vel í fyrstu. Svo lenti hann í að- stæðum sem hann réð ekki við. Hann tók afleiðingunum og ný barátta fyrir úrræði hófst. Fyrst dvelur Andri í foreldrahúsum þar sem vel er haldið utan um hann. Hann stundar líkamsrækt og vinnu og ferðaðist á milli staða með aðstoð móður sinnar sem vissi að hann gat það ekki einn. Næsta heimili var í búsetukjarna við Njálsgötu. Þangað kom hann í góðu formi, var í vinnu og stund- aði líkamsrækt. Lögð var áhersla á að hann fengi áfram þann stuðning sem þurfti. Á heimilinu í miðbænum fór allt úr skorðum hjá Andra. Eftir hálfs mánaðar dvöl á geðdeild, vistun í foreldra- húsum og hjá ömmu og hjá afa er honum loks boðin vist á Hóla- brekku við Hornafjörð. Staðan á Hólabrekku var þannig að ekki var laust pláss og þurfti undan- þágu ráðuneytisins til að sam- þykkja vistun. Eftir mikla þrautagöngu fékkst undanþágan með því skilyrði að um væri að ræða bráðabirgðavistun til eins árs, meðan sveitarfélagið byggði búsetukjarna sem Andri átti að fara á. Hann dvaldi á Hólabrekku í tæp tvö ár. Lausnin sem und- anþágan var veitt út á kom aldrei. Nú hófst enn nýr kafli í bar- áttu fyrir heimili. Niðurstaðan varð heimili í Svíþjóð. Þangað lá leið hans í framandi land og langt frá hans nánustu. En Andra leið þar vel og komu foreldrar og systir hans í heimsóknir. Fyrir nokkru var ákveðið að hann færi aftur heim til Íslands til að leita læknis. Á leið til Íslands skilar hann sér ekki í flugvélina. Hvert Andri fór eða hvað hann gerði fáum við aldrei að vita því nokkru síðar fannst hann látinn. Af þessu má ljóst vera að við sem samfélag brugðumst Andra. Hve marga einstaklinga ætlum við að missa áður en við vöknum og mætum þörfum þeirra? Megir þú, kæri vinur, eftir þína miklu baráttu fyrir betra lífi, hvíla í friði. Við Ólöf færum foreldrum Andra, Ágústi og Völu, systur hans og bræðrum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góð- ur Guð gefa ykkur styrk. Haraldur L. Haraldsson Andri Líndal Ágústsson ✝ Sveinn I.Sveinsson fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1939. Hann lést á Land- spítalanum 22. október 2017. Foreldrar Sveins voru Ásta Fjeldsted Jochumsdóttir, hús- móðir, f. 24. ágúst 1909 í Reykjavík, d. 23. desember 1998, og eiginmaður hennar, Sveinn Erlendur Ingvarsson, forstjóri, f. á Nesi í Norðfirði 5. október 1902, d. 12. júlí 1976. Systkini Sveins eru Sigríður, f. 1.7. 1931, Margrét, f. 15.11. 1932, Andrés Fjeldsted, f. 12.12. 1934, d. 10.9. 1990, Sighvatur, f. 27.1. 1941, og Ingvar, f. 15.5. 1943. Sveinn ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og gekk í Mela- skóla. Hann spilaði knattspyrnu með KR á yngri árum auk þess að vera mikill bridgespilari og var í bridgeklúbbi ásamt æsku- vinum sínum sem spiluðu viku- lega saman frá níu ára aldri, eða í 68 ár. Stúdent frá Versl- unarskóla Íslands árið 1959 og lauk háskólaprófi í við- Sveinn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans var Hallfríður Tryggvadóttir, f. 24.5. 1942, vefnaðarkennari, dóttir Elínar Ólafsdóttur, húsmóður, og Tryggva Jónssonar, verksmiðju- stjóra. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Erna Jónsdóttir, f. 27.5. 1952, bankastarfsmaður. Foreldrar Ernu voru Ingibjörg Péturs- dóttir húsmóðir, f. 26.11. 1923, d. 12.10. 2002, og Jón Þorsteinsson verkstjóri, f. 12.11. 1923, d. 16.6. 2007. Synir Sveins og Ernu eru: 1) Vilmundur, hönnuður, f. 21.11. 1986. 2) Þorvaldur Sveinn hönn- uður, f. 21.7. 1988. Synir Ernu frá fyrra hjóna- bandi eru: 1) Ellert Örn Erlings- son, deildarstjóri íþróttamála, f. 12.9. 1975, k. Þóreyju Sjöfn Sig- urðardóttur íþróttafræðingi, f. 24.12. 1979. Þeirra börn eru: Valur Örn, f. 2004, Ernir Elí, f. 2004, Þórir Hrafn, f. 2007, og Hekla Malín, f. 2013. 2) Helgi Már Erlingsson, M.Sc. í tölv- unarfræði, f. 27.10. 1979, k. Örnu Pálsdóttur, M.Sc. í vinnusálfræði f. 14.1. 1980. Þeirra börn eru: Ari Már, f. 2015, og Birta Sjöfn, f. 2016. Útför Sveins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 30. október 2017, og hefst kl. 13. skiptafræði frá Há- skóla Íslands árið 1966. Hann hóf störf í Landsbanka Íslands árið 1952 samhliða námi. Eftir há- skólanám tók hann þátt í stofnun tölvu- deildar Landsbank- ans, nam kerfis- fræði í Lundúnum og starfaði í deild- inni allt til ársins 1995, þar af sem forstöðumaður deildarinnar síðustu níu árin. Hann sat í ýms- um nefndum og starfshópum innan sem utan bankans er lögðu grundvöllinn að því rafræna bankakerfi sem við þekkjum á Ís- landi í dag. Árið 1995 tók hann við stöðu kerfisendurskoðanda í Endur- skoðunardeild Landsbankans til ársins 2003. Sveinn lét af störf- um árið 2007 eftir að hafa starf- að sem kerfisendurskoðandi hjá Reiknistofu bankanna í þrjú ár. Á síðari árum tók Sveinn virk- an þátt í fjölbreyttum áhuga- málum og verkefnum barna og barnabarna erlendis sem hér- lendis. Nú hefur Sveinn kvatt og það heldur snarpt. Minningarnar leita fram, ein af annarri: sólarstundir í fallega garðinum þeirra Ernu, matarboð, jóladagssamvera, ferðalög, partí, kaffihúsarölt og ekki síst sunnudagskaffibollinn í eldhúsinu í Ljósalandi. Þá sá kær vinur um uppáhellingar og tíminn flaug frá okkur í góðu spjalli. Sveinn var sannarlega vinur vina sinna. Hann var ræðinn og skemmtilegur, oft sposkur í til- svörum og með smitandi hlátur. Hann var fróður um menn og mál- efni, sagði skemmtilega frá og líka góður hlustandi. Það kom alveg fyrir að við tókumst á en prakk- aralegt brosið var skammt undan. Maður var alltaf velkominn á heimili þeirra Ernu og vel tekið, hvort sem maður hringdi á undan sér eða átti bara leið hjá. Samband þeirra hjóna var hlýtt og látlaust og andrúmsloftið á heimilinu af- slappað. Maður stoppaði alltaf lengur en til stóð. Synir okkar fengu ósjaldan að gista í Ljósa- landi og nutu sannarlega góðs af umhyggjunni. Mikið sem við erum þakklát fyrir vináttuna, greiðviknina og allar góðu stundirnar. Nú tekur annar heimur við. Sveins verður sárt saknað. Við vitum þó að áfram verða til góðar minningar og áfram lifir kær vinur í hjörtum okkar. Katla og Jón. Elskulegur vinur okkar, Sveinn Sveinsson, er látinn. Sjötíu og átta ára. Já, það eru sjötíu ár síðan við kynntumst þessum strák, þegar við, undirritaðir Vesturbæingar, vorum með Svenna í Melaskólan- um um miðja síðustu öld. Hann ólst upp í blokkunum, vestast á Hringbrautinni, sonur Sveins Yngvarssonar, sem á þeim árum var einn besti bridgespilari Ís- lendinga. Við hinir áttum líka for- eldra sem kunnu bridge, og þann- ig lágu leiðir okkar snemma saman við spilaborðið. Og stóðu yfir hvert eitt mánudagskvöld á veturna í öll þessi sjötíu ár, þar til núna í haust, þegar veikindi Svenna bar að. Hann var grannholda og fóta- lipur, fljótur og flinkur í fótbolta og keppti fyrir KR á sínum yngri árum. Að skyldunáminu loknu fór hann í Gaggó Vest og svo í Versl- unarskólann, útskrifaðist þaðan með stúdentspróf og hélt áfram námi í Háskóla Íslands í viðskipta- fræði. Lauk því námi með elegans. Lengst af starfsævi sinni vann hann í Landsbankanum og var þar þungavigtarmaður. Heilsteyptur, heiðarlegur, vandvirkur og virtur í starfi sínu. Það var alltaf hægt að treysta því sem hann gerði og sagði. Og svo var Svenni hlátur- mildur gleðigjafi, kurteis og þægi- legur í samskiptum og vináttu. Sagði sína meiningu og var hrein- skiptinn í orðræðu. Ekki bara ljúf- ur drengur, heldur líka staðfastur og sjálfum sér samkvæmur. Tran- aði sér aldrei fram heldur miklu fremur var hann oftast á hliðarlín- unni og kurteisi og prúðmennska stjórnuðu framkomu hans. Hann var öðlingur inn að beini. Auk spilamennskunnar, sem hefur verið fastur liður í lífi okkar, áttum við margar góðar stundir með vini okkar, Svenna, í laxveiði, ferðalögum innan lands og utan og samskiptum, hver við annan, þeg- ar á reyndi. Þú situr ekki við sama borðið, með sömu mönnunum, í samfleytt í sjötíu ár, vikulega yfir vetrarmánuðina, nema þér líði vel í þeim vinahópi og njótir samver- unnar. Er það ekki ein af gjöfum tilverunnar að eiga góða vini, finna einlægni og aðlaðandi nærveru? Svenni Sveins var ljúflingur, sént- ilmaður og góðborgari fram í fing- urgóma. Með konu sinni, Ernu, átti hann tvo syni, Þorvald og Vilmund, báð- ir myndarlegir ungir menn sem erfa mannkosti pabba síns. Við fé- lagarnir í bridgehópnum sendum Ernu og þeim bræðrum báðum innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir að hafa átt hann að vini og eiga með honum dýrmætar ógleymanlegar stundir. Blessuð sé minning hans Svenna okkar. Ellert B. Schram, Haukur Filippusson, Reinhold Kristjánsson. Sveinn I. Sveinsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, takk fyrir alla ást og umhyggju sem þú hefur gefið okkur. Takk fyrir að kenna okkur og hvetja. Takk fyrir að vera alltaf þú og leyfa okkur að taka þátt í því. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni (Bubbi Morthens) Valur Örn, Ernir Elí, Þórir Hrafn og Hekla Malín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.