Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
✝ Eiríkur PállSveinsson
fæddist í Neskaup-
stað 12. nóvember
1934. Hann lést 9.
október 2017 á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Móðir hans var
Sveinbjörg Eiríks-
dóttir, verslunar-
rekandi og hús-
móðir, f. í Sandvík
undir Gerpi 20. janúar 1900, d. á
Akureyri 28. desember 1972.
Faðir Eiríks var Sveinn Þor-
steinsson, sjómaður og banka-
starfsmaður, f. á Kljáströnd 1.
desember 1903, d. á Akureyri
19. júlí 1980.
Eiginkona Eiríks er Rannveig
Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur og húsmóðir, f. á Ísafirði
13. júlí 1936. Börn þeirra eru
fimm. 1) Ingvar, f. 1961, sam-
býliskona hans er Anne Mette
Jensen. Börn Ingvars og Karen-
ar Hansen eru Þorkell og Rann-
veig. 2) Sveinn, f. 1963, er
kvæntur Svanfríði Birgisdóttur.
Dætur þeirra eru
Sara, Sunna og Si-
gyn. Sunna er gift
Johan Amnebratt
og eiga þau tvö
börn, Atla og Írisi.
Sambýlismaður Si-
gynjar er Gustav
Andersson. 3)
Björg, f. 1967, er
gift Árna Valdi-
marssyni. Börn
þeirra eru Eva, Ei-
ríkur Árni og Rún. 4) Baldur, f.
1969, er kvæntur Guðfinnu
Höllu Þorvaldsdóttur. Þeirra
börn eru Rannveig Dóra og Þor-
valdur Tumi. 5) Anna Sigríður,
f. 1972, á einn son, Brynjar Pál.
Eiríkur var elstur þriggja
systkina. Hann ólst upp í Nes-
kaupstað og Akureyri, nam
læknisfræði við Háskóla Íslands
og í Falun í Svíþjóð og starfaði
sem háls-, nef- og eyrnalæknir á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri allan sinn starfsaldur.
Eiríkur Páll verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju í dag,
30. október 2017, klukkan 13.30.
Elsku pabbi og afi,
okkur langaði að kveðja þig
með þessum orðum.
Kveðja.
Tíminn flaug frá mér.
Ég tók aldrei eftir því,
ekki fyrr en þú fórst,
þegar þú fórst yfir móðuna miklu.
Margs er að minnast
margs er að sakna.
En við gleðjumst
yfir góðum stundum.
Hafðu þökk fyrir allt,
allt sem þú gafst okkur.
allt sem þú deildir með okkur,
á meðan dvöl þín stóð yfir.
Söknuður og góðar minningar
hreiðra sig um hjarta okkar.
Takk fyrir allt og allt,
vertu sæll elsku pabbi og afi.
(AS)
Anna Sigríður og
Brynjar Páll.
Stór maður hefur lokið lífs-
göngu sinni. Eiríkur tengdafað-
ir minn var áberandi maður, há-
vaxinn maður og myndarlegur.
Stundum svolítið oddhvass á yf-
irborðinu en undirlagið var dún-
mjúkt og hlýtt og faðmlögin
þéttari en nokkurs staðar. Hann
var metnaðarfullur fyrir sig og
sína, stórtækur og með afger-
andi skoðanir sem varð ekki
auðveldlega breytt, íhaldsmað-
ur eins og þeir gerast bestir.
Ég kynntist Eiríki fyrir
næstum 30 árum og okkur kom
vel saman frá fyrstu tíð (það var
bara þetta eina skipti með bjúg-
un, sem verður ekki rætt hér).
Sumt áttum við sameiginlegt
eins og svolitla stjórnsemi, að
kunna illa að meta hálfkák og
geta auðveldlega gengið fram af
öðrum með offorsi. Samskiptin
einkenndust alla tíð af hlýju og
gagnkvæmu trausti milli okkar,
við vorum í sama liði.
Eiríkur var dellumaður og
hafði ótal mörg áhugamál. Lax-
veiði, nýjustu græjum, trjárækt
og blómarækt, íþróttum af
flestu tagi, kofasmíði, glæpa-
sögum og ættartölum, öllu
sinnti hann af ákefð. Honum
varð mikið úr verki og tókst
alltaf að fá mestu berjaupp-
skeruna og mesta vöxtinn í
trén. Hann hafði fallega rithönd
og var skrásetjari af lífi og sál.
Hélt nákvæma dagbók og orti
vísur og ljóð og á tímabili hafði
honum næstum tekist að prenta
út allt internetið og setja í
möppur. Kæruleysi var fjarri
honum en ábyrgðarkenndin
þeim mun meiri. Húsbóndi á
sínu heimili, sá vel fyrir sér og
sínum. Hugnaðist ekki að
geyma til morguns það sem
hægt var að gera í dag og
fannst yfirleitt öruggast að bú-
ast við hinu versta. Verkaskipt-
ingu hans og Rönnu, konunnar
sem hann var alltaf jafn skotinn
í þurfti ekki að ræða.
Ranna var ástin í lífi hans,
það duldist engum. Samband
þeirra var einstaklega hlýtt og
öðrum til eftirbreytni. Fjöl-
skyldan, heimilið, börnin og
barnabörnin skiptu hann mestu
í lífinu. Hann fylgdist með
hverju skrefi þeirra, hafði
metnað fyrir þeirra hönd, var
strangur en virti á sama tíma
þeirra val og óskir. Fannst mik-
ið til um íþrótta- og námsafrek
afkomendanna og allt var skráð
samviskusamlega í bók.
Ég kveð Eirík með virðingu
og miklum söknuði en með
ánægju yfir að hafa fengið að
vera í hans liði öll þessi ár og
fylgja honum á leiðarenda. Það
er nýtt að skrifa um hann í þátíð
en hann hafði sannarlega skilað
sínu ævistarfi og undirbúið
brottför sína úr þessum heimi
vel í langan tíma. Hann var
tilbúinn að kveðja og halda í
aðra veröld, þar sem hann vissi
að vel yrði tekið á móti honum.
Við hin yljum okkur við góðar
minningar og skemmtilegar
sögur, sem nóg er af og minn-
umst hans örugglega og alltaf
þegar Eiríkssonarsyndrómið
dúkkar upp.
Halla Þorvaldsdóttir.
Þegar kær vinur er kvaddur
er litið yfir farinn veg og minn-
ingarnar hrannast upp.
Það eru liðnir margir áratug-
ir síðan ég kynntist Eiríki
frænda mínum, en hann og eig-
inmaður minn voru samnem-
endur í læknadeildinni. Fljót-
lega komumst við Eiríkur að
skyldleika okkar og vorum við
frændi og frænka æ síðan.
Góð kynni tókust innan hóps
læknanemanna og makanna.
Oftar en ekki var hist hjá Eiríki
og Rönnu á Nesveginum. Þar
var glatt á hjalla og þar kynnt-
umst við fyrst þeirra einstöku
gestrisni.
Það var glaður hópur sem út-
skrifaðist í febrúarmánuði 1965,
en eftir það skildu leiðir og hóp-
urinn dreifðist. Eiríkur og
Ranna fóru til Svíþjóðar og við
til Bandaríkjanna. En samband
fjölskyldna okkar rofnaði ekki
og var skrifast á milli heimsálfa.
Næst hittum við Eirík og
Rönnu á Akureyri. Við vorum
flutt heim og þau komin til Ak-
ureyrar eftir sérnám Eiríks,
fimmta barnið var á leiðinni og
hafin var bygging á glæsilegu
húsi í Beykilundinum. Þangað
lá leiðin oft yfir árin, eftirminni-
legar eru árlegar skíðaferðir til
Akureyrar og fylgdu gjarnan
veislur hjá þeim hjónum. Og
ekki fækkaði heimsóknum okk-
ar til Eiríks og Rönnu eftir að
við eignuðumst okkar annað
heimili á Akureyri.
Þegar börnin voru flogin úr
hreiðrinu keyptu Eiríkur og
Ranna minna hús handan fjarð-
arins og nefndu Breiðablik. Ei-
ríkur taldi það mikið lán að
eignast hús á ófrágenginni lóð,
en þar var aðeins urð og grjót.
Var nú tekið til hendinni og upp
reis sannkallað töfraland, þar
sem landslagið fékk að njóta sín
með gróðurlundum, stígum og
pöllum. Hann tók jafnframt til
við trjárækt inni í Eyjafirði,
ræktaði þar mikinn skóg og
byggðu þau hjónin þar upp
sannkallaða sumarparadís sem
þau kölluðu Urðarmörk.
Einstök atorka einkenndi Ei-
rík og áhugamálin voru fjöl-
mörg. Hann var glæsilegur
maður og góður íþróttamaður,
varð reyndar íþróttakennari
fyrir læknisnámið. Hann var fé-
lagslyndur og gott skáld og
fékk undirrituð oft góða vísu í
tölvupósti á afmælisdaginn.
Hann hélt myndskreytta dag-
bók í áratugi og var þar haldið
til haga málefnum dagsins og
merkisatburðum í lífi fjölskyld-
unnar, vina og ættingja.
Eiríkur og Ranna voru ein-
staklega samhent hjón. Hann
var mikill fjölskyldumaður,
fylgdist vel með afkomendunum
og á síðari árum naut hann ná-
inna samvista við yngsta barna-
barnið, Brynjar Pál.
Fyrir fáum árum fluttu Ei-
ríkur og Ranna aftur yfir fjörð-
inn, í Brekatún, en þar er fagurt
útsýni til allra átta. Þar voru
þau góð heim að sækja sem
fyrr, en nú var ég ein á ferð.
Margt var enn rætt og alltaf
gleði og hressileiki í fyrirrúmi.
Eiríkur barðist harðri bar-
áttu við óvæginn sjúkdóm og
hafði lengi vitað hvert stefndi.
En áhuginn og lífsorkan fylgdu
honum til æviloka, til skamms
tíma fór hann í ræktina, á föstu-
dagsfundina á spítalanum og
inn í Urðarmörk svo lengi sem
heilsan leyfði.
Langri og gifturíkri lífsgöngu
frænda míns er nú lokið. Mér er
efst í huga þakklæti fyrir ein-
staka vináttu.
Elsku Ranna og fjölskylda,
megi ljúfar minningar milda
sorg ykkar.
Þorbjörg Þóroddsdóttir.
Litadýrð haustsins umlykur
okkur og bendir okkur á að
sumri halli og nú fari vetur að
ráða för. Í þessari litadýrð
kveður okkur góður vinur og fé-
lagi, sem unni gróðri og hefði að
öðru jöfnu verið að undirbúa
ræktun sína til að mæta vetri,
en svo varð ekki á þessu hausti.
Nú hefur hann kvatt okkur eftir
erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm og hverfur á braut til þess
bústaðar sem bíður hans. Glað-
lyndi hans, hlýlegt bros og lífs-
kraftur lifir með okkur sem
minnumst hans og þökkum fyrir
að hafa haft Eirík að samferða-
manni.
Í góða fjóra áratugi hafa leið-
ir okkar legið saman og stuðn-
ingur hans við mig frá upphafi
þess tíma hefur verið mér ómet-
anlegur og dýrmætari eftir því
sem árin líða.
Sem leiðtogi í félagsstarfi
reyndist hann ráðsvinnur og
hafði ótakmarkaðan áhuga á því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Eljusemi hans var öðrum fyr-
irmynd og hvatning. Hann hik-
aði ekki við að segja meiningu
sína og hafði sterkar skoðanir.
Hann tók þátt í bæjarmála-
pólitík á Akureyri um skeið. Var
á lista Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórnarkosningum 1982
og 1986 og sinnti fjölþættum
nefndarstörfum, mest á sviði
heilbrigðis- og umhverfismála.
Eiríkur starfaði mikið innan
Frímúrarareglunnar á Íslandi
og sinnti þar fjölmörgum og
ábyrgðarmiklum störfum. Frí-
múrarabræður kveðja þennan
góða bróður og forustumann
með þakklæti og virðingu.
Við Þórunn kveðjum kæran
félaga sem við fengum tækifæri
til að vera með í félagsstarfi og
vinnu. Eftir standa ljúfar minn-
ingar liðinna tíma. Þó skuggar
sorgar hvíli nú yfir við fráfall
Eiríks mun um síðir það ljós
sem okkur lýsir umbreyta sorg í
minningar sem með okkur lifa.
Rannveigu og fjölskyldu vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Sigurður J. Sigurðsson.
Það kom mér ekki á óvart
þegar ég frétti um andlát vinar
míns Eiríks. Við höfðum nokkru
áður hist og sagði hann þá að
þetta yrði sennilega síðasti hitt-
ingur okkar. Þegar ég hóf störf
hjá lögreglunni árið 1964, barn-
ungur, var Eiríkur búinn að
ljúka læknanámi og fullnuma
læknir. Á þessum árum voru
bæði læknar og lögreglumenn
fáir hér í bæ þannig að yfirleitt
myndaðist góður vinskapur á
milli þessara stétta. Báðar
stéttirnar þurftu á hinni að
halda. Þegar við komum með
slasað fólk á sjúkrahúsið að
næturlagi voru starfsmenn fáir
og ekki ósjaldan hjálpuðum við
lögreglumenn til við minni að-
gerðir. Síðar áttum við Eiríkur
eftir að verða stúkubræður í
Frímúrarareglunni og þar átt-
um við mikið og gott samstarf
um margra ára skeið. Ég læt
hér fylgja með ljóð eftir gamlan
Akureyring sem mér finnst
vera við hæfi á þessari kveðju-
stund.
Harmafregn í hlustum dynur
horfinn okkar góði vinur,
gengin burtu guðs á fund.
Harmi lostin hjörtun tifa
hlýjar minningarnar lifa
lýsa og létta sorgarstund.
Tíminn mælir æviárin
engin skilur sorgartárin,
æviskeið sitt eingin veit.
Regluspor í vitund vaka
völdin minningarnar taka,
þökkin ríkir hrein og heit.
(HZ)
Að lokum vil ég senda eig-
inkonu Eiríks og börnum þeirra
og fjölskyldum ásamt systkin-
um Eiríks og fjölskyldum þeirra
samúðarkveðjur og er það ein-
læg ósk mín að hinn hæsti höf-
uðsmiður himins og jarðar vaki
yfir velferð þeirra í ókominni
framtíð.
Ólafur Ásgeirsson.
Þá skuggar hverfa
úr skógarrein,
er þögnin titrar
svo tær og hrein.
Og holtin anga
við hæðardrög
þar harpa vorsins
sín hljómar lög.
(Páll frá Breiðabliki.)
Svo kvað Eiríkur Sveinsson í
ljóðinu Vormorgunn sem hann
birti undir dulnefni í Lækna-
nemanum árið 1964. Áður hafði
hann átt í blaðinu önnur ljóð,
m.a. einlæg ástarljóð. Eiríkur
lauk embættisprófi í læknis-
fræði frá Háskóla Íslands í
febrúar 1965 og lauk því næst
kandídatsári og héraðsskyldu á
Akureyri. Hlaut almennt lækn-
ingaleyfi á Íslandi í ágúst 1966.
Það varð mikið happ fyrir Norð-
lendinga þegar Eiríkur að loknu
sérfræðinámi í háls-, nef- og
eyrnalækningum í Svíþjóð
ákvað að setjast að á Akureyri
árið 1971. Hann varð frum-
kvöðull í sérgrein sinni, bæði
innan Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og í lækningaferðum
sínum á aðra þéttbýlisstaði á
Norður- og Austurlandi. Eirík-
ur vildi samt gjarnan halda því
til haga að hann væri ekki fyrsti
HNE-læknirinn á Akureyri,
minnti á að Victor Gestsson
hafði verið þar starfandi í grein-
inni árin 1939-1944. Á sjúkra-
húsinu gegndi Eiríkur fyrst
stöðu sérfræðings í HNE-lækn-
ingum. Síðar gegndi hann stöðu
yfirlæknis HNE-deildar FSA
frá janúar 1988, þegar sú staða
var heimiluð, þar til hann lauk
störfum vegna aldurs í desem-
ber 2003. Eiríkur hafði einnig
gegnt starfi yfirlæknis við
heyrnardeild Heilsuverndar-
stöðvar Akureyrar frá janúar
1977 til ársloka 1982. Hann setti
rör í eyru barna fyrstur lækna á
Akureyri. Eiríkur var stunda-
kennari við Háskólann á Akur-
eyri 1987-1995.
Í læknisstarfinu var Eiríkur
farsæll. Í aðgerðum á sjúkling-
um var hann velvirkur og hrað-
virkur, hafði verklag sem HNE-
læknar af hans kynslóð þurftu
að temja sér meðan svæfinga-
tækni var ófullkomnari en nú
tíðkast. Meðal samstarfsfólks
og sjúklinga hans var hann
þekktur fyrir stundvísi og að
vilja hafa hlutina í röð og reglu.
Í hópi lækna var hann góður fé-
lagi, jafnan glaðbeittur og hress
í bragði. Hann lagði áherslu á
að læknar stæðu saman við að
efla hag sjúkrahússins og gæði
þjónustunnar. Hann reyndi
jafnvel að fá þá til að hreyfa sig
meira, t.d. með því að kenna
þeim golfíþróttina.
Eftir starfslok sótti Eiríkur
fræðslufundi læknaráðs sjúkra-
hússins allt fram á þetta ár. Í
samræmi við stundvísi hans og
þörf fyrir röð og reglu mætti
hann oftast fyrstur manna og
sat ævinlega í sama stólnum.
Hann virtist njóta eftirlaunaár-
anna og í viðtali við blaðið Viku-
dag fyrir tveim árum er haft
eftir honum að hann finni voða-
lega lítið fyrir aldrinum.
Við vottum eiginkonu Eiríks
Sveinssonar, börnum þeirra og
öðrum aðstandendum samúð
vegna fráfalls hans og leyfum
honum sjálfum að hafa síðasta
orðið:
Gældu oft við gleðina
giftu mun það skapa,
því samningsleit við sorgina
sífellt muntu tapa.
Fyrir hönd stjórnar Lækna-
ráðs Sjúkrahússins á Akureyri
og gamalla samferðamanna úr
hópi lækna á Akureyri,
Ragnheiður Halldórsdóttir
formaður.
Eiríkur Páll
Sveinsson
Ástkær systir okkar, móðir, amma og
langamma,
KRISTÍN ERIKA TYNAR
húsmóðir
í Los Angeles, Bandaríkjunum,
áður Laugarási við Múlaveg,
lést 23. september 2017 á hjúkrunarheimili í Los Angeles,
Kaliforníu, Bandaríkjunum.
Aðstandendur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR ÞÓR HERGEIRSSON,
fyrrverandi yfirkennari
við Verzlunarskóla Íslands,
lést í faðmi fjölskyldunnar þann 28. október
á líknardeild Landspítalans.
Útförin verður auglýst síðar.
Ragnar Þór Valdimarsson Brynja Baldursdóttir
Alda Björk Valdimarsdóttir Guðni Elísson
Örn Valdimarsson Aðalheiður Ósk
Guðbjörnsdóttir
Brynja Tomer
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast
er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd skal senda hana
með æviágripi í innsendikerf-
inu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda mynd-
ina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar