Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 Er bíllinn tilbúinn TUDOR TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR fyrir kuldann í vetur? Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur þolinmæði og vilja til þess að framkvæma erfitt en jafnframt nákvæmt verkefni í dag. Þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klædd/ur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert fullkomlega fær um að taka hverri þeirri áskorun sem á vegi þínum verð- ur. Ekki halda aftur af þér, þú kannt að verða hissa á því hversu fljótir aðrir eru til að sam- sinna þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu varkár og reyndu að lesa sem best í samstarfsmenn þína; einhverjir vinna gegn þér, en fara dult með það. Láttu lítið á þér bera, ef hægt er. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú mátt ekki vanmeta vinsældir þínar en mátt heldur ekki misnota þér velvild ann- arra. Mundu að ekki er allt sem sýnist; það getur átt við fólk, eins og annað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt hlutirnir líti vel út á pappírnum er ekki þar með sagt að þeir séu borðleggjandi gróði. Farðu vel með vald sem þér er falið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skrifaðu niður allt sem þú þarft að gera og raðaðu svo verkefnunum eftir mikil- vægi þeirra. Leiðtogahæfileikar og ráðsnilld koma að góðum notum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að falla ekki í þá gryfju að líta á þá sem standa þér næst sem sjálfsagða. Að- gát skal höfð í nærveru sálar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mótspyrnan sem þú hefur fund- ið fyrir, hverfur um leið og þú eykur kraftinn. Einstaklingar rísa upp úr mannhafinu og mæla af visku sem virðist ætluð þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hlutirnir rúlla fínt núna og því er rétti tíminn til að leggja til hliðar: peninga í banka, mat í búrið. Nú skalt þú gera upp for- tíðina svo hún verði þér til friðs. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það eru stundum margar hliðar á málum og ekki gott að ráða í, hvað rétt er. Nú er komið að því að sinna þessum málum og leiða þau til lykta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef aðstæður valda þér óþæg- indum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Breyting- arnar bíða handan hornsins og það skiptir öllu máli að standa sig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú hefur þín takmörk á hreinu mætirðu skilningi annarra á leið þinni. Mundu að reiði þjónar engum tilgangi öðrum en að gera alla dapra, slakaðu bara á. Páll Imsland heilsar „leirliði ísumarframlengingunni (og á ég þá ekki við Ingunni)“: Bóndi var Þorkell á Þröm með þrjár gráar merar í höm: ein þar af dauð og önnur hver rauð. Hin þriðja var taktlaus en töm. „Halda að sér höndum strákar!“ er áminning Gústa Mar á Leir á fimmtudag: Heftir marga hamslaus þrá holdsins hvatir erta. Ei má banna auga að sjá þó ekki megi snerta. Guðmundur Arnfinnsson segir frá Veiðivatnaferð á Boðnarmiði: Sveinar draga björg í bú, blautir vaga um sanda, hálfir slaga hér og nú, hella í magann landa. Byggðu á sandi veiðivon, við á sandi hafast, lítilla sanda lon og don loks í sandinn grafast. Hér yrkir hann um Árnastaði – og er stuðlasetningin með sínu lagi!: Í brekkuhalla eru Árnastaðir og heim að bænum liggja langar traðir, en Árna finnst það satt að segja ansi bratt og seinfært, enda átján barna faðir. Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrk- ir hér um Costco: Ég ætla að versla hér eins og ég get um annað er tæplega að ræða. Því meir sem ég drekk og því meir sem ég ét þess meira hlýt ég að græða. Ragnar Gunnlaugsson sagði að hún væri góð þessi – „og fer nærri þjóðarsálinni“! Veðrið er alltaf vinsælt yrkisefni og sannast á Pétri Stefánssyni: Það er rok og regn í bland, raun er af og mæða. Önug gengur yfir land áttin vestanstæða. Úti geisar illskutíð. Öldur stórar freyða. Vestanáttin vond og stríð veldur mönnum leiða. Gunnar J. Straumland tók undir: Váleg mín er veðrasýn er vel ég rýni alltumkring. Í vindi hrín, í Kára hvín er hvæsinn brýnir útsynning. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þorkell á Þröm og Veiðivatnaferð GAMLA GÓÐA TERÚTÍNAN: GÓÐUR BOLLI, SLÆMUR BOLLI. „ÞÚ ERT BÚINN MEÐ ALLAR GRÆNU PILLURNAR ÞÍNAR. VILTU TAKA EINA BLÁA OG EINA GULA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ekkert fær þig til að hætta að brosa Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞEF UPPFINNING TÚNFISKS- MJÓLKURHRISTINGSINS „STÓRATBURÐIRÍ KATTKYNSSÖGU“… ÞETTA VORU „STÓRATBURÐIR Í KATTKYNSSÖGU“ HÚN ÞARF KANNSKI Á HÁRSNYRTINGU!NEI! GARÐABRÚÐA, GARÐABRÚÐA! SENDU HÁR ÞITT NIÐUR! Fólk af erlendum uppruna er í aðal-hlutverki svo dampur haldist í frumvinnslugreinum, verktaka- starfsemi og þjónustugreinum. Í mörgum sjávarplássum úti á landi hefur myndast alþjóðleg deigla með menningarstraumum víða að úr ver- öldinni. Í einstaka hverfum á höfuð- borgarsvæðinu, svo sem Breiðholt- inu, eru nýir Íslendingar líka mjög áberandi. Meginmálið er þó það að án framlags þessa vinnufúsa fólks væri atvinnulífið stopp. Hafa mætti það sjónarmið í huga þegar stjórnvöld af- greiða dvalarumsóknir fólks frá fjar- lægum löndum sem kemur til Íslands á öldum örlaganna: við þurfum ein- faldlega enn fleiri vinnufúsar hendur. x x x Miklu skiptir að nýbúar – hvaðansem þeir úr veröldinni koma – aðlagist íslensku samfélagi fljótt, annað er uppskrift að félagslegri ein- angrun þess. Vissulega er fjölmenn- ing hljómfagurt orð, en að á einstaka svæðum eða fríríki myndist menning- arleg fríríki af erlendum stofni býður hættum heim. Í því efni má hafa í huga frásagnir af vesturförum, sem ætluðu að skapa sína eigin íslensku fósturjörð á víðfeðmum sléttum Kan- ada. Það vissulega tókst í svolítinn tíma, en svo fór að ræturnar við gamla landið rofnuðu og í ýmsu efni var bókstaflega klippt á þráðinn. Enda er það nú svo að kerfið virkar best þegar fólkið er í sama takti og hefur svipaðan skilning á grunn- gildum þess. x x x Á fáum árum hefur heimurinnminnkað og leiðir eru greiðar. Fyrir vikið mun fólk af erlendum uppruna sem aldrei fyrr stefna til Ís- lands, sem í mörgu tilliti er land tæki- færa. Að hingað komi flóttamenn og hælisleitendur eru því á margan hátt meðmæli með samfélagsgerðinni sem hér er við lýði. Aðlögun tekur alltaf tíma, en eftir því sem fjölbreytnin eykst hættum við smám saman að velta fyrir okkur uppruna fólks eða draga það í dilka sem t.d. Valsara, KR-inga, íhald eða komma. Strák- urinn frá Afríku, sem afgreiðir Vík- verja svo oft í Krónunni í Nóatúni, kurteis og brosandi, er ábyggilega ekkert af þessu. vikverji@mbl.is Víkverji Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur (Jesaja 55:6)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.