Morgunblaðið - 30.10.2017, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Undirritaður fékk Móður-ástina upp í hendurnargegnum svolitlar króka-leiðir og var nokkuð
uppveðraður þegar fyrsta lag fór í
gang, enda hlakkaði hann talsvert
til að heyra hana.
Fyrsta lagið, „Aska“, setur
dimman tón. Drunginn er allsráð-
andi en þó skín fegurðin í gegn
líkt og sólstafur á svörtun himni.
Já, það er víst ekki hægt að minn-
ast á fyrstu plötu Kötlu án þess að
Sólstafir komi til tals því Guð-
mundur Óli er jú maðurinn sem
Sólstafir létu róa á nokkuð eft-
irminnilegan hátt
fyrir rúmum tveimur
árum. Það fer hvergi
á milli mála að þess-
ar sveitir eru sam-
stofna, enda skal engan undra eft-
ir jafn langt samstarf að
mennirnir sem sveitirnar skipa
séu tónlistarlega innréttaðir á
svipaðan hátt. Þegar undirritaður
ákvað að dæma plötu Kötlu lét
hann vaða í rennsli á á öllum plöt-
um Sólstafa og komst að því að
fyrri (og jafnframt þyngri) plötur
Sólstafa eru vissulega keimlíkar
Móðurástinni. Sólstafir eru svo,
eins og greinarritari kost að orði
eftir Eistnaflug, miklu þéttari en
áður og Gummi að koma frá sér
svona líka þrælgóðri plötu. Þegar
öll kurl eru komin til grafar má
jafn vel segja að tónlistarlífð hafi
auðgast af þessari breytingu.
En aftur að Móðurástinni. Plat-
an er eins og áður sagði þrælgóð.
Hún fer upp og ofan í flækjustigi
útsetninga og þéttni og þyngd
málmsins sem hún byggist á en er
tvímælalaust plata sem hægt er að
hlusta á í heild sinni. Þeir Guð-
mundur og Einar Thorberg Guð-
mundsson, einnig þekktur sem
Eldur, hafa skapað mjög skemmti-
legan hljóðheim. Sándið er grugg-
Dimm en draum-
kennd Móðurást
Málmur
Móðurástin bbbbn
Móðurástin er fyrsta plata hljómsveit-
arinnar Kötlu sem skipa þeir Guð-
mundur Óli Pálmason trymbill og Einar
Thorberg Guðmundsson sem leikur á
rest. Upptökustjórar voru þeir Leigh
Lawson, Einar Thorberg og Halldór Á
Björnsson. Platan var gefin út af Proph-
ecy í Þýskalandi 27. okt. 2017.
HJALTI ST.
KRISTJÁNSSON
TÓNLIST
hann á kjánalegan hátt, eða með
bundið fyrir augun, og útkoman eitt-
hvað allt annað en hönnuðir leiksins
höfðu í huga.
Dans og friður í bardagaleikjum
Sem dæmi nefnir Jonatan ævin-
týraleikinn Skyrim þar sem sögu-
hetjan ferðast um miðaldaheim og
notar galdra og vopn til að sigra alls
kyns ófreskjur og ráða niðurlögum
risavaxinna dreka. „Einn spilarinn
veitti því athygli að flestar þær skip-
anir sem hægt er að gefa í leiknum
snúast um ofbeldi, s.s. að stinga,
berja eða skjóta. En um leið komst
hann að því að hægt var að finna frið-
samlega lausn á öllum þeim þrautum
sem leikurinn býður upp á. Hann ein-
setti sér því að klára þennan stóra og
flókna leik án þess að grípa til ofbeld-
is. Þetta hefur örugglega ekki verið
létt verk, og kannski tekið heilan
mánuð að finna friðsama lausn á
leiknum, en útkoman varð gjörningur
með mjög kröftug skilaboð, þar sem
megintilgangi leiksins er snúið á
haus.“
Annað dæmi er tónlistar-
myndbandið Dance, Voldo, Dance,
sem kvikmyndagerðarmaðurinn og
teiknimyndahöfundurinn Chris
Brandt á heiðurinn að. Verkið er frá
árinu 2003 og hefur verið sýnt í söfn-
um víða um heim. „Hann hafði komist
að því að í leiknum Soul Calibur, sem
er baradagaleikur ekki ósvipaður
Mortal Combat og Streetfighter, var
hægt að láta bardagakempurnar á
skjánum gera mjög tjáningarmiklar
hreyfingar með því að gefa þeim bar-
dagaskipanir. Hetjurnar á skjánum
gátu ekki talað, en með fóta- og
handahreyfingunum voru þær eins
og dansarar, og ef hægt var að sam-
ræma hreyfingar tveggja spilara gat
útkoman orðið fallegur – og jafnvel
ögn erótískur – dans,“ útskýrir Jon-
atan. „Eftir langt og strangt listdans-
hönnunarferli, og þrotlausar æfingar
varð til dansverk sem umbreytir
slagsmálaleiknum í eitthvað allt ann-
að.“
Draumafjölskyldan
rótar í ruslinu
Gjörningarnir geta líka verið
áhugaverð samfélagsádeila. Dæmi
um þetta var þegar leikjahönn-
unarnemi ákvað að sjá hvað gerðist
þegar söguhetjur Sims voru gerðar
heimilislausar. Fyrir þá sem ekki vita
er The Sims n.k. lífsgæðakapp-
hlaupshermir þar sem leikmaður býr
til fjölskyldu, byggir fyrir hana og
innréttar draumahúsið, og hjálpar
fjölskyldumeðlimum að vaxa og
dafna jafnt félagslega sem faglega.
„Þessi nemi gerði tilraun með að spila
leikinn með þeim hætti að gera fjöl-
skylduna bæði heimilis- og peninga-
lausa. Hann birti síðan svipmyndir af
framvindu leiksins á bloggsíðu, og
færði í sögubúning. Áhugaverðir
Tölvuleikir eru orðnir vettvangur
Bardagahetjur breytast í dansara og eðlisfræði leikja er snúið á haus til að búa til „kattagosbrunn“
Skapandi fólk notar netið til að dreifa listrænum tilraunum í leikjaheimi til milljóna áhorfenda
Boðskapur Heimilislaus tölvumanneskja í leiknum The Sims sem snýst um
að láta neysludrauma rætast. Áhugaverð og átakanleg tilraun.
Morgunblaðið/Eggert
Tjáning „Eftir langt og strangt listdanshönnunarferli, og þrotlausar æfingar varð til dansverk sem umbreytir slags-
málaleiknum í eitthvað allt annað,“ segir Jonatan um Dance, Voldo, Dance sem gerði bardagahetju að dansara.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Óhætt er að kalla marga tölvuleiki
listaverk. Þó að miðillinn byggist á
rökrásum í boxi og ljósum á skjá eru
sumir tölvuleikir listræn stórvirki
sem nota fallegt myndmál eða gríp-
andi söguþráð til að hrífa spilarann
með sér.
Jonatan Van Hove segir kraft mið-
ilsins meðal annars birtast í því að
þegar fólk lýsir upplifuninni af tölvu-
leik þá talar það í fyrstu persónu: Ég
felldi drekann. Ég barðist við Svart-
höfða. „Sá sem spilar tölvuleik upp-
lifir sig ekki bara sem áhorfanda
heldur sem hluta af sögunni, og er
þetta eitthvað sem enginn annar mið-
ill virðist geta státað af.“
Jonatan er leikjahönnuður, upp-
runalega frá Belgíu en flutti til Ís-
lands fyrir tveimur árum til að vera
með íslenskri konu sem hann kynnt-
ist fyrst fyrir tæpum átta árum.
Hann kennir leikjahönnun við HR, er
sjálfstæður verktaki og á m.a. heið-
urinn af stofnun leikjafyrirtækisins
Glitchnap þar sem hann gaf út með
félaga sínum leikinn Invert.
Á TEDxReykjavík ráðstefnunni
sem haldin var í september flutti Jon-
atan áhugavert erindi um tölvuleiki
sem vettvang gjörningalistar. Hann
bendir á að listamenn eru farnir að
taka vinsæla tölvuleiki og nýta til list-
sköpunar. Þegar að er gáð er gjörn-
ingalist í tölvuleikjum ört stækkandi
listform sem, þökk sé vefsíðum á
borð við YouTube og Twitch, geta
náð til margra milljóna áhorfenda.
Fyrirbærið sem Jonatan hefur
komið auga á felst í því að listamenn
og áhugamenn taka upp á því að spila
leiki með allt öðrum hætti en upp-
haflega var ætlast til. Þeir ýta mögu-
leikum leikjaheimsins út að ystu
mörkum til að skapa eitthvað nýtt og
áhugavert. „Í raun er hægt að spila
sama leikinn á ólíkan hátt í hvert
sinn. Það mætti t.d. reyna að spila