Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
ugra en oft má búast við á málm-
skífu og trommurnar liggja aftar í
mixinu en á þeim mörgum. Fyrir
vikið verður sándið svolítið gam-
aldags. Gítarar hljóma einna helst
viðlíka og á plötunni Roots með
Sepeltura, en sú plata kom út fyrir
röskum 20 árum, eða 1996. Í öllu
falli er sándið ekki alveg eins og
maður á að venjast og er það vel.
Eins og áður kom fram fer plat-
an bæði hátt og lágt. Hún hefst á
talsverðum drunga í inngangslag-
inu og strax í kjölfar þess kemur
eitt af sterkari lögum plötunnar,
„Hyldýpi“. Það lag er í nokkuð
stórri útsetningu, söngurinn
draumkenndur og kraftmikill til
skiptis og almennt ágætis keyrsla
á laginu. Lögin „Hvíla“ og
„Hreggur“ eru svo töluvert af-
slappaðri, þó ekki þannig að skap-
ist ládeyða. Þó ber að nefna sin-
fónískar útsetningar „Hreggs“ og
dásamlega groddalega gítarkafla
sem eru heppilegir þeim sem
rennur fljótandi málmur í æðum.
Þessi lög gefa smá svigrúm fyrir
titillagið sem er næst á plötunni
en halda samt ekki alveg jafn vel
og lögin á undan. Um textann má
segja að það virðist sem hann sé
skrifaður til höfuðs „Sofðu unga
ástin mín“, lagið er margslungið
og rís hæst í þrælgóðum „blast
beat“ kafla um miðbikið og keyrir
svo á fullri orku þar til það endar
á upptöku af flutningi Laugheiðar
Jónsdóttur og Svanlaugar Sigur-
björnsdóttur á „Hvað syngur litli
fuglinn“ frá árinu 1934. Platan
endar svo á Laginu „Dulsmál“.
Það lag er það fyrsta sem kom út
af plötunni og verður það að telj-
ast að sú birting hafi krafist
kjarks þar sem lagið spannar
hvorki meira né minna en tólf
mínútur og þrjátíu og sex sek-
úndur. Langir og stórir kaflar með
píanói og miklum strengjaútsetn-
ingum og allt í 11 eftir yfirvegaðan
en kraftmikinn innagang. Svo
skellur róin aftur á í lokin eins og
skyndileg þoka á heitum degi.
Lagið endar á síðasta erindinu
með strengjaundirleik.
Textarnir á pötunni eru svolítið
dómsdagskenndir og síst til þess
að vekja manni von í hjarta um
stöðu mankyns. Þeir njóta sín
hinsvegar vel í laglínunum og
hljóðblöndunin er þannig að þeir
heyrast vel.
Með deluxe-útgáfu plötunnar
fylgja endurhljóðblandanir (remix)
af öllum lögunum sem er ekki við
hæfi að fjalla um í dómi um plöt-
una sem slíka. Þó er í lagi að
benda á að Andvökunátta-remix
hljómsveitarinnar Legend á „Nátt-
haga“ er stórgott og vel þess virði
að bera sig eftir.
Þegar á heildina er litið er Móð-
urástin stórgóð plata sem yrði
prýði í hvaða plötusafni sem væri.
Katla Guðmundur Óli Pálmason og Einar Thorberg Guðmundsson skipa dú-
ettinn Kötlu sem gaf út sína fyrstu breiðskı́fu fyrir þremur dögum.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 3/11 kl. 20:00 auk. Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s
Lau 4/11 kl. 20:00 24. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s
Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s
Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s
Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Mið 27/12 kl. 20:00 42. s
Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s
Fös 17/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s
Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fös 5/1 kl. 20:00 53. s
Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s
Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Mið 1/11 kl. 20:00 5. s Sun 5/11 kl. 20:00 7. s Sun 26/11 kl. 20:00 9. s
Fim 2/11 kl. 20:00 6. s Fim 9/11 kl. 20:00 8. s Fim 30/11 kl. 20:00 10. s
Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega.
Kartöfluæturnar (Litla sviðið)
Fim 2/11 kl. 20:00 13. s Fim 16/11 kl. 20:00 16. s
Sun 5/11 kl. 20:00 15. s Þri 21/11 kl. 20:00 aukas.
Fjölskyldukeppni í meðvirkni!
Natan (Litla sviðið)
Mið 1/11 kl. 20:00 3. s Lau 4/11 kl. 20:00 5. s
Fös 3/11 kl. 20:00 4. s Fim 9/11 kl. 20:00 6. s
Hvers vegna drepur maður mann?
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 10/11 kl. 20:00 1. s Sun 19/11 kl. 20:00 6. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s
Lau 11/11 kl. 20:00 2. s Mið 22/11 kl. 20:00 7. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s
Sun 12/11 kl. 20:00 3. s Fim 23/11 kl. 20:00 8. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s
Mið 15/11 kl. 20:00 4. s Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s
Lau 18/11 kl. 20:00 5. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s
Draumur um eilífa ást
Úti að aka (Stóra sviðið)
Lau 11/11 kl. 20:00 6. s Lau 25/11 kl. 20:00 7. s
Sprenghlægilegur farsi!
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 25/11 kl. 13:00 1. sýn Sun 26/11 kl. 13:00 2. sýn Lau 2/12 kl. 13:00 3. sýn
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Þri 31/10 kl. 13:00 aukas. Fim 9/11 kl. 13:00 aukas. Sun 26/11 kl. 13:00 52. s
Mið 1/11 kl. 13:00 aukas. Sun 12/11 kl. 13:00 50. s Sun 3/12 kl. 13:00 52. s
Sun 5/11 kl. 13:00 49. s Sun 19/11 kl. 13:00 51. s
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
KARTÖFLUÆTURNAR HHHHH |HHHHH|HHHH
DV Morgunblaðið Fréttablaðið
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 5/11 kl. 13:00 Sun 12/11 kl. 16:00 Lau 30/12 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Fim 2/11 kl. 19:30 Auka Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 7/12 kl. 19:30 Auka
Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn
Lau 4/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn
Mið 22/11 kl. 19:30 Auka Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn
Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 15.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 12.sýn
Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn
Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn
Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Óvinur fólksins (Stóra sviðið)
Lau 4/11 kl. 19:30 Lokas
Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð
Smán (Kúlan)
Sun 5/11 kl. 19:30 15.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 1/11 kl. 20:00 Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00
Mið 8/11 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 25/11 kl. 11:00
291.sýn
Sun 3/12 kl. 11:00 298.sýn Lau 16/12 kl. 11:00 307.sýn
Lau 25/11 kl. 13:00
292.sýn
Sun 3/12 kl. 13:00 299.sýn Lau 16/12 kl. 13:00 308.sýn
Sun 26/11 kl. 11:00
293.sýn
Lau 9/12 kl. 11:00 301.sýn Sun 17/12 kl. 11:00 310.sýn
Sun 26/11 kl. 13:00
294.sýn
Lau 9/12 kl. 13:00 302.sýn Sun 17/12 kl. 13:00 311.sýn
Lau 2/12 kl. 11:00 295.sýn Sun 10/12 kl. 11:00 304.sýn
Lau 2/12 kl. 13:00 296.sýn Sun 10/12 kl. 13:00
305.sýn
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 4/11 kl. 13:00 Lau 11/11 kl. 13:00 Lau 18/11 kl. 13:00
Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 11/11 kl. 15:00 Lau 18/11 kl. 15:00 Lokas
Brúðusýning
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 10/11 kl. 19:30 57.sýn Sun 12/11 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 61.sýn
Lau 11/11 kl. 19:30 58.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 60.sýn Sun 19/11 kl. 19:30 62.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna
hlutir komu í ljós þegar leikur sem
var hannaður til að herma eftir alls-
nægtum var spilaður á þennan hátt.
Fígúrurnar í tölvuleiknum tóku t.d.
upp á því að róta í ruslinu eftir mat
þegar þær höfðu ekkert að borða, en
nágrannarnir sýndu líka náungakær-
leik og reyndu að hjálpa þeim.“
Svo eru þeir sem fremja listræna
gjörninga í tölvuleikjum með því að
finna nýja fleti á eðlisfræðinni sem
forrituð hefur verið inn í leikinn, líkt
og áhugamaður um leikinn Minecaft
gerði þegar hann smíðaði kattar-
gosbrunn. Upptöku af gosbrunninum
má finna á YouTube ef leitað er að
„Catsplosion“.
Minecraft er leikur þar sem spil-
arinn getur mótað umhverfi sitt,
höggvið niður heilu skógana, grafið
djúpar námur, og smíðað stórar hall-
ir. Þegar ákveðnum stillingum er
breytt hefur leikmaðurinn fullt frelsi
í þessum heimi og getur m.a. flogið
og smíðað algjörlega að villd. „Meðal
þess sem hægt er að gera í Minecraft
er að taka að sér ketti. Og eins og
köttum er líkt þá eru kettirnir í Mine-
craft forritaðir til að elta eigendur
sína. Ef eigandinn fer of langt í burtu
þá einfaldlega „varpast“ kötturinn
þangað sem eigandinn er,“ útskýrir
Jonatan. „Einn leikmaður sá að
þarna gafst tækifæri til frumlegrar
sköpunar. Ef hann byggði nógu háa
súlu, þá gat hann svifið yfir henni og
látið leikinn varpa til sín köttunum
sem hann hafði hænt að sér. Ef súlan
var nógu mjó, þá komust kettirnir
ekki fyrir á toppnum og ýttu hver
öðrum af súlunni, en í stað þess að
falla til jarðar vörpuðust kettirnir aft-
ur á topp súlunnar þegar þeir voru
komnir nógu langt frá eiganda sínum.
Þannig var hægt að gera endalausan
gosbrunn af köttum.“
Leikir sem laða fram sköpun
Kannski finnst lesendum þau
dæmi sem nefnd voru hér að ofan
ekki beinlínis merkileg list, og jafnvel
eitthvað bogið við að setja sniðugar
tilraunir í tölvuleikjaheimum á sama
stall og t.d. gjörninga í galleríum og
listasöfnum. Jonatan bendir á að það
rýri ekki gildi listrænna gjörninga í
tölvuleikjum að miðillinn skuli vera
nýr af nálinni og rafrænn. Ekki nóg
með það heldur hefur þetta nýja list-
form burði til að ná til mun fleiri
áhorfenda en „hefðbundnir“ gjörn-
ingar og gefa fleiri tækifæri á að
koma sköpun sinni á framfæri. „Og
þetta er listform sem getur verið
mjög arðbært fyrir listamanninn,
enda hægt að endurskapa listaverkið
endalaust í tölvuheimi. Í dag hefur
t.d. myndbandið með kattargos-
brunninum verið skoðað 650.000
sinnum, og jafnvel ef sá sem smíðaði
gosbrunninn og setti upptöku af
gjörninginum á netið fær ekki nema
einn dollar í auglýsingatekjur fyrir
hverjar þúsund birtingar, þá fær
hann þó meira en ekkert fyrir verk
sitt. Er þá eftir að tala um alla þá sem
hafa atvinnu af að spila tölvuleiki fyr-
ir áhorfendur, eins og t.d. YouTube-
stjörnuna Pewdiepie, sem stunda það
yfirleitt að bregða einfaldlega á leik
með sniðugum uppátækjum á meðan
tölvuleikir eru spilaðir.“
Jonatan nefnir líka hvernig tölvu-
leikir eins og Minecraft, sem voru
hannaðir gagngert til að leyfa fólki að
skapa, geta leyft hverjum sem er að
þroska hjá sér listrænu hæfileikana.
„Ég held að fullorðna fólkið geri sér
ekki grein fyrir hversu mörg börn
eru að nota leikinn til að skapa heilu
söfnin sem þau svo bjóða vinum sín-
um að skoða á netinu.“
listrænna gjörninga
Jonatan segir íslenska tölvu-
leikjageirann mjög öflugan miðað
við smæð landsins. Góður andi er
á milli tölvuleikjafyrirtækjanna og
fólkið í greininni duglegt að styðja
við bakið hvað á öðru. Sjálfur segir
Jonatan að einn af hápunktum
mánaðarins hjá honum séu fundir
leikjasmiða þar sem fólk héðan og
þaðan úr íslenska leikjageiranum
kynnir verkefni sín og ræður ráð-
um sínum.
Hann segir að þrátt fyrir að flest
íslensku leikjafyrirtækin séu mjög
smá þá standi það ekki í vegi fyrir
að á Íslandi verði til áhugaverðir
leikir. „Tæknin hefur breyst og
leikjasmiðir hafa fengið ný verk-
færi í hendurnar á undanförnum 5-
10 árum sem gerir það mun ódýr-
ara og einfaldara að gera leiki. Er
raunar hægt að segja að núna geti
hver sem er gert leik, svo lengi
sem viðkomandi er reiðubúinn að
leggja á sig nægilega mikla vinnu.“
Fyrir vikið er hægt að gera til-
raunir með ótal „litla“ leiki, sem
sumir slá í gegn og aðrir ekki. „Ef
leikur skilar þó ekki sé nema 10-
20.000 dölum í tekjur þá er það
alveg nóg til að standa undir nokk-
urra mánaða þróunarvinnu,“ segir
Jonatan.
Það er þessi tilraunastarfsemi
sem getur af sér suma merkileg-
ustu leikina. „Þetta eru leikir sem
eru gerðir af fólki sem vinnur af
ástríðu og hugsjón og leyfir sér að
gera djarfa hluti. Það er hjá litlu
sjálfstæðu leikjaframleiðendunum
sem við sjáum mjög áhugaverða
leiki verða til, því stóru fyrirtækin
sem verja jafnvel mörgum tugum
og hundruðum milljóna í að gera
einn leik þurfa að sýna meiri aðgát
og geta ekki tekið áhættu þegar
kemur að spilun og söguþræði.“
Sköpunargleðin ræður ferðinni
hjá litlu leikjaframleiðendunum
SMÆÐIN GETUR VERIÐ KOSTUR
Straumur Kattagosbrunnurinn sem varð
til með skapandi fikti í Minecraft.