Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
Gunnar sefur við hliðina áRóberti, nýja kærast-anum sínum, þegar sím-inn hringir. Í símanum er
Einar, fyrrverandi kærastinn hans.
Þau dularfullu orð sem Einar segir í
símann vekja ugg hjá Gunnari og
hann óttast að hann kunni að svipta
sig lífi. Gunnar ákveður því að halda
af stað um niðdimma nótt til að vitja
Einars en hann dvelur í sumar-
bústað fjölskyldunnar sem ber hið
ógnvænlega nafn „Rökkur“. Þegar
Gunnar mætir reynist Einar vera
stráheill, fyrir utan að vera haldinn
depurð og áfengisfíkn, líkast til af
völdum sambandsslitanna.
Það líður ekki á löngu þar til
mann fer að gruna að ekki sé allt
með felldu, það eru undarlegir svipir
á ferli í myrkrinu og einhver bankar
upp á í bústaðnum um miðja nótt.
Gunnar og Einar reyna í samein-
ingu að komast að því hver eða hvað
situr um þá, meðan þeir reyna að
greiða úr tilfinningum sínum og ást-
arsambandinu sem fór í vaskinn.
Rökkur er lítil framleiðsla, það
koma ekki margir að gerð mynd-
arinnar og hún er gerð af takmörk-
uðum efnum. Miðað við það verður
að segjast að hér hefur tekist vel til
og myndin hlýtur að teljast til betur
heppnaðra íslenskra indímynda. Þá
getur maður ekki annað en dáðst að
dugnaði Erlings leikstjóra við að
koma myndinni á kortið en hún hef-
ur verið sýnd á fjölda kvikmynda-
hátíða og fengið mikla umfjöllun.
Það sem heldur myndinni uppi er
frammistaða aðalleikaranna. Björn
og Sigurður Þór túlka Gunnar og
Einar af fagmennsku og tilfinninga-
næmi sem skilar sér í margslungn-
um og áhugaverðum persónum.
Sambandið á milli þeirra er vel
byggt. Gunnar er eldri og upplifir
sig sem verndara Einars, hann hef-
ur áhyggjur af honum og ætlast til
þess að hann segi sér allt af létta um
tilfinningar sínar, bernsku og einka-
líf. En það kemur á daginn að það er
e.t.v. Gunnar sem þarf að taka til í
sínu einkalífi og opna sig þar sem
hann hefur tilhneigingu til að grafa
vandamál sín frekar en horfast í
augu við þau. Leikararnir tveir ná
sterkri kemestríu sín á milli og þess
vegna voru samtalsatriði þeirra inni
í sumarbústaðnum mínir eftirlætis-
kaflar í myndinni, þrátt fyrir að
samtölin séu misvel skrifuð og eigi
mismikið erindi inn í myndina.
Ég hef áður tekið fram í þessum
miðli að það hafi lengi verið sár
vöntun á hrollvekjum í íslensku
kvikmyndasamhengi. Nú virðist
vera hrollvekjuvakning og ég fagna
því heilshugar en Íslendingar eru
samt sem áður að stíga sín fyrstu
skref í greininni. Að sama skapi er
Erlingur að stíga sín fyrstu skref í
kvikmyndagerð og því ýmsir þættir
sem á eftir að þróa og rækta.
Í Rökkri er unnið með sígild
hryllingsmyndaminni; ekki er ljóst
hvort það sem ásækir piltana er af
þessum heimi, bregðuatriði og
draugalegar barnsraddir eru á sín-
um stað og ekki vantar skerandi og
spennuaukandi strengjaútsetningar.
Þetta hafði tilætluð áhrif, áhorf-
endur æptu upp yfir sig af geðs-
hræringu og ung kona lýsti því yfir
stundarhátt að hún ætlaði aldrei
framar að fara í sumarbústað.
Hollvekjan er um margt íhalds-
söm kvikmyndagrein og maður býst
ekki endilega við ærandi frumleika
þegar maður sækir slíkar myndir,
öllu heldur sækir maður í þær því
maður veit hvað stendur til. Að því
sögðu þá er Rökkur afar hlaðin ólík-
um hrollvekjuþáttum, sem fram-
kalla undantekningarlaust spennu
en þjóna söguþræðinum ekki og af-
vegaleiða hann jafnvel. Fjölmörg at-
riði og möguleikar eru kynnt til sög-
unnar sem eru aldrei fyllilega til
lykta leidd. Þess vegna er fléttan og
niðurstaða hennar heldur laus í sér.
Hugsanlega hefðu skarpari klipping
og niðurskurður hjálpað til í þeim
efnum, sum atriði eru endurtekn-
ingasöm og myndin er talsvert
lengri en hún þyrfti að vera.
Kvikmyndatakan er prýðileg,
bæði inni- og útitökur eru vel úr
garði gerðar og sviðsmyndin fær að
njóta sín. Hljóðmyndin er sömuleið-
is í stakasta lagi. Það má þó koma
auga á nokkra tæknilega vankanta,
til dæmis eru myndgæðin áberandi
minni í sumum senum sem gerast í
myrkri. Maður er vissulega til-
búnari til að fyrirgefa slíkt þegar
um sjálfstæða framleiðslu er að
ræða en þetta er engu að síður
nokkuð meinlegt. Þá er litaleiðrétt-
ingin fremur ýkt, stundum minnir
áferð myndarinnar á instagram-
filter. Þessi fagurfræði höfðar tak-
markað til mín en hún er í tísku um
þessar mundir og virðist njóta mik-
illar hylli.
Það liggur ekki ljóst fyrir hvað
það er sem ásækir Einar og Gunnar;
hvort það er undarlegur bóndi í ná-
grenninu sem hefur orð á sér fyrir
að vera „fjölþreifinn“ eða jafnvel
eitthvað úr handanheimum. Jafnvel
má gera sér í hugarlund að upp-
sprettan sé óuppgerð áföll sem þeir
hafa gengið í gegnum. Þessi marg-
ræðni skapar spennuþrungið and-
rúmsloft en engu að síður hefði
þurft að þétta myndina svo úr yrði
hnitmiðaðri frásögn.
Smárabíó, Borgarbíó
og Háskólabíó
Rökkur bbmnn
Leikstjórn, handrit og klipping: Erlingur
Thoroddsen. Kvikmyndataka: John
Wakayama Carey. Aðalhlutverk: Björn
Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson,
Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur
Ólafsson, Jóhann Kristófer Stefánsson
og Böðvar Óttar Steindórsson. 111 mín.
Ísland, 2017.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Úr Rökkri „Það sem heldur myndinni uppi er frammistaða aðalleikaranna. Björn og Sigurður Þór túlka Gunnar og
Einar af fagmennsku og tilfinninganæmi sem skilar sér í margslungnum og áhugaverðum persónum.“
Úti bíður andlit á glugga
Stjórnendur
framleiðslufyr-
irtækisins HBO
hafa hætt við
fyrirhugaða
sjónvarps-
þáttaröð um síð-
ustu forseta-
kosningarnar í
Bandaríkjunum
eftir að hópur
kvenna sakaði Mark Halperin,
handritshöfund þáttanna, um kyn-
ferðislega áreitni. Þáttaröðin átti
að byggjast á væntanlegri bók
Halperin um kosningabaráttu
Trump og Clinton. Þegar ásak-
anirnar komu fram ákváðu stjórn-
endur Penguin Press hins vegar
að hætta við útgáfu bókarinnar.
Halperin sendi í liðinni viku frá
sér yfirlýsingu þar sem hann hafn-
aði ásökunum fimm kvenna sem
CNN hefur rætt við, en afsakaði
hegðun sína í garð samstarfs-
kvenna hjá ABC News fyrir um
áratug. „Á þeim tíma reyndi ég að
stofna til kynna við samstarfs-
konur mínar, sem sumar hverjar
voru miklu yngri en ég. Ég sé
núna að þessi hegðun mín var
óviðeigandi og olli vanlíðan. Ég
biðst afsökunar á því,“ sagði m.a. í
yfirlýsingunni.
Hætt við út af kynferðislegri áreitni
Mark Halperin
Bandarísku leikkonurnar Selma
Blair og Rachel McAdams hafa
bæst í hóp þeirra kvenna sem sakað
hafa kvikmyndaleikstjórann James
Toback um kynferðislega áreitni en
konurnar eru nú orðnar yfir 200
talsins sem hafa gert það. Blair
sagði í viðtali við tímaritið Vanity
Fair að Toback hefði áreitt hana
kynferðislega, að því er fram kem-
ur á vef BBC, og ógnað henni svo
hún þegði yfir því. McAdams segir
leikstjórann hafa leitað á hana á
hótelherbergi þegar hún var enn í
leiklistarnámi.
Blair segir Toback hafa fengið
hana til þess að fara úr að ofan og
flytja einræðu á hótelherbergi árið
1999 og þvínæst hafi hann nuddað
sér upp við fótlegg hennar og sagt
að illa færi fyrir henni ef hún segði
frá atvikinu. McAdams segir leik-
stjórann hafa boðið henni upp á
hótelherbergi í leikprufu en fljót-
lega barst talið að kynlífi og To-
back gerði henni ljóst hvað hann
vildi í raun og veru. McAdams seg-
ist hafa áttað sig á því að eitthvað
óeðlilegt væri á ferðinni og vera
fegin að Toback beitti hana ekki of-
beldi. Toback verst öllum ásök-
unum en upphaflega fjallaði dag-
blaðið L.A. Times um þær. Fyrir
rúmri viku birti blaðið yfirlýsingar
38 kvenna um brot Tobacks.
Fleiri konur saka Toback um áreitni
AFP
Ásakanir James Toback hefur nú
verið sakaður um kynferðislega
áreitni og brot af yfir 200 konum.
SÝND KL. 8, 10.10SÝND KL. 8, 10.25
SÝND KL. 5.50
SÝND KL. 10
SÝND KL. 5.50, 8
SÝND KL. 5.50
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Við komum víða við í ár, heimsækjum
fjölda fólks og verðummeð fullt af
spennandi efni fyrir alla aldurshópa.
Morgunblaðsins kemur út
föstudaginn 1. desember
Jólablað
PÖNTUN AUGLÝSINGA: til 27. nóvember.
SÉRBLAÐ