Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 40

Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 40
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Ríkisstjórnin tapar 12 þingsætum 2. Þóra Margrét og Logi í stuði 3. Bjarni eða Sigmundur fái umboðið 4. „Þessi ummæli eru ekki stóra málið“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flytur tónleikhúsverkið „Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn“ í Hall- grímskirkju í kvöld kl. 20. Sýningin er liður í Lúthersdögum í Hallgríms- kirkju, en verkið var samið í tilefni af 500 ára afmæli siðbótar í Evrópu og er ætlað að varpa ljósi á þátttöku og áhrif kvenna á mótunarárum siðbót- arinnar. Verkið byggist á heimildum um sögu tveggja kvenna, Elisabethar Cruciger (1500-1535) og Halldóru Guðbrandsdóttur (1574-1658). Kammerhópinn skipa að þessu sinni 12 hljóðfæraleikarar sem allir leika á upprunaleg hljóðfæri en auk þeirra koma fram leikkonurnar María Ell- ingsen og Steinunn Jóhannesdóttir og söngvararnir Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Bragi Bergþórsson og Benedikt Ing- ólfsson auk Barna- og unglingakórs Hallgrímskirkju og dömukórsins Auroru. Tónleikhús um tvær siðbótarkonur í kvöld  Jón Yngvi Jóhannsson, lektor í íslenskum bókmenntum á mennta- vísindasviði HÍ, fjallar um nýlegar bækur Sørine Steenholdt og Niviaq Corneliusen og um grænlenskar nútímabókmenntir almennt í Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17.15. Steenholdt og Corne- liusen eru meðal ungra höfunda sem þykja fjalla um grænlenskan nútíma og hlutskipti ungs fólks á ferskan og spennandi hátt. Þótt Grænlend- ingar eigi sér ríkulega hefð munnlegra frá- sagna, þjóðsagna og ævintýra eiga græn- lenskar bókmenntir sér ekki langa sögu. Jón Yngvi fjallar um grænlenskar bækur Á þriðjudag Suðvestan 5-13 m/s og rigning með köflum, en léttir til eystra. Hiti 5 til 10 stig. Norðlægari um kvöldið með slyddu norðvestantil og kólnandi veðri. Á miðvikudag Minnkandi norðanátt. Bjartviðri sunnan- og vest- anlands, en él í fyrstu norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt, dálítil rigning með köflum og hiti 5 til 10 stig, en þurrt á norðaustanverðu landinu. VEÐUR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun leika á tveimur af síð- ustu þremur mótum LPGA- mótaraðarinnar í golfi en margt þarf að ganga upp til að hún hljóti keppnisrétt á lokamótinu í Flórída sem fram fer 16.-19. nóvember. Ólafía lék á sínu 24. móti á mótaröðinni í ár þegar hún varð í 59. sæti við erfiðar aðstæður á Sime Darby- mótinu í Malasíu um helgina. »1 Margt þarf að ganga upp Íslenska landsliðið í handknattleik karla náði ekki að endurtaka leikinn og vinna Svía öðru sinni þegar lið þjóðanna leiddu saman hesta sína öðru sinni í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Á heildina litið voru leikirnir afar kærkomnir fyrir marga leikmenn. Geir þjálfari var óspar á að tefla yngri og óreynd- ari leikmönnum fram. Þeir fengu nauðsynlega reynslu sem á eftir að reynast þeim dýrmæt. »4 Nauðsynleg reynsla fyrir unga leikmenn Valur og Haukar fara vel af stað í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þau eru saman í toppsæti deild- arinnar með tíu stig. Valur lagði Snæ- fell og Haukar höfðu betur gegn Keflavík um helgina. Stjarnan tapaði fyrir Skallagrími og mistókst að fara upp að hlið þeirra. Liðin sem mætt- ust í úrslitum á síðustu leiktíð; Kefla- vík og Snæfell, fara illa af stað. »6 Valur og Haukar fara mjög vel af stað ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hugmyndin að þessu öllu kviknaði þegar við pabbi fundum gamlar upp- tökur og nótur frá þessari keppni í skúrnum hjá honum, allt lög frá ár- unum 1957 til 1971,“ segir Hulda Jón- asdóttir, þjónustufulltrúi í Lágafells- skóla í Mosfellsbæ, ættuð frá Sauðárkróki, en hún stendur fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi nk. laugardagskvöld í tilefni þess að 60 ár eru liðin síðan Danslagakeppni Kven- félags Sauðárkróks hóf göngu sína. Hulda hefur í grúski sínu undan- farin þrjú ár fundið um 100 lög úr keppninni en 20 þeirra voru valin til flutnings á tónleikunum, sem fyrst voru haldnir í Sæluviku Skagfirðinga sl. vor. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að endurflytja þá sunnan heiða og er Salurinn nánast orðinn fullur, aðeins örfáir miðar eftir. „Við- tökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og ég er hætt að hafa hnút í maganum og áhyggjur af því að dæmið muni ekki standa undir sér,“ segir Hulda. Kvenfélagið átti frumkvæðið Faðir hennar, Jónas Þór Pálsson, málarameistari á Sauðárkróki, lék á trommur í flestum danslagakeppnum á þessum árum, 1957-1971. Og móðir hennar, Erla Gígja Þorvaldsdóttir, samdi mörg lög í keppnina þegar hún var endurvakin 1994. Jónas lést fyrir tæpu ári og náði ekki að vera við- staddur 60 ára afmælistónleikana sem dóttir hans skipulagði ásamt fleiri. Hljómsveitarstjóri er Þórólfur Stefánsson, gítarleikari og tónlistar- kennari í Svíþjóð, sem alinn er upp á Sauðárkróki. Með honum spila Jón Rafnsson á bassa, Halldór Hauksson á trommur og Daníel Þorsteinsson á píanó og hljómborð. Kynnir á tónleik- unum er Valgerður Erlingsdóttir. Söngvarar koma flestir úr Skagafirði, m.a. þeir Geirmundur Valtýsson og Óli Ólafsson, sem einnig komu fram í Danslagakeppninni á sínum tíma. Meðal annarra flytjenda má nefna Álftagerðisbróðurinn Pétur Pét- ursson, Hreindísi Ylfu (dóttir Huldu), Maríu Ólafs, Eurovisionfara, og Guð- brand Ægi Ásbjörnsson. Sum lögin hafa orðið þekkt á landsvísu, eins og Útlaginn, Nú kveð ég allt, Bílavísur og Sjómannavísa. Höfundar laganna á tónleikunum eru m.a. Geirmundur, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum, Eyþór Stefánsson og dóttir hans, Guðrún. „Ég setti mig í samband við fjöldann allan af fólki sem kom ná- lægt þessu á sínum tíma. Ég fékk ómetanlega hjálp frá svo mörgum, þetta er búin að vera mikil vinna en ótrúlega skemmtileg. Þórólfur hljóm- sveitarstjóri er búinn að vera vakinn og sofinn yfir þessu með mér. Hann útsetti lögin og kom saman frábærri hljómsveit,“ segir Hulda. Kvenfélag Sauðárkróks stóð fyrir danslagakeppninni, sem fjáröfl- unarleið fyrir félagið. „Fremst í flokki var kjarnorkukonan Guðrún Gísla- dóttir, sem hrinti þessu af stað. Hún sá bara sjálf um að semja texta við lögin ef þá vantaði og stundum bæði lag og ljóð. Ótrúleg kona. Það er líka gaman að sjá hversu margar skag- firskar húsmæður áttu lög í keppn- inni, þeim er greinilega margt til lista lagt,“ segir Hulda. Hún vildi koma á framfæri sér- stökum þökkum til þeirra sem hafa aðstoðað við tónleikahaldið, bæði fyr- ir norðan í vor, og nú í Salnum í Kópavogi 4. nóvember. 20 danslög valin af um 100  Danslög úr Skagafirði flutt í Salnum 4. nóv. Ljósmynd/Stefán Pedersen Danslög Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, sem lengi lék undir í lögum Danslagakeppninnar á Sauðárkróki á sínum tíma. Í neðri röð f.v. eru Sigurgeir Angantýsson, Haukur og Hafsteinn Hannesson. Í efri röð f.v. eru Jónas þór Páls- son, faðir Huldu, og Sveinn Ingason. Hérna er hljómsveitin samankomin í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Tónlistarunnandi Hulda Jónas- dóttir skipuleggur tónleikana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.