Fréttablaðið - 04.06.2018, Page 20
Þetta er þörfin fyrir að vera úti og hreyfa sig en líka ákveðið rótleysi. Ég þarf alltaf að vera
að og ef ég er ekki hjólandi fer ég í
fjallgöngur. Hjólið er samt númer
eitt. Ég hef alltaf verið hjólandi og
man eftir öllum mínum hjólum.
Sextán ára fékk ég 3-gíra hjól og
var gert mikið grín að mér því þá,
árið 1981 voru allir á racerum,“
segir Guðrún Hreinsdóttir, sjúkra-
liði og fararstjóri hjá Útivist, spurð
út í áhugamálið.
Hún segist ekki geta setið kyrr
og á óteljandi ferðalög að baki
á reiðhjóli, bæði innanlands og
utan. Hún þurfi nánast að beita sig
hörðu til að taka því rólega.
„Ég reyni að hafa einn rólegan
dag í viku og kalla hann „hreyf-
ingarlausa daginn“, en ef veðrið
er gott get ég ekki staðið við það,“
segir hún og upplýsir að fram
undan sé hjólatúr frá Stóru-Mörk
inn að Básum, um nótt. „Það er
svakalega skemmtilegt að hjóla um
nótt. Í fyrra hjólaði ég að heiman
frá mér úr Grafarvoginum og inn
í Bása, það tók nóttina og nánast
allan daginn, um 160 kílómetrar.
Ég var auðvitað þreytt en þetta er
svakalega skemmtilegt.“
Guðrún hefur verð virk í Hjóla-
rækt Útivistar frá árinu 2011.
Hópurinn hjólar aðra hvora helgi
frá Toppstöðinni í Elliðaárdal
og oft í samfloti við Fjallahjóla-
klúbbinn. Hún segir allt að fjörutíu
manns mæta í hjólaferðirnar.
„Við hjólum allt árið. Á vorin
förum við út fyrir Reykjavík í
dagsferðir og förum einnig í
sumarleyfisferðir. Í fyrra til dæmis
frá Brjánslæk yfir í Stykkishólm
og aðra ferð yfir Tröllatungu og
Steinadalsheiði. Í ferðinni yfir í
Brjánslæk vorum við með allt á
hjólunum og gistum í tjöldum.
Það er ótrúlega skemmtilegur
ferðamáti. En ég fer líka mikið ein
í hjólaferðir. Í fyrra hjólaði ég til
dæmis ein frá Stokkhólmi til Kaup-
mannahafnar. Þar hitti ég félaga
mína og saman hjóluðum við til
Berlínar. Þetta var þriggja vikna
ferð og mjög skemmtileg.“
Til að æfa sig fyrir þessa ferð
hjólaði Guðrún ein frá Stykkis-
hólmi til Patreksfjarðar, á þremur
dögum.
„Það voru langir dagar því þegar
maður er einn nennir maður ekki
að stoppa og tjalda klukkan sex og
bíða þar til klukkan verður tíu til
að fara að sofa. Ég hélt bara áfram
fram á kvöld og dagleiðirnar náðu
kannski 130 kílómetrum. Í sumar
stefni ég á fjögurra landa ferð með
þremur félögum og tvær fjallahjóla-
ferðir innanlands, með Útivist.“
Guðrún er þaulvön að hjóla á
þjóðvegunum en segir nauðsynlegt
að gæta að örygginu.
„Oft er mjög mikil umferð.
Við erum öll með hliðarspegla á
hjólunum og alltaf í skærgulum
jökkum. Það þýðir ekkert annað
þó mér finnist þeir ekkert fallegir,“
segir Guðrún.
Á síðunni fjallahjolaklubburinn.
is má lesa um hjólaævintýri Guð-
rúnar frá Stokkhólmi til Kaup-
mannahafnar.
Það er svakalega
skemmtilegt að
hjóla um nótt. Í fyrra
hjólaði ég að heiman frá
mér úr Grafarvoginum og
inn í Bása.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is
Guðrún Hreinsdóttir sjúkraliði hjólar hverja lausa stund. Hún er fararstjóri hjá
Útivist og ferðast á reiðhjóli bæði innanlands og utan. MYND/EYÞÓR
Guðrún hjólaði frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar í fyrrasumar.
Veðurguðirnir gerðu Guðrúnu ekki alltaf auðvelt fyrir á ferðalaginu.
MYNDIR/GUÐRÚN HREINSDÓTTIR
Guðrún segir skemmtilegast að ferðast með tjald og allan búnað á hjólinu.
Gaman að hjóla á nóttunni
Guðrún Hreinsdóttir reynir að halda einn hreyfingarlausan dag í viku. Það tekst ekki alltaf, hún
getur ekki verið kyrr. Hún stundar fjallgöngur og útivist en hjólreiðar eiga hug hennar allan.
Þann 14. júní n.k. mun stórglæsilegt sérblað um HM í knattspyrnu fylgja Fréttablaðinu.
Áfram Ísland
Blaðið kemur út sama dag og flautað er til leiks á mótinu.
Fyrsti leikur Íslands er tveim dögum síðar, gegn ljón sterku liði Argentínu.
Í blaðinu er að finna eitthvað fyrir alla. Gallharðir fótboltaáhugamenn fá sinn
skammt af áhugaverðum viðtölum og fróðleik. Auk þess er slegið á léttari strengi
fyrir þá sem hafa almennt minni áhuga á boltanum en eru að sjálfsögðu gallharðir
stuðningsmenn íslenska liðsins. Í blaðinu verður einnig að finna stórt leikjadagatal
sem auðvelt er að kippa út úr blaðinu og færa inn úrslit leikja jafnóðum á meðan á
mótinu stendur.
Áhugasamir auglýsendur geta fengið
nánari upplýsingar í síma 512 5402
eða með því að senda póst á netfangið
serblod@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
0
4
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
C
-5
B
5
4
1
F
F
C
-5
A
1
8
1
F
F
C
-5
8
D
C
1
F
F
C
-5
7
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K