Morgunblaðið - 13.11.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.11.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 GRAN CANARIA 28. nóvember í 21 nótt Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 129.995 m/allt innifalið Njóttu sólarinnar á Frá kr. 84.995 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Engin niðurstaða liggur fyrir um hvort Vinstri grænir muni fara í formlegar viðræður við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Fundi verður framhaldið klukkan 13 á morgun en þetta var niðurstaða þingflokks Vinstri grænna eftir um 5 klukku- stunda fundarhöld í Alþingishúsinu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þingflokkurinn klofinn í afstöðu sinni en enn er hluti þing- manna afar andsnúinn því að halda í formlegar viðræður um samstarf við Sjálfstæðisflokk. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ólíkar ástæður geta legið þar að baki en hún telji sjálf að flokkurinn eigi að láta reyna á formlegar viðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. „Að mínu viti er ekki hægt að vera andsnúinn þessu fyrr en við sjáum hverju við getum náð fram málefnalega. Öðruvísi tel ég ekki hægt að taka afstöðu í þessu máli,“ segir Katrín sem telur vel ger- legt að ná samkomulagi sem flokks- menn Vinstri grænna gætu vel við unað. Hluti Sjálfstæðisflokks efins Ekki hefur verið boðað til þing- fundar hjá Sjálfstæðisflokki í dag en þeir þingmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi gerðu fastlega ráð fyrir því að það yrði gert fyrr en síðar. Þingmennirnir segja að enn sé langt á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í ýmsum stórum mál- um sem leysa þurfi úr. Þar vegi þungt breytingar á skattkerfinu og kom- andi kjarasamningar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ríkir efi meðal sumra sjálf- stæðismanna um samstarfið sökum þess hversu illa Katrínu Jakobsdótt- ur hefur gengið að fá flokksmenn til að fylkja sér að baki flokksforystunni í viðræðunum. Þeir binda þó vonir við að það takist og eru bjartsýnir á að hægt verði að ná samkomulagi. Framsókn hist nánast daglega Ráðgert er að þingmenn Fram- sóknarflokksins muni hittast í dag og funda um stöðu viðræðna við Sjálf- stæðisflokk og Vinstri græna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, segir flokksmenn hafa hist reglulega und- anfarnar vikur. Hún á von á því að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, muni halda áfram að halda þingflokknum upp- lýstum. „Við höfum verið að hittast ýmist annan hvern dag eða daglega. Ég á von á því að heyra eitthvað í dag en eins og staðan er núna er Sigurður með umboð frá okkur og það heldur áfram nema eitthvað verulegt breyt- ist,“ segir Líneik. Óeining innan VG um framhaldið  Hluti Sjálfstæðisflokks efins sökum baklands Vinstri grænna Morgunblaðið/Eggert Fundahöld Vinstri grænir sátu lengi á fundi í Alþingishúsinu í gær. Í gær var lögð fram tillaga til þings- ályktunar á kirkjuþingi þar sem lagt er til að þeim tilmælum verði beint til borgarstjórnar Reykjavíkur að séð verði til þess að horfið verði frá fyrirhugðum byggingarfram- kvæmdum í hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga, Víkurgarði. Flutningsmaður tillögunnar er Hreinn Hákonarson fangaprestur en að hans sögn var tekið vel í tillög- una. „Fyrstu umræðu lauk og tillög- unni var vísað til allsherjarnefndar. Síðan er bara að sjá hverju fram vindur,“ segir Hreinn. Með tillögunni segist Hreinn vilja styðja við bakið á þeim sem mótmælt hafa framkvæmdunum og vekja at- hygli á málinu. „Jafnframt er þetta hvatning til manna að virða helgi kirkjugarða sem er mjög mikilvæg, sér í lagi í þéttbýli.“ Skora á borgaryfirvöld að virða grafarró Gísli Rúnar Gíslason gislirunar@mbl.is Kirkjuþing var sett í 56. skipti með setningarathöfn í Vídalínskirkju í Garðabæ á laugardagsmorgun en að setningarathöfninni lokinni hófust þingstörf sem hafa staðið yfir síðan og lýkur á miðvikudaginn. Fyrir þinginu liggja 20 mál en þar af er helst að nefna nýtt frumvarp til þjóðkirkjulaga auk þess sem lögð er fram tillaga að breytingu á starfs- reglum um val og veitingu prests- embætta. „Þetta hefur gengið ljómandi vel og byrjaði með góðri setningarat- höfn þar sem fluttar voru góðar ræð- ur,“ segir Magnús E. Kristjánsson, forseti Kirkjuþings. „Dómsmálaráð- herra flutti skínandi fína ræðu á laugardag og Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir flutti söng sem setti fallegan svip á athöfnina. Síðan hafa þing- störf staðið yfir og við höfum afgreitt tólf mál úr fyrri umræðu til síðari umræðu þannig að þetta hefur geng- ið mjög vel.“ Aðspurður hvaða mál hafi verið fyrirferðarmest segir Magnús að viðamesta umræðan hafi farið fram um tillögu að nýjum þjóðkirkjulög- um. „Auðvitað hafa menn skiptar skoðanir í mörgum málum og eink- um umræðunni um ný þjóðkirkjulög. Málið hefur verið til umræðu á vett- vangi Kirkjuþings frá árinu 2008 en það voru þó allir sammála um að málið hefði þroskast vel og að sú til- laga sem nú væri til umfjöllunar væri best af þeim sem komið hefðu fyrir kirkjuþing.“ Góður hljómgrunnur Vinnan við endurskoðun þjóðkirkjulaganna hófst árið 2007 og er í níunda sinn sem tillaga um frum- varp til nýrra þjóðkirkjulaga er lögð fram á kirkjuþingi. Flutningsmaður tillögunnar er Steindór R. Haralds- son, formaður löggjafarnefndar kirkjuþingsins, en sjálfur hefur hann flutt tillögu um ný þjóðkirkjulög tvisvar sinnum. „Það er verið að ein- falda lögin og færa meira af ákvörð- unum um kirkjuleg málefni til kirkjuþingsins,“ segir Steindór. „Meginþáttur frumvarpsins er að taka ákvörðunarvald frá ríkinu um málefni þjóðkirkjunnar til kirkjunn- ar sjálfrar þannig að hún beri ábyrgð á sjálfri sér og sé ekki háð ríkinu á nokkurn hátt,“ segir Steindór og bætir við að frumvarpið sem lagt var fram í gær hafi verið kynnt mjög vel fyrir öllum hagsmunaaðilum. „Það er búið að kynna þetta á ell- efu stöðum um landið á árinu og búið að kalla marga fyrir nefndina, þar á meðal biskup, prófasta, djákna, sér- þjónustupresta og fleiri og löggjafarnefndin hefur tekið tillit til sjónarmiða allra. Það virðist vera mjög góður hljómgrunnur fyrir frumvarpinu en ágreiningurinn snýst um hvort það eigi að leggja frumvarpið fram eða ekki. Í umræð- unum á þinginu fundu menn ekkert efnislega að frumvarpinu en það eru ákveðnir aðilar, þar á meðal biskup, sem vilja ekki að lögin nái fram að ganga heldur telja þau óþörf og segja kirkjuna ekki þurfa að vera sjálfstæðari en hún er.“ Þjóðkirkjulög til um- ræðu á kirkjuþingi  Tuttugu mál liggja fyrir kirkjuþingi sem var sett á laugardag Morgunblaðið/Kristinn Trúmál Kirkjuþing var sett í Vída- línskirkju á laugardagsmorgun. Formaður Sjálfstæðisflokks lét þau orð falla að þetta snerist ekki um málefni heldur um að mynda sterka rík- isstjórn. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Miðflokksins, sem telur að ef sam- komulag næst milli flokkanna þriggja muni taka við tímabil stöðnunar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst snú- ast um að menn nái sér í nógu marga stóla en á sama tíma er málefnunum ýtt út af borðinu. Ég held að þessir flokkar geti aldrei komið sér saman um stóru málefnin og þess vegna mun þetta ekki vera stjórn framfara held- ur stöðnunar,“ segir Gunnar og bætir við að Miðflokk- urinn sé einungis tilbúinn að fara í ríkisstjórn með flokkum sem vilji ná samkomulagi um málefni fremur en ráðherraembætti. EF FLOKKARNIR NÁ SAMAN MUN TAKA VIÐ TÍMABIL STÖÐNUNAR Gunnar Bragi Sveinsson Snýst um ráðherraembætti en ekki málefni Spurð um gang stjórnarmyndunarviðræðnanna segir Þorgerður Katrín að það verði einfaldlega að leyfa þeim að klárast til að sjá hvort tekin verði ákvörðun um að fara í formlegar viðræður. „Það er augljóst að Vinstri græn eru í erfiðri aðstöðu, þau standa frammi fyrir öðrum val- kostum en þriggja flokka mynstri. Þetta gengur réttilega út á málefnin líkt og Katrín hefur sagt. Málefnalega hefði ég talið að aðrir valkostir lægju VG nær og best væri því fyrir forystu VG að segja það hreint út að þau vilji fara í viðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsókn.“ BEST VÆRI AÐ KOMA HREINT FRAM Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Aðrir valkostir málefnalega nær VG Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að Katrín Jakobsdóttir hefði skýran valkost til hægri eða vinstri. „Hún er afburða- stjórnmálakona og auðvitað í því hlutverki að gera það besta fyrir sinn flokk og mun örugglega leggja sig alla fram þar. Ég treysti henni bara til þess.“ Aðspurður hvort hann hefði sjálfur rætt við Katrínu Jakobsdóttir um helgina sagði Logi að hún væri í við- ræðum núna og að hann vildi ekki blanda sér inn í þær. „Mér finnst það dónalegt,“ sagði Logi í samtali við mbl.is. DÓNALEGT AÐ BLANDA SÉR Í VIÐRÆÐURNAR Logi Einarsson VG hafa skýran valkost til vinstri eða hægri Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir tímann verða að leiða í ljós hver útkoma viðræðn- anna sem nú eru í gangi verður. „Ég bara tek eftir því eins og aðrir að Vinstri grænir telja sig greinilega þurfa meiri tíma heldur en þennan fund í dag til að komast að niðurstöðu um þær spurn- ingar sem liggja fyrir þeim fundi.“ Fyrir helgi var greint frá því á mbl.is enginn formað- ur hefðu verið í sambandi við Ingu Sæland í síðustu viku en i gær átti hún fund með Loga Einarssyni. TÍMINN LEIÐIR ÚTKOMUNA Í LJÓS Ólafur Ísleifsson hagfræðingur Tekur eftir því sama og aðrir „Vinstri grænir gera sér væntanlega grein fyrir því að það verður erfitt gagnvart baklandi flokksins að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún segir að það hljóti að vera mjög erfitt fyrir konur innan flokks Vinstri grænna að kyngja þessari niðurstöðu ef af verð- ur. „Það veldur mér áhyggjum ef femínískir kollegar mínir í Vinstri grænum eru tilbúnir í samstarf við Sjálfs- stæðisflokk sem hefur að mínu mati ekki stundað fem- ínisma að neinu ráði í sínum röðum,“ segir Þórhildur. TELUR AÐ FEMÍNÍSKIR KOLLEGAR GETI EKKI VERIÐ ÁNÆGÐIR Verður erfitt gagnvart baklandi VG Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.