Morgunblaðið - 13.11.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.11.2017, Qupperneq 10
SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Hannes Hlífar Stefánsson og Björn Þorfinnsson voru í hópi fimm efstu manna á Norðurljósamótinu, „Reykjavik Northern lights open 2017“ sem Skáksambands Íslands stendur fyrir í samvinnu við Tafl- félag Reykjavikur en mótið fer fram í húsakynnum þessa elsta starfandi skákfélags landsins. Tengingin við Norðurljósin er við hæfi þar sem maðurinn sem „seldi“ norðurljósin, skáldið Einar Benediktsson, var einn af stofnendum TR aldamótaárið 1900. Tefldar verða níu umferðir og dagskrá þess er stíf þar sem tefld var tvöföld umferð um helgina en úr- slit fimmtu umferðar sem lauk seint í gærkvöldi lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað. Þá mættust m.a. Hannes og Björn. Staða efstu manna eftir fjórar umferðir var þessi.: 1. – 5. Xi Yingu (Kína), Aloyzas Kveinys (Litháen), Xu Yi (Kína),Hannes Hlíf- ar Stefánsson og Björn Þorfinnsson 3 v. ( af 4) 6.-10. Nihal Sarin (Ind- land), Mark Hebden (England), Tor- björn Ringdal (Danmörk), Hjörvar Steinn Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson 2½ v. Keppendur eru 22. talsins en SÍ réðst í framkvæmdina til að mæta óskum margra af bestu skákmönn- um þjóðarinnar sem hafa bent á að hið mikla styrkleika/elo-stigabil sem er á keppendum hins árlega Reykja- víkurskákmóts, geri sókn að titil- áföngum torsótta. Ekki verður betur séð en að Björn og Vignir Vatnar ætli sér að nýta tækifærið vel. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti keppandinn en hann tap- aði í fyrstu umferð fyrir Einar Hjalta Jenssyni. Mesta athygli allra kepp- enda vekur hinn 13 ára Indverji, Ni- hal Sarin, sem hefur teflt víða um heim á undanförnum mánuðum og er talinn eitt mesta efni sem Indverjar eiga í dag. Sarin hefur lent í basli í nokkrum skákum og var með tapað tafl gegn Hjörvari Steini í 2. umferð en slapp með jafntefli. Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn er þrátt fyrir allt líklegastir okkar manna til að keppa um efsta sætið og sá fyrrnefndi virðist í góðu formi ef marka má sigur hans yfir Englend- ingnum Hebden á laugardaginn: Norðurljósamótið 2018; 3. um- ferð: Hannes Hlífar Stefánsson – Mark Hebden Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Ítalski leikurinn er sennilega vin- sælli í dag meðal toppskákmanna en spænski leikurinn sem kemur upp eftir 3. Bb5. 3. … Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 0-0 6. He1 d6 7. a4 Be6 8. Bxe6 fxe6 9. c3 Dd7 10. Db3 b6 11. d4 Rh5 12. Be3 exd4 13. cxd4 d5 14. Rc3 Had8 15. Hac1 Hótar 16. exd5 exd5 17. Rxd5 með peðsvinningi. Stöðuuppbygging svarts er ekki góð og riddarinn á c6 verður að skreppa frá en þá lendir h5-riddarinn í vanda. 15. … Ra5 16. Dd1 c6 17. Re5 De8 18. Dg4 Bd6 19. Rf3 Dg6 20. Dxg6 hxg6 21. Rg5 Hde8 22. e5 Bb4 23. g3! Afhjúpar mislukkaða byrjun, ridd- arinn á h5 á engan reit! Í næstu leikj- um reynir svartur að leysa um hann. 23. … c5 24. He2 Rb3 25. Hd1 cxd4 26. Bxd4 Hf5 27. h4 Rf4?! Hebden mat það svo að besta tækifærið til a losa um riddarann væri að fórna honum akkúrat núna. Mannsfórnin gefur viss færi en Hannes er vandanum vaxinn. 28. gxf4 Hxf4 29. Be3 Hxh4 30. Rb5 Bc5 31. Rc7! d4 32. Rxe8 dxe3 33. Hd8 Hg4+ 34. Kf1 Hxg5 35. Rd6+! Snjall lokaleikur sem gerir út um allar vonir svarts, 35. … Kh7 er svarað með 36. Rf7! sem hótar hróknum og máti á h8. Hebden gafst því upp. Hannes Hlífar og Björn Þor- finnsson meðal efstu manna Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðurljósamót Hannes Hlífar og Björn takast á við upphaf 5. umferðar. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg taki þátt í verkefninu „Reinventing Ci- ties“ á vegum C40 og leggi fram þrjár lóðir þar sem kallað verði eft- ir framúrskarandi uppbyggingar- verkefnum, bæði frá sjónarmiði borgarþróunar og loftslags- og um- hverfismála. Lóðirnar sem um ræð- ir eru við Frakkstíg/Skúlagötu, á Ártúnshöfða og við Lágmúla 2/- Suðurlandsbraut. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að C40 séu samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreyting- um. Í þessum borgum búa yfir 650 milljónir manns og þær standi fyrir fjórðung alls fjármagns heims. Fyrr á þessu ári hafði Anne Hi- dalgo, borgarstjóri Parísar, sem er í forsæti C40, frumkvæði að því að halda uppbyggingarsamkeppni, Reinventing Cities, undir merkjum C40. Markmiðið með samkeppninni er að kalla fram lausnir og leita leiða til uppbyggingar á umhverf- isvænum byggingum/verkefnum sem sýna bestu lausnir á sviði sjálf- bærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors, ásamt því að styðja við góða borgarþróun. Fyrir- myndin er vel heppnað verkefni Reinventing Paris sem hleypt var af stokkunum 2015. „Þátttökuborgirnar bjóða fram lóðir eða svæði sem þarfnast endur- hugsunar og C40 setur saman þver- fagleg teymi sem styður við borg- irnar í að kynna svæðin og velja verkefni sem endurlífgar og fjár- festir í grænni uppbyggingu,“ segir í greinargerðinni. C40 aðstoðar borgirnar við það að velja besta verkefnið fyrir hverja lóð m.t.t. bestu lausna í um- hverfismálum, m.a. orkunýtingu, aðlögunarhæfni, sorphirðu, líffræði- legum fjölbreytileika o.s.frv. Einnig er horft til þess sem boðið er sem greiðsla fyrir lóðina/byggingarrétt- inn. Að lokum fær vinningsteymið leyfi til að fjárfesta í lóðinni og framkvæma verkefnið. Það er á endanum í valdi viðkomandi borgar hvort af þeim samningi/sölu verði. Skipulagsleg staða svæðanna er ólík. Frakkastígur/Skúlagata er í auglýsingarferli, og hafa nágrannar við Skúlagötu mótmælt þessum áformum harðlega. Unnið er að deiliskipulagi fyrir Höfðasvæðið en Lágmúli 2/Suðurlandsbraut er á frumstigi. Gert er ráð fyrir að Reykjavík greiði um 11.000 evrur, jafnvirði 1,3 milljóna, fyrir aðild að verkefninu fyrir hverja lóð. Borgin tekur þátt í alþjóðlegu verkefni  Lóðir undir umhverfisvænar byggingar Frakkastígur/Skúlagata Lóð undir hvítu bygginguna er í athugasemdaferli. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sig- urðardóttir, vígði tvo guðfræðinga til prestsþjónustu í gær. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Dís Gylfadóttir var vígð til prests- þjónustu í Lindaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Þuríður Björg Wiium Árnadóttir var vígð til sóknarprestsþjónustu í Hofs- prestakalli í Austurlandsprófasts- dæmi. Vígsluvottar voru, samkvæmt upplýsingum á vef þjóðkirkjunnar, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, séra Toshiki Toma, séra Guðmundur Karl Brynjarsson, séra Stefán Már Gunnlaugsson, séra Gísli Jónasson sem lýsti vígslu og séra Sveinn Val- geirsson sem þjónaði fyrir altari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Konur saman Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Solveig Lára Guðmunds- dóttir, Agnes M. Sigurðardóttir og Dís Gylfadóttir. Tveir guðfræðingar vígðir til þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.