Morgunblaðið - 13.11.2017, Page 19

Morgunblaðið - 13.11.2017, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SNORRADÓTTIR, Þykkvabæ 14, lést laugardaginn 4. nóvember 2017. Útför hennar fer fram í dag, mánudag, frá Árbæjarkirkju klukkan 15. Jón Magngeirsson Reynir Jónsson Þorgerður Ernudóttir Birgir Jónsson Elsa Óskarsdóttir Birna Jónsdóttir Sigfús Ásgeir Kárason og barnabörn Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og bróður, GUÐJÓNS GUNNARS KRISTINSSONAR, Markholti 5, Mosfellsbæ. Þakkir til starfsfólks Landspítalans, Karitas hjúkrunarþjónustu og heimahjúkrunar í Mosfellsbæ fyrir kærleiksríka umönnun í veikindum hans. Helga Björk Edvardsdóttir Gunnar Guðjónsson Brynja Jónsdóttir Kristinn Guðjónsson Katrín Inga Marteinsdóttir Helgi Þór Guðjónsson Björk Bragadóttir Sigríður Fanney Guðmundsdóttir Unnur Kristinsdóttir Margrét Kristinsdóttir Ástkær faðir minn, stjúpfaðir og tengdafaðir, HANS RAGNAR BERNDSEN, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 15. Regína Berndsen Kristjana Albertsdóttir Ragnhildur Albertsdóttir Rúnar Benjamínsson Hrönn Albertsdóttir Lilja Albertsdóttir Ásgeir Albertsson Jarþrúður Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG ÞÓRA EINARSDÓTTIR, Höfn Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. nóvember. Útför Áslaugar Þóru fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 18. nóvember klukkan 11. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vildu minnast Áslaugar Þóru er bent á Gjafa- og Minningarsjóð Skjólgarðs. Þórarinn Þorgeirsson Inga K. Sigurjónsdóttir Kristján Olgeir Þorgeirsson Bára Sigurðardóttir Þórhallur Dan Þorgeirsson Hafdís Hafsteinsdóttir Harpa Dan Þorgeirsdóttir Björn Þórarinn Birgisson Börkur Geir Þorgeirsson Ástbjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn ✝ Friðrik Jen-sen fæddist 25. apríl 1936 á Akureyri. Hann lést 28. október 2017 á Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ. Foreldrar hans voru Aðalheiður Friðriksdóttir húsmóðir frá Aðalvík og Frede Jensen vefari, fæddur í Dan- mörku. Börn þeirra voru Brynja Edda Jóhannesdóttir, sem Jen- sen ættleiddi, fædd 4. október 1928, Laeila, fædd 18. maí 1933, lést 3. maí 1944, Níels, fæddur 25. apríl 1936, lést 17. júní 1971, og Engilbert, fædd- 3) Sigrún, f. 6. ágúst 1968, gift Rudy Cornelis Van Doorn, f. 3. janúar 1960, hún á tvö börn, Friðrik Jensen og Sig- ríði Ósk úr fyrra hjónabandi. 4) Laeila Jensen, f. 17. júní 1974, hún fæddi andvana dótt- ur, Sylvíu Lind, 14. júlí 1999. Laeila er gift Vilmundi Hall- dórssyni, f. 3. október 1976, og á þrjú fósturbörn með hon- um: Söru, Einar og Lilju. Friðrik Jensen kom ungur að árum til Keflavíkur með tvíburabróður sínum Níels og hófu þeir störf hjá varnarlið- inu. Foreldrar þeirra fluttu tveimur árum síðar til Kefla- víkur. Hann starfaði lengi sem yfirverkstjóri á þunga- vinnuvéladeild hersins og síð- ar sem leigubílstjóri á Öku- leiðum í Keflavík. Útför Friðriks fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 13. nóvember 2017, klukkan 13. ur 24. febrúar 1941. Friðrik kvæntist Sigríði Þórólfs- dóttur 14. maí 1964, hún fæddist 9. september 1944. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Gunnar Þór skip- stjóri í Vest- mannaeyjum, f. 17. mars 1964, kvænt- ur Sigurbjörgu Jónsdóttir, f. 18. nóvember 1964. Þau eiga þrjú börn: Guðlaugu, Ásgeir og Kristberg og tvö barna- börn. 2) Aðalheiður, f. 9. júní 1965, hún eignaðist fjórar dætur: Lindu, Lilju, Guðnýju og Victoríu, og fjögur barna- börn. Hún lést 30. júní 2013. Nú ert þú farinn á vit feðr- anna og færð hvíldina í faðmi foreldra þinna og tvíburabróð- ur. Líf þitt hefur aldrei verið dans á rósum en þótt hressi- lega hafi blásið á móti þá náðir þú að standa það af þér með aðstoð mömmu og koma sterk- ari og endurbættur úr þeim áföllum. Ef ég hef eitthvað lært af þér er það að gefast ekki upp og þakka ég fyrir þá lexíu því fátt nýtist nokkrum manni bet- ur í lífsins ólgusjó. Húmorinn var aldrei langt undan og hefur hann einkennt þig í gegnum ævina, barnabörnin minnast glaðværs afa sem alltaf var til í að sprella í þeim og voru kitl- andi puttar aldrei langt undan. Aldrei kvartaðir þú yfir heilsu- farinu eða öðru sem aflaga fór í lífinu og barst þig alltaf eins og sigurvegari. Þín er og verður sárt saknað af okkur fjölskyld- unni en það er gott að þú skulir hafa fengið hvíldina eftir ill- vígan sjúkdóm sem rænir mann reisninni. Þegar þú hefur vind í fang, þá haltu höfðinu hátt. Hræðstu ei myrkrið, það mun birta til. Því að ljós heimsins mun þér lýsa í gegnum dauðans dimman dal. Hann fer á undan í gegnum storm og regn. Þú munt aldrei ganga einn, munt aldrei ganga einn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þinn sonur, Gunnar Þór Friðriksson. Nú er sá dagur runninn upp að við þurfum að kveðja pabba minn, tengdapabba og vin og afa í síðasta sinn. Ég hef sem dóttir hans mínar fyrstu minn- ingar frá því að við bjuggum í Hátúni 10 uppi hjá Heiðu ömmu og Jensen afa. Þar leið mér mjög vel, var oft niðri hjá ömmu að spila og læra að lesa, en sterkust er minningin af epl- um og appelsínum sem pabbi kom með heim úr vinnunni af vellinum, það hef ég alltaf tengt jólunum, en þá var ekki mikið um epli og appelsínur á þeim tíma. Á sjöunda árinu mínu flutt- um við í Smáratúnið og ég á góðar minningar þaðan eins og að fá að fara með pabba í vinn- una á laugardögum, ég fékk alltaf einhver pence, ég gat far- ið í nammivélina og keypt mér Big Red og fleira. Ég á ótelj- andi minningar frá uppvextin- um en ég notaði tækifærið og þakkaði pabba sérstaklega fyr- ir þær á 80 ára afmælinu hans og hef enga þörf fyrir að end- urtaka það hér. Ég flutti ung að heiman og stofnaði mitt eig- ið heimili, og á þeim tíma eign- aðist ég mitt fyrsta barn, dreng sem leit út alveg eins og pabbi og það var aldrei spurning um að hann fengi nafnið Friðrik Jensen. Af því var pabbi stoltur, eins og öllum sínum barnabörnum. Stuttu seinna kom litla systir og fékk hún nafnið Sigríður Ósk. 1993 þegar mamma og pabbi voru erlendis flutti ég heim í smá tíma á meðan ég leitaði mér að íbúð fyrir mig og krakkana, þetta vissu þau ekk- ert um á þeim tíma. En þegar þau voru erlendis kynntust þau manni sem er jafn steinabrjál- aður og stór partur af ættinni er, tveimur árum seinna kom hann svo í heimsókn til þeirra og í stuttu máli get ég með gleði sagt að sá maður er maðurinn minn í dag og erum við búin að ala upp börnin okk- ar frá 1996. Pabbi og Ruud voru einstak- lega góðir vinir alla tíð og höfðu alltaf eitthvað að tala um. 2001 fluttum við fjölskyldan til Noregs og fyrstu árin var mik- ill gestagangur og komu mamma og pabbi oft til okkar, ólsen ólsen var uppáhalds spilið hans afa og spiluðu krakkarnir mörgum sinnum það spil og mun það tengja þau við afa alla tíð. Það var erfitt fyrir okkur í fjarska að fylgjast með breyt- ingunum sem urðu á pabba í veikindum hans en alltaf stóð elsku mamma vaktina, með ást og umhyggju passaði hún upp á hann. Það tók mikið á okkur öll að missa elskulega systur okkar mjög óvænt, og þá tók mamma að sér yngstu dóttir hennar, Victoríu. Ég vil að lokum segja að það er ekkert hjónaband sem ég álít fallegra en þeirra tveggja, það var enginn dans á rósum og þess þá heldur fallegt að sjá þau vinna úr erfiðleikunum og enda sem ástfangið fólk, fullt af virðingu og umhyggju fyrir hvort öðru. Með djúpri sorg kveðjum við þig þó að á sama tíma vissum við að þetta var það sem þú vildir. Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig þá lengst af finn ég huggun við minninguna um þig. Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit og hreinni bæði og ástríkari en nokkur maður veit. (Jónas Gíslason vígslubiskup í Skál- holti) Saknaðarkveðjur, Sigrún, Ruud, Friðrik Jensen og Sigríður Ósk. Mig langar að kveðja pabba minn í fáum og fátæklegum orðum. Pabbi minn var yndislegur maður sem átti sína galla, en í augum barns er pabbi bestur og getur allt miklu betur en all- ir hinir. Þú kenndir mér að spila ól- sen ólsen eins og meistari, þú kenndir mér að stokka spilin eins og þér var einum lagið, og þú kenndir mér að flauta eins og enginn annar getur gert. Hvað get ég beðið um meira? Jú, ég get beðið um að mitt hjónaband verði eins og þitt og mömmu, þið báruð svo mikla virðingu fyrir hvort öðru og voruð svo miklir vinir. Þú vildir aldrei láta snúast í kringum þig eða láta hafa fyrir þér, eftir að þú fluttir á Hrafnistu á Nes- völlum hélstu áfram að reyna að láta öllum líða sem best með því að halda í húmorinn þinn og stríðni en vildir ekki láta hafa fyrir þér. En eftir að heilsu þinni fór að hraka og þú gast ekki leng- ur rakað þig sjálfur mætti ég á svæðið og gerði það fyrir þig, það voru ansi oft skemmtilegar umræður sem fóru fram á með- an á rakstrinum stóð. Þegar ég var búin að gera þig fínan og flottan sagði ég alltaf elskjú pabbi minn og þú sagðir það alltaf til baka. Með þessum fátæklegu orð- um þar til við hittumst á ný, elskjú pabbi minn. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki Hrafnistu á Nesvöllum fyrir frábæra umönnun á pabba og umhyggju fyrir okkur. Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð. Hann stendur mér hjá og heldur um mig vörð. Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi sínu. Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi mínu. Ég vona að hann viti að hann er mér kær. Allar mínar bestu hugsanir hann fær. Hans gleði og viska við alla kemur. Við flestalla honum vel semur. Hann stendur mér hjá þegar illa ligg- ur við. Hann víkur ekki frá minni hlið. Nema sé þess viss að allt sé í lagi. Fer þá að vesenast í málarastússi af ýmsu tagi. Hann er vandvirkur og iðinn, hann sinnir alltaf sínu vel. Hann segir það aðalatriðin, sem er rétt, það ég tel. Hann hefur kennt mér að vera þolin- móð og sterk, hvetur mig áfram að stunda mín dagsverk. „Þú skalt alltaf standa á þínu“, hann ávallt hefur sagt, mikla áherslu á það lagt. Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið, þá meinar hann alltaf margt. Hann getur aldrei neinn svikið, það getur hann ekki á neinn lagt. Hann er bara þannig maður. Hann er bara þannig sál. Hann er aldrei með neitt þvaður. Hann meinar allt sitt mál. Hann sýnir mér svo mikla ást. Hann vill aldrei sjá neinn þjást. Hann er minn klettur og hann er mín trú. Hann er minn besti pabbi, stað- reyndin er sú! (Katrín Ruth) Þín dóttir Laeila. Hvernig kveður maður besta vin sinn og eiginmann til 55 ára? Líf okkar er orðið svo saman tvinnað að ég get ekki séð fyrir mér hvernig það verður án þín, elsku Frikki minn. Við kynnt- umst á leigubílastöðinni þar sem ég var að vinna, urðum góðir vinir sem þróaðist í ást. Fyrsta barnið okkar var Gunn- ar Þór og fimmtán mánuðum seinna fæddist Heiða okkar, hún var pínu lítil og uppáhald stóra bróður sem passaði upp á hana meira að segja eftir að þau urðu fullorðin, Síðan kom Sigrún okkar, algjör gullmoli eins og systkini hennar. Síðust fæddist Laeila okkar á 17. júní, þremur árum eftir fráfall tví- burabróðir þíns hans Níels. Þessi þrjú ár voru afskaplega erfið, myrkrið skall yfir þig, þú hafðir misst hinn helminginn af sjálfum þér og áttir óskaplega erfitt, en fæðing Laeilu okkar á þessum degi breytti sorg í gleði fyrir okkur öll. Svona lagði Guð oft líkn með þraut hjá okkur þegar sársaukinn og sorgin nísti. Þú hættir að keyra leigubíl og fórst að vinna sem yfirverk- stjóri á þungavinnudeild hers- ins. Á þessum árum höfðum við það mjög gott og keyptum okk- ar fyrstu íbúð, en þá gerðist það að þú hálsbrotnaðir og varst frá vinnu í heilt ár. Þetta endaði þannig að þú þurftir að fara að keyra leigubílinn aftur sem þú vannst á í nokkur ár en varðst að hætta vegna heilsu- brests. Það eru komin sjö ár síðan þú greindist með Lewy body- sjúkdóminn, við tókum saman á þessu fjölskyldan eins og öllu öðru með æðruleysi, þú varst ótrúlega sterkur og jákvæður þegar þú fékkst þessa grein- ingu. Þú kvartaðir aldrei og tókst á öllu með þinni skemmtilegu kímni og jákvæðni, þú byrjaðir í dagdvöl í Selinu og varst oftar en ekki hrókur alls fagnaðar, þú varst ánægður þar og hlakk- aðir til að fara á hverjum degi enda voru starfsstúlkurnar yndislegar. Þá kom reiðar- slagið, elsku Heiða okkar sem var flutt til Keflavíkur með yngstu dóttur sína lést skyndi- lega. Þetta var hrikalegt áfall fyrir okkur öll, ekki síst fyrir Victoríu, en þá gaf Guð okkur aftur líkn með þraut og ég fékk forræðið yfir henni, sem hefur hjálpað okkur báðum að vinna bug á sorginni. Um þetta sama leyti fór sjúkdómur þinn versn- andi og þér bauðst pláss á Nes- völlum. Eins og oftar varstu mjög já- kvæður gagnvart þessum breytingum, þér leið vel þarna og starfsfólkið var yndislegt við þig. En svo kom að endalokunum hjá þér elsku Frikki minn, en þau voru eins og þú afskaplega ljúf og góð, þú misstir aldrei niður húmorinn þinn og það hjálpaði okkur líka. Ég vil ljúka þessu með því að senda starfs- fólki á Hrafnistu okkar innileg- ustu þakkir. Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Þetta var bænin okkar sem kom okkur í gegnum súrt og sætt og hún verður bænin mín þar til við hittumst á ný. Sigríður Þórólfsdóttir. Friðrik Jensen Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.