Morgunblaðið - 13.11.2017, Page 22

Morgunblaðið - 13.11.2017, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 Ég er ekkert að kenna en kem að ýmsum verkefnum,“ segir Sig-urlína Davíðsdóttir, prófessor emerita í uppeldis- og mennt-unarfræðum við Háskóla Íslands, en hún á 75 ára afmæli í dag. „Ég kem stundum að matsverkefnum þegar verið er að meta ýmiss konar þjónustu og er að vinna að tveimur slíkum verkefnum núna. Síðast var ég meta inngrip sem Rannsóknastofnun í barna- og fjöl- skylduvernd er með í samvinnu við Krabbameinsfélag Landspítalans og Landspítalann, en það er inngrip fyrir börn og fjölskyldur foreldra sem eru með krabbamein. Við gerum mat á því hvort þessi inngrip séu gagnleg og hvort þau mættu vera öðruvísi. Það mat er á lokastigunum.“ Sigurlína er nýbúin að þýða bókina Heimskort goðsagna. „Þetta er kímin og skemmtileg bók fyrir börn og unglinga og fjallar um goð- sagnir heimsins, grískar, egypskar, norrænar og margar fleiri. Það fannst mér mjög skemmtilegt og svo kem ég að starfi á Meðferðar- heimilinu í Krýsuvík og er þar venjulega einn dag í viku en þessa viku verð ég alla dagana þar.“ Eiginmaður Sigurlínu er Ragnar Ingi Aðalsteinsson, hagyrðingur og doktor í íslenskum bókmenntum. „Í vinahópnum gengur hann und- ir nafninu doktor stuðull, en hann sérhæfir sig í bragfræði.“ Sigurlína og Ragnar Ingi eiga einn son saman en Sigurlína á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og Ragnar Ingi eitt. „Ég ætla eiginlega ekki að gera neitt í tilefni afmælisins en verð heima og vonast til að einhverjir úr fjölskyldunni líti inn.“ Hjónin Sigurlína Davíðsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Þýðir og kemur að ýmsum verkefnum Sigurlína Davíðsdóttir er 75 ára í dag Á rni Sigurðsson fæddist á Sauðárkróki 13.11. 1927 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1949, guðfræðiprófi frá HÍ 1953, stundaði framhaldsnám í guðfræði við há- skólann í Lundi 1960-61, fór náms- ferð til Rómar 1966 og var í náms- leyfi í London 1988. Árni gegndi predikunarþjónustu á Stað í Grunnavík sumarið 1952, var aðstoðarprestur að Hvanneyri 1953-54, sóknarprestur á Hofsósi 1955-62, sóknarprestur á Norðfirði 1962-67 og sóknarprestur á Blöndu- ósi 1968-97 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá gegndi hann aukaþjónustu á Eskifirði, í Auð- kúlu- og Svínavatnssókn og í Höfðakaupstað. Jafnframt prestsstörfum kenndi Árni Sigurðsson, fyrrv. sóknarprestur á Blönduósi – 90 ára Gömul fjölskyldumynd Sigurður sýslumaður með börnum og tengdabörnum. Mynd tekin á sjöunda áratugnum. Sinnti prestþjónustu og kennslu í tæp 50 ár Afmælisbarnið Árni Sigurðsson gegndi prestþjónustu frá 1952 til 1997. Kópavogur Bergrún María Ísaksdóttir fæddist 13. júní 2017 kl. 23.48 á fæðing- arvakt Landspítalans. Hún vó 3.380 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Gréta María Birgisdóttir og Ísak Hilmarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is TVENNUTILBOÐ SOUS VIDE TÆKI OG LOFTTÆMINGARVÉL Verð 24.990 m.vsk 1300 Wött Hitar 0 – 95 °c 100 Wött Þrýstingur - 0.8 bar (±10%)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.