Morgunblaðið - 13.11.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 13.11.2017, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is GLERHANDRIÐ Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Merkilegur hlutur gerðist fyrir skemmstu í bandarísku sjónvarps- þáttaröðinni Star Trek: Discovery. Tvær söguhetjur eru sýndar í vist- arverum sínum um borð í geim- skipinu Discovery þar sem þær bursta tennurnar og búa sig undir að fara í háttinn. Þar ræða þeir Paul Stamets (Anthony Rapp), yf- irvísindamaður skipsins og skips- læknirinn Hugh Culber (Wilson Cruz) um atburði dagsins eins og ósköp venjuleg hjón. Þetta var í fyrsta skipti sem Star Trek leyfði áhorfendum að skyggnast inn í fjölskyldulíf samkynhneigðra sögu- hetja. Samkynhneigð hefur ekki verið með öllu ósýnileg í Star Trek heim- inum, því í nýjustu Star Trek- myndinni, Star Trek: Beyond, kom í ljós að stýrimaðurinn Hikaru Sulu (John Cho) átti bæði mann og dóttur. Sulu virðist samt ögn heft- ur þegar kemur að því að tjá til- finningar sínar því þegar hann finnur fjölskyldu sína heila á húfi eftir hörmulega hryðjuverkaárás fær eiginmaðurinn ekki svo mikið sem koss. Þótti samt sumum nóg um. „Ég er mikill Star Trek- aðdáandi og hef lengi látið það pirra mig að þetta skref hefði ekki verið stigið fyrr í þáttunum eða kvikmyndunum,“ segir Sigurður Júlíus Guðmundsson. Hann bendir á að Star Trek hafi verið langt á undan sinni samtíð með því að raða kvenpersónum í lykilstöður um borð í geimskipum framtíðarinnar, og brotið niður kynþáttamúrana með fyrsta kossinum á milli hvíts manns og svartrar konu sem sýnd- ur var í bandarísku sjónvarpi. Sigurður er varaformaður Sam- takanna 7́8, hefur starfað um langt skeið í sjónvarpsgeiranum og mik- ill er áhugamaður um sjónvarp og kvikmyndir. Hann segir Star Trek hafa mátt leyfa samkynhneigð að sjást miklu fyrr. Á 9. áratugnum stóð til að gera þátt með samkyn- hneigðu pari, þar sem fjallað yrði um HIV faraldurinn undir rós með sögu um banvænan geimsjúkdóm, en framleiðendurnir komu í veg fyrir að þátturinn yrði að veru- leika. „Það hefur verið snert laus- lega á hinsegin þemum, eins og t.d. í tilviki geimverunnar Jadsiu Dax (Terry Farrell) sem var kona en hafði í „fyrra lífi“ verið karlmaður og hittir í einum þættinum eig- inkonu sína frá fyrri tíð. Þættirnir hafa dansað í kringum þetta efni, en ekki sýnt svona greinilega fyrr en nú.“ Söguhetjur til að spegla sig í En hvaða máli skiptir það að sjá tvo samkynhneigða menn bursta tennurnar og sýna hvor öðrum hlýju, um borð í geimskipi í fjar- lægri framtíð? Raunin er að það er tiltölulega nýskeð að hinsegin fólk fái að sjást í sjónvarpi og kvik- myndum, og en virðast framleið- endur hikandi við að leyfa hinsegin söguhetjum að vera í forgrunni. Þessar söguhetjur skipta hinsegin fólk miklu máli, geta haft djúpstæð áhrif hvernig þau upplifa menning- ar- og afþreyingarefni, og gefið þeim dýrmætt tækifæri til að spegla sig í dægurmenningunni. Sigurður minnist þess hvað hommar eins og hann sjálfur voru með öllu ósýnilegir í sjónvarpi og kvikmyndum þegar hann var að vaxa úr grasi. Sigurður er fæddur árið 1980 og man ekki eftir að hafa séð samkynhneigða söguhetju öðruvísi en í neikvæðu ljósi eða sem hluta af ógeðfelldu háði allt þar til kvikmyndirnar Philadelphia og Priscilla, Queen of the Desert komu út 1992 og 1994. Og jafnvel þá gat Sigurður ekki að fullu sam- samað sig því sem hann sá á skján- um, enda fjallaði önnur myndin um fárveikan HIV-sjúkling en hin síð- ari um uppátækjasamar ástralskar dragdrottningar. Venjulegustu hinsegin söguhetj- urnar sem Sigurður man eftir fá þessum tíma er lesbíska parið úr Friends, þær Carol og Susan. Ca- rol hafði áður verið gift Ross Gell- er (David Schwimmer) og birtist af og til sem aukapersóna og þá gjarnan að grínið beindist að Ross sem hafði misst frá sér eiginkon- una eftir að hafa fengið að láta þann draum rætast að fara í trek- ant með annarri konu. „Þetta þótti frekar framsækið á sínum tíma, og rosalega fyndið, en þegar ég horfi á þættina í dag tek ég eftir því hvað húmorinn er rosalega niðr- andi.“ Í huga Sigurðar voru það bresku Queer as Folk-þættirnir sem mörkuðu tímamót þegar þeir fóru í sýningar árið 1999. „Það var mín opinberunarstund, og í fyrsta skipti sem ég sá svalar og samkyn- hneigðar aðalsöguhetjur sem ég gat tengt mig við. Þegar ég lít til baka voru þessir þættir fáránlega stór hlutur fyrir mér, enda sýndu þeir mér lífsglaða og stolta homma sem létu sér fátt um finnast þó að sumir hötuðust við þá.“ Hefði viljað sjá svona efni á uppvaxtarárunum Guðrún Elsa Bragadóttir, bók- menntafræðingur og kvikmynda- fræðikennari við Tækniskólann, segir sýnileika hinsegin söguhetja mikilvægt tæki fyrir hinsegin fólk að finna sína eigin sjálfsmynd. Við berum okkur saman við hetjurnar, hvort heldur í bókum, kvikmyndum eða sjónvarpi, og finnum þar fyr- irmyndir og getum í huganum mát- að okkur við ný hlutverk. „Ég held t.d. að bækur eins og Matilda eftir Roald Dahl hafi hreinlega bjargað lífi mínu, sem og aðrar bækur sem sýna klárar stelpur sem geta gert stórkostlega hluti. Að sama skapi skiptir það hinsegin fólk máli að sjá hinsegin söguhetjur sem upp- lifa ólíka hluti og ganga í gegnum jákvæða og neikvæða lífsreynslu.“ Guðrún minnist þess þegar hún var unglingur og drakk í sig allt sem hét sjónvarp og kvikmyndir. „Ég gerði fátt annað en að glápa á sjónvarp og vídeóspólur og þegar ég er 13 eða 14 ára hélt ég sér- staklega upp á myndina Coyote Ugly sem fjallar um sætar stelpur sem vinna á bar og dansa þar og syngja uppi á borðum. Ég man líka vel hvað ég var heilluð af aðal- leikkonunni, Piper Perabo,“ segir Guðrún. „Það var svo ekki fyrr en tíu árum síðar þegar ég bjó í Berlín og var komin út úr skápnum sem tvíkynhneigð að ég kemst að því að Perabo lék í æðislegri kvikmynd ári eftir að Coyote Ugly kom út, og hafði alveg farið framhjá mér. Um er að ræða hinsegin ástarsöguna Lost and Delirious, sem fjallar um stúlku á heimavist sem verður ást- fangin af herbergisfélaga sínum. Þegar ég sá myndina fannst mér hún bæði falleg og frábær, en um leið ergilegt að ég hafði ekki séð Hetjurnar í sjónvarpinu koma út úr  Hinsegin fólk verður æ sýnilegra í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Queer as Folk sýndi heiminum stolta og bratta homma og lesbíur  Þrátt fyrir sýni- leikann er stundum eins og líf hinsegin söguhetja sé ekki sýnt til fulls og þær séu jafnvel til skrauts Innilegt Ævintýraheimur Star Trek tók stórt framfarastökk með ósköp hversdagslegri tannburstun og hjónatali Paul Stamets (Anthony Rapp) og Hugh Culber (Wilson Cruz). Það er ekki oft sem nánd á milli hinsegin fólks fær að sjást í sjónvarpi en sýnileikinn getur skipt hinsegin áhorfendur miklu máli. Guðrún Elsa Bragadóttir Sigurður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.