Morgunblaðið - 13.11.2017, Page 32

Morgunblaðið - 13.11.2017, Page 32
„Við þökkuðum fyrir leikinn og þeir voru bara frekar kjánalegir. Það var eins og þeir hefðu vitað upp á sig sökina,“ segir Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, en liðið vann hina marg- umræddu vítakeppni við St. Petersburg í Rússlandi um helgina í EHF- bikarnum. »8 Skömmustulegir Rússar báðu FH afsökunar MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Íslendingur handtekinn í Abú Dabí 2. Seld af móður í kynlífsánauð 3. „Er líkið ekki farið?“ 4. Svaf hjá tvíburabróður kærastans »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Alþjóðlega sviðslistahátíðin Every- body’s Spectacular, sem er hátíð Reykjavík Dance Festival og Lókal, hefst á miðvikudag og stendur til sunnudags. Boðið verður upp á frum- sýningar á íslenskum verkum, vinnu- stofur og umræður um listina og líf- ið. Íslenski dansflokkurinn sýnir No Tomorrow eftir Ragnar Kjartansson og Margréti Bjarnadóttur, sem hlutu Grímuverðlaunin 2017 sem danshöf- undar ársins auk þess sem sýningin var valin sýning ársins, en það er í fyrsta sinn í sögu Grímunnar sem dansverk hlýtur þann titil. Sýningin er hluti af sviðslistahátíðinni Fórn sem Íd hefur sýnt víða um Evrópu á síðustu mánuðum við góðar viðtökur. No Tomorrow er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins á miðvikudag kl. 21. Aðeins verður þessi eina sýning. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson No Tomorrow á Eve- rybody’s Spectacular  Söngsveitin Fílharmónía heldur hausttónleika sína í Langholtskirkju á morgun, þriðjudag, kl. 20. Megin- uppistaða þeirra er Messa í Es-dúr eftir Josef Gabriel Rheinberger sem samin er fyrir tvo kóra. Messan þyk- ir meðal fegurstu kórverka 19. aldar og fyrir hana hlaut tónskáldið Gregoríusarverðlaunin úr hendi Leós páfa XIII. árið 1879. Af öðrum verk- um á efnisskránni má nefna lög eftir Þor- vald Örn Davíðsson og Ola Gjeilo. Stjórnandi Söng- sveitarinnar Fíl- harmóníu er Magnús Ragn- arsson. Tveggja kóra messa í Langholtskirkju Á þriðjudag Suðvestan 5-13 og él, en þurrt og bjart veður nyrðra og eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á miðvikudag Suðlæg átt og lítilsháttar slydda eða snjókoma syðra og vestra, en léttskýjað norðaustantil. Hiti 0 til 5 stig syðst, annars víða 0 til 5 stiga frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðvestan 10-15 m/s og skúrir eða él, en hægari vindur og léttir til austanlands. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Níunda umferð Olís-deildar karla í handknattleik hófst í gær með fjórum leikjum. Stjarnan, Valur og Aftureld- ing voru öll á sigurbraut þar sem Mosfellingar unnu meðal annars sinn þriðja leik í röð eftir afleita byrjun á tímabilinu. Óvæntustu úr- slitin voru í leik Víkings og Hauka þar sem liðin skildu jöfn, en skyttan Egidijus Mikalonis í liði Víkinga skor- aði þá 17 mörk. »4-5 Þrír sigrar og ein óvænt úrslit Fjórar þjóðir bættust um helgina í hóp með Íslendingum og öðrum þjóð- um sem tryggt hafa sér sæti í loka- keppni HM karla í knattspyrnu í Rúss- landi næsta sumar. „Íslandsvinirnir“ í Króatíu og Sviss lentu ekki í teljandi vandræðum með sína mótherja, en sú niðurstaða kemur sér illa fyrir Ís- land. Marokkó og Túnis komust áfram úr undankeppni Afríku. »2 Aðeins fjögur sæti laus á HM í Rússlandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vinsældir Nonna haldast enn og sú upphefð kemur ekki síst að utan. Hing- að í Nonnahús koma á ári hverju um það bil 5.000 gestir frá útlöndum, eink- um Þýskalandi, gagngert til þess að kynna sér sögusvið bóka Nonna sem selst hafa í milljónum eintaka,“ segir Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri. Bar hróður heimalands Næstkomandi fimmudag, 16. nóv- ember, verður þess minnst að 160 ár eru liðin frá fæðingu rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna. Í Nonnahúsi í Innbænum á Akureyri verður sérstök dagskrá af því tilefni og þar eru heima- tökin hæg enda er Nonnahús, æsku- heimili Nonna, í garði Minjasafnsins. Sömuleiðis verður tímamótanna minnst í Köln í Þýskalandi, en þar í borg dvaldist Nonni til dánar- dægurs haustið 1944, eftir að hafa farið um lönd og álfur og borið hróð- ur heimalands síns með bókum sínum, en sú fyrsta kom út árið 1913, en alls urðu þær þrettán. „Nonni hélt utan árið 1870, aðeins tólf ára gamall og til sanns vegar má færa að sú vegferð standi enn. Sam- felld sigurför. Bækur Nonna njóta enn vinsælda og eru lesnar af nýjum kynslóðum til dæmis í Norður-Evrópu, enda hefur þýska forlagið sem á höfundarréttinn endurútgefið bækurnar reglulega og haldið nafninu þannig á lofti,“ segir Haraldur. Endurútgáfa bókanna er brýn „Hjá þýsku ferðaskrifstofunni Stud- ious er heimsókn í Nonnahús fastur lið- ur í Íslandsferðum og núna rétt fyrir helgina kom til dæmis einn hópur á þeirra vegum til okkar,“ segir Har- aldur. „Margir Þjóðverjar – og raun- ar fleiri – hafa sagt okkur að Nonna- bækurnar hafi orkað mjög sterkt á sig í æsku og þá hafi þeir einsett sér að koma til Íslands. Þá lifa sögur allt- af meðal Japana, en þangað fór hann til fyrirlestra og bækur hans eru enn gefnar út þar í landi.“ Árið 2012 kom út ævisaga Nonna sem Gunnar F. Guðmundsson skráði og segir Haraldur Þór að áhugi Ís- lendinga á höfundinum hafi aukist eftir það. Nú sé reyndar orðið brýnt að endurútgefa bækurnar, sem Nonnahús á íslenska útgáfuréttinn að. Síðast voru þær gefnar út fyrir um áratug í endursögn – og svo eru til enn eldri útgáfur sem Freysteinn Gunnarsson þýddi úr þýsku. Sigurför Nonna stendur enn  160 ár  Tíma- móta minnst á Ak- ureyri og í Köln Ljósmynd/Hörður Geirsson Akureyri Nonnahús er fjölsótt. Fyrir helgi kom þessi hópur frá Þýskalandi, en þar eru Nonnabækurnar enn lesnar. Haraldur Þór Egilsson Jón Sveinsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal hinn 16. nóvember 1857, en fluttist á áttunda ári með sínu fólki til Akureyrar þar sem fjölskyldan settist að. Að föður Nonna látnum varð móðir hans að leysa fjölskylduna upp og þekktist boð fransks aðalsmanns sem vildi kosta nám tveggja íslenskra drengja til náms. Því varð úr að í ágúst hélt Nonni handan um höf hvar hann dvaldist upp frá því, mest í Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Í háskólum las hann bókmenntir og guðfræði, en árið 1878 gekk Nonni í jesúítaregluna og vígðist til prests. Hann skóp sér nafn með bókum sínum – þar sem hann sveipaði Ís- land ævintýraljóma. Bækurnar hafa verið þýddar á um 40 tungumál og gefnar út í milljónum eintaka. Sjónvarpsþættirnir Nonni og Manni sem gerðir voru um 1990 byggjast á efni þeirra. Sveipaði Ísland ævintýraljóma BÆKURNAR HAFA VERIÐ ÞÝDDAR Á UM 40 TUNGUMÁL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.