Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 14
Macchiarini sendi þetta bréf hins vegar aldrei til sænsku siðanefnd- arinnar. Þess í stað taldi sænska læknateymið sig nú hafa undir hönd- um „rétta tilvísun“ eins og yfirlækn- ir á Karolinska háskólasjúkrahúsinu orðar það í bréfi til Macchiarini. Nú væri verjandi að vinda sér í að gera plastbarkaaðgerðina. Fyrst þurfti Andemariam þó að samþykkja að- gerðina, en það gerði hann að áeggj- an Macchiarinis. Nefndin telur þessa breytingu á tilvísuninni tæplega hafa verið í samræmi við læknalög, lækni beri að sýna varkárni og nákvæmni við út- gáfu læknayfirlýsinga og vottorða. Var aldrei ástæða fyrir þig að draga í efa að það væri rétt að breyta orða- laginu í bréfinu? Og gruna eitthvað miðað við flýtinn á öllu? „Jú, en gruna hvað? Andemariam var á þessu heimsfræga sjúkrahúsi og í höndum þessa mikilsvirta barkaskurðlæknis. Ég hef nagað mig í handarbökin eftir á, þegar mér er ljóst hvernig málum var háttað. En á þessum tíma virtist þetta ekki vera neitt nema eðlilegt ferli. Það er engin spurning að þetta var gríð- arlega flókin aðgerð, sérstaklega vegna fyrri bráðaaðgerðar og geisla- meðferðar á æxlinu. Macchiarini var hins vegar þekktur fyrir áræðni og af öllum talinn sérlega tæknilega fær skurðlæknir. Þannig var mér nokkrum sinnum bent á af sænskum kollegum hans að hann hefði gert að- gerðir á ættingjum sænsku kong- ungsfjölskyldunnar, aðgerðir sem sænskir skurðlæknar treystu sér ekki til að framkvæma. Af hverju kviknaði ekki ljós á perunni hjá mér? Það er eitthvað sem ég á erfitt með sjálfur í dag en er raunin. En það verður líka að hafa hugfast að ég var ekki sá eini sem lét glepjast, heldur hundruð annarra kollega minna í Svíþjóð og víðar um heim- inn, eins og allir vita sem hafa kynnt sér sögu Macchiarinis. Ég skynjaði hreinlega ekki að þarna væri eitthvað misjafnt í bígerð og tilgangurinn virtist ekki vera annað en góður. Ég er fyrst að sjá það núna í þessari skýrslu að Macchiarini hafi notað þessa papp- íra frá mér til að sannfæra yfirmann sinn um að við læknarnir á Íslandi teldum ekki aðra kosti í stöðunni en ígræðslu. Það er langt frá því að ég sé full- kominn og það er ýmislegt sem ég hefði viljað gera öðruvísi í þessu ferli. En eins og bent er á fyrst í skýrslunni þá er þetta atburðarás sem átti sér stað fyrir löngu, eða fyr- ir rúmlega sex árum. Ég held að það sé almennt ekkert auðvelt að blekkja mig, ég er frekar var um mig. Almennt reyni ég samt að taka fólki vel og trúi að það vilji láta gott af sér leiða. Ég hef lært af þessu og ekki síður tel ég að þetta mál sé mik- ilvægur lærdómur fyrir yngri lækna á Íslandi sem og fyrir eldri og reyndari kollega mína líka. Að muna að jafnvel þótt maður sé í samstarfi við einn virtasta spítala og stofnun í heimi, stofnun sem útnefnir Nób- elsverðlaunin í læknisfræði, og há- skólasjúkrahús stofnunarinnar, þá taki maður ekki hlutunum sem gefn- um. Mín hugsun var allan tímann að greiða götu Andemariams að aðgerð sem gæti bjargað lífi hans ef þess væri nokkur kostur.“ Ósanngjarnar aðfinnslur við orðalag Í Svíþjóð hafði Andemariam verið talin trú um að aðgerðin gæti lækn- að hann af krabbameininu og væri eina læknandi meðferðin í boði. Tómas fór út til að taka þátt í að- gerðinni og telur nefndin það ekki óeðlilegt þar sem hann hafði gert á Andemariam bráðaaðgerðina haust- ið 2009, og þekkti því sjúklinginn. Nefndin finnur að því að Tómas hafi í viðtölum haft villandi ummæli um þátttöku sína í aðgerðinni opin- berlega, svo sem í fjölmiðlum. Þar hafi hann notað orðið „við“ um fram- kvæmd einstakra þátta, sem hann tók ekki þátt í. Það hafi síðar orðið til þess að óljóst var hver ábyrgð Tómasar var í aðgerðinni. „Þetta hljómar kannski eins og hártoganir en ég var ótrúlega ósátt- ur við þessar athugasemdir, eins og að ég hafi notað orðið „við“ þegar ég var að tala um skurðaðgerðina í Kastljósi hálfu ári frá aðgerðinni. Þar er ýjað að því að ég hafi gert þátt minn í aðgerðinni stærri en hann var. Þáttur minn í þessari að- gerð var töluverður því ég var ekki bara í því að opna sjúklinginn heldur í því að ná krabbameininu út. Það var meiriháttar flókið og tók hátt í 8 klst. Ég er stoltur af því að við náð- um öllu krabbameinu út. Ef sjúk- lingur kemur á göngudeild til mín, myndi ég segja við hann: „Svo tök- um við röntgenmynd af þér,“ þótt ég taki ekki myndina persónulega. Í skýrslunni fæ ég ámæli fyrir að segja „svo tókum við slímhúð úr nef- inu“, þótt læknir við hliðina á mér hafi gert það. Í skurðlækningum er einmitt reynt að vísa til teymisins í heild frekar en til einstaka skurð- lækna, það hef ég áður gert í fjölda sambærilegra viðtala um aðrar að- gerðir sem ég hef framkvæmt. Ég er kannski að mikla þetta fyrir mér en mér finnst þetta afar ósann- gjarnt.“ Tómas sótti Andemariam til Sví- þjóðar til að fylgja honum heim eftir aðgerðina en eftirmeðferðin átti að fara fram á Íslandi. Hann var veik- ari en Tómas hafði talið að hann yrði eftir aðgerðina, en hresstist fljótt og heilsan varð ágæt fyrstu mánuðina. Þá tóku við vandamál sem settu strik í reikninginn. Samskiptin við Svíþjóð urðu stirð, oft reyndist erfitt að ná í Macchiarini og mikil vinna fólst í að fá upplýsingar og ráð frá Stokkhólmi, eins og læknabréf eða umsagnir um röntgenrannsóknir. Fram kemur í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar að í öllum 10 ferð- unum sem Andemariam fór til Stokkhólms fylgdu honum litlar sem engar upplýsingar eða læknabréf um þá meðferð sem hann fékk á Karolinska háskólasjúkrahúsinu og stjórnendur þar urðu sífellt tregari að taka á móti honum til meðferðar eftir því sem á leið. „Andemariam var reglulega send- ur út til að koma í eftirlit til Macchi- arini, enda var hann sá sem var ábyrgur fyrir aðgerðinni og átti að hafa yfirburða þekkingu á þessu sviði. Við vorum afar háðir því, sjúk- lings okkar og heilsu hans vegna, að helsti sérfræðingurinn á þessu sviði héldi góðum samskiptum við okkur um eftirfylgnina. Þegar Andemariam kom til eft- irlits í Stokkhólmi var Macchiarini stundum ekki einu sinni í Svíþjóð. Þetta gerði okkur afar erfitt fyrir. Ég hef ekki tölu á þeim símtölum og tölvupóstum sem ég sendi til að reyna að fá svör um hvaða meðferð hefði verið beitt eða hvernig við ætt- um að haga eftirliti á Íslandi. Meira að segja þegar ég kom út að sækja hann var ekki búið að útbúa nein gögn fyrir hann og ég þurfti því að ljósrita sjálfur öll sjúkragögnin. Svona reyndist þetta því miður einnig í framhaldinu. Okkur læknum Andemariams á Íslandi fannst þetta gífurlega mikil ábyrgð sem á okkur var sett, sjúk- lingurinn var sendur til Íslands að- eins mánuði eftir aðgerð og sam- skiptin við þá sem stóðu fyrir aðgerðinni reyndust ekki eins og þau áttu að vera. Aðeins örfáir staðir í heiminum höfðu einhverja reynslu af meðferð þessa krabbameins og Macchiarini eini læknirinn sem grætt hafði barka í manneskju með þessum hætti. Í ágúst 2012 skrifaði ég bréf til Karolinska sem hefur ver- ið kallað neyðarópið. Ég sendi bréfið á fjölda yfirlækna svo skilaboðin kæmust örugglega til skila. Þar var ég mjög hreinskilinn, skrifaði upp öll vandamálin, hvaða vandamál væru fyrirsjáanleg og að við þyrftum að fá hjálp frá Karolinska með þetta á Ís- landi, samskiptaleysið gengi ekki.“ Hver voru viðbrögð Karolinska? „Ótrúlega hæg. Stuttu seinna var Macchiarini settur út af sakrament- inu þar, bannað að sinna sjúklingum og skera. Hann var þó áfram starfs- maður Karolinsku stofnunarinnar og stundaði rannsóknir við hana. Hér heima reyndum við að gera okkar besta, ekki bara ég heldur all- ir á deildinni og allir velgjörðarmenn Andemariams. Hjúkrunarfræðingar á deildinni hlupu undir bagga þegar hann þurfti á sýklalyfjum að halda og svona mætti áfram telja. Og And- emariam náði góðum tíma um hríð þótt sá tími hefði mátt vera lengri.“ Hvernig horfir málið við þér út frá þætti Karolinska? Nefndin talaði um að það hefði orðið trúnaðarbrestur á milli Karolinska og Landspítala, lít- urðu sjúkrahúsið öðrum augum í dag? „Það er ekki sanngjarnt að dæma allan spítalann út frá þessum sam- skiptum, enda margar deildir á þessu risasjúkrahúsi. En það er al- veg ljóst að á þessum tveimur deild- um sem við vorum að skipta við voru mál alls ekki í lagi og samskiptin engan veginn eins og þau áttu að vera. Ég hef aldrei unnið á þessum spítala en Karolinska telst jú á með- al fremstu háskólasjúkrahúsa í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara lúta að ráðningu Macchiarini heldur líka hvernig hægt er að láta svona skipulags- og samskiptaleysi þrífast. Verst sýnist mér þó vera hvernig tekið var á málum innan- húss þegar ljóst var í hvað stefndi“. Finnst þér þá Karolinska hafa sloppið létt? „Ég er ekki rétti aðilinn til að setja mig í slíkt dómarasæti en það eru vissulega alvarleg atriði sem koma fram í skýrslunni. Þar virðast allir benda á einhvern annan og búið er að setja að ég held a.m.k. 15 nefndir í gang í Svíþjóð út af ýmsum öngum þessa máls. En þetta er vissulega ekki einungis innanhúss- mál Karolinska og snertir m.a. Ís- land og Landspítalann. En það er ekki fyrr en núna alveg í lokin sem mér finnst ég hafa fengið þokkalega heildarmynd af því hvað var í gangi þarna úti.“ Tómas tjáir sig af varkárni um persónu Macchiarini, enda hefur Macchiarini og nánustu samstarfs- menn hans verið í viðvarandi mála- ferlum síðustu ár, ekki síst við þá sem þorað hafa að tjá sig. Þegar heim er komið og And- emariam fer að koma fram í við- tölum og fjölmiðlum, upplifðirðu það aldrei að þú værir að þrýsta á And- emariam að koma fram í fjölmiðlum og á málþinginu í Háskóla Íslands ári eftir aðgerðina? Í skýrslunni kemur fram að hann hafi tæplega haft heilsu til að koma fram þar. „Í hreinskilni þá fannst mér það aldrei, en ég viðurkenni alveg að þessi mörk geta verið óskýr. Hann kaus sjálfur að koma fram í fjöl- miðlum og tók sjálfur beint við við- talsbeiðnum eins og frá stóru fjöl- miðlunum ytra, s.s. BBC og New York Times. Hann bar hins vegar oft undir mig hvort hann ætti að taka viðtölin. Í skýrslunni er talað um að ég hafi ekki latt hann til þess að fara í viðtöl og það er rétt. Við höfðum leitað ráða hjá fólki sem við treyst- um og töldum honum til góðs í því ferli að fá að vera áfram á Íslandi, enda var sú barátta ekki síður flókin og tímafrek en eftirmeðferðin eftir ígræðsluna. En engu sem ég stakk upp á við Andemariam tók hann sem gefnu, eins og varðandið málþingið. Hann var það viljasterkur persónu- leiki. Um leið litum við Andemariam líka svo á að málþingið væri dýr- mætt tækifæri til að komast í meira samband við Macchiarini því hann átti að koma hingað til lands út af þinginu. Það var hægara sagt en gert. Þarna erum við að að takast á við mótlæti og flækjur, bæði með dvalarleyfið og að fá betri aðstoð frá Macchiarini og kollegum hans í Stokkhólmi. Málþingið hafði verið skipulagt í meira en hálft ár og og ég held að ég geti fullyrt að við Andemariam tók- um báðir þátt í því í góðri trú þótt einhverjum þyki sú ákvörðun í dag hafa verið misráðin. Andemariam „Enginn er fullkominn og ég hef lagt mikla áherslu á það í minni kennslu sem prófessor í skurðlækn- ingum. Ég segi alltaf að góður skurðlæknir sé sá sem horfist í augu við vandamálin þegar þau koma upp.“ ’Það hefur ekki liðið sá dagur í þrjú ár þar sem máliðhefur ekki minnt á sig. Sumir segja nú að málinu sélokið. Með hönd á hjarta myndi ég fyrstur manna óskaþess. Því miður er ég ekki sannfærður um að svo sé. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.