Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 33
og að fara í tímavél, þar sem mjúk birta gasluktanna hjúpar okkur feldi fortíðar. Markaðstorgið Mannlífið nær suðu- marki á markaðstorginu sem á rætur að rekja til 13. aldar. Blómamarkaðir, sölubásar, barir, kaffihús og óteljandi geggjaðir veitingastaðir. Á aðvent- unni er jólamarkaðurinn einn sá stærsti í heiminum og sá vinsælasti í Póllandi og víðar. Maturinn í Wroc- law er framúrskarandi, hvort sem um er að ræða pólskan hefðbundinn mat eða ítalskan, kínverskan, sushi, ind- verskan … hann er á heims- mælikvarða. Við torgið eru líka litlar verslanir með alls kyns sælkeravöru. Farið á Pijalnia Czekolady, yndislega súkku- laðibúð og kaffihús. Heitt súkkulaði, súkkulaðikökur, blautar og sacher og allar gerðir, súkkulaðitrufflur, kon- fekt … þú ert í himnaríki. Það er aldrei dauð stund á torginu, alltaf einhver á ferli, allan sólarhringinn. Menning og minjar Fyrir utan allar hinar gullfallegu kirkjur og bygg- ingar í gamla bænum mæli ég með að kíkja í konungshöll fyrrverandi Prússakeisara, sem í dag er borg- arsögusafn, með fornminjum frá elstu tímum og sýningarsal sem sýnir vistarverur Prússakeisara. Aldarhöll er einstök bygging í evrópskum arki- tektúr. Höllin var byggð á árunum 1911-1913 eftir teikningum arkitekts- ins Max Bergs, þegar borgin var enn hluti af þýska heimsveldinu. Tilgang- urinn var að hafa stað til að halda á stórar vörusýningar, tónleika, leik- hús- og íþróttaviðburði. Á þessum tíma var þetta stórvirki í arkitektúr. Ekki er úr vegi að fara á tónleika í höllinni en útisvæðið í kring er líka einstakt, á sumrin eru þar frægir gosbrunnar sem í desember er breytt í skautasvell fyrir borgarbúa. Þaðan er stutt að skella sér á nútíma- listasafn borgarinnar í annarri sögu- frægri byggingu, Skáli fjögurra hvelfinga, sem er á heimsminjaskrá UNESCO en það er Aldarhöll líka. Þar má finna verk eftir alla merkustu listamenn Póllands. Það er líka gam- an að kíkja í gyðingahverfi borg- arinnar, sem er lítið, þar sem um 1.000 gyðingar eru virkir í samfélag- inu. Fyrir seinni heimsstyrjöld voru fjölmargar sýnagógur í borginni og gyðingasamfélagið margfalt stærra. Á kristallsnótt voru sýnagógur Wroclaw brenndar, að einni undan- skilinni, en hún stóð svo nærri öðrum byggingum að hætt var við að eldur bærist í þær líka. Hægt er að heim- sækja hana og finna æðislega veit- ingastaði í grenndinni, nokkra hebr- eska. Að lokum er ákaflega áhugaverð sýning um lífið í Póllandi eftir heimsstyrjöldina, undir oki kommúnismans. Hún er mjög gagn- virk og vel uppsett, átakanleg en virkilega áhugaverð, í Sögumiðstöð- inni. Verðlag Íslendingar hafa skiljanlega áhuga á því hvernig verðlagið er þar sem þeir ferðast. Wroclaw er þar gleðiefni. Að fara út að borða á dýr- ustu stöðunum, leyfa sér að kaupa léttvínsflöskur og gista á dýrustu hótelunum er virkilega ódýrt á okkar mælikvarða. Nóttin á því hóteli sem notendur Tripadvisors kjósa sem besta hótelið, Hilton, er á um 10.000 krónur. Léttvínsglas á flottum veit- ingastað er undir 300 krónum og sex stórir bjórar úti í sjoppunni á horninu hjá okkur við hótelið sem við dvöld- um á voru á 600 krónur samtals. Þá eru flottir réttir á matsölustöðum sjaldnast dýrari en 1.500 krónur. Það er góð tilfinning að geta farið á nær hvaða veitingastað sem er og pantað sér það sem hvern lystir án þess að fara á hausinn. Þá er hægt að leyfa sér að fara í nudd en klukku- stundar gott nudd kostar yfirleitt ekki meira en 3.000 krónur. Verðlag á fatnaði og snyrtivörum er hlutfallslega ekki jafnlágt en þó betra en víðast hvar annars staðar. Út fyrir borgina Bílaleigubílar eru afar ódýrir í Póllandi og því er ekki úr vegi að lengja dæmigerða borg- arferð og fara út fyrir bæinn, sem er sannarlega þess virði. Gullfallegt landslag er allt um kring og und- irrituð er harðákveðin í að gera næst eins og Pólverjar gera og eyða nokkrum dögum í Wroclaw og svo nokkrum dögum á heilsulind í sveit- inni. Pólverjar eru með heilsulindir, svokölluð spa, úti um allt og eiga þær nokkurra alda gamla sögu þar sem Evrópubúar hafa heimsótt þessar heilsulindir. Heilsulindirnar eru oft á yndis- legum stöðum og er þar að finna full- komna slökun, með nuddmeðferðum, böðum í náttúrulegum lindum og góðum mat. Þannig má sérstaklega mæla með svæðinu í kringum litla bæinn Polanica-Zdrój, þar eru góð spa-svæði í kring, svo sem í Duszniki- Zdrój, Kudowa-Zdrój og Ldek- Zdrój. Sé fólk á annað borð komið út í sveit er endalaust framboð af fal- legum gömlum köstulum, sá allra fal- legasti líklega Ksiaz, sem er stærsti kastali Slésíu, í Waldenburg- fjöllunum. Samgöngur Eins og stendur er það aðeins flugfélagið Wizzair sem flýgur beint til Wroclaw og er fargjaldið ekki hátt. Pakki fólk létt er eins og stendur hægt að bóka flugferð þangað fram og til baka fyrir rúmar 12.000 krónur. Bætist ferðataska við er farið um 20.000. Flugferðin er 4-5 tímar og gott að hafa nóg að lesa og maula með sér þar sem ekki er sjónvarp um borð. Flugvöllurinn er afar þægilegur, ekki of stór og fljótlegt að komast í gegnum hann en hann er glænýr. Auðvelt er að nota leigubíla í Wroc- law, þeir eru eins ódýrir og maturinn en flóknara að nota lestir þar sem leið- beiningar eru allar á pólsku. Margir tala ágæta ensku en oft er hægt að bjarga sér á þýsku. Sjarminn við borgina er að al- þjóðahyggjan hefur ekki náð fótfestu þar. Þótt það sé hægt að versla í H&M, kaupa McDonalds og KFC eru öll skilti úti við á pólsku og þarf að biðja sérstaklega um enska matseðla. Þetta er ekki úr ævintýri. Þetta er í alvörunni miðbærinn í Wroclaw. Thinkstock/GettyImages Aldarhöllin er bygging með mikla sögu, á heimsminjaskrá. Og gosbrunnarnir í kring eru ekki síður frægir. Á desember er þeim breytt í skautasvell. Thinkstock/Gettyimages Veitingar eru í hæsta gæðaflokki.Í borginni eru um 400 dvergar. 3.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 „Nú vakna ég útsofinn og hvíldur“ Skúli Sigurðsson Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. Minnkar óþægindi við þvaglát Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort Hörpu hljómar vel um jólin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.