Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017 Rifinn börkur og safi úr einni stórri app- elsínu eða 2 litlum 150 ml ananas-safi ½ chilli, smátt skorinn 1 msk sykur 1 tsk maísmjöl sem búið er að hræra saman við vatn þannig að það er orðið að „lími“ 4 appelsínubátar (til skreytingar) 1 msk steinselja (flöt) skorin smátt Rífið börk og kreistið safann úr app- elsínunni og setjið á pönnu ásamt an- anassafa, chilli og sykri. Sjóðið þar til magnið hefur minnkað um þriðjung. Hrærið maísmjölsblöndunni saman við. Látið malla í 5 mínútur, þar til sósan þykknar. Setjið steinseljuna út í. Berið fram með öndinni og skreyt- ið með bátunum. Appelsínusósa með öndinni Himneskar hátíðarsósur Á aðventunni, yfir jól og áramót er kjörið að gera vel við sig í mat. Fátt er betra en eðalsteik með rjúkandi heitri sósu. Nú er tíminn til að leika sér í eldhúsinu og koma fjölskyldunni á óvart í desember! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Thinkstock 2 kalkúnavængir, skornir í tvennt 1 kalkúnaháls, skorinn í þrennt 1 laukur, skorinn í sneiðar 1 gulrót, skorin gróft 1 sellerístöng, skorin gróft 1 hvítlauksrif 1 lárviðarlauf 1 grein af timían 1 glas hvítvín 1 lítri kalkúna- eða kjúklingasoð 1 msk smjör 2 msk hveiti 1 msk rifsberjahlaup salt and pipar Brúnið kalkúnavængina og hálsbitana í djúpri pönnu. Bætið grænmetinu, hvítlauknum og krydd- jurtum út í og látið malla í 20 mínútur á lágum hita. Bætið smjörinu og hveitinu út í, hrærið og eldið í 5 mínútur. Bætið hvítvíninu og soð- inu út í, hrærið og látið þykkna. Látið malla í einn klukkutíma. Hrærið rifsberja- hlaupinu út í og smakkið til, saltið og piprið. Sigtið sósuna frá græn- metinu og kjötinu og berið fram. Gott ráð er að hella smá soði sem kemur frá kal- kúninum út í sósuna. Ekki setja of mikið í einu, gott er að smakka til. Klassísk kalkúnasósa Innyfli fugls 1 laukur, skorinn í tvennt 1 gulrót, skorin gróft 1 sellerístöng, skorin gróft 1 lárviðarlauf 6 piparkorn 850 ml vatn 375 ml gott rauðvín 1 ½ msk. hveiti 1-2 msk. smjör smá salt SOÐIÐ (Hægt er að búa það til fyrir fram.) Skolið innyflin og látið í djúpa pönnu eða pott. Bætið út í öllu grænmet- inu, piparkornum, lárvið- arlaufinu og smá salti ásamt vatninu. Látið suðuna kom upp og látið svo malla í klukkutíma. Sigtið og geymið soðið. SÓSAN Takið soð sem kemur af kjötinu sem verið er að elda en reynið að fjarlægja fitu sem flýtur efst. Setjið pott á helluna og stillið á miðlungshita, setjið soðið af kjötinu, smjörið og hveitið í pottinn og hrærið. Hækkið aðeins hitann, náið upp suðu og bætið víni saman við. Bætið soðinu sem þið bjugguð til fyrir- fram út í, og sjóðið þar til það nær æskilegri þykkt. Smakkið til og kryddið. Hægt er að setja út í skeið af rifsberjahlaupi ef þið viljið hafa sósuna aðeins sætari. Rauðvínssósa með fuglakjöti 500 g sveppir 1 laukur, meðalstór 100 g smjör 2 stk hvítlaukur 100 ml rauðvín (má sleppa en nota smá vatn í staðinn) 1 tsk sítrónusafi handfylli af saxaðri steinselju 1 tsk paprikuduft hnífsoddur af cayennepipar 1 dós kókosmjólk (eða ½ l af rjóma) 3 tsk salt 2 tsk svartur pipar 2 tsk tamari eða soya-sósa 2 tsk sætt sinnep gróft salt og nýmalaður pipar Þvoið sveppina og saxið gróflega. Skrælið laukinn og hvítlaukinn og skerið gróf- lega niður. Bræðið smjörið í góðum potti og byrjið á því að mýkja laukinn og hvít- laukinn ásamt 1 tsk af salti. Bætið sveppunum saman við og kryddunum, sinnepi og sojasósu og látið malla þar til að sveppirnir eru orðnir mjúkir. Þá er kókós- mjólkinni hellt saman við og áfram heldur sósan að malla. Smakkið til með grófu salti og pipar. Maukið sósuna með töfrasprota. Setjið smá rauðvín saman við. (Má sleppa). Þessi sósa er góð með lambakjöti og grænmet- ishleifnum. Höf.: Helga Mogensen Sveppasósa með jólasteikinni Fyrir 4 800 g nautalund 2 skalottulaukar, mjög fínt saxaðir 1 dl sérríedik eða gott vínedik 2 dl rauðvín 4-5 dl nautasoð 1,5 dl rjómi 2 msk græn piparkorn salt og pipar Takið steikina úr ísskáp að minnsta kosti klukkustund áður en hún er elduð. Merjið um 1-2 msk af svörtum piparkornum og veltið steikinni upp úr pip- arblöndunni. Saltið með góðu sjávarsalti. Hitið smjör á pönnu og brúnið lundina. Setjið hana inn í 150 gráðu heitan ofn. Eldið þar til hún hefur náð þeirri steikingu sem þið viljið. Bætið smá smjöri á pönn- una og svissið skalottulauk- inn í 2-3 mínútur, passið að hann brenni ekki. Setjið edik út á pönnuna og sjóðið nær alveg niður. Setjið rauðvínið út á pönnuna og sjóðið niður um helming. Hellið næst nautasoðinu út á og sjóðið niður um þriðj- ung. Lækkið hitann, hellið rjómanum á pönnuna, hrærið saman við sósuna og látið malla þar til að sósan hefur þykknað vel. Merjið grænu piparkornin og bætið út á pönnuna. Frá vinotek.is. Piparsósa með nautinu MATUR Settu eina msk. af smjöri á móti einum bolla af haframjöli í pott, kveiktuundir og láttu smjörið síast inn í mjölið. Búðu því næst til hafragraut eins og venjulega. Hafragrauturinn verður miklu betri. Uppáhalds jólaréttir kokkanna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.