Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017 Inés Arrimadas er 36 ára gömul, fædd 1981. Hún fædd- ist í Jerez de la Frontera á Suður-Spáni en hefur búið í Katalóníu undanfarinn ára- tug. „Ég hef aldrei falið rætur mínar og er mjög stolt af þeim. Það er mjög kata- lónskt að eiga rætur annars staðar, hvort sem það er á Spáni eða í öðru landi. Mér finnst ég vera Katalóni.“ Ekki líta allir þetta sömu augum. Þegar Arrimadas sagði á dögunum að fjögur ár til viðbótar af sjálfstæðisbar- áttu yrðu stórslys spurði Núria de Gispert, fyrrverandi forseti þings Katalóníu: „Hvers vegna ferðu þá ekki bara aftur til Cádiz?“ Í hennar huga hefur lítil sem enginstjórnsýsla, í eiginlegum skiln-ingi þess orðs, átt sér stað í Katalóníu undanfarin sjö ár; allt púð- ur hefur farið í sjálfstæðisbaráttuna. Nái hún kjöri sem forseti héraðs- stjórnarinnar seinna í mánuðinum lofar Inés Arrimadas, forsetaefni Borgaraflokksins (s. Ciutadans), að vinda hratt ofan af þeirri þróun – sem hafi ekki verið til heilla. „Fyrstu hundrað dagana í emb- ætti verður það forgangsverkefni að tryggja samstöðu í samfélaginu,“ sagði Arrimadas við fjölmiðla í vik- unni. „Við þurfum að virkja áætlun til að hressa upp á viðskiptalífið, því fyrr þeim mun betra eigi það ekki hreinlega að lognast út af. Þið munið hvað gerðist í Quebec. Við þurfum að nota allt fé sem núna fer í sjálfstæð- isáróður í heilbrigðiskerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Við þurf- um að forgangsraða upp á nýtt þegar kemur að því að eyða fjármunum al- mennings. Fram að þessu hefur höf- uðáhersla verið á katalónsk sendi- ráð, utanlandsferðir og almanna- sjónvarp – allt í þágu áróðurs.“ Borgaraflokkurinn hefur verið á góðri siglingu í skoðanakönnunum að undanförnu vegna kosninganna, sem boðað var til 21. desember eftir að stjórnvöld á Spáni settu héraðs- stjórn Carles Puigdemonts forseta af fyrr í haust, og þykir muna þar mest um vasklega framgöngu Arr- imadas, sem aukinheldur er eina konan sem haft hefur sig í frammi. Munurinn á Borgaraflokknum og hinum þjóðernissinnaða Esquerra Republicana hefur verið innan skekkjumarka í könnunum, hvor flokkur um sig er að mælast með um 25% fylgi, en flokkur Puidgemonts, Sameinuð fyrir Katalóníu, kemur þar býsna langt á eftir. Fyrir vikið er mikil spenna í loftinu. Til hægri eða vinstri? Stjórnmálaskýrendur hafa átt í nokkru basli með að staðsetja Borg- araflokkinn á hinu pólitíska rófi. Sjálfur notar flokkurinn orðið „póst- þjóðernissinnaður“ til að lýsa sér en að gömlum sið hafa menn fundið sig knúna til að festa hann á ásnum frá hægri til vinstri. Sumir segja að Borgaraflokk- urinn sé hægri sinnaður miðjuflokk- ur, aðrir vinstrisinnaður miðjuflokk- ur og þeir sem er mest í nöp við flokkinn kalla hann aðeins viðhengi við hinn hægrisinnaða Flokk fólks- ins (FF), flokk Marianos Rajoy for- sætisráðherra, sem Borgaraflokk- urinn hefur stutt á spænska þinginu. „Á Spáni sitjum við uppi með þá hugmynd að flokkur geti aðeins ver- ið til hægri eða vinstri,“ segir Arr- imadas. „Þannig að þegar frjáls- lyndur, miðju- og framfaraflokkur kemur fram á sjónarsviðið, að evr- ópskri fyrirmynd, eins og hjá Macron í Frakklandi, vita menn ekki í hvaða hólf þeir eiga að setja okkur enda eru þau aðeins tvö.“ Þess má geta að kannanir sýna að flokkurinn sækir sitt fylgi bæði til vinstri- og hægrimanna. Flokkur fólksins sætir nú rann- sókn vegna meintrar spillingar og Arrimadas undirstrikar að Borgara- flokkurinn hafi ekki veitt honum stuðning sinn á landsvísu vegna þess að hann væri spilltur, heldur vegna þess að hann hefði lofað að skera upp herör gegn spillingu. Annað forgangsmál hjá Arrimad- as komist hún til valda er að auka ensku- og spænskukennslu í skólum í Katalóníu. Eins og staðan er núna fá börn í héraðinu aðeins tvær kennslustundir í spænsku á viku og þrjár til fjórar í ensku. Stuðst er við katalónskuna þess utan. Athygli vekur að aðskilnaðar- flokkarnir hafa slakað nokkuð á mál- flutningi sínum í kosningabaráttunni en sem kunnugt er eru margir af leiðtogum þeirra ýmist í fangelsi eða útlegð. Arrimadas geldur varhug við þessu. „Aðskilnaðarflokkarnir hafa ekki upp á neitt að bjóða; látið ekki mál- flutning þeirra nú villa ykkur sýn. Komist þeir til valda munu þeir halda áfram þar sem frá var horfið. Núna þegar þeir sjá að við gætum mögulega unnið kosningarnar tóna þeir sín skilaboð niður til að fæla kjósendur ekki frá. Trúir því einhver í raun og veru að þeir séu allt í einu farnir að virða stjórnarskrána og landslög? Eftir sex eða sjö ár er ekk- ert til að gorta af – fyrirtæki eru far- in, ferðaþjónusta á undanhaldi og störfum fjölgar ekki lengur. Þetta hefur verið hrein hörmung. Þeir sem hafa komið okkur í þessa klípu eru ekki mennirnir til að losa okkur úr henni!“ Sjálfstæði ýtt til hliðar Ef marka má skoðanakannanir er málflutn- ingur Inés Arrimadas, forsetaefnis hins frjálslynda miðjuflokks Borgaraflokksins, að ná eyrum alþýðu manna í Katalóníu en kosningar standa þar fyrir dyrum. Arrim- adas vill hverfa frá sjálfstæðisstefnunni og hefja markvissa uppbyggingu í héraðinu. AFP Inés Arrimadas í ræðustól í Katalóníu í vikunni. Hún þykir ástríðufullur ræðumaður, fylgin sér og vel máli farin. Ekki fædd Katalóni ’ Þegar frjálslyndur, miðju- og framfaraflokkur kemur fram á sjónarsviðið, að evrópskri fyrirmynd, eins og hjá Macron í Frakklandi, vita menn ekki í hvaða hólf þeir eiga að setja okkur enda eru þau aðeins tvö. Inés Arrimadas. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is INDÓNESÍA JAKARTA Forseti landsins, Joko Widodo, neyðist til að skila gjöf sem Lars Løkke Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, færði honum í vikunni, þar sem það stangast á við siðareglur í landinu að þiggja slíka velgjörð.Widodo, sem er mikill málmhaus, ku vera með böggum hildar enda var um að ræða áritað eintak af plötunni Master of Puppets með Metallica. BRETLAND LUNDÚNIR Jarlinn af Balfour, sá fimmti í röðinni, þykist hafa himin höndum tekið eftir að hann fann glufu til þess að börn hans geti erft tign hans að honum gengnum en ekki bróðir hans. Ein af fjórum dætrum hans þarf sumsé bara að skella sér í kynleiðréttingu. Ekki fylgir sögunni hvernig dætrunum hugnast ráðabruggið. KANADA NEW BRUNSWICK Áhöfn fiskibáts nokkurs rak upp stór augu þegar hún veiddi humar á dögunum með pepsi-tattú á klónni, að því er virt- ist. Ekki er vitað hvernig lógó gosdrykksins komst þangað en þetta er enn ein áminningin um það að höf þessa heims eru full af margvíslegu rusli. TYRKLAND ANKARA Tjáningarfrelsinu hefur hvergi farið eins mikið aftur undanfarinn áratug og í Tyrklandi, ef marka má nýja skýrslu. Þetta hefur ekki síst komið nið- ur á fjölmiðlum en í sömu skýrslu kem- ur fram að frelsi þeirra hafi ekki verið minna í heiminum í að minnsta kosti áratug. Stafar þetta m.a. af afskiptum stjórnvalda, skipulagðri glæpastarfsemi og þrýstingi frá viðskipta- og atvinnulífinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.