Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Tryggvi Páll Friðriksson, einn af eigendum Gallerís Foldar við Rauð- arárstíg, segir að ekki hafi öll verk gömlu meistaranna selst á uppboði Gallerís Foldar fyrr í vikunni, þar á meðal hafi verið verk eftir Kjarval, Gunnlaug Scheving og Jón Stef- ánsson. „Við vorum með uppboð núna, og það voru þónokkuð margar myndir sem ekki seldust og þar á meðal einhverjar eftir þá sem við köllum oft gömlu meistarana,“ sagði Tryggvi Páll í samtali við Morg- unblaðið í gær. Aðspurður hvort hann teldi að gömlu meistararnir væru ekki leng- ur í tísku, sagði Tryggvi Páll: „Nei, alls ekki. Það er ekkert nýtt að ein- hverjar myndir eftir þá gömlu góðu seljist ekki. Þetta fer óskaplega mikið eftir myndum. Ef um er að ræða málverk sem eru hreinrækt- aðar landslagsmyndir, þá er um þessar mundir dálítið þungt að selja þau. En séu þetta verk sem eru af- straksjónir, eða ekki þessar þungu landslagsmyndir, heldur landslags- myndir þar sem líka má sjá fólk, þá gengur þetta miklu betur,“ sagði Tryggvi Páll. Hann segir að ýmsar ástæður geti legið að baki þessari tregðu í sölu á hreinum landslagsmyndum gömlu meistaranna. Vera megi að of mikið framboð sé á slíkum mynd- um, auk þess sem smekkur manna breytist. „Ég held að unga fólkið sem er að versla núna sé minna fyrir lands- lagsmyndir en nýrri listform, eins og afstraksjón. Það er stundum tal- að um það að maður hrífist frekar af verkum málara sem eru svona 15 árum eldri en maður sjálfur. Kannski að þeir sem fæddir eru í kringum 1970, hrífist frekar af mál- verkum málara sem voru að mála á árunum 1980 til 1985, en þeim sem voru að mála um og uppúr 1930,“ sagði Tryggvi Páll. Segir unga fólkið velja fremur nýrri listform Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gallerí Fold Hér býður Tryggvi Páll Friðriksson upp Kjarvalsmálverk á uppboði Gallerís Foldar í september í haust. Tryggvi Páll segir að þótt gömlu meistararnir eigi í hlut, sé það þungt að selja landslagsmyndir þeirra.  Nokkur verk gömlu meistaranna seldust ekki á uppboði Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sveitarfélög í örum vexti geta ekki leitað til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eftir fjárstyrkjum meðan á uppbygg- ingu vegna fólksfjölgunar stendur, sveitarfélög sem glíma við fólksfækk- un fá aftur á móti framlög úr sjóðn- um. „Það eru ákveðnir vaxtarverkir sem fylgja örri íbúafjölgun en auðvit- að er það fagnaðarefni fyrir hvert sveitarfélag að íbúum fjölgi og að fólk vilji búa þar. Svo nær þetta ákveðnu jafnvægi en meðan á svona hraðri uppbyggingu stendur geta sveitar- félög hreinlega þurft að fá heimild til að auka skuldir sínar umfram al- mennar fjármálareglur sem eru ekki hugsaðar gagnvart sveitarfélögum sem eru í svona miklum vexti. Til lengri tíma litið hægir á vextinum og jafnvægi kemst á. Þá aukast verulega tekjur sveitarfélaga sem njóta svona mikillar fólksfjölgunar. Nýir skatt- greiðendur og þeir sem fyrir voru borga þá niður þær skuldir sem þarf að taka til að byggja upp þjónustu gagnvart þeim,“ segir Karl Björns- son, framkvæmdastjóri Samtaka ís- lenskra sveitarfélaga. „Á sama tíma er vandi þeirra sveit- arfélaga sem eru að missa fólk kannski meiri því þá eru færri og færri til að standa undir skuldbind- ingum sveitarfélagsins. Það eru svona sjónarmið sem vegast á þegar menn eru að deila út jöfnunarfram- lögum.“ Ásta Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Árborgar, gagnrýndi það í Morgunblaðinu í gær að sveitarfélög í örum vexti gætu ekki sótt um jöfn- unarframlög líkt og þekkist í Noregi. Í Árborg hefur íbúum fjölgað um 6,2% á einu ári sem hefur kallað á mikla uppbyggingu. Ásta gagnrýndi einnig að ekki væri stuðningur við sveitarfélög með marga byggðar- kjarna en þrír slíkir eru í Árborg; Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki. „Það liggur fyrir skýrsla um endur- skoðun á regluverki jöfnunarsjóðs sem er núna til umfjöllunar. Í tengslum við hana eru ræddar hugs- anlegar breytingar á reglum jöfnun- arsjóðs en það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Að margra mati er full ástæða til að meta fjölkjarna sveit- arfélög meira í framlögum jöfnunar- sjóðs en nú er gert. Það næst ekki fram sama hagræðið í rekstri þeirra eins og í sveitarfélögum þar sem er kannski bara einn kjarni,“ segir Karl. Engar lausar lóðir í Hveragerði Það er ekki aðeins í Árborg sem íbúum hefur fjölgað skarpt á stuttum tíma því í nágrannasveitarfélögunum Hveragerði og Ölfusi hefur einnig orðið mikil fjölgun. Á þessu ári hefur íbúum í Hveragerði fjölgað um 3% og eru þeir núna 2554. Þeim hefur fjölg- að að meðaltali um 60 á ári síðustu fjögur ár. Byggingaráform hafa verið samþykkt fyrir 102 íbúðir í sveitarfé- laginu að undanförnu og er reiknað með að 77 til viðbótar verði samþykkt fyrir árslok, á svokölluðum Edens- reit. Engar lausar lóðir eru undir íbúðarhús í Hveragerði núna en til stendur að fara í deiluskipulag á tveimur svæðum með um 500 íbúðum samtals. Búist er við mikilli fjölgun í Hvera- gerði á næstu árum vegna fyrirhug- aðrar fjölgunar á íbúðarhúsnæði. Ný- verið var nýr leikskóli tekinn í notkun með sex deildum þar sem börn eru tekin inn frá tólf mánaða aldri. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár á að byggja við grunnskólann en þar er farið að þrengja að nemendum. Fjölskyldufólk í Þorlákshöfn Í Ölfusi hefur íbúum fjölgað um 5,3% eða um 106 á þessu ári og eru þeir nú 2111 talsins. Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri segir íbúa- fjölgunina hafa verið drjúga síðustu tvö ár, mest hafi hún verið í Þorláks- höfn en einnig töluverð í dreifbýlinu. „Íbúðarhúsnæði var til staðar en nú er farið að hægja aðeins á fjölguninni því það er farið að þrengjast um á húsnæðismarkaðnum. Það er verið að byggja hér og gera upp hús þannig að það er innistæða fyrir meiri fjölg- un á næstunni,“ segir Gunnsteinn. Búið er að úthluta upp undir 100 íbúðaeiningum í Þorlákshöfn og er unnið að deiliskipulagi fyrir á þriðja hundrað íbúðir í viðbót. Grunn- og leikskólar hafa annað fjölguninni. „Við erum að byggja við leikskólann og tökum tvær nýjar deildir í notkun næsta vor. Grunn- skólinn er það vel við vöxt að við get- um enn bætt við töluverðum fjölda nemenda, þeir eru nú 230 en hafa mest verið um 300.“ Ungt fjölskyldufólk er í meirihluta þeirra sem flytjast í sveitarfélagið að sögn Gunnsteins. „Þetta er fólk all- staðar að af landinu sem er annað hvort að koma nær höfuðborgar- svæðinu eða að flytja þaðan í ódýrara húsnæði og að sækja í góða þjón- ustu.“ Fagnaðarefni að íbúum fjölgi  Sveitarfélög í örum vexti fá ekki úr Jöfnunarsjóði  Skattgreiðendur borga niður þær skuldir sem þarf að efna til í uppbyggingunni  Íbúum hefur fjölgað um 3% í Hveragerði og 5,2% í Ölfusi á árinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorlákshöfn Íbúum í sveitarfélaginu Ölfusi hefur fjölgað um 106 á árinu. Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Bæjarráð Kópa- vogs samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við Stólpa ehf. vegna sölu á fasteignun- um að Fannborg 2,4, og 6 sem hýst hafa skrifstofur bæjarins. „Húseignir bæjarins að Fannborg 2, 4 og 6 voru auglýstar til sölu í ágústlok og var gefinn frestur til að skila tilboðum til 12. október. Fjögur tilboð bárust. Tilboð Stólpa ehf. hljóðar upp á einn milljarð og 50 milljónir,“ segir ennfremur í frétta- tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Tvö tilboð voru best, frá tveimur sterkum aðilum vönum þróunar- verkefnum og við berum fullt traust til þeirra beggja. Eftir að bæði til- boðin voru núvirt þá kom tilboð Stólpa best út,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Nýja hús bæjarskrifstofanna er að Digranesvegi 1, en það kostar 580 milljónir og verið er að horfa til þess að byggja við það hús á lóðinni við hliðina,“ segir Ármann, hæstánægð- ur þar sem útlit er fyrir að talsverð hagkvæmni náist út úr samningun- um. „Bæjarskrifstofurnar eru því að flytja í nýtt húsnæði með mun minni kostnaði heldur en útlit var fyrir, fyrir nokkrum misserum síðan. Ný tækifæri munu síðan skapast fyrir Hamraborgarsvæðið í tengslum við áætlanir kaupendanna að Fannborg- arhúsnæðinu.“ ernayr@mbl.is Rúmur milljarður þykir hæfilegur  Vilja ganga til samninga við Stólpa Fannborg Gæti orðið lyftistöng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.