Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 aldrei meira úrval... Full búd af spennandi vörum _ kr. 8.900 kr. 8.500 kr. 6.900 kr. 17.500 kr. 18.500 kr. 12.500 kr. 9.700 kr. 116.800 Stækkanlegt borð 80x120/162 kr. 39.800 kr. 190.700 kr. 3.980 / 5.600 / 7.200 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína að viðurkenna form- lega Jerúsalem sem höfuðborg Ísr- aels að hún væri „óhjákvæmileg for- senda“ þess að hægt yrði að ná friðarsamningum milli Ísraela og Palestínumanna en margir hafa látið í ljós efasemdir um þá fullyrðingu. Ákvörðun Trumps vakti hörð við- brögð víða um heim, einkum í araba- löndum, og enginn þjóðarleiðtogi lýsti yfir stuðningi við hana nema einn: Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels. „Þetta er mikilvægt skref í átt að friði,“ sagði Netanyahu þegar hann fagnaði yfir- lýsingu Trumps um ákvörðunina í fyrrakvöld. Aðrir spáðu því að hún myndi torvelda friðarviðræður fyrir milligöngu Bandaríkjastjórnar og leiðtogar Palestínumanna sögðu hana koma í veg fyrir að þær gætu hafist. Stóð við loforðið Í ræðu sinni í fyrrakvöld benti Trump á að forverar hans í embætt- inu höfðu lofað að viðurkenna Jerú- salem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þang- að en stóðu ekki við loforðið þegar þeir komust til valda í Hvíta húsinu. Ein af ástæðum þess að Trump var kjörinn forseti er að stuðnings- menn hans telja hann ólíkan stjórn- málaelítunni í Washington og fyrri forsetum að því leyti að hann standi við orð sín. Forsetinn leggur mikla áherslu á að halda þessari ímynd og það er ein af meginástæðum þess að hann ákvað að standa við loforðið um að flytja sendiráðið. Ákvörðun Trumps nýtur mikils stuðnings meðal evangelískra kjós- enda í Bandaríkjunum og fjárhags- legra bakhjarla hans í kosningabar- áttunni. Þörf hans fyrir stuðning þeirra hefur aldrei verið eins mikil og nú vegna lítils fylgis forsetans í skoðanakönnunum og erfiðleika hans að undanförnu, m.a. vegna rannsóknarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar í fyrra. Forverar hans í embættinu töldu að pólitíski ávinningurinn heima fyrir af því að flytja sendiráðið til Jerúsalem væri ekki nógu mikill til að réttlæta áhættuna sem fylgdi slíkri ákvörðun, að mati fréttaskýr- anda CNN, Stephens Collinson. Hann skírskotar m.a. til hættunnar á því að ákvörðunin grafi undan friðar- umleitunum og leiði til árása á Bandaríkjamenn í Miðausturlönd- um. Trump ákvað að taka þessa áhættu og tók pólitískan ávinning sinn fram yfir þjóðarhagsmuni, að því er CNN hefur eftir Aaron David Miller, sérfræðingi í málefnum Mið- austurlanda og fyrrverandi ráðgjafa utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórnum repúblikana og demókrata. Tímabundið bakslag? Forsetinn og ráðgjafar hans voru viðbúnir því að ákvörðunin vekti hörð viðbrögð en telja líklegt að bak- slagið verði aðeins tímabundið, að því er fréttavefur CNN hefur eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Þeir sögðu að margir emb- ættismenn hefðu komið að ákvörðuninni til að gera forsetanum kleift að standa við kosningaloforðið og tryggja um leið að hún ylli sem minnstum skaða í friðarumleitunum Bandaríkjastjórnar. Þeir hefðu kom- ist að þeirri niðurstöðu að þetta væri rétti tíminn til að tilkynna ákvörðun- ina, þ.e. áður en samningaviðræður Ísraela og Palestínumanna gætu hafist. Embættismenn Trumps stefna að því að friðaráætlun Banda- ríkjastjórnar liggi fyrir einhvern tíma á næsta ári og vona að hægt verði að lægja öldurnar áður en hún verður kynnt. Þótt embættismenn- irnir vonist til þess að ákvörðun Trumps greiði fyrir friðarsamning- um á næsta ári viðurkenna þeir að það hafi ekki verið meginmarkmiðið með henni. Baráttan við Írana mikilvægari en málstaður Palestínumanna? Trump lítur á sig sem afburða- snjallan samningamann og hefur lof- að að beita sér fyrir friðarsamningi milli Ísraela og Palestínumanna, „samningi aldarinnar“ eins og hann hefur verið kallaður. Tengdasonur Trumps, Jared Kushner, og aðal- samningamaður forsetans, Jason Greenblatt, hafa annast þessar samningaumleitanir. Hermt er að stjórnvöld í Sádi-Arabíu gegni lykil- hlutverki í viðræðunum og leggi fast að Mahmoud Abbas, forseta heima- stjórnar Palestínumanna, að fallast á nýja friðaráætlun. Fátt hefur frést af nýju friðartillögunum og skýring- in kann að vera sú að þær séu rýrar í roðinu. Trump lítur á krónprins Sádi-- Arabíu, Mohammed bin Salman, sem mikilvægan bandamann, aðal- lega vegna aðgerða hans til að stemma stigu við auknum áhrifum klerkastjórnarinnar í Íran. Sádar og Íranar hafa lengi eldað grátt silfur, einkum eftir byltinguna í Íran árið 1979 þegar klerkastjórnin komst til valda. Úlfúðina má m.a. rekja til spennunnar milli tveggja meginfylk- inga múslíma, en flestir íbúar Sádi- Arabíu eru súnníar og sjíar eru í meirihluta í Íran. Stjórnvöld í Sádi- Arabíu og fleiri löndum þar sem súnníar eru við völd hafa miklar áhyggjur af auknum áhrifum Írana í Miðausturlöndum, m.a. vegna stuðn- ings þeirra við uppreisnarmenn í Jemen, Hizbolla-hreyfinguna í Líb- anon og vopnaða hópa í Sýrlandi og Írak. Átökin í Miðausturlöndum eft- ir arabíska vorið svonefnda hafa orð- ið til þess að ráðamenn í löndum súnnímúslíma leggja nú mikla áherslu á að halda Írönum í skefjum og vægi málstaðar Palestínumanna hefur minnkað. Embættismenn Trumps telja að þetta hafi orðið til þess að ráðamennirnir í löndum súnnímúslíma séu nú fúsir til að taka Ísraela í sátt og líti á þá sem gagn- lega bandamenn í baráttunni við hreyfingar sem njóta stuðnings Ír- ana. Löndin hafa því hafið samstarf við leyniþjónustu Ísraels og þurfa á hjálp Trumps að halda í baráttunni við Írana, að sögn fréttaskýranda breska ríkisútvarpsins í Bandaríkj- unum, Barböru Plett Usher. „Ef leiðtogar arabaríkjanna við Persa- flóa verða með mikinn hávaða vegna Jerúsalem-málsins en grípa ekki til neinna aðgerða verður það ný sönn- un fyrir því að Miðausturlönd hafa breyst,“ segir hún. Haft hefur verið eftir bandarísk- um embættismönnum að þeir voni að ákvörðun Trumps verði til þess að hægrimenn í stjórn Netanyahus verði líklegri til að fallast á tilslakan- ir sem greiði fyrir friðarsamningum við Palestínumenn. Plett Usher telur hins vegar að ákvörðun Trumps sé líklegri til að skaða friðarumleitanir hans og verða vatn á myllu þeirra Ísraela sem eru algerlega andvígir stofnun Palestínuríkis og hvers kon- ar tilslökunum í deilunum um fram- tíðarstöðu Jerúsalem og landtöku- byggðir gyðinga. Þótt Trump hefði sagt að Bandaríkin styddu enn tveggja ríkja lausnina ef Ísraelar og Palestínumenn næðu samkomulagi um hana hefði hann ekki lýst því af- dráttarlaust yfir að hann styddi stofnun Palestínuríkis, eins og Pal- estínumenn hefðu vonast til. Viður- kenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels yrði til þess að miklu erfiðara yrði fyrir Abbas að hefja friðarviðræður við Ísraela. Leiðtogar arabaríkjanna hafa mótmælt ákvörðun Trumps harð- lega en líklegt er að þeir láti þar við sitja, að mati stjórnmálaskýrenda í Miðausturlöndum. „Ákvörðun Trumps kemur leiðtogum sam- starfsríkja Bandaríkjanna í mjög vandræðalega stöðu, einkum vegna þess að ólíklegt er að þeir gangi lengra í andstöðunni við hana,“ hefur fréttaveitan AFP eftir einum þeirra. Annar telur að þótt leiðtogar arabaríkjanna vilji friðarsamninga við Ísraela og aukið samstarf í bar- áttunni við Írana séu þeir ekki til- búnir til að leggja allt í sölurnar. Þeir vilji t.a.m. forðast að aðgerðir þeirra eða aðgerðaleysi verði til þess að klerkastjórnin í Íran eigni sér mál- stað Palestínumanna sem njóta ein- dregins stuðnings almennings í arabaríkjunum. Líklegt er að ákvörðunin kyndi undir hatri í garð Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Meiri óvissa er um hvort hún breyti stefnu araba- ríkjanna sem eru sum háð fjárstuðn- ingi Bandaríkjanna. Setur leiðtoga araba í vanda  Ákvörðun Trumps setur leiðtoga arabaríkja í vandræðalega stöðu en ólíklegt er að þeir gangi langt í andstöðu sinni við hana  Vilja friðarsamninga við Ísraela og samstarf við þá í baráttunni við Írana AFP Ólga Palestínumenn kveikja í fána Bandaríkjanna nálægt Ramallah á Vesturbakkanum til að mótmæla viðurkenn- ingunni á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun Trumps var mótmælt víða á svæðum Palestínumanna í gær. Stóðu ekki við loforðið » Bill Clinton lofaði í kosn- ingabaráttunni árið 1992 að flytja sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem og gagnrýndi for- vera sinn, George Bush, fyrir að „bera ítrekað brigður á óskorað vald Ísraels yfir sam- einaðri Jerúsalem“. Hann efndi þó ekki loforðið og taldi að flutningur á sendiráðinu til Jerúsalem myndi koma í veg fyrir tilraunir hans til að tryggja friðarsamninga milli Ísraela og Palestínumanna. » George W. Bush gagnrýndi Clinton fyrir að efna ekki lof- orðið og hét því að flytja sendi- ráðið til Jerúsalem – án þess að standa við orð sín. » Barack Obama gagnrýndi ekki Clinton og Bush fyrir að flytja ekki sendiráðið. „Jerú- salem verður áfram höfuðborg Ísraels og verður að vera óskipt áfram,“ sagði hann þó í kosningabaráttunni árið 2008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.