Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Martin Schulz, leiðtogiþýskra sósíaldemókrata(SPD), fékk í gær græntljós hjá flokki sínum til að ganga til stjórnarmyndunar- viðræðna við kristilega demókrata undir forustu Angelu Merkel. Schulz, sem var kanslaraefni flokksins í kosn- ingunum 24. september, biðlaði til fé- laga í SPD á flokksþingi í Berlín í há- deginu í gær og niðurstaðan lá fyrir í gærkvöldi. SPD tapaði fylgi í kosningunum 24. september og sagði Schulz, sem var kanslaraefni flokksins, eftir að úr- slitin voru ljós að ekki kæmi til greina að ganga til samstarfs að nýju við kristilegu flokkana (CDU/CSU). Eftir að viðræður Merkel við Græningja og frjálsa demókrata (FDP) runnu út í sandinn hefur hins vegar þrýstingur á Schulz um að end- urskoða þá ákvörðun farið vaxandi og þegar hann ávarpaði flokk sinn í gær var markmiðið að færa rök fyrir slík- um viðsnúningi. „Við þurfum ekki að vera í stjórn hvað sem það kostar,“ sagði Schulz í ræðu sinni á þinginu. „En ekki heldur megum við ekki vilja vera í stjórn hvað sem það kostar.“ Kristilegu flokkarnir og sósíal- demókratar hafa tvívegis myndað stjórn undir forsæti Merkel. Fyrri stjórnin sat frá 2005 til 2009. Aftur gengu stóru flokkarnir í þýskri póli- tík til samstarfs með Merkel sem kanslara eftir kosningarnar 2013. Minnsta fylgi eftir stríð Stjórnarflokkarnir töpuðu fylgi í kosningunum í september. Þeir héldu reyndar meirihluta á þingi, en fengu minnsta fylgi, sem þeir hafa haft frá 1949. Flokkurinn Annar kostur fyrir Þýskaland (AfD) bætti hins vegar mestu við sig og er orðinn þriðji stærsti flokkur landsins. Niðurstaðan var áfall fyrir sósí- aldemókrata og ætlunin var að vinna úr því á landsþinginu í Berlín. Þegar við blasti að ganga yrði til kosninga á ný yrði ekki látið á það reyna hvort flokkarnir gætu haldið stjórnarsam- starfinu áfram breyttist staðan. Fyrir það fyrsta vaknaði ótti um að yrði sú niðurstaðan myndi van- traust kjósenda í garð stóru flokk- anna enn vaxa. Það væri ekki aðeins líklegt til að marka endalok ferils Merkel í pólitík, heldur gæti fylgið haldið áfram að flysjast af sósíal- demókrötum. Aðrar kosningar yrðu hins vegar vatn á myllu AfD, sem eft- ir kosningarnar í september er þriðji stærsti flokkur landsins og myndi lík- lega bæta enn við sig. Margir sósíaldemókratar eru ekki síður hræddir um að áframhald- andi samstarf með kristilegu flokkn- um muni reynast flokknum þungt í skauti. Þær raddir eru hins vegar há- værari í grasrótinni en í flokksforust- unni. Lofar nýju upphafi Schulz lofaði í ræðu sinni í gær nýju upphafi. „Við þurfum að fara í gegnum undanfarin 20 ár án þess að sýna miskunn,“ sagði hann. „Ekki til þess að við … töpum okkur í deilum sem snúa að fortíðinni, heldur til þess að læra af mistökum okkar.“ Formaðurinn bætti við að flokk- urinn hefði ekki aðeins misst fylgi þegar kosið var í september, heldur í undanförnum fern- um kosningum. „Við töp- uðum ekki bara 1,7 milljónum atkvæða í þessum kosn- ingum, heldur höfum við tapað tíu millj- ónum síðan 1998 – helmingi kjósenda okkar,“ sagði hann. Schulz fær grænt ljós á að ræða við Merkel AFP Ákall Ræða Martin Schulz á flokksþingi þýskra sósíaldemókrata í gær var ákall um grænt ljós á að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hún er ekkialveg lausvið að vera undarleg þessi árátta tals- manna smáríkja hér og hvar í Evr- ópu að fárast yfir ákvörðunum Bandaríkja- stjórnar og fordæma þær. Þegar Donald Trump stóð við fyrirheit sín um að leggja bann við því að menn frá til- teknum ríkjum fengju að sækja Bandaríkin heim varð uppi fótur og fit. Reyndar var það Obama forseti sem hafði undirbúið um hvað lönd væri að ræða. Ástæðurnar voru sagðar þær að þar sem stjórnkerfið í þessum löndum væri í molum væri ekki hægt að fá af neinu öryggi upplýsingar um það hverjir væru þar á ferð. Stjórnmálaspírur á Norður- löndum og í ýmsum ríkjum Evrópu settu þegar í stað ofan í við Bandaríkin og stundum af miklum þunga. Þá var m.a. gjarnan vitnað til þess, að dómarar í svæðisbundnum dómstólum vestra hefðu talið aðgerðina ólögmæta. Var mik- ið um það fjallað í fjölmiðlum. En þegar Hæstiréttur Banda- ríkjanna staðfesti næsta ágreiningslítið að ákvarðanir forsetans væru fullkomlega lögmætar heyrðist ekkert í handhöfum réttlætisins í þessum sömu smáríkjum. Nú ræða þau aftur saman vegna ákvörðunar Trumps forseta um að Bandaríkin skuli viðurkenna í verki að Jerúsalem sé höfuðborg Ísr- aels. Ákvörðunin snýr ein- göngu að Bandaríkjunum. Þetta var reyndar líka eitt af kosningaloforðum Trumps. Hann virðist vera ein af þess- um fágætu furðuverum stjórnmálanna sem telja að það fari ekki endilega illa á því að efna eitthvað af kosninga- loforðum sínum. En þannig vill að auki til að þrír fyr- irrennarar Trumps í embætti, þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama höfðu allir, hvað eftir annað, gefið opinbert loforð um þetta sama. Öldungadeild Banda- ríkjanna hafði samþykkt þetta sama sem stefnu með 93 at- kvæðum af 100 og gert að lög- um. Bill Clinton undirritaði ekki lögin en beitti ekki held- ur neitunarvaldi sínu svo lögin tóku gildi. Aðeins þarf 61 at- kvæði af 100 til að hafa neit- unarvald forsetans að engu svo að Clinton var ljóst að gagnslaust var að beita því og kannski dálítið óþægilegt líka þar sem hann hafði lofað þessu sjálfur. Það má vissu- lega hafa mismun- andi skoðun á þessari ákvörðun sem öðrum og öll álitaefni sem snerta þennan sér- lega viðkvæma blett á landakortinu verða sjálfkrafa hitamál. En hitt, að segja að með ákvörðuninni „sé sjálfu frið- arferlinu stefnt í hættu“, þá eru menn komnir í nokkrar ógöngur. Það er ekkert frið- arferli í gangi. Það gerðist ekkert í þeim efnum í tíð Obama sem forseta. Það er margoft búið að veita frið- arverðlaun fyrir áfanga á ferl- inum, en menn eru samt ekki mjög langt komnir. Obama fékk að vísu Friðarverðlaun Nóbels afhent sem fyrirfram greidd verðlaun, sem er næsta einstætt! Ekki er langt síðan að menn gátu horft agndofa á það þeg- ar alríkislögreglumenn frá Madrid á Spáni gengu ber- serksgang gegn friðsömu fólki á leið á kjörstað. Fólk var lam- ið með kylfum og konur voru dregnar á hárinu niður tröpp- ur kjörstaða. Erlendir fréttamiðlar náðu myndum af þessu opinbera ódæði. Fyrstu viðbrögð stjórnarinnar í Madrid voru að segja myndirnar ljúga því að þarna væri um að ræða sviðsetningu sjálfstæðissinna í Katalóníu. Eftir nokkurt þóf bárust fyrirmæli frá Brussel til stjórnarinnar í Madrid um að hún skyldi biðjast afsökunar á ódæðinu. Það gerði hún þá strax. Í framhaldinu ákvað forsætisráðherra Spánar að efna til nýrra kosninga til hér- aðsþings Katalóníu. Þegar sú ákvörðun lá fyrir kallaði Hæstiréttur Spánar leiðtoga sjálfstæðissinna frá Barcelona til höfuðborgarinnar og fang- elsaði þá og virtust stjórnvöld stefna að því ótrauð að hafa þá alla á bak við lás og slá þegar kosið yrði! Nú getur vart annað verið en að utanríkisráðherrar Norðurlanda hafi þegar í stað blásið til neyðarfunda um mál- ið. Þarna er um einstæða at- lögu að kosningarétti að ræða, og hún er gerð í okkar eigin heimaálfu og öll Norðurlöndin eru í sérstöku sambandi við Spán með þátttöku í Evrópu- sambandinu eða samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Á slíkum fundi hljóta að hafa komið fram mjög harðorðar ályktanir um þessi augljósu og ömurlegu mannréttindabrot. Fróðlegt væri að fá fréttir af þeim. Hvenær tugtuðu þessi smáríki Obama til? Eða var hann kannski fullkominn?} Undarleg árátta S amkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá er talið að um 9,1% ís- lenskra barna alist upp við mismik- inn skort. Þetta eru samtals 6107 börn og þar af eru 1586 þeirra sem líða veru- legan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeg- inu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erf- iðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorg- legu aðstæðum þessara barna, er mér með öllu óskilj- anlegt. Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Ég á auðvelt með að svara spurningunni því gagnvart mér er svarið einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en börnin. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utan gátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsing- artímabil vanlíðunar og óhamingju. Tökum saman höndum Flokkur Fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar. Ég vil kalla stjórnvöld til ábyrgðar og hef beðið ítrekað um það, að við tökum saman höndum hvar í flokki sem við stöndum. Við eigum frá- bæra þingmenn, þ.e samansafn einstaklinga með mikla reynslu af þingstörfum. Ég kalla allt þetta frábæra fólk til liðs við börnin okkar nú. Hugsið ykkur, það eru að koma jól, líka hjá þeim. Enn ein jólin sem valda vonbrigðum og sorg í stað gleði og kátínu. Hag- sældin og góðærið hefur aldrei verið meira en einmitt nú og því aldrei verið auðveldara að takast á við fátæktina og útrýma henni með öllu. Ég hrópa því aftur og aftur eins hátt og ég get: „Tökum saman höndum hvar í flokki sem við stöndum og útrým- um þjóðarskömminni fátækt í eitt skipti fyrir öll!Við eig- um og getum öll fengið að lifa í fallega landinu okkar með reisn, allt sem til þess þarf er samstaða og vilji valdhaf- anna.“ Inga Sæland Pistill Staðreyndin um fátæku börnin Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, hvatti til þess í ræðu á flokksþingi SPD í gær að „Bandaríki Evrópu“ yrðu stofnuð fyrir 2025. „Ég vil að gerður verði stjórnarskrársáttmáli Evrópu, sem búi til evrópskt sam- bandsríki“. Schulz, sem áður var forseti Evrópuþingsins, sagði að slíkur sáttmáli yrði lagður fyrir öll að- ildarríki ESB til staðfest- ingar og þau sem höfn- uðu honum yfirgæfu sambandið sjálfkrafa. Aðeins með aukinni sameiningu mætti glíma við loftslags- breytingar og flótta- mannavandann, fá Google og Facebook til að virða þegnréttindi og koma í veg fyrir að hinir ríku svikju undan skatti: „Evrópa er líf- trygging okkar.“ Bandaríki Evrópu VILL AUKINN SAMRUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.