Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Tónlistar- og dagskrárgerðarmað- urinn Jón Ólafsson hlaut heið- ursverðlaunin „Lítill fugl“ á degi ís- lenskrar tónlistar í gær. Verðlaunin voru veitt fyrir framlag hans til tón- listar á ljósvakamiðlum landsins gegnum árin. Jón hefur síðan í framhaldsskóla fjallað um íslenska tónlist, fyrst í blaðamennsku, síðan í útvarpi og svo í sjónvarpi, m.a. í þáttunum Af fingrum fram. „Mér leið svolítið þannig eins og ég væri orðin hundrað ára gamall þegar ég veitti fuglinum viðtöku,“ segir Jón og hlær við. Spurður segir hann að margt hefur breyst frá því að hann hóf feril sinn í dagskrárgerð á Rás 2 árið 1983. „Það er svo mikið af upplýsingum núna. Það var ekkert internet þá. Hluti af ástæðunni fyrir því að ég fékk vinnu í útvarpi var að ég var vel að mér í tónlist. Á þeim tíma var ekki hægt að opna Wikipedia ef ég þurfti að vita eitthvað, ég þurfti bara að vita það,“ segir Jón en hann hafði safnað að sér mikilli tónlist- arþekkingu þrátt fyrir ungan aldur. „Ég var búinn að vera plötusafnari al- veg frá því ég var unglingur og var búinn að gleypa allt í mig. Ég las utan á plötuumslög, keypti mér bækur um tónlist og bækur með gömlum vinsældalistum“. Í þakkarræðu sinni í Hörpunni skoraði Jón á aðra dag- skrárgerðarmenn að láta meiri upp- lýsingar fylgja með músíkinni sem þeir spila en með tilkomu miðla eins og Spotify segir Jón slíka þekkingu vera á undanhaldi. „Hér áður fyrr var maður alltaf með plötu í höndunum, vinýl til að byrja með og svo geisla- disk. Þar voru upplýsingar um hver samdi textann og lagið og maður lét það yfirleitt fylgja með, sérstaklega ef það var verið að spila íslenska músík“. Hann segist hafa notið sín vel á Rás 2 og minnist þess frelsis sem honum var veitt í dagskrárgerð. „Það var enginn lagalisti á rás 2. Ég gat valið hvert og eitt einasta lag sjálfur“. Frelsi Jóns í dagskrárgerð fór þó ekki alltaf vel í allar hlustendur. „Ég lét öllum illum látum á sínum tíma. Þetta var kannski upphaf galgopa-útvarps. Ég var rétt rúmlega tvítugur, ný- skriðinn úr framhaldsskóla og með þetta frelsi,“ segir Jón sem minnist þess að hafa haldið grettukeppni og tískusýningu í útvarpi hlustendum til mikillar undrunar. „Ég spilaði líka eitt lag fimm sinum í röð. Maður var alltaf að reyna að ganga fram af fólki. Þetta var aðallega framan af og svo þroskaðist maður,“ segir Jón og bætir við að músíkin hafi samt alltaf verið aðalmálið hjá honum í útvarpinu. Jón segir að á þeim tíma hafi út- varpsmenn fljótt orðið landsþekktir enda birtust þeir daglega í blöðunum. Þetta olli því að þegar hann spilaði á sveitaböllum víðvegar um landið kom það fólki á óvart að hann væri einnig tónlistarmaður. „Ég fór í píanónám til Hollands til að hrista þetta aðeins af mér. Mig langaði að fólk myndi taka mig alvarlega sem músikant og tók mér nokkurra ára frí frá útvarpinu. Þegar því var lokið þá fannst mér allt í lagi að snúa aftur og gera sjónvarps- þætti. Þá vissu allir að ég væri tónlist- armaður“. Jón snéri aftur á ljósvakamiðlana með sjónvarpsþættina Af fingrum fram og komu vinsældir þeirra hon- um verulega á óvart. Upphaflega stóð til að gera einungis 6 þætti en þeir eru nú orðnir 70 talsins. „Þeir urðu bara ótrúlega vinsælir. Ég hélt að enginn myndi hafa áhuga á því að sjá tvo tón- listarmenn spjalla í þrjú korter“. Þættirnir hafa nú fært sig yfir á sviðið og hefur hann í rúm níu ár fengið listamenn til sín í Salinn í Kópavogi til að ræða um tónlist í tvo til þrjá tíma. Jón segir að lokum að hann sé þakklátur fyrir að hafa getað unnið við tónlist í öll þessi ár og segir tón- listin hafa haldið honum ung- um.„Maður er alltaf að kynnast nýj- um og nýjum listamönnum og fá einhverja yngri og yngri inn sem eru að gera góða hluti. Það heldur manni bara ungum í anda að vera í þessu fagi, maður er oft að vinna með fólki sem er miklu yngri en maður sjálfur. Í músíkinni er ekkert aldurs- takmark“. Leikið af fingrum fram á ljósvakamiðlunum  Jón Ólafsson hlaut heiðursverðlaunin „Lítill fugl“ í Hörpu Morgunblaðið/Hari Verðlaunaður Jón Ólafsson veitti heiðursverðlaununum viðtöku við athöfn í Hörpu í tilefni af degi íslenskrar tónlistar sem var haldinn hátíðlegur í gær. Sungið saman Íslensk tónlist fékk að njóta sín í Hörpu g kom fjöldi tónlist- armanna fram. Börn voru meðal gesta athafnarinnar og nutu vel. Í fullu fjöri Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var meðal þeirra sem komu fram í gær. Skemmti hann gestum athafnarinnar með líflegu gítarspili. Málverkið Salvator Mundi, eða Bjargvættur heimsins, sem eignað er Leonardo da Vinci og keypt var fyrir metfé, 450,3 milljónir dollara, um miðjan síðasta mánuð, verður sýnt í safni Louvre í Abú Dabí, höf- uðborg Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Uppboðshúsið Christie’s seldi verkið fyrir jafnvirði nær 47 milljarða íslenskra króna en hæsta verð sem greitt hafði verið fram að því fyrir verk eins gömlu meist- aranna, þ.e. myndlistarmanna sem störfuðu fyrir tíma impressjónist- anna, var greitt fyrir „Fjöldamorð á hinum saklausu“ eftir Rubens fyr- ir 15 árum, 102 milljónir dollara á verðlagi dagsins í dag eða um 15,5 milljarða króna. Ekki er vitað hvenær verkið verður sýnt í safni Louvre í Abú Dabí en dagblaðið New York Times segir kaupanda verksins sádi-arabískan prins, Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud. Bjargvættur heimsins í Abú Dabí AFP Verkið Salvator Mundi eftir da Vinci, frelsarinn myndaður með síma. SÝND KL. 6 SÝND KL. 3.30 SÝND KL. 3.30 SÝND KL. 8SÝND KL. 10.30 SÝND KL. 5.30, 8, 10.25 SÝND KL. 3.30, 5.30, 8, 10.15 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ICQC 2018-20 /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.