Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista í Hafnarfirði, er nú farið að nota vinsæla smáforritið Snap- chat. „Við byrjuðum í dag, ægilega gaman hjá okkur! Við erum búin að gera snapp og setja inn í „Story“,“ segir Árdís Hulda Eiríksdóttir, for- stöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið í vik- unni. Áhugasamir geta sótt um að ger- ast áskrifendur að snappinu hjá Hrafnistu á Snapchat sem notast við nafnið Hrafnista DAS. Dugleg að taka upp nýjungar „Við keyptum sérstakan síma í þetta og látum hann bara ganga á milli deilda og starfsmannahópa, þannig að hver hópur er með snappið í viku. Við erum með regl- uramma upp á að virða einkalíf og hafa samþykki fólks. En hugmyndin er að sýna og kynna starfið og við- burði og það sem er í gangi hverju sinni. Okkur langar svolítið til að fólk fái innsýn í, hvað er verið að gera á hjúkrunarheimilum. Margir hafa e.t.v. ekki alveg rétta mynd af því. Við erum með heimasíðu og Facebook-síðu, en við viljum vita hvað virkar hverju sinni. Við erum dugleg að taka inn nýjungar,“ segir Árdís Hulda. Hún segir marga vistmenn vera með snjallsíma og tölvur og að einn og einn vistmaður noti Snapchat. Hún bætir við að tólf hundruð starfsmenn séu hjá Hrafnistu á sex stöðum og til stendur að síminn flakki á milli heimilanna og þau skiptist á að vera með snappið, m.a. til að fá innsýn í starf og hugmyndir hvert hjá öðru. „Þetta fer vel af stað og við- brögðin hafa verið góð fram að þessu.“ Snappað á Hrafnistu  Hrafnista DAS er komin á Snapchat Snapp Hrafnista í Hafnarfirði. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skilningur á mikilvægi sálgæslu og andlegs stuðnings þegar fólk verður fyrir áföllum er í dag orðinn almenn- ur. Nú þykir sjálfsagt og eðlilegt að leita sér stuðnings ef maki eða barn deyr eða annar sem stendur hjartanu nærri,“ segir K. Hulda Guðmunds- dóttir formaður Nýrrar dögunar – samtaka um sorg og sorg- arviðbrögð. Í kvöld, föstu- dag kl. 20:00, verður opið hús í safnaðarheimili Háteigskirkju í tilefni af 30 ára af- mæli samtakanna. Starfsemi Nýrrar dögunar felst einkum í því að vera með stuðningshópa fyrir fólk sem misst hefur sér nákomna og að standa fyrir fræðsluerindum um sorg og viðbrögð við henni. Starfandi eru hópar sem styðja við þá sem hafa til dæmis misst maka, börn eða foreldra ótímabært. Er hátturinn sá að fólk sem er að ganga í gegnum erfiða reynslu fær stuðning frá fólki sem hefur kynnst svipuðum aðstæðum. Frá stofnun samtakanna hefur þessi aðstoð á grundvelli jafningja reynst mjög dýrmæt. Tala og leita sér hjálpar „Á þessum þrjátíu árum hafa margir notið þjónustu Nýrrar dög- unar og fundist það hjálpa sér mikið. Við höfum notið velvildar Háteigs- kirkju og verið með starfsemina þar um árabil okkur að kostnaðarlausu og reyndar á fleiri stöðum. Við finnum að samfélagið hefur gjörbreyst. Sú var tíðin að réttast þótti að fólk bæri harm sinn í hljóði. Nú þykir sjálfsagt og eðlilegt að fólk sem missir ástvini sína þurfi að tala um sorgina og leita sér hjálpar við að finna henni farveg. Í sumum tilfellum getur aðstoð verið forsenda þess að fólk komist aftur út í samfélagið sem virkir þátttakendur,“ segir Hulda sem telur mikilvægt að ræða þessi mál sem lýðheilsu. „Vandinn í dag er sá að það fer mikið eftir því hvernig dauðann ber að, hversu markvissa aðhlynningu að- standandi fær. Þau sem missa skyndilega eru ekki jafnsett þeim þar sem aðdragandi er að andláti.“ Lenda í einangraðri stöðu Hulda nefnir að ef andlát ber að inni á sjúkrastofnun, eftir til dæmis langvarandi krabbameinsmeðferð, þá fá aðstandendur góðan stuðning frá viðkomandi sjúkrahúsi og geta leitað ráðgjafar og stuðnings hjá velferðar- og líknarfélögum alveg frá því að veikindi koma upp og eftir að sjúk- lingur deyr. „Ef andlát verður skyndilega, til dæmis af slysförum, er ekkert stuðn- ingsnet sem sinnir aðstandendum. Þeir geti því lent í einangraðri stöðu, án allrar aðstoðar. Þetta á ekki síst við um fólk sem kærir sig ekki um trúarlega aðkomu, en prestar eru sú stétt sem hefðin sýnir að kallaðir eru til, þegar dauðsföll verða.“ En hvernig verður best komið til móts við fólk sem hefur misst ástvini sína – og þarf hjálp sem það getur hugsanlega ekki nálgast sjálft? Til að byrja með, segir Hulda, er mikilvægt að sími Rauða krossins 1717 hafi upp- lýsingar um úrræði svo aðstandendur viti að þar fáist svör við því hvert hægt er að fá stuðning. Samhæfa krafta „Í náinni framtíð þarf að skoða hvort hægt er að samhæfa betur þá krafta sem í dag eru dálítið á tvist og bast þegar kemur að stuðningi í sorg. Við viljum sjá þá sem sinna syrgj- endum sameinast með miðstöð fyrir starfsemi sína. Þar verði hlúð að fólki eftir smærri og stærri áföll. Gild rök eru fyrir því að góður stuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og áfalla sem upp geta komið. Það væri ekki úr vegi að hefja um- ræðu um þetta lýðheilsumál við nýjan heilbrigðisráðherra, Svandísi Svav- arsdóttur, áður en afmælisárið er lið- ið,“ segir Hulda að síðustu. Stuðningur dregur úr afleiðingum sorgar  Ný dögun er 30 ára  Stuðningshópar og sálgæslustarf Morgunblaðið/Sigurður Bogi Trú Starfsemi á vegum Nýrrar dögununar er jafnan í Háteigskirkju.K. Hulda Guðmundsdóttir Borgarráð hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Spor í sandinn ehf. vil- yrði fyrir lóð fyrir byggingu gróð- urhvelfinga, Aldin BioDome, við Stekkjarbakka í Breiðholti. Lóðin liggur að Elliðaárdal og er á þróun- arsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Lóðin er um 12.500 fermetrar að stærð og þar má reisa byggingar allt að 3.800 fermetra að grunnfleti. Fyr- ir rúmu ári veitti borgarráð fyrirtæk- inu vilyrði fyrir talsvert minni lóð á þessu svæði og fellur það loforð nú niður. Embættismenn borgarinnar upp- lýstu borgarráð í gær um að hug- myndin hefði þróast í skipulagsvinnu síðasta árs og viðskiptamódelið kall- aði á stærri lóð. Jafnframt hafi verið fengnir að verkefninu innlendir og erlendir fagaðilar. Nýting á jarðvarma Aldin BioDome á að verða nýr samkomustaður fyrir íbúa borgarinn- ar og ferðamenn. Með nýtingu jarð- varma og gróðurlýsingu verður veitt- ur aðgangur að gróðursælu umhverfi í því sem aðstandendur verkefnisins segja að geti orðið einskonar lífhvolf. Byggð verða þrjár háar hvelfingar og önnur mannvirki, talsvert niður- grafin, og þar verður margháttuð starfsemi. Nefnd er sala á vörum beint frá býli, úrvals veitingastaðir og verslun. Í trópískri hvelfingu verður boðið upp á fræðslu og hvíld- arsvæði og í ræktunarhvelfingu verð- ur hægt að taka þátt í ræktun og til- raunum í matjurtarækt. Inn í starfsemina verður fléttað aðstöðu fyrir jóga og hugleiðslu en einnig verður hægt að halda viðburði hvers- konar og veislur. helgi@mbl.is Stærri lóð undir gróðurhvelfingar  Undirbúningur að Aldin BioDome við Stekkjarbakka Tölvuteikning úr greinargerð Spors í sandi ehf. Aldin BioDome Hugmynd að útliti gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Styrkur svifryks mældist mikill á götum borgarinnar í gær. Hálf- tímagildi svifryks mældist 140 míkrógrömm á rúmmetra við fasta mælistöð við Grensásveg klukkan 15:30 skv. tilkynningu frá heil- brigðiseftirliti borgarinnar. Ákveð- ið hefur verið að rykbinda Miklu- braut og vestur Hringbraut svo og Grensásveg til að draga úr svifryki. Sólarhrings heilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og búist er við að styrk- ur svifryks verði líklega yfir mörk- unum í nágrenni við miklar um- ferðargötur. Næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og voru í gærdag. Mikil svifryksmengun mælist í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.