Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 ✝ Theodór Þor-valdsson fædd- ist í Keflavík 17. september 1933. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 27. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Þorvaldur Th. Guðjónsson sjó- maður, f. 15. ágúst 1906, d. 5. septem- ber 1992, og Guðbjörg Jóns- dóttir húsmóðir, f. 18. ágúst 1906, d. 26. nóvember 1989. Systkini Theodórs voru Jón Þorvaldsson, f. 1930, d. 1993, og Guðbjörg Þorvaldsdóttir, f. 1931, sem lést í barnæsku. Theodór kvæntist Hlíf Leifs- dóttur f. 31. mars, 1940, hinn 9. apríl 1960. Foreldrar hennar voru Leifur Guðmundsson, f. 30. 1993, Hera Björg Jörgensdóttir, f. 1997, Aron Árni Jörgensson, f. 1997, d. 1997, Irmý Sara Jörg- ensdóttir, f. 2002, og Gabríela Marín Jörgensdóttir, f. 2008. Barnabarnabörn Theodórs og Hlífar eru Ísabella Emma G. Elí- asdóttir, f. 2011, og Amilía Ísold G. Elíasdóttir, f. 2013. Theodór hóf störf á Keflavíkurflugvelli hjá Að- alverktökum 16 ára gamall en starfaði svo fyrir bandaríska varnarliðið frá 19 ára aldri við hin ýmsu störf. Hann var vél- stjóramenntaður og hóf störf sem rafstöðvarstjóri á Kefla- víkurflugvelli árið 1962. Hann starfaði þar til ársins 2004 þeg- ar rafstöðinni var lokað vegna brottfarar varnarliðsins. Árið 1983 fékk Theodór leyfi frá störfum til að vinna fyrir friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Líbanon og starfaði þar í tæp tvö ár. Theodór var í Oddfellowregl- unni, stúku nr. 1, Ingólfi í 55 ár. Útför Theodórs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. desember 2017, klukkan 13. maí 1910, d. 25. maí 1986, og Katrín Sigríður Hansen Valdimarsdóttir, f. 24. ágúst 1917, d. 6. júní 1977. Theodór og Hlíf eignuðust þrjár dætur. Katrín Sig- ríður Theodórs- dóttir, f. 1961, maki Magnús Hilmars- son f. 1960, Björg Theodórsdóttir, f. 1964, maki Jóhannes Mar Jóhannesson, f. 1964, og Karen H. Theodórs- dóttir, f. 1971, maki Jörgen Árni Albertsson, f. 1969. Barnabörn Theodórs og Hlíf- ar eru Elías Þór Grönvold, f. 1983, Theodór Karlsson Löve, f. 1987, Ingibjörg Eva Löve, f. 1993, Karl Anton Löve, f. 1997, Thelma Hlíf Jörgensdóttir, f. Kvatt hefur þetta líf öðling- urinn Theódór Þorvaldsson, eða Teddi hennar Hlífar, eins og hann var alltaf þekktur innan fjölskyldunnar. Einhvern tíma þurfa allir menn að deyja en Teddi fór svo snöggt að það er dálítið erfitt að sættast við það. Á föstudagskvöldi, rúmri viku fyrir andlátið, var hann á sínum vanalega Oddfellowfundi og hann og Valdi ætluðu saman í bíó vikunni á eftir; urðu bara að fresta bíóferðinni af því að Teddi þurfti að fara í læknis- skoðun. Teddi var stór hluti af lífi okkar beggja og minningarnar því ótalmargar. Eitt af því sem Teddi fékk að heyra oft og mörgum sinnum var að hann hefði haft Afríkuferð af Valdi- mar því þegar hann og Hlíf kynntust var hún að vinna á ferðaskrifstofu og hafði lofað litla bróður sínum að fara með hann til Afríku. En svo kom Teddi, stóra ástin í lífi Hlífar, og ferðin með litla bróður varð að bíða betri tíma. Kannski má segja að betri ferð hafi komið í staðinn þegar við fórum að heimsækja þau Tedda og Hlíf í Ísrael, þar sem Teddi sinnti friðargæslustörfum. Þarna var Teddi í essinu sínu og þótt hann hafi alltaf litið afskaplega vel út, hávaxinn og spengilegur, þá var hann þarna svo sólbrúnn og afslappaður að það geislaði af honum. Hann var í krefjandi starfi þar sem hæfileikar hans nutu sín sérstaklega vel. Þegar hann kom heim úr vinnunni á daginn, settumst við öll saman út á þakveröndina í „gin og tónik“ tíma – en það var Teddi sem kenndi okkur að meta þann drykk. Við nutum þess að horfa á fjölbreytt mannlífið á götunni fyrir neðan og sólina ganga til viðar. Við fórum svo í ógleymanlegt ferðalag um Ísr- ael með Tedda og Hlíf, ásamt fleirum, þar sem þau sýndu okkur alla helstu staðina sem getið er um í biblíunni og margt fleira. Teddi var vinamargur og fjölskyldurækinn þannig að alltaf var líf og fjör á heimili þeirra Hlífar. Þau hjón hafa alltaf verið afskaplega góð heim að sækja og alltaf haldið upp á afmæli í fjölskyldunni – og maður lét sig aldrei vanta í af- mælið hans Tedda. Þau Hlíf voru alltaf dugleg að ferðast, hér heima og erlendis, og fyrir nokkrum árum nutu þau þess að ferðast vítt og breitt um landið með tjaldvagn í för. Hlíf var þá gjarnan að mála og Teddi kannski að skera út. Hann hefur skorið út marga forkunnarfagra kjörgripi og tekið þátt í mörgum útskurð- arsýningum, auk þess að kenna útskurð. Teddi og Hlíf hafa sinnt list sinni eftir að starfs- ævinni lauk og voru með vinnu- stofur á heimili sínu í Kópavog- inum. Húsið í Kópavoginum er sannkallað fjölskylduhús, en þar bjuggu Hlíf og Teddi á efri hæðinni en Karen og fjölskylda á þeirri neðri. Stelpurnar henn- ar fjórar ólust upp við daglegan samgang við afa og ömmu og voru á spítalanum að kveðja afa sinn á hans síðustu stundum; þær eiga eftir að sakna hans ógurlega mikið – eins og við öll. Elsku Hlíf og fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og hlýhugur. Missirinn er mikill en minningarnar eru margar og góðar sem við eigum um hann Tedda okkar allra. Valdimar Leifsson og Bryndís Kristjánsdóttir. Skjótt skipast veður á svið- inu. Skyndilega fellur tjaldið. Við höfðum ekki fyrr frétt af veikindum Tedda en hann var horfinn á braut. Þrír jafnaldra systrasynir – Örn Bjarnason sonur Herdísar, Theodór Þor- valdsson sonur Guðbjargar og Hörður Daníelsson sonur Sig- ríðar – tóku upp þann sið á miðjum aldri að hittast og eiga saman notalega kvöldstund ásamt mökum sínum. Upphaf- lega kallaði Áslaug kona Arnar okkur saman í Vestmannaeyja- byggðinni í Fossvogi skömmu eftir Heimaeyjargosið. Þetta vatt upp á sig og varð að árleg- um sið. Í fyrstu ræddum við konurnar aðallega um tengda- mæður okkar, sem voru þrjár af átta systrum frá Kirkjubæ í Skutulsfirði; ýmist kenndar við hann eða Rómarborg á Ísafirði. Smátt og smátt varð hitting- urinn að árlegri tilhlökkun og væntumþykju. Frændurnir rifj- uðu upp strákapör æskunnar og við áttum öll saman góðar stundir yfir ljúfum veitingum og lærðum að meta hvert annað í núinu. Mér verður litið aftur í tím- ann. Ég kynntist Tedda fyrst á heimili Sigríðar tengdamóður minnar. Við Hörður bjuggum fyrstu hjúskaparárin í skjóli hennar að Klapparstíg 26. Þá var Teddi um tvítugt við nám í Reykjavík og gerðist kostgang- ari hjá Sigríði móðursystur sinni, enda fjarri æskuheimilinu í Keflavík. Nær daglega borð- uðum við saman kvöldmat hjá Sigríði, sem var ástríðukokkur og orðlögð fyrir matreiðslu. Smátt og smátt áttaði ég mig á að í Keflavík væri mun betra veðurfar og rigningin í Reykja- vík ólíkt blautari en á æsku- slóðum Tedda.Við hentum gam- an að þessum fullyrðingum hans en hann hélt sínu striki og laumaði skyri út í kjötsúpuna sem fyrr. Mig minnir að Teddi hafi sótt danstíma á þessum ár- um og að þau Hlíf hafi kynnst þá og arkað saman æ síðan um langan æviveg. Tíminn stendur ekki kyrr. Hvort parið fór sína leið, Teddi og Hlíf bjuggu í Líb- anon um tíma og lítill samgang- ur var milli okkar um árabil. Hörður stóð ásamt fleirum fyrir ættarmóti í Borgarfirði árið 1995. Staðarvalið miðaðist við að vegalengdir væru yfir- stíganlegar fyrir frændgarðinn hvort heldur fólk kom að vest- an, austan, frá Keflavík eða höfuðborginni. Mótið tókst með ágætum, afkomendur systranna frá Kirkjubæ hittust sumir í fyrsta sinn og blönduðu geði. Tíminn líður og leiðir skilja. Frændaboðin verða strjálli, en oftar gripið til símans. Vinskap- ur okkar hefur verið einstakur og verður hluti af lífsgæðunum. Ný áhugamál verða ofan á; Teddi – traustur og laghentur alla tíð – gerist útskurðarmeist- ari. Hann leyfir leiðbeinandan- um í fari sínu að blómstra og lætur gott af sér leiða í hópi aldraðra. Á lokasviðinu sitjum við hin með minningar um gegnheilan mann sem ætíð var samkvæmur sjálfum sér. Elsku Hlíf og dætur, við Hörður sendum ykkur fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Þið hafið mikils að sakna en getið yljað ykkur við minningar um ástvin sem bar hag ykkar ætíð fyrir brjósti. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi. Megi ykkur vel farnast. Kristín Þorkelsdóttir. Far sæll góður frændi. Og góður vinur. Theódór Guðbjargar- og Þor- valdsson hefur kvatt mann- heima. Gerði það snaggaralega. Hans stíll. Hálfur Vestfirðingur – hálfur Sunnlendingur. Góð blanda. Stundum afar skemmtileg. Dýfði árinni djúpt. Hagur mað- ur, kunni til véla og sporjárna og þekkti kjullu. Far sæll til friðheima. Minning … Tjarnargata 9. Lítið hús utan. Rúmt að innan, fullt hlýju. Minning … Þorvaldur sting- ur upp kartöflur í stórum garði. Smávaxinn gestur að sunnan tínir uppskeruna í fötu. Gaman að þeim stóru. Minning … Theódór stýrir ferð. Ufsaveiði í Básum. Ungs manns gaman. Blágrænir fiskar á dökkri bryggju. Og Gugga eftirlát móðursystir eldar aflann. Óvenjulegur kvöldmatur í litlu eldhúsi. Minning … Sendiferðir í Kaupfélagið. Margir freistandi pollar á þeirri vegferð. Minning … Hátíð í eldhús- inu. Nýuppteknar kartöflur úr stórum garði. Með íslensku smjöri. Og litlir frændur borða og borða. Litlar og stórar. Hreinar og fallega bleikar. Með smjöri. Minning … Örlítið meira um Kaupfélagið. Þar var ung bros- mild stúlka og lítill gutti vildi helst að sú afgreiddi hann. Sú varð seinna vel gift frú í Reykjavík. Minning … Stuðlaberg. Þar bjó frændfólk Þorvaldar. Dugn- aðarfólk. En ekki hvað? Gaui, Siggi, Lauga, Laugi. Minning … Gömul kona kom úr næsta húsi í heimsókn til tengdadóttur sinnar. Mjög, mjög gömul. Mjög, mjög lítil kona. Tæpast þessa heims. Þegar hún talaði var málrómur hennar eins og andblær vor- dags á hlýjum degi. Hún var eins og gamlar konur gerast bestar. Það var sem Guðrún frá Lundi hefði sent hana til Kefla- víkur úr Dalalífi. En engan veg- inn skagfirsk. Hvaðan kom þessi blíði blær? Minning … Gaui rakari. Fór til Ameríku að snyrta Kana, Bússi kom seinna til baka. Minning … Útlendir ostar fyrst smakkaðir. Minning … Sá í fyrsta skipti glært límband. Sannfærður að rúllan myndi aldrei klárast. Minning … Snyrtipinninn Jón Þorvaldsson stígur í við stúlkuna Betu. Hann ber Oxblood á skó og betur burst- aða skó hefi ég ekki skyggnt. Reyndi sjálfur ítrekað án ár- angurs. Ég skildi Betu. Minning … Rúturnar: Reykjavík/Keflavík og öfugt. Skúlabílar; brúnir. Undarlega brúnir; kannski Suðurnesja- brúnir. Og Steindórsbílar; gul- ir? Reykjavíkurgulir? Ólík lykt í ólíkum bílum! Í minningunni er brúna rútan ávallt notuð til heimfarar? Í farteski móður minnar var nýmeti úr sjó: ýsur, hrogn, lifur. Tengdist atvinnu Þorvaldar, hann beitti línubjóð. Minning … Sunnudagur. Frí- dagur hjá Þorvaldi sem heldur á litlum spegli og skefur hvíta kjamma. Spegillinn er í karrý- grænni umgjörð. Smáskreyttri. Sunnudagur í hlýu eldhúsi. Litlum frænda líður vel á litlum kolli. Minning … Allar góðar. Keflavík, paradís fyrir litla frændur. Og þessi Keflavík var stundum eins og næsti bær við Washington! Saknaðar- og samúðarkveðj- ur til þín og þinna, mín ágæta skáfrænka Hlíf Theódórskona. Þakka einkum samfylgd á síð- ustu árum, henni er vonandi ekki lokið. Maður kemur í manns stað. Munið Björg, Karen og Katrín. Þið eruð ættarlaukarnir hans Tedda Guggu. Hörður Rafn Sigríðarson. Yndislegur tengdafaðir minn og einn besti vinur er fallinn frá. Ég kynntist honum fyrir 30 árum þegar ég byrjaði að hitta yngstu dóttur hans, Karen, og það tók mig dágóðan tíma að sanna mig fyrir honum. Það verður að segjast heiðarlega að í upphafi fann ég fyrir smá hræðslu gagnvart Tedda þar sem hann passaði svo sannar- lega upp á dóttur sína gagnvart þessum 18 ára pilti. Á þeim tíma hvarflaði ekki að mér að þegar fram liðu stundir myndi hann verða mikið meira en bara tengdafaðir minn. Hann tók mig upp á sína arma og var um margt eins og annar faðir en hann kenndi mér ótal margt til verka á þessum árum. Hlýr, traustur og einstaklega þolin- móður eru þau góðu einkenni sem sitja mér efst í huga þegar ég minnist hans. Í sorginni yfir missi tengdaföður og vinar þá tileinka ég mér samt þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða Tedda mínum í öll þessi ár. Jörgen. Theodór Þorvaldsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR frá Heiði í Mývatnssveit, lést á heimili sínu, Krummahólum 8, föstudaginn 1. desember. Fyrir hönd aðstandenda. Björg Wessing Lars Wessing Sigrún Sigurðardóttir Vignir Ólafsson Rebekka Sigurðardóttir Jósef Smári Ásmundsson ömmubörn og langömmubörn HÖRÐUR SVEINBJÖRNSSON Hörður fæddist í Vesturkoti á Skeiðum 14. nóvember 1956. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Tallbacken í Trollhättan, Svíþjóð, 30. nóvember 2017. Minningarathöfn fer fram í Iðnó, Reykjavík, föstudaginn 15. desember 2017 klukkan 14. Ástvinir afþakka blóm og kransa en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Torill Nordwall Fannar Snær Harðarson Hildur Sveinsdóttir Freyja Fannarsdóttir Fönn Fannarsdóttir Áslaug Rún Harðardóttir Ola Gustaf Nolåker Tor Alvar Erik Nolåker Ísar Fergus Peter Nolåker Helana Huld Harðardóttir Magnus Salama María Sif Harðardóttir Ebba Olsson Wikdahl Þorbjörg Rós Bjarnadóttir Anders Fogelberg Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA LÁRA PEDERSEN, hjúkrunarheimilinu Eiri, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri þriðjudaginn 5. desember. Reynir Olgeirsson Karlína Friðgeirsdóttir Níels Sigurður Olgeirsson Ragnheiður Valdimarsdóttir Sigrún Olgeirsdóttir Ásgeir Árnason Bryndís Olgeirsdóttir Þorvaldur Hermannsson Salvör Lára Olgeirsdóttir Þorsteinn Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓSK ELÍN JÓHANNESDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 4. desember. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 22. desember klukkan 13. Ólafur Sverrisson Sigurlaug Ragnhildur Sævarsdóttir Sævar Unnar Ólafsson Ólöf Bessa Ólafsdóttir Berntzen Sverrir Halldór Ólafsson Jóhannes Ragnar Ólafsson Margrét Rebekka Ólafsdóttir Óskar Elías Ólafsson tengdabörn og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OTTÓ ÖRN PÉTURSSON, fv. fjármálastjóri, Grandavegi 47, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 30. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. desember klukkan 13. Sigríður Hannesdóttir Birgir Ottósson Elsa Dóra Grétarsdóttir Eva Ottósdóttir Einir Ingólfsson Örn Ottósson Kristbjörg L. Cooper Hannes Ottósson Kristjana Hrafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.