Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 297. tölublað 105. árgangur
Skyrgámur kemur í kvöld
6
jolamjolk.is
dagar
til jóla
BRÝNT AÐ KOMA
ÍSLENSKUNNI
Í RAFTÆKIN OFVEIÐI Á STUTTNEFJU
HVÍTA HÚSIÐ
KOMIÐ Í JÓLA-
BÚNINGINN
STRÁFELLD VIÐ GRÆNLAND 16 FORSETAFRÚIN STJÓRNAR JÓLAHALDINU 12ÓLAFUR HAUKUR 26
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umsækjendur um vernd hér á landi
fyrstu ellefu mánuði ársins voru
orðnir 1.033. Í þessum hópi kváðust
24 vera fylgdarlaus ungmenni. Gerð-
ar hafa verið 18 aldursgreiningar
það sem af er þessu ári og reyndust
fjórir hælisleitendur af þeim, eða
22%, vera yngri en 18 ára á grund-
velli aldursgreiningar. Fjórtán hæl-
isleitendur voru því eldri en þeir
kváðust vera við komuna hingað.
Er þetta meðal
þess sem fram
kemur í svörum
Útlendingastofn-
unar við spurn-
ingum Morgun-
blaðsins.
Þórhildur Ósk
Hagalín, upplýs-
ingafulltrúi Út-
lendingastofnun-
ar, sagði fleiri
hælisleitendur hafa farið í aldurs-
greiningu á þessu ári en t.d. í fyrra
og væri ýmislegt sem skýrði það.
Gætu t.d. færri hafa verið með skil-
ríki eða önnur gögn á sér til að gera
grein fyrir því hverjir þeir væru og
aldri sínum. Umsækjendur um
vernd hér á landi eru einungis sendir
í aldursgreiningu ef þeir geta ekki
gert grein fyrir sér og vafi leikur á
um aldur þeirra. Sé hins vegar aug-
ljóslega um barn að ræða þarf ekki
að senda viðkomandi umsækjanda í
aldursgreiningu.
Flestir ungir hælisleitendur
eldri en þeir segjast vera
Fjórir af 18 sem prófaðir voru í ár reyndust yngri en 18 ára
MHelmingur „ungmenna“ eldri »2
Hæli Mótmæli
við Alþingi.
Aron Þórður Albertsson
Höskuldur Daði Magnússon
Engin lausn var í sjónmáli í deilu
flugvirkja og Icelandair seint í gær-
kvöldi. Þegar Morgunblaðið náði
tali af Gunnari Rúnari Jónssyni,
formanni samninganefndar Flug-
virkjafélags Íslands, hafði fundur
staðið yfir í rúmlega 5 klst.
Gunnar Rúnar vildi lítið tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað,
en sagðist hins vegar eiga von á því
að fundað yrði fram á nótt.
Verkfall flugvirkja Icelandair
hófst klukkan sex í gærmorgun eft-
ir að fyrri samningafundi hafði ver-
ið slitið. Aflýsa þurfti fjölda flug-
ferða, en mikil óánægja var meðal
flugfarþega sem kvörtuðu margir
hverjir yfir slakri upplýsingagjöf
frá félaginu. Þá lá símkerfi Ice-
landair niðri um stund auk þess
sem fyrirspurnum og kvörtunum
rigndi yfir flugfélagið á samfélags-
miðlum.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að þrátt
fyrir þetta hafi almennt gengið vel
að finna lausn á málum farþega.
„Við höfum bætt við flugferðum
auk þess sem hluti farþega hefur
verið sendur á hótel. Þá er unnið að
því að finna ný flug fyrir farþega
sem ætluðu sér að nota Keflavík-
urflugvöll sem millilendingu,“ segir
Guðjón.
Lagasetning ekki möguleiki
Verkfallið gæti haft áhrif á um
10.000 flugfarþega á degi hverjum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir lagasetningu þó ekki
koma til greina og vonar að deilu-
aðilar nái saman sem fyrst. „Eins
og komið hefur skýrt fram hjá sam-
gönguráðherra, sem fer með þenn-
an málaflokk, þá höfum við ekki í
hyggju að skipta okkur af þessari
deilu. Deiluaðilar verða að leysa
málin sjálfir og við vonum svo sann-
arlega að það takist sem allra fyrst.
Lagasetning kemur ekki til greina,“
segir Katrín.
Morgunblaðið/Hari
Öngþveiti Víða mátti sjá langar raðir inni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og kvarta margir farþegar undan lítilli upplýsingagjöf vegna verkfallsins.
Fundað fram á nótt
Verkfall flugvirkja hófst í gær Setið var á sáttafundi fram á nótt í húsakynn-
um ríkissáttasemjara Lagasetning er ekki möguleiki, segir forsætisráðherra
MMikil óánægja ... »4 og 8
Borgarráð hefur orðið við beiðni
Valsmanna hf. um að fá að þinglýsa
4,4 milljarða tryggingabréfi vegna
uppbyggingar við Hlíðarenda.
Bréfið er gefið út á fyrsta veðrétt
svonefnds F-reits. Þar áforma Vals-
menn að byggja allt að 191 íbúð í
samstarfi við fjárfesta.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er rætt um það meðal Vals-
manna að söluverð íbúða við Vals-
svæðið geti orðið allt að 100-200
milljónir. Vegna breytinga á skipu-
lagi kemur til greina að byggja 880-
930 íbúðir á svæðinu.
Fjárhæð tryggingabréfsins er vís-
bending um að uppbygging íbúða
við Hlíðarenda verði tuga milljarða
verkefni á næstu árum. »6
Teikning/Alark arkitektar
Hlíðarendi Reitur Valsmanna hf. er ská á
móti Umferðarmiðstöðinni, BSÍ.
4,4 milljarða bréf
í Vatnsmýrinni
„Það er ekki til
nein altæk lýsing
á þeim sem ger-
ast uppvísir að
svona hegðun,
eða þeim fyrir-
tækjum þar sem
áreitni og ofbeldi
viðgangast,“ seg-
ir Jakob Gunn-
laugsson, sál-
fræðingur hjá
Vinnuvernd, en að hans mati er
vænlegast að skapa vinnustaða-
menningu þar sem samskipti eru
opin og traust. Þannig megi oft
koma í veg fyrir kynferðislega
áreitni og ofbeldi í vinnunni.
„Það hvílir líka á þeim sem verða
vitni að einelti, áreitni eða ofbeldi
að láta vita og láta í sér heyra, því
með því að gera ekki neitt er í raun
verið að samþykkja þessa hegðun,“
segir Jakob. »14
Opin og traust sam-
skipti eru mikilvæg
Áreitni Taka þarf á
vandamálinu.
Til stendur að bjóða út fram-
kvæmdir við viðbyggingu Grunn-
skóla Borgarness fljótlega eftir
áramót. Er þetta fjárfrekasta verk-
efni Borgarbyggðar næstu árin.
Reiknað er með 113 milljóna
króna rekstrarafgangi hjá Borgar-
byggð á komandi ári, samkvæmt
fjárhagsáætlun sem samþykkt var
samhljóða af öllum bæjarfulltrúum.
Mikið aðhald hefur verið í rekstri
og framkvæmdum síðustu árin og
hefur verið hægt að greiða niður
skuldir vegna þessa.
Ný viðbygging skólans verður á
tveimur hæðum með 700 fermetra
heildargólffleti. »10
Grunnskóli Borgar-
ness stækkar mjög