Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
Guðmundur Arason kom frá Vestmannaeyjum
ásamt foreldrum sínum og eldri bróður til
Reykjavíkur á kreppuárunum. Fjölskyldan
var gjaldþrota, þjóðfélagið stóð á brauðfótum
og framtíðin allt annað en björt.
Í höfuðborginni vann hann við sendisveinastörf
en 12 ára varð hann að hætta í skóla til að
leggja sitt af mörkum við kaup á lítilli íbúð
fyrir fjölskylduna.
Í bókinni skrifar Guðmundur um lífshlaup sitt,
bernskuárin í Eyjum og lífið í Reykjavík.
Hann lærði járnsmíði sem markaði upphafið að
langri og farsælli starfsævi framkvæmdamanns,
sem með framsýni og dugnaði byggði upp
fyrirtækið GA smíðajárn, sem í dag er eitt
stærsta járninnflutningsfyrirtæki á Íslandi.
Ævisaga framkvæmdamannsins
Guðmundar Arasonar
NÝ
BÓ
K
Fæst í Hagkaupi í Garðabæ og Skeifunni og Eymundsson /Pennanum.
Þegar Sjálfstæð-
isflokkur og Vinstri
grænir hafa fallist í
pólitíska faðma og
myndað ríkisstjórn
undir forystu róttæks
sósíalista, í fyrsta skipt-
ið í stjórnmálasögu Ís-
lands, bregður eðlilega
mörgum í brún. Já,
hvað er að gerast í ís-
lenskum stjórnmálum?
spyr margur sig þegar
pólitísk umpólun verður með slíkum
afgerandi hætti, og nú hefur gerst. Því
þessi staða og þróun er þvert á það
sem er að gerast í stjórnmálun á Vest-
urlöndum og í helstu nágrannalöndum
okkar að undanförnu.
Sú staðreynd að þrjú æðstu emb-
ætti íslenska lýðveldisins skipa nú allt
róttækir vinstrisinnar hlýtur að segja
sína sögu. Þannig skipar mjög
alþjóðasinnaður sósíaldemókrati for-
setaembættið, róttækur sósíalisti for-
sætisráðherraembættið, og kommú-
nisti af gamla skólanum stól forseta
Alþingis. Halló Íslendingar!
Þvert á pólitíska þróun
Þessi einstaka lykilstaða vinstri-
manna í æðstu embættum þjóð-
arinnar í dag, og ekki bara í lands-
stjórn og á Bessastöðum, heldur líka í
sjálfri höfuðborginni þar sem borg-
arstjórinn er líka sósíaldemókrati,
hlýtur að eiga sér eða kalla á skýr-
ingar. – Því þetta er þvert á þá póli-
tísku þróun sem nú á sér stað víðast
erlendis. Þar sem vinstrimennska er á
undahaldi ásamt fjölmenningar-
marxisma og pólitískum rétttrúnaði,
gagnvart framsæknum þjóðhyggju-
öflum, nú síðast í þingkosningunum í
Þýskalandi og þar áður í Austurríki
þar sem Frelsisflokk-
urinn þar bar góðan sig-
ur úr býtum.
Varðstaða Sjálfstæð-
isflokksins brást
Sá stjórnmálaflokkur
sem í upphafi 20. aldar
var stofnaður af borg-
aralegum öflum gegn
vinstrimennsku og upp-
gangi kommúnisma, já,
fyrir þjóðlegum gildum
og viðhorfum, stóð í ístað-
inu framan af öldinni. En
eftir að hafa tapað fyrir hræðslu-
bandalagi vinstrimanna Í Reykjavík, R-
listandum, og að Davíð Oddsson yfirgaf
skútuna, fór verulega að halla undan
fæti hjá flokknum. Varðstaða Sjálf-
stæðisflokksins brást svo endanlega við
hrunið mikla 2008 og hefur hann ekki
borið sitt barr síðan. – Í raun hefur ver-
ið átakanlegt að horfa á hvernig hann
hefur borist með straumi vinstri-
mennskunnar og hins pólitíska rétt-
trúnaðar og það svo að fjölmenning-
armarxisminn blómstrar nú sem aldrei
fyrr. Það hefur sem sagt gerst í fyrsta
sinn að leiðtogi róttækra sósíalista hef-
ur verið krýndur sem forsætisráðherra
lýðveldisins í boði Sjálfstæðisflokksins.
Minna mátti það ekki vera! – Þar með
er engin varðstaða eða viðspyrna leng-
ur gegn vinstriöflunum! Ekki einu sinni
varðandi „No borders“-öfgaöflin, um
nánast galopin landamæri og svo síðast
varðandi öfgastefnu Vinstri grænna í
umhverfismálum. Jafnvel erlendir vog-
unarsjóðir skulu nú enn og aftur fá náð
og miskunn.
Frelsisflokkurinn
til varnar og sóknar
Þegar svo aumlega er komið í ís-
lenskum stjórnmálum hlýtur að koma
fram nýtt þjóðlegt stjórnmálaafl sem
segir hingað og ekki lengra! Flokkur
með nýjar áherslur og nýja framtíð-
arsýn. Flokkur byggður á þjóðríkja-
hugsjóninni, fullveldi og frelsi þjóða
og einstaklinga. Flokkur sem vill
koma til varnar og sóknar íslenskri
þjóðmenningu og tungu. Já, íslenskri
þjóð í eigin landi! Ekki síst til hjálpar
húsnæðislausum Íslendingum, m.a. í
Laugardalnum. Flokkur sem slær í
takt við ný evrópsk stjórnmál og evr-
ópsk þjóðhyggjuöfl í dag og hafnar
þess vegna blindri alþjóðavæðingu,
EES, og galopnum landamærum sbr.
Schengen, og skipulegrar íslamsvæð-
ingu Evrópu og Íslands.
Frelsisflokkurinn býður fram
Því miður tókst hinum nýja Frels-
isflokki ekki að bjóða fram í síðustu al-
þingiskosningum sökum tímaskorts.
En býður nú fram í komandi borgar-
og sveitarstjórnarkosningum í vor.
Þess vegna ákallar hann hin þjóðlegu
borgaralegu öfl og aðra þjóðholla Ís-
lendinga að koma nú til liðs við flokk-
inn. Á heimasíðu Frelsisflokksins
www.frelsisflokkur.is er hægt að nálg-
ast allar upplýsingar um flokkinn og
stefnu hans. Þá er hægt að hringja í
formann flokksins, Gunnlaug Ingva-
son.
Já, baráttan um Ísland er hafin!
Frelsisflokkurinn ætlar að vera þar til
varnar og sóknar! – Áfram Ísland!
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson
» Þegar svo aumlega
er komið í íslenskum
stjórnmálum hlýtur að
koma fram nýtt þjóðlegt
stjórnmálaafl sem segir
hingað og ekki lengra!
Höfundur er bókhaldari og situr í
flokksstjórn Frelsisflokksins.
gjk@simnet.is
Guðm. Jónas
Kristjánsson
Frelsisflokkur til varnar og sóknar
Í grein sem Sigurjón
Þórðarson líffræðingur
ritar (Doktor að
blekkja, Mbl. 12. des-
ember sl.) leggur hann
út af grein minni um
vel heppnaða endur-
reisn íslenska þorsk-
stofnsins (sjá vefinn
www.sfs.is og 200 mílur
á mbl.is). Sigurjón
hafnar frásögn minni
og niðurstöðu og spyr
síðan hvers vegna ég beiti blekk-
ingum til að halda því fram að árang-
ur hafi náðst við stjórn fiskveiða þeg-
ar reynslan sýni augljósleg annað. Til
að leggja eigið mat á reynsluna af
stjórnun þorskveiða ber Sigurjón síð-
an meðal ársafla þorsks á Íslands-
miðum á árunum eftir 1992 saman við
meðalaflann á sambærilegu árabili
þar á undan og kemst að því að aflinn
var meiri á árum áður. Af þessu
ályktar hann að fiskveiðistjórnunin á
seinna tímabilinu hafi verið til tjóns.
Frá mínum bæjardyrum séð er
Sigurjón þarna augljóslega á villigöt-
um. Ég mun ekki elta ólar við ein-
staka missagnir og vantanir í sam-
hengi skrifa Sigurjóns hér, bæði
líffræðilegar og efnahagslegar. Ég
læt mér nægja að benda á, að að baki
þessarar hugsunar Sigurjóns býr ein
einföld villa. Villan sú er auðútskýrð
fyrir öllum þeim sem kunna lagið um
Gleðibankann. Samhengið er einfald-
lega það að ekki dugir að taka bara út
heldur þarf líka að leggja inn.
Á tímabilinu fyrir 1992 var tekið út,
aflinn var mikill og sjálfur höfuðstóll-
inn, þorskstofninn, minnkaði mjög.
Sérstaða ársins 1992 er fyrst og
fremst sú að þá voru farin að vera síð-
ustu forvöð að stíga á bremsuna ef
ekki átti illa að fara fyrir
þorskstofninum sakir of-
veiði. Eftir 1992 tókum
við Íslendingar á vand-
anum, fikruðum okkur
áfram til úrbóta í ljósi
reynslunnar og þróuð-
um stjórntækin sem
þurfti og beittum þeim
síðan með þeim árangri
sem ég geri grein fyrir í
stærra samhengi í grein
minni. Það er síðan ekki
fyrr en árið 2007 – og
þar á eftir með form-
legum hætti frá árinu 2009 – sem við
náum að gera það sem gera þurfti, í
samræmi við það sem vísindamenn
ráðlögðu stjórnvöldum að gera með
tillögum sínum að aflareglu á árunum
1993-1994. Núverandi staða þorsk-
stofnsins og fyrirkomulag veiðistjórn-
unar hafa alla yfirburði yfir fyrri
stöðu hvað varðar minnkun áhættu,
sjálfbærni og efnahagslegan ávinning.
Ég hygg að skynsamir menn muni
átta sig á samhenginu ef þeir skoða
lýsingar sérfræðinga á þessari sögu í
öllum sínum margbreytileika með
opnum huga. Því vil ég þakka Sigur-
jóni Þórðarsyni fyrir að vekja athygli
á umræddum skrifum mínum, en þau
eiga erindi við alla.
Gleðibanki Sigurjóns
Eftir Kristján
Þórarinsson
Kristján
Þórarinsson
»Ég hygg að skyn-
samir menn muni
átta sig á samhenginu ef
þeir skoða lýsingar sér-
fræðinga á þessari sögu í
öllum sínum margbreyti-
leika með opnum huga.
Höfundur er stofnvistfræðingur SFS.
kristjan@sfs.is