Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
GRAN CANARIA
16. janúar í 14 nætur
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
102.995
m/allt innifalið
Verkfall flugvirkja Icelandair
Aron Þórður Albertsson
Höskuldur Daði Magnússon
„Það væri ábyrgðarlaust að segja eitt-
hvað að svo stöddu,“ segir Gunnar
Rúnar Jónsson, formaður samninga-
nefndar flugvirkja, í samtali við Morg-
unblaðið, en þegar blaðamaður náði
tali af honum seint í gærkvöldi var búið
að gera stutt hlé á fundi samninga-
nefnda Flugvirkjafélags Íslands og
Icelandair. Átti Gunnar Rúnar þá von
á því að fundað yrði fram eftir nóttu
vegna deilunnar.
Sáttafundurinn hófst klukkan 17 í
gær og fór hann fram í húskynnum
ríkissáttasemjara. Gunnar Rúnar vildi
lítið tjá sig um gang mála í viðræðun-
um. „Ég þori ekki að segja neitt til um
þetta. Menn eru að þreifa eitthvað fyr-
ir sér, en ég held það sé best að segja
sem minnst um það að svo stöddu,“
segir Gunnar.
Verkfall flugvirkja hófst klukkan
sex í gærmorgun eftir að fyrri samn-
ingafundi hafði verið slitið á þriðja tím-
anum. Aflýsa þurfti flugi til og frá
Kaupmannahöfn, Chicago, Wash-
ington DC, Brussel, Manchester, Zü-
rich, Lundúnum, Stokkhólmi og tveim-
ur ferðum til og frá Ósló. Þá þurfti að
seinka ferðum til Boston, Tampa, New
York, Toronto og Denver. Þegar var í
gær búið að aflýsa flugferðum Ice-
landair til Seattle og Parísar í dag.
Til að bregðast við verkfallinu var
farþegum sem ekki áttu flug fyrr en í
dag, mánudag, komið fyrir á hóteli auk
þess sem félagið bætti við flugferðum
til Evrópu í gærkvöldi.
Slök upplýsingagjöf Icelandair
Mikil óánægja var meðal erlendra
ferðamanna með afleiðingar verkfalls-
ins. Símkerfi Icelandair lá niðri um
stund og margir létu í ljós óánægju
sína á samfélagsmiðlum.
Kvartað var yfir skorti á upplýsing-
um og hversu lítill fyrirvari hefði verið
á því að ferðum var aflýst. Rósa Jó-
hannesdóttir, umsjónarmaður far-
þegaflutninga á Keflavíkurflugvelli,
segir að farþegum hafi upphaflega ver-
ið ráðlagt að hafa samband í gegnum
samfélagsmiðla eða þjónustuver Ice-
landair varðandi frekari upplýsingar.
Álagið hafi þó verið slíkt að bið í sím-
verinu hafi verið um 3 klukkustundir
auk þess sem nær ómögulegt reyndist
að svara öllum þeim fyrirspurnum og
kvörtunum sem bárust í gegnum sam-
félagsmiðla.
Grunur um verkfallsbrot
„Ég hef ekkert fengið staðfest, en
mér skilst á mínum mönnum að það
hafi einhverjir verið að sniglast þarna.
Þeirra á meðal framkvæmdastjóri
tæknideildarinnar,“ segir Óskar Ein-
arsson, formaður Flugvirkjafélags Ís-
lands. Gætt hefur óánægju meðal flug-
virkja með að yfirmenn tæknideildar
hjá Icelandair hafi verið á vellinum í
gærmorgun og vildu sumir meina að
þeir hefðu gengið í störf flugvirkja.
„Það er auðvitað ekki hægt að
banna manninum að vera þarna, hann
hefur sama aðgengi og við, en hann
hefur ekki heimild til að ganga í okkar
störf. Ég hef ekkert rætt við þá sem
hlut eiga að máli en við munum kanna
lögmæti þessa í framhaldinu,“ segir
Óskar ennfremur.
Lítið svigrúm hjá WOW air
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsinga-
fulltrúi WOW air, segir mjög mikið
vera bókað í vélar félagsins nú þegar
jólin nálgast, enda háannatími. „Við
höfum séð að það er að seljast mjög
hratt í vélarnar en það er mjög lítið
svigrúm hjá okkur. Við vonum bara að
þetta verkfall leysist sem fyrst. Þetta
er erfiður tími og margir að ferðast,“
segir hún.
Mikil óánægja meðal farþega
Verkfall flugvirkja Icelandair setti allt úr skorðum hjá félaginu Um 3 klukkustunda bið var eftir
þjónustufulltrúa í símaveri Farþegar gagnrýna mjög skort á upplýsingum og hve seint þær bárust
Morgunblaðið/Hari
Aðstoð Starfsmenn Isavia sáu meðal annars um að dreifa vatni og vistum til þeirra sem biðu í óvissu á Keflavíkurflugvelli og mynduðust langar raðir víða.
„Ég var á leið um borð í vélina þegar
okkur var tjáð að verkfallið væri
skollið á og við tæki enn meiri bið,“
segir John Oliveti, flugfarþegi frá
Ohio í Bandaríkjunum, sem nýkom-
inn var úr 9 klukkustunda stoppi í
Boston á leið sinni til Keflavíkur. Það-
an var förinni síðan heitið til München
í Þýskalandi þar sem hann hugðist,
ásamt fjölskyldu sinni, eyða jólafríinu
um borð í skemmtiferðarskipi.
Oliveti segir að sökum verkfallsins
séu líkur á að ekkert verði úr ferð-
inni, en hann er afar óánægður með
vinnubrögð Icelandair í málinu.
„Flugið okkar var klukkan 07.20
að morgni til, eftir að við fréttum að
því yrði aflýst biðum við í röð í 3
klukkustundir, eða allt þar til starfs-
maður flugvallarins sagði okkur að
bíða róleg og fá okkur að borða enda
myndi deilan að öllum líkindum leys-
ast fljótlega. Við heyrðum síðan ekk-
ert meira frá þeim og höfum þurft að
bíða í margar klukkustundir,“ segir
Oliveti og bætir við að þessi uppá-
koma muni verða til þess að hann
fljúgi ekki aftur með Icelandair.
„Ef ég mun þurfa að millilenda aft-
ur í Keflavík á næstu ferðalögum
mun ég reyna að finna einhverja aðra
kosti en Icelandair því ég vil ekki
lenda í þessu aftur,“ sagði Oliveti að
lokum.
Jólafríið hugsanlega úr sögunni og fer ekki aftur með Icelandair
Fastur John Oliveti missir hugsanlega af
jólasiglingunni sinni vegna verkfallsins.
Vanessa C, ein þeirra fjölmörgu sem áttu
bókað flug með Icelandair til Chicago í
Bandaríkjunum klukkan 15 í gær, segir
flugfélagið hafa sent frá sér litlar sem eng-
ar upplýsingar til sinna farþega.
„Þetta er afleitt, ég bara hreinlega verð
að komast heim í dag enda þarf ég að mæta
til vinnu í fyrramálið,“ segir Vanessa í
samtali við Morgunblaðið og bætir við að
hún hafi fengið fyrstu fréttir af verkfalli
flugvirkja félagsins seint í fyrrakvöld.
„Þeir sendu á mig tilkynningu með
tölvupósti daginn fyrir flug. Það er auðvit-
að alltof stuttur fyrirvari og kemur í veg
fyrir að maður geti komið sér upp vara-
plani eða gert einhverjar ráðstafanir.“
„Ég bara hreinlega verð að komast heim“
Ósátt Vanessa C er ekki sátt við
upplýsingagjöfina.
„Við áttum pantað flug til Kaupmannahafn-
ar, en í staðinn ætlum við til Dublinar með
WOW air,“ segir Kelly McFadden, flug-
farþegi frá Chicago, sem beðið hafði í um
10 klukkustundir þegar blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við hana í gær.
Hún segir að litlar sem engar upplýs-
ingar hafi borist frá Icelandair eftir að
fluginu var aflýst og því hafi hún ásamt
kærasta sínum brugðið á það ráð að fara í
jólafrí til Dublinar í staðinn. „Við fengum
tölvupóst frá þeim í gærkvöldi sem við
sáum ekki fyrr en við vorum komin til
Keflavíkur. Það gerði manni erfitt fyrir að
finna eitthvað annað, en það tókst þó,“ seg-
ir McFadden og bætir við að þetta verði til
þess að að hún muni hugsa sig tvisvar um
áður en hún velur Icelandair á nýjan leik.
Ætla til Dublinar með WOW air í staðinn
Beðið Kelly McFadden breytti
plani og fann flug með WOW air.
„Ég frétti fyrst af þessu þegar ég
lenti og komst að því að tengiflug-
inu mínu til Manchester hafði verið
aflýst,“ segir Carter Pruetz frá
Denver í Bandaríkjunum, en hann
átti bókað flug með Icelandair til
Manchester á Englandi þar sem
hann áætlar að eyða jólunum með
systur sinni. Hann segir verkfallið
ekki setja mikið strik í reikninginn
þótt það sé afar þreytandi að þurfa
að bíða eftir langt flug frá Denver.
„Ég er óánægður með að hafa
ekki fengið að vita þetta fyrr því ef
svo hefði verið hefði ég getað gert
önnur plön,“ segir Pruetz, sem von-
ar að óánægja farþega muni skila
sér í því að deiluaðilar leysi næst
málin áður en til verkfalls kemur.
„Ég vil bara komast til systur
minnar og ég veit að það eru marg-
ir í svipuðum sporum. Vonandi læra
þeir af þessu því þetta bitnar á sak-
lausum almenningi.“
Bitnar mest á sak-
lausum almenningi
Tengiflug Carter Pruetz var í gær á leið til
Englands frá Bandaríkjunum en festist hér.