Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
Hversdagsleikinn er ekkivinsælt yrkisefni í skáld-skap. Þá er frekar að gertsé út á drama og spennu,
glæpi og óvæntar uppákomur. Megin-
ástæðan fyrir þessu er sennilega hvað
hversdagsleikinn getur verið hvers-
dagslegur. Málið er hins vegar að
hversdagsleikanum er ekki alls varn-
að. Hann getur bæði verið fáránlegur
og spaugilegur.
Formaður húsfélagsins eftir Frið-
geir Einarsson er væn demba af
hversdagsleika. Friðgeir hefur áður
gefið út smásagnasafn, en hefur verið
meira áberandi í sviðslistum. Hann
stofnaði leikhópinn Kriðpleir, sem
mun vera afbökun á nafninu Friðgeir.
Hann hefur samið
fyrir svið og á bók-
arkynningu ný-
verið sagði hann
að einn kosturinn
við að vera rithöf-
undur væri að
hann hefði fulla
stjórn á sögunni
og persónum
hennar. Í leikhús-
inu þyrfti að kljást
við leikstjóra og leikara, sem allir
hefðu sínar skoðanir á verkinu.
Söguhetja bókarinnar er jafnframt
sögumaður og er aldrei nefndur á
nafn. Hann er ungur maður í millibils-
ástandi í lífinu. Hann ákveður að
leigja blokkaríbúð systur sinnar tíma-
bundið og hefst sagan þegar hann
flytur þar inn og brátt verða ýmsar
breytingar á lífi hans.
Við lesturinn er ekki ljóst hvort
eitthvað amar að sögumanni. Frá-
sögnin er skýr, en þó er eitthvað
þokukennt í sögunni. Eitt dæmi um
það er að hann fer út í sjoppu og lend-
ir í vandræðum þegar hann ætlar að
rata til baka. Blokkina sína finnur
hann ekki fyrr en eftir dúk og disk.
Þessi skortur á fundvísi verður þó
kannski skiljanlegur þegar skoðuð er
bráðvel hönnuð kápa Ólafs Unnars
Kristjánssonar þar sem einingar í fjöl-
býlishúsi renna saman í belg og biðu.
Augljóst er að söguhetjan er ekki
að springa af metnaði. Nær væri að
segja að hann liði í gegnum lífið. Hann
fær hlutverk sem bakgrunnsleikari í
kvikmynd. Þegar tökum lýkur hrósar
leikstjórinn honum, kallar hann „al-
gjört náttúrutalent“ og segir að sig
langi til að vinna meira með honum.
Þetta vekur með honum væntingar
um frekari frama í kvikmyndum.
Hann fer líka að leggja sig eftir
frammistöðu slíkra leikara. Síðar í
bókinni er sögumaðurinn að velta fyr-
ir sér mynd sem hann hefur séð. „Auk
þess finnst mér bakgrunnsleikararnir
frekar lélegir,“ lýkur hann hugleið-
ingum sínum.
Í blokkinni er vitaskuld húsfélag og
innan þess eru átök um völd og áhrif
eins og við má búast. Það þekkja þeir,
sem hafa búið í fjölbýlishúsum og
munu ugglaust kannast við margt í
bókinni. Lýsingar af starfsemi þess og
nábýli við kenjótta og sérlundaða ná-
granna eru bráðfyndnar, sérstaklega
frásögn af húsfundi þar sem rækilega
er farið ofan í það hvernig kostnaði
skal deilt þegar skipt er um glugga.
Sú lýsing er í einu og öllu í sam-
ræmi við gildandi reglur og sagði höf-
undur bókarinnar á áðurnefndri bók-
arkynningu að þeir, sem leiddist
bókin, gætu nýtt hana sem leiðarvísi
um hvað teldist sameign og hvað sér-
eign þegar skipta þyrfti um glugga.
Það þarf hins vegar talsvert húm-
orsleysi til að skemmta sér ekki við
lestur Formanns húsfélagsins. Stíll
Friðgeirs er frekar dempaður og lág-
stemmdur. Það dettur hvorki af hon-
um né drýpur þegar hann segir frá
hinum ýmsu atvikum, sem fyrir vikið
verða fyndnari og furðulegri en ella.
Það kemur líka í ljós að hversdags-
leikinn er síður en svo tilbreytingar-
laus, heldur fullur af uppákomum og
kryddi í tilveruna.
Morgunblaðið/Eggert
Hver sagði að hversdagsleik-
inn væri tilbreytingarlaus?
Skáldsaga
Formaður húsfélagsins bbbmn
Eftir Friðgeir Einarsson.
Benedikt bókaútgáfa 2017. 205 blaðsíður.
KARL
BLÖNDAL
BÆKUR
Húmor „Það þarf
hins vegar talsvert
húmorsleysi til að
skemmta sér ekki
við lestur Formanns
húsfélagsins,“ segir í
rýni um bók Frið-
geirs Einarssonar.
„Í hans augum var ég ekki lista-
maður. Ég var ekki einu sinni
manneskja. Ég var ekkert nema
skrokkur,“ skrifar Salma Hayek
um samskipti sín við kvikmynda-
framleiðandann Harvey Weinstein í
aðsendri grein sem birtist í New
York Times í vikunni. Weinstein
stjórnaði á sínum tíma Miramax
sem framleiddi kvikmyndina Frida
árið 2002 í leikstjórn Julie Taymor
þar sem Haeyk fór með titilhlut-
verkið. Í greininni lýsir Hayek því
hversu mikil upphefð sér hafi þótt
að Weinstein vildi framleiða mynd-
ina, en sú gleði hafi horfið þegar
hann fór að gera kröfu um að hún
færi með honum í sturtu, leyfði
honum að nudda sig og sleikja sköp
sín.
Þegar Hayek reyndi að losna
undan samningnum við Miramax
hótaði Weinstein að skipta henni út
í hlutverki Fridu, en Hayek gat
ekki hugsað sér að missa kvik-
myndina úr höndum sér. Í fram-
haldinu gerði Weinstein kröfu um
að handritið yrði endurskrifað,
fenginn yrði frægur leikstjóri og
stjörnuleikarar í aukahlutverkum,
sem Hayek tókst.
„Um leið og tökur myndarinnar
hófust hætti kynferðislega ofbeldið,
en reiði hans jókst,“ skrifar Hayek
og rifjar upp að Weinstein hafi
gert athugasemdir við að Hayek
væri ekki nógu
kynæsandi í hlut-
verki Fridu.
Hann óskaði eft-
ir því að hún yrði
ekki sambrýnd
og hætti að
haltra í hlutverk-
inu. „Hann tjáði
mér að kynþokk-
inn væri það eina
sem ég hefði upp
á að bjóða sem leikkona og hann
skorti í myndinni. Í framhaldinu
hótaði hann að hætta við fram-
leiðslu myndarinnar,“ skrifar
Hayek og rifjar upp að Weinstein
hafi sett sér þá úrslitakosti að hún
yrði að leika í nektarsenu með ann-
arri leikkonu í myndinni, annars
myndi framleiðslu hennar vera
hætt. Hayek segist hafa séð þann
eina kost að láta undan til að kasta
ekki vinnu samstarfsfólksins á glæ.
„Í fyrsta og eina skiptið á ferli
mínum fékk ég taugaáfall,“ skrifar
Hayek þegar hún rifjar upp töku-
daginn sem nektarsenurnar voru
myndaðar. „Líkaminn skalf stjórn-
laust, ég var andstutt, kastaði upp
á milli þess sem ég grét látlaust,“
rifjar Hayek upp og segir ljóst að
konur muni verða fyrir valdbeit-
ingu karla meðan valdajafnvægi
kynjanna er jafnskakkt og raun
ber vitni.
„Ég var ekkert
nema skrokkur“
Salma
Hayek
Barítóninn Bryn Terfel hefur dreg-
ið sig út úr uppfærslu Metropolitan-
óperunnar á Toscu þar sem hann
átti að syngja hlutverk Scarpia.
Samkvæmt frétt BBC þarf söngv-
arinn að hvíla sig vegna radd-
þreytu. Terfel er þriðji söngvarinn í
aðalhlutverki sem neyðist til að
draga sig út úr uppfærslunni sem
ætlunin er að frumsýna eftir tvær
vikur. Fyrst þurfti Jonas Kaufmann
að hætta og tók þá Vittorio Grigolo
við hlutverki Cavaradossi. Síðan
varð Kristine Opolais að hætta og
Sonya Yoncheva tók við titilhlut-
verkinu. Stuttu síðar varð hljóm-
sveitarstjórinn Andris Nelsons, eig-
inmaður Opolais, að segja sig frá
verkinu og við tók James Levine,
sem síðan var rekinn vegna ásak-
ana um kynferðislegt ofbeldi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Metropolit-
an-óperunni stendur ekki til að
fresta frumsýningu. Emmanuel
Villaume tekur við tónsprotanum
og Zeljko Lucic leysir Terfel af.
Bryn Terfel hættir við Toscu
Morgunblaðið/Þorkell
Hvíld Bryn Terfel þarf að hvíla röddina.
Sýnd kl. 10.15
Sýnd kl. 5, 8
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Sýnd kl. 2, 4
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 2, 10.20 í 3D
Sýnd kl. 3, 6, 9 í 2D
Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 6
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Þýska merkið Greiff framleiðir
hágæða fatnað með áherslur á
nútíma hönnun, þægindi og
fjölbreytt vöruúrval.
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
STARFSMANNAFATNAÐUR
FYRIR HÓTEL
OG VEITINGAHÚS.
ICQC 2018-20