Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 2
Riðuveiki hefur greinst í sýni úr kind frá bænum Urðum í Svarf- aðardal, sem fór til slátrunar í haust. Fyrir ligg- ur því að slátra þarf öllu fé á bænum, hreinsa jarðveg útihúsa og brenna innan- stokksmuni úr þeim, en slíkur er jafnan gangurinn í svona málum. Þá eru viðkomandi bændum greiddar bætur, en í nokkur ár eftir að riða greinist þarf að vera fjárlaust á við- komandi bæ. Síðast gerðist þetta á Urðum árið 2013, en nokkur riðu- veikitilvik komu upp í Svarfaðardal fyrr á árum. Frá Urðum, sem er innarlega í Svarfaðardal, fóru um 130 fjár til slátrunar í haust og í vetur eru þar á fóðrum 90-100 fjár, sem fellt verður fljótlega. „Við fengum fyrstu fréttir um þetta frá dýralækni núna á fimmtu- daginn. Ég vænti þess að við fáum svo einhverjar frekari upplýsingar nú í vikunni. Þetta er mikið áfall, þá frekar andlegt en peningalegt,“ seg- ir Einar Hafliðason á Urðum í sam- tali við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Riðuveiki í Svarfaðar- dalnum  Fargað á Urðum Kind Féð þarf að fella. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Um eitt hundrað manns komu í gær saman við Tjörnina í Reykjavík til að minnast Klevis Sula, unga mannsins sem lést 8. desember sl. eftir hníf- stunguárás á Austurvelli í Reykjavík. Kveikti fólk m.a. á kertum og lagði þau á tjarnarbakkann. Árásarmaðurinn, sem er Íslendingur, var handtek- inn skömmu eftir ódæðið. Hann er sagður hafa ráðist á Klevis og samlanda hans, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi, með eggvopni að ástæðulausu. Minningarstund var haldin í miðbænum Morgunblaðið/Hari Minntust látins vinar við Tjörnina í Reykjavík Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tæplega helmingur hælisleitenda, sem leituðu hér verndar frá árs- byrjun 2015 og til loka nóvember 2017 og kváðust vera fylgdarlaus ungmenni, reyndist vera yngri en 18 ára. Byggt var á aldursgrein- ingum hér og erlendis eða viðkom- andi gátu framvísað skilríkjum aldri sínum til sönnunar. Þetta kom fram í svörum Útlendingastofnunar við spurningum Morgunblaðsins. Frá ársbyrjun 2015 og til loka nóvember síðastliðins höfðu borist 2.520 umsóknir um vernd hér á landi. Af þeim kváðust samtals 59 vera fylgdarlaus ungmenni. Um- sækjendur um vernd hér á landi fyrstu ellefu mánuði ársins voru orðnir 1.033 eða hundrað færri en allt árið í fyrra. Í þessum hópi kváðust 24 vera fylgdarlaus ung- menni. Það eru fleiri ungmenni en bæði árin 2015 og 2016. Gerðar hafa verið 18 aldursgreiningar það sem af er þessu ári og reyndust fjórir hælisleitendur af þeim, eða 22%, vera yngri en 18 ára á grund- velli aldursgreiningar. Fjórtán voru því eldri en þeir kváðust vera. Ef vafi leikur á aldri Þórhildur Ósk Hagalín, upplýs- ingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði að ýmislegt gæti skýrt það hvers vegna fleiri hefðu farið í ald- ursgreiningu á þessu ári en t.d. í fyrra. Til dæmis gætu færri hafa verið með skilríki eða önnur gögn til að gera grein fyrir því hverjir þeir væru og aldri sínum. Umsækj- endur eru einungis sendir í aldurs- greiningu ef þeir geta ekki gert grein fyrir sér og vafi leikur á um aldur þeirra. Sé augljóslega um barn að ræða þarf ekki að senda það í aldursgreiningu. Verklag Útlendingastofnunar hvað aldursgreiningar varðar byggist á útlendingalögum. Þar segir m.a. að leiki vafi á aldri ein- staklings, sem kveðst undir 18 ára aldri, skuli framkvæmd aldurs- greining. Við meðferð máls um al- þjóðlega vernd umsækjanda sem segist vera undir lögaldri er litið svo á að viðkomandi umsækjandi sé barn þar til annað kemur í ljós með aldursgreiningu eða á annan hátt. Aldur er ákvarðaður á grundvelli rannsóknar á tönnum. Tannfræði- legar rannsóknir þykja áreiðanleg- ar í samanburði við aðrar líkams- rannsóknir og framkvæmd þeirra hefur ekki í för með sér mikið inn- grip fyrir þann sem rannsakaður er, að sögn Þórhildar. Tanngrein- ingarnar eru gerðar í samvinnu tveggja réttartannlækna.  Frá ársbyrjun 2015 og til loka nóvember sl. bárust 2.520 umsóknir um vernd hér á landi  Gerðar hafa verið 18 aldursgreiningar það sem af er þessu ári og reyndust 14 vera eldri en þeir sögðust vera Helmingur „ungmenna“ eldri en 18 Ungir hælisleitendur Heimild: Útlendingastofnun 2015 2016 2017 jan.-nóv. Samtals Umsóknir um vernd 354 1.133 1.033 2.520 Fjöldi sem kvaðst vera fylgdarlaus ungmenni 13 22 24 59 Fjöldi aldursgreininga 4 9 18 31 Fjöldi sem reyndist yngri en 18 ára á grundvelli aldursgreiningar hér á landi 2 6 4 12 50% 67% 22% 39% Heildarfjöldi sem reyndist yngri en 18 ára (aldursgreining hér og erlendis + skilríki) 6 15 8 29 46% 68% 33% 49% „Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. Honum var í gær fengið það hlutverk að sleppa nafna sínum, Grænlandsfálka sem Ágúst Halldórsson, vélstjóri á Álsey VG, fangaði á hafi úti hinn 18. nóvember síðastlið- inn. Þegar í land var komið fór Ágúst með fuglinn heim og gaf honum nafnið Árni John- sen. Í gær var svo farið heim til þingmannsins fyrrverandi að Höfðabóli í Vestmannaeyjum og þaðan tók fálkinn flugið. Þann tæpa mánuð sem fálkinn Árni John- sen var í fóstri Ágústs og fjölskyldu hans var hann í geymslu í bílskúr og aðeins í búri yfir blánóttina. „Fuglinn gat haldið sér í formi og flogið þarna inni fáeina metra. Svo ól ég hann vel með lamba- og nautakjöti og svo var eins og villieðlið brytist fram þegar ég gaf Árna lunda,“ segir Ágúst sem náði fuglinum þegar Álsey VE var á miðunum djúpt vestur af Reykjanesi. Hefur hann orð Ólafs K. Nielsens fuglafræðings fyrir því að fálkinn sé frá Grænlandi, svo greinilegur sé svipur hans. Bætir við að fyrir fjölskylduna hafi verið gaman að hafa þennan gest í heimili. Margir hafi líka sýnt honum áhuga. „Frá Árna nafna sínum flaug fálkinn alveg eins og herforingi og ég á svo sannarlega eftir að sakna hans,“ segir Ágúst. sbs@mbl.is Fálkinn flaug eins og herforingi á Stórhöfða  Árni Johnsen gaf fálkanum nafna sínum frelsi Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Nafnarnir á Höfðabóli í gær þar sem sá sem í búrinu var fékk frelsið að nýju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.