Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 10
Teikning/Borgarbyggð
Framtíðarsýn Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs A. Júlíussonar sveitar-
stjóra verður viðbyggingin á tveimur hæðum með 700 fm heildargólffleti.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir við viðbyggingu
Grunnskóla Borgarness verða boðn-
ar út fljótlega eftir áramót. Er þetta
fjárfrekasta verkefni Borgar-
byggðar næstu árin.
Reiknað er með 113 milljóna
króna rekstrarafgangi hjá Borg-
arbyggð á komandi ári, samkvæmt
fjárhagsáætlun sem samþykkt var
samhljóða af öllum bæjarfulltrúum.
Mikið aðhald hefur verið í rekstri og
framkvæmdum síðustu árin og hefur
verið hægt að greiða niður skuldir. Í
bókun sveitarstjórnarfulltrúanna
kemur fram að nú hafi skapast svig-
rúm til að ráðast í langþráðar fram-
kvæmdir. Framkvæmt verður fyrir
564 milljónir og það án þess að ráð-
ast í nýjar lántökur.
Stærsta einstaka framkvæmdin
er viðbygging við Grunnskóla Borg-
arness og endurbætur á eldra hús-
næði hans. Samkvæmt upplýsingum
Gunnlaugs A. Júlíussonar sveit-
arstjóra verður viðbyggingin á
tveimur hæðum með 700 fermetra
heildargólffleti. Þar verður fjölnota
matsalur, eldhús og önnur aðstaða
sem vantað hefur í skólann. Jafn-
framt er stefnt að verulegum end-
urbótum á eldra húsnæði sem Gunn-
laugur segir að orðin sé þörf á.
Áætlað er að þessar framkvæmdir
taki þrjú ár og á framkvæmdaáætl-
un til fjögurra ára er miðað við að
varið verði samtals 560 milljónum til
þeirra. Gunnlaugur segir að þegar
framkvæmdum lýkur verði stærstur
hluti húsnæðis grunnskólans orðinn
eins og ný bygging.
Leikskóli fluttur
Næst stærsta framkvæmdin hjá
Borgarbyggð á næsta ári er flutn-
ingur leikskólans Hnoðraborgar í
Reykholtsdal á Kleppjárnsreyki.
Kostar nýtt húsnæði um 160 millj-
ónir og dreifist á tvö ár. Stærsta
nýja verkefnið í framkvæmdaáætlun
er lagning ljósleiðara í dreifbýli
sveitarfélagsins. Borgarbyggð mun
verja allt að 100 milljónum árlega í
verkefnið á næstu þremur árum, til
viðbótar stuðningi Fjarskiptasjóðs.
Endurbyggja
Grunnskóla
Borgarness
Byggður verður fjölnota matsalur
Brúin til framtíðar
» Verkefnið Brúin til framtíðar
sem sveitarstjórn sameinaðist
um á árinu 2015 hefur skilað
þeim árangri að hagur Borgar-
byggðar hefur ekki verið betri
frá því sveitarfélagið varð til í
núverandi mynd, eða frá árinu
2006.
» Rekstrarafgangur er áætl-
aður 113 milljónir á næsta ári.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Skipulagsstofnun telur sérstaka
ástæðu til að nýta möguleika sem
eru fyrir hendi til að leggja þá kafla
Kröflulínu 3 í jörð þar sem mestra
neikvæðra áhrifa er að vænta á
landslag, ferðaþjónustu og útivist og
fugla. Stofnunin viðurkennir þó það
takmarkaða svigrúm sem er til lagn-
ingar jarðstrengja af raftæknilegum
ástæðum. Landsnet telur nauðsyn-
legt að nýta svigrúmið til að leggja
jarðstreng við flugvöllinn á Akureyri
en sú framkvæmd hefur áhrif á
Kröflulínu 3 þótt hún sé ekki á línu-
leiðinni.
Skipulagsstofnun hefur gefið álit á
áhrifum Kröflulínu 3 á umhverfið en
Landsnet hyggst leggja 220 kV há-
spennulínu, aðallega loftlínu, frá
Kröflu í Fljótsdal. Línan er liður í að
styrkja byggðalínuhringinn eins og
fyrirhugaðar línur frá Blöndustöð að
Kröflu.
Takmarkað svigrúm
Fram kemur í áliti stofnunarinnar
að ekki er unnt að leggja Kröflulínu
3 án þess að raska svæðum sem
njóta verndar vegna votlendis, jarð-
myndana og vatnsverndar. Sér-
staklega er tiltekið votlendi á Jök-
uldals- og Fljótsdalsheiði, nútíma-
hraun á vestasta hluta leiðarinnar og
vatnsvernd í Mývatnssveit. Allir
þessir þættir njóta verndar sam-
kvæmt náttúruverndarlögum og má
ekki skerða nema brýna nauðsyn
beri til.
Skipulagsstofnun bendir á að
áhrifin eru bundin við tiltekna kafla
á leiðinni. Draga megi verulega úr
neikvæðum áhrif framkvæmdarinn-
ar með því að leggja línuna í jörð.
Í matsskýrslu Landsnets kemur
fram að hámarks strengjalengd í
jarðstrengjum í Kröflulínu 3 sé 15
kílómetrar og 12 kílómetrar í Hóla-
sandslínu 3 sem liggur á milli Akur-
eyrar og Kröflu. Jafnframt er það
upplýst að ekki er hægt að reka báð-
ar þessar línur með þessar strengja-
lengdir samtímis.
Landsnet telur rétt að leggja
áherslu á að leggja jarðstreng í ná-
grenni við flugvöllinn á Akureyri og
vísaði þar meðal annars til flug-
öryggis sem er eitt af forgangs-
málum í ályktun Alþingis um jarð-
strengjamál. Þó sá kafli sé í Hóla-
sandslínu útilokar það langar
jarðstrengjalagnir í Kröflulínu 3.
Skipulagsstofnun fellst á þetta. Hún
beinir því hinsvegar til sveitar-
stjórnar Fljótsdalshrepps að taka
afstöðu til valkosta um jarðstrengi í
Fljótsdal en þeir eru á lægri spennu
og ekki háðir þeim takmörkunum
sem Landsnet tilgreinir.
Samráðsferli hafið
Samkvæmt upplýsingum Stein-
unnar Þorsteinsdóttur, upplýsinga-
fulltrúa Landsnets, verður nú rætt
frekar við sveitarfélög og landeig-
endur á línuleiðinni um undirbúning
verksins, meðal annars um skipu-
lagsbreytingar. Sett hefur verið á
fót verkefnaráð og þar sitja fulltrúar
helstu hagsmunaaðila. Ráðið verður
hluti af samráðsferlinu sem fram-
undan er.
Jarðstrengjasvigrúm
notað við flugvöllinn
Kröflulína hefur áhrif en erfitt að koma við jarðstrengjum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Háspenna Nýja byggðalínan á Norðurlandi verður öflugri en núverandi
lína. Hún verður lögð að mestu samsíða þeirri gömlu.
Byggðalínan
» Landsnet vinnur að styrk-
ingu byggðalínuhringsins til að
bæta þjónustu við Norðlend-
inga. Það á að gera með nýjum
220 kV háspennulínum frá
Blönduvirkjun að Fljótsdals-
stöð. Þær verða að mestu
samsíða núverandi byggðalínu
en mun öflugri.
» Allar línurnar eru í skipu-
lags- og umhverfismatsferli.
» Blöndulína 3 á að liggja frá
Blönduvirkjun að Akureyri.
Hólasandslína 3 á að liggja frá
Akureyri til Kröflu og Kröflu-
lína 3 þaðan til Fljótsdals-
stöðvar.
Gert er ráð fyrir tæplega 30 milljóna
króna afgangi fyrir fjármagnsliði af
rekstri Grundarfjarðarbæjar á næsta
ári, en heildartekjur sveitarfélagsins
verða skv. fjárhagsáætlun 1.034 m. kr.
Af þeim fer tæplega helmingur í laun.
Fjármagnsgjöld eru áætluð 70,3 millj-
ónir króna.
Ráðgert er á næsta ári að verja 16,9
m.kr. í framkvæmdir vegum Grund-
arfjarðarbæjar. Lagfæra á skólahús,
bæta íþróttaaðstöðu, lagfæra tjald-
stæði og kaupa búnað fyrir skóla,
áhaldahús og slökkvistöð. Þá er ráð-
gert að hefjast handa um byggingu
viðbyggingar við svokallaðan Norð-
urgarð hafnarinnar, fáist til slíks fé frá
ríkissjóði. Fjárfestingar bæjarsjóðs
Grundarfjarðar á ári komanda verða
skv. áætlun 116,9 m.kr., afborganir
lána 106,9 m.kr. og tekin verða ný lán
að fjárhæð 60 milljónir króna.
Íbúar í Grundarfirði eru í dag, skv.
tölum Hagstofunnar, 869 og hefur
fækkað um þrjátíu frá því á síðasta ári.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Sverrir Karlsson
Grundarfjörður Þrjú skemmtiferðaskip í höfn á fallegum sumardegi
Framkvæmdir á döfinni
Fjárhagsáætlun samþykkt í Grund-
arfirði Afgangur og fjárfestingar