Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingar hafaí gegnum tíðinaþurft að hafa töluvert fyrir því að tryggja að næstu kynslóðir töluðu ís- lensku. Eftir að landið opnaðist upp á gátt fyrir erlendum áhrifum hefur síður en svo verið sjálfsagt að hægt væri að verja íslenskuna gegn áhrif- um annarra tungumála. En þetta hefur tekist, enda Íslendingar verið staðráðnir í að glutra ekki niður eigin tungumáli þó að þeir gerðu sér um leið grein fyrir þýðingu þess að kunna á tungu- málum annarra góð skil. Þetta tvennt getur farið vel saman, en gæti landsmenn sín ekki getur líka verið stutt í að íslensk tunga drukkni í erlendum áhrifum. Margt þarf að vinna saman svo að verja megi tunguna. Að stórum hluta fer þessi vörn fram á heimilum landsmanna og þess vegna skiptir máli að allir séu meðvitaðir um þetta. Skólarnir eru önnur mikilvæg stofnun þar sem yngri kynslóðin ver stórum hluta tíma síns og verður seint ofmetin í þessu efni. Bækur hafa alla tíð skipt landsmenn miklu að þessu leyti. Þær eru einn helsti grunnur ís- lenskunnar og tenging við fortíð- ina. Án þeirra bóka sem gefnar hafa verið út í gegnum aldirnar væri íslenskan ekki það sem hún er í dag. Á það hefur verið bent að bókaútgáfa eigi við ramman reip að draga í seinni tíð. Hækk- andi skattar hafa haft neikvæð áhrif á bóksölu auk þess sem of- framboð á annarri og erlendri afþreyingu gerir bókaútgef- endum erfitt fyrir. Af þessum sökum er eðlilegt að nú sé uppi umræða um að afnema virðis- aukaskatt af bókum og að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar komi fram að það standi til. Svipaða sögu er að segja um frjálsa fjölmiðla hér á landi og þeir eiga jafnvel í enn harðari samkeppni við erlenda miðla en bækurnar. Að auki búa þeir við þær aðstæður að ríkið heldur sjálft úti fjölmiðli í beinni sam- keppni við þá. Ríkið hér á landi gerir ekkert til að bæta frjálsum fjölmiðlum upp það tjón sem þeir verða fyrir vegna fjölmiðlarekst- urs ríkisins, sem fær milljarða króna úr vösum almennings á sama tíma og ríkisfyrirtækið keppir af fullum þunga á auglýs- ingamarkaði. Allra síðustu ár hafa aðstæður á fjölmiðlamarkaði breyst hratt með afleiðingum sem tæpast hafa farið framhjá nokkrum manni. Þessar aðstæður hafa orðið til þess að tveir blaðaútgef- endur, sem teljast af stærri gerðinni þegar horft er á okkar litla markað, hafa lagt upp laup- ana og útgáfan sem þeir stóðu fyrir að mestu lagst af. Á sjón- varpsmarkaði hafa einnig orðið þekkt afföll og fleiri staðið tæpt og gefið eftir. Þá er skammt að minnast þess að ris- inn á frjálsa fjöl- miðlamarkaðnum seldi megnið af eig- um sínum eftir þungan rekstur og er stærstur hluti þeirra eigna nú runninn inn í fjarskiptafélag. Ekki er útséð með hversu vel fer á því. Loks má nefna að útgefandi þessa dagblaðs hefur ekki farið varhluta af þeim aðstæðum sem ríkja á fjölmiðlamarkaði. Frjálsir fjölmiðlar hafa mikla þýðingu þegar kemur að viðhaldi íslenskunnar og þess vegna ættu aðstæður fjölmiðla að vera hverjum manni áhyggjuefni. Er- lendar leitarvélar og samskipta- miðlar, einkum Google og Face- book, valda miklu um þá stöðu sem uppi er. Fram kom í frétt mbl.is á dögunum að Google og Facebook væru með um 84% af stafræna auglýsingamarkaðnum á heimsvísu, utan Kína. Á næsta ári er gert ráð fyrir að þessar auglýsingar muni aukast um 4,3% og búast má við að hlutur þessara tveggja risa af aukning- unni verði um tvö þúsund millj- arðar króna. Þetta eru svimandi fjárhæðir og ástæða er til að hafa í huga að þessir risar lifa að stórum hluta á því efni sem fjöl- miðlar framleiða og hafa meðal annars skákað í því skjóli að geta valið sér skattalegt umhverfi. Óhætt er að segja að þeir deili ekki kjörum með fjölmiðlum ein- stakra landa. Þetta er það sem fjölmiðlar keppa við í dag og á stærstan þátt í því umróti sem er á fjöl- miðlamarkaði víðast hvar. Og víðast hvar sýnir ríkisvaldið þessu mikinn skilning með því til dæmis að beina eigin auglýs- ingum inn í frjálsa fjölmiðla, nið- urgreiða dreifingarkostnað dag- blaða og halda úti sérstökum sjóðum til að vega upp á móti óeðlilegum áhrifum ríkis- fyrirtækja á markaðinn. Þá er mjög algengt, einkum í Evrópu, að fjölmiðlar búi vegna sérstöðu sinnar við mun hagfelldara skattaumhverfi en almennt ger- ist. Virðisaukaskattur er al- mennt mun lægri en hér á landi og í þeim löndum sem við horfum helst til er 0% virðisaukaskattur á áskriftir dagblaða. Þau ríki sem hér er vísað til eru margfalt fjölmennari en Ís- land og eru ekki í jafn viðkvæmri stöðu og Íslendingar þegar kem- ur að eigin tungu og menningu. Engu að síður sjá þau hætturnar og hafa þegar gripið til aðgerða. Hér á landi virðast stjórnvöld vera farin að sjá hætturnar og virðast raunar hafa séð þær um nokkra hríð. En þau eru enn að hugsa málið. Þau eru enn með „breytingar til athugunar“ í stað þess að grípa til aðgerða eins og önnur ríki hafa þegar gert. Hvers vegna? Þær aðgerðir sem rætt er um eru einfaldar í framkvæmd. Hvað gerir biðina svona eftirsóknarverða? Nú þarf að taka af skarið um skatta- legt umhverfi fjöl- miðla og bókaútgáfu} Íslenskan er undir Þ að hríslast um mig aulahrollur þeg- ar ég skoða fjárlagafrumvarp rík- isstjórnar Katrínar Jakobsdóttur (VG). Frumvarpið sem sýnir, svo ekki verður um villst, að það er akkúrat ekkert sem á að gera í kjarabótum til handa öryrkjum. Mér er ómögulegt að skilja hvernig fulltrúar stjórnmálaflokka hafa geð í sér fyrir kosningar að koma fram fyrir þjóð sína hlaðnir fögrum fyrirheitum, sem í rauninni er engin innistæða fyrir þegar upp er staðið. Fjárlagafrumvarpið sýnir það og sannar, svo ekki verður um villst, hvar áherslurnar liggja. Hverjir og hvað það er sem er númer eitt í for- gangsröðinni? Eitt er víst að það eru ekki ör- yrkjar. Ég á einfaldlega erfitt með að skilja þessa ótrúlegu lítilsvirðingu sem þeim er sýnd. Smán Ég þarf þó ekki að vera hissa, þekki tilfinninguna allt of vel um þá umgjörð sem stjórnvöld hafa smíðað utan um okkur öryrkja. Umgjörð sem mér hefur alltaf fundist ein- kennast af smán. Ég skammaðist mín fyrir að segjast vera öryrki, skammaðist mín fyrir að vera svona sjónskert þótt það væri ekki mér að kenna. Við höfum mátt upplifa okkur sem óhagstæðan útreikning. Í augum stjórnvalda erum við ekkert annað en kostnaður, gerum ekkert gagn, ann- ars ef ekki þriðja flokks þjóðfélagsþegnar. Ég veit að ég er ekki ein um að hafa upplifað þessa líðan, við upplifum hana flest öll sem tilheyrum þessum þjóðfélagshópi. Erfitt að treysta stjórnvöldum Ég veit að það er erfitt að trúa og treysta þegar stjórnvöld hafa dregið okkur sundur og saman í háði og gert lítið úr mannréttindum okkar og afkomu. Ég veit að það eru að koma jól og að flestir sem einungis eru á örorkubót- um eru nú þegar orðnir auralausir. Ég lít um öxl til liðinna jóla, allra þeirra mörgu jóla sem ég hef klætt jólaköttinn og ekki getað glatt ástvini mína með jólagjöf öðruvísi en að greiðsludreifa á kreditkortið í marga mánuði. Hugsjónin lifir Ég stofnaði Flokk fólksins til að berjast fyr- ir okkur, berjast fyrir alla þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu. Nú hafið þið valið mig til verksins ásamt þeim hugsjóna- og dugnaðarmönn- um sem sitja með mér á Alþingi Íslendinga. Nú er ég ör- yrki á ofurlaunum og mun ekki klæða jólaköttinn í ár. Til- finningin er ólýsanleg. Um leið og ég þakka ykkur öllum sem sett hafa traust sitt á mig, vil ég segja ykkur það í al- gjörum trúnaði að ég hef engu gleymt. Ég er komin í vinnu fyrir fólkið mitt, alla þá sem þurfa á kröftum mínum og baráttuþreki að halda. Verum góð við hvert annað og brosum. Höldum í hugsjónina því hún lifir. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól Inga Sæland Pistill Sultarólin hert Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslenskar stuttnefjur hafaverið veiddar í stórum stíl viðVestur-Grænland á veturna.Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til. Erpur Snær Hansen, sviðs- stjóri vistfræðirannsókna við Nátt- úrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að stuttnefjur hafi verið veiddar í hundraða þúsunda tali á hverjum vetri við Grænland þegar veiðin var mest. „Helmingurinn af þessum stuttnefjum sem eru veiddar við Grænland yfir veturinn er íslensk- ur,“ sagði Erpur. „Þarna hefur verið stunduð gegndarlaus ofveiði. Þeir hafa verið að slátra stuttnefjunum okkar.“ Hann telur að vetrarveið- arnar við Grænland séu ein af ástæðum mikillar fækkunar stutt- nefju hér. Stuttnefjur frá Íslandi fara margar að ströndum Vestur- Grænlands að hausti. Einhverjar fara að austurströnd Grænlands. Stuttnefjur frá Svalbarða og Bjarnarey fara hins einnig upp með austurströnd Grænlands og halda sig úti fyrir norðanverðu Íslandi yfir veturinn. Íslensku stuttnefjurnar við Vestur-Grænland færa sig suður með ströndinni þegar líður á vetur- inn. Þar hafa verið stundaðar stór- felldar sjófuglaveiðar. Ferðir íslensku stuttnefjanna má lesa af dægurritum sem festir voru á fugla úr Grímsey og af Langanesi og Skjálfanda. Hægt er að skoða niðurstöður rannsóknanna á norskri vefsíðu (sea- track.seapop.no/map/). Lengi á válista Stuttnefjan hefur lengi verið á alþjóðlegum válista fugla. Á heima- síðu Náttúruminjasafns Íslands kemur fram að stuttnefju hafi fækk- að um 44% á árunum milli 1983 og 2008. Sums staðar fækkaði meira. „Í Skoruvíkurbjargi á Langa- nesi fækkaði henni um 82% á ár- unum 1986-2014. Stuttnefjan er hér á suðurmörkum útbreiðslu sinnar og er fækkun hennar rakin til hlýnunar sjávar og gróðurhúsaáhrifa; veiðar Grænlendinga eru taldar hafa slæm áhrif á minnkandi stofninn. Örlög hennar verða kannski þau sömu og haftyrðilsins.“ Fuglavernd skoraði í fyrra á grænlensk stjórnvöld að hlífa stuttnefjunni. Í henni sagði að það hafi vakið athygli umheimsins að grænlenska landsstjórnin hafi heykst á því að friða stuttnefjuna „þrátt fyrir að fjöldi aðvörunarbjalla hafi hringt undanfarin ár um að hún stæði á barmi útrýmingar“. Auk Fuglaverndar skoruðu fugla- verndarsamtök í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum og alþjóða- samtökin BirdLife á grænlensku landsstjórnina að stöðva alla veiði á stuttnefju. „Það stefnir í að veiðar útrými tegundinni sem varpfugli í Græn- landi á fáum árum en gríðarlegt veiðiálag er á fugla við vesturströnd Grænlands. Stuttnefjum sem verpa hér við land hefur fækkað mikið á síðustu árum og er talsvert af þeim drepið á vetrarstöðvum vestur af Suður-Grænlandi. Þar eru bæði mikilvægar varpstöðvar græn- lenskra stuttnefja og vetr- arstöðvar íslenskra.“ Samkvæmt heimasíðu grænlensku náttúru- fræðistofnunarinnar eru stuttn- efjur og æðarfuglar mest veiddu fuglar Grænlands. Veiði- álagið hafi umtalsverð áhrif á stofnstærðina. Stuttnefjur stráfelld- ar við Grænland Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Stuttnefjur Íslenski stuttnefjustofninn fer að stórum hluta til vetursetu við Grænland þar sem miklar sjófuglaveiðar hafa verið stundaðar. Grænlenska landstjórnin svar- aði í fyrra dönsku fuglaverndarsamtökunum sem, ásamt Fuglavernd og fleirum, skoruðu á grænlensk stjórnvöld að hlífa stuttnefj- unni. Í svarinu sagði meðal ann- ars að svartfugl væri mikilvæg fæða heimamanna. Alfriðun væri talin geta haft neikvæð áhrif á matarvenjur og meðal annars leitt til þess að börn og ungmenni misstu áhugann á hefðbundnum mat. Grænlenska sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðu- neytið lagði til minnkun vetrarveiða. Veiðitíminn á haustin og veturna yrði styttur um tvo og hálfan mánuð við S- Grænland og fjóra mánuði norðar frá því sem áður gilti. Einnig yrði veiðitími að vori styttur. Veiðitíminn styttur GRÆNLAND Erpur Snær Hansen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.