Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 17
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna,
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
hefur tekið við völdum – og fer af
stað með byr í seglin. Ríkisstjórn
þriggja flokka og Alþingi, sem
mætast með vilja til góðra verka
og breytinga, geta leyst fjölda
fólks á Íslandi úr fátækt, bágum
kjörum og vonlausum heilsuspill-
andi aðstæðum! Margir stjórn-
málaflokkar hafa komið að málum
án „nægilegra“ leiða til úrbóta. Á
Íslandi hefur fátækt verið land-
læg til fjölda ára, m.a. öryrkjar, aldraðir, lág-
launafólk og börn – það sýna niðurstöður rann-
sókna (sjá m.a. „Fátækt á Íslandi“ Harpa
Njáls, 2003, 2006, 2007, 2009 og síðar).
Hér verður sjónum beint að lífskjörum eldri
borgara, viðskiptavina Tryggingastofnunar rík-
isins (TR). Undirrituð hefur greint stöðu aldr-
aðra, þ.e. afleiðingar lagasetningar 2016 og
sýnt fram á með niðurstöðum rannsókna að
aldraðir búa við fátækt (sjá m.a. Harpa Njáls,
Morgunblaðið, 08.09. 2016 og 29.09. 2016). Fá-
tæktargildran er fyrst og fremst afleiðing
stefnumótunar stjórnvalda og Alþingis. Eft-
irlaunafólk býr við lágan lífeyri sem ákveðinn
er án þeirrar ábyrgðar að dugi til framfærslu;
harðar skerðingar og skortur á raunhæfum frí-
tekjumörkum. Skerðingar þarf að afnema! Ný-
leg rannsókn dr. Hauks Arnþórssonar sem
byggir m.a. á gögnum ríkisskattstjóra stað-
festir að 75% aldraðra hafa tekjur undir hóf-
legri framfærslu. Fjöldi aldraðra býr við fá-
tækt!
Það vekur furðu að á Íslandi sem talið er eitt
af ríkustu löndum heims skuli fátækt og skort-
ur líðast. Þetta endurspeglast m.a. í því að ríkið
ver einu lægsta hlutfalli landsframleiðslu
(VLF) allra OECD-ríkja til eftirlauna aldraðra.
Hér er þó hagsæld einna mest.
Mikilvægt er að ríkisstjórn og ný-
kjörið Alþingi – sem vald hafa til
að lögfesta ákvarðanir um lífskjör
og afkomu þegnanna – geti sett
sig í spor annarra og hafi vilja til
að sjá afleiðingar af lagasetningu
Alþingis. Afleiðingar sem fjötra
fólk í fátækt.
Hvað vakti fyrir stjórn-
málamönnum og Alþingi?
Ljóst er að frumvarp til breyt-
inga á lögum um almannatrygg-
ingar lagt fram 2016 hafði öll ein-
kenni þess að draga átti úr útgjöldum ríkissjóðs
– án tillits til afleiðinga. Ellilífeyrir TR átti ekki
að hækka um krónu, skerðingar hertar og öll
frítekjumörk (lífeyrissjóðs-, fjármagns- og at-
vinnutekna) látin fjúka – samtals 145.220 á
mánuði, þ.e.: Fram til 2017 máttu eldri borg-
arar hafa tekjur kr. 1.742.640 á ári til viðbótar
við lífeyri TR án skerðinga! Þetta frumvarp var
afrakstur nefndarstarfa til 10 ára, m.a. á vegum
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (skilað af sér
2016), og einnig nefndar Samfylkingar og VG
sem skilaði tillögum 2012, þ.e. samhljóða og
eins og hér að ofan greinir (sjá Árni Gunn-
arsson, ASÍ, 18.10. 2012).
Með baráttu Félags eldri borgara, Gráa
hersins og aldraðra fékkst lítilsháttar breyting
á frumvarpinu, m.a. 6% hækkun á ellilífeyri og
nokkuð hærri með heimilisuppbót. Eitt al-
mennt frítekjumark var sett 25.000 á mánuði,
þ.e. 300.000 á ári. Staðreyndir tala sínu máli
eins og taflan hér að neðan sýnir!
Afrakstur breytinga og
lífskjör aldraðra í dag
Hér eru sett fram mismunandi dæmi um kjör
og afkomu eldri borgara sem býr einn – eftir
breytingu á lögum um almannatryggingar, þ.e.
einstaklingur með ellilífeyri og heimilisuppbót
frá TR og eigin sparnað úr lífeyrissjóði. Skerð-
ingarhlutfall greiðslna úr lífeyrissjóði er 56,9%
til lækkunar á ellilífeyri TR. (Skerðing vegna
lífeyrissjóðs aldraðra sem býr með öðrum án
heimilisuppbótar er 45%).
Töflunni er skipt upp í þrjá hluta: Fyrsti
hluti sýnir tekjur eldri borgara frá TR og líf-
eyrissjóði; í öðrum hluta er skerðing og skattur
sem fer í ríkissjóð; í þriðja hluta er kannað
hvort laun dugi til hóflegrar framfærslu. Taflan
sýnir að ellilífeyrir og heimilisuppbót frá TR
230.000 kr. eftir skatt eru langt frá því að duga
til framfærslu, hér miðað við „dæmigert við-
mið“ velferðarráðuneytisins sem hvorki er talið
lúxus né lágmarksneysla og hóflegan húsnæð-
iskostnað. Það vantar rúmlega 136.000 kr. eða
37,2% til að ellilífeyrir frá TR dugi til fram-
færslu. Þetta sýnir glögglega að lífeyrir er
ákveðinn án þeirrar ábyrgðar að duga til fram-
færslu. Þetta lá fyrir áður en breytingar á lög-
um um almannatryggingar voru lögfestar 2016.
Úr þessu þarf að bæta!
Taflan sýnir að 100.000 kr. úr lífeyrissjóði
skerða ellilífeyri TR um rúmlega 42.000 kr. og
með skatti renna tæplega 115.000 kr. í rík-
issjóð. Þá vantar 100.000 kr. til að tekjur dugi
til framfærslu, þ.e. 27,3%.
Einstaklingur með 200.000 kr. úr lífeyrissjóði
missir helming þeirrar upphæðar vegna skerð-
inga og með skatti fara 187.586 kr. í ríkissjóð.
Þrátt fyrir lífeyrissjóð vantar 20% upp á að
tekjur dugi (72.886).
Eldri borgari með 300.000 kr. úr lífeyrissjóði
missir rúmlega helming vegna skerðinga
(156.475 kr.) til lækkunar útgjalda TR og rík-
issjóðs, auk 104.000 kr. í skatt! Þrátt fyrir
300.000 kr. úr lífeyrissjóði vantar hér 12,5%
upp á að eldri borgari hafi fyrir útgjöldum sem
hvorki teljast lúxus né lágmarksneysla og
mætti telja mannsæmandi lífskjör. Þannig
virkar „mekkanismi“ (vélræn högun) sem fest
var í lög um almannatryggingar og Alþingi lög-
festi í lok árs 2016. Taflan sýnir að hverjar
50.000 kr. úr lífeyrissjóði skila eldri borgara
13.600 kr. í hærri launum. Staðreyndir tala
skýru máli!
Ríkisstjórn og Alþingi
hafa verk að vinna!
Ljóst er að lífeyrisgreiðslur TR þarf að
hækka verulega. Fyrsta skref væri að hækka
lífeyri sem er 197.147 kr. eftir skatt í 300.000,
þ.e. 242.000 eftir skatt, þ.e. lágmarkslaun sem
almenn samstaða er um.
Aldraðir sem hafa ekki greiðslur úr lífeyris-
sjóði eru illa settir og fjötraðir í fátækt! Tekjur
þurfa að duga fyrir mannsæmandi lífskjörum.
Eldri borgarar þurfa að sjá einhvern ávinning
af því að leggja hluta atvinnutekna í lífeyrissjóð
– í dag éta skerðingar ríkisins þann ávinning að
mestu. Ekki dugir að bjóða 100.000 kr. frí-
tekjumark vegna atvinnu eins og fram kemur í
stjórnarsáttmálanum. Það væri klár mis-
munun! Hér þarf að koma til „almennt“ frí-
tekjumark sem þjónar öldruðum jafnt og eftir
aðstæðum. Frítekjumörk voru óbreytt frá 2009
til ársloka 2016. Eðlilegt væri að hækka þá upp-
hæð samkvæmt launavísitölu fyrir sama tíma-
bil. Aldraðir og aðrir lífeyrisþegar hafa ekki
fengið neina leiðréttingu. Þetta munu alþing-
ismenn væntanlega skilja – enda nýbúið að
„leiðrétta“ laun þeirra um fleiri hundruð þús-
und á mánuði! Er ekki tímabært að ein ríkasta
þjóð OECD-ríkja sýni fram á að það sé gott að
eldast á Íslandi? Megi núverandi ríkisstjórn og
Alþingi bera gæfu til að grípa til aðgerða sem
þarf til að draga úr fátækt og skorti á Íslandi!
Eftir Hörpu Njáls
»Megi núverandi ríkisstjórn
og Alþingi bera gæfu til að
grípa til aðgerða sem þarf til
að draga úr fátækt og skorti á
Íslandi!
Harpa Njáls
Höfundur er sérfræðingur í velferðar-
rannsóknum og félagslegri stefnumótun.
Ellilífeyrir Lífeyrsjóður Skerðing Skattur Samtals í Útborguð Framfærslu Vantar á
Heimuppbót tekjur 56,9% 36.94% ríkissjóð laun viðmið laun dugi
281.050 0 0 50.913 50.913 230.137 366.350 136.213
266.825 50.000 14.225 64.128 78.353 252.697 366.350 113.653
238.375 100.000 42.675 72.089 114.764 266.286 366.350 100.064
209.925 150.000 71.125 80.049 151.174 279.876 366.350 86.474
181.475 200.000 99.575 88.010 187.586 293.464 366.350 72.886
153.025 250.000 128.025 95.970 223.995 307.055 366.350 59.295
124.575 300.000 156.475 103.931 260.406 320.644 366.350 45.706
Skerðing og skattur í ríkissjóð Duga laun til framfærslu?Tekjur eldri borgara
Er einbeittur vilji til að leysa fólk út úr fátæktargildrunni?
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
Gömlu jólin Gestir Árbæjarsafns dönsuðu í kringum jólatré og sungu vinsæl jólalög í gær, ásamt gáskafullum
jólasveini. Gestir gátu einnig rölt á milli húsa og fylgst með jólaundirbúningi eins og hann var í gamla daga.
Hari
Ekki er gott að segja hverjir eiga lyfjafyrirtækið
Alvogen. Róbert Wessman er stundum sagður aðal-
eigandi, en alls ekki þegar hann er að semja um af-
skriftir skulda sinna við Glitni. Þá er aðstoðarfor-
stjórinn, Árni Harðarson, auðmaðurinn og sá sem
öllu ræður. Síðan hefur þetta haft tilhneigingu til að
breytast mjög snögglega fram og til baka eftir því
hvaða málshöfðanir eru í gangi gegn þeim fóst-
bræðrum hverju sinni.
Þeir Árni og Róbert réðu nýútskrifaðan lögfræðing
til þess að taka að sér það skítverk að krefjast hlut-
hafafundar í Pressunni og knýja hana í þrot. Þeir sem
taka þetta að sér eru stundum kallaðir útfararstjórar
og þykir ekki mjög virðulegt hlutskipti. Vonandi hef-
ur þó verið sæmilega greitt fyrir ómakið.
Þessi ágæti lögfræðingur hefur greinilega ekki
verið settur mikið inn í málin, að minnsta kosti hefur
hann þegar afhjúpað yfirgripsmikið þekkingarleysi
sitt með því að lýsa yfir áhyggjum af því að eitthvað
kunni að vera ógreitt hjá Pressumiðlunum af opin-
berum gjöldum.
Að sérlegur fulltrúi Róberts Wessmans og Árna
Harðarsonar skuli viðra slíkar áhyggjur hlýtur að
stappa nærri Íslandsmetinu í hræsni, því þessi sami
Árni var sem forsvarsmaður stærsta hluthafans í
Pressunni mánuðum saman í nánum samskiptum við
embætti Tollstjóra út af þessum sömu skuldum, vissi
nákvæmlega hverjar þær voru, kom að því fyrir hönd
Pressunnar og DV að semja um þær og sendi loks
svofellt bréf á Tollstjóra, mánudaginn 10. apríl 2017
sl.:
„… þá er loksins lokið hlutafjáráskriftinni að aukningu hlutafjár í Pressunni og
greiðast hlutafjárloforðin inn á næstu 3-4 mánuðum. Forgangur við ráðstöfun
fjármuna er inná skuld við Tollstjóra eins og um var rætt. Við erum að ganga frá
lokaskrefum í dag og á morgun og m.a. að skipta um stjórn í félaginu. Gæti ég
hitt þig á miðvikudagsmorgun til að framkvæma fyrstu greiðslu og gera 5 mán-
aða samning um greiðslu á því sem eftir stendur þannig að öll vanskil verði
þurrkuð upp. Afsakaðu hvað þetta hefur dregist og bestu þakkir fyrir þolinmæð-
ina. kveðja, Árni Harðarson.“
Svo mörg voru þau orð. Við þessa skriflegu yfirlýsingu stóð Árni Harðarson
ekki, en skildi okkur stjórnendur Pressunnar, sem lögðum trúnað á orð hans og
yfirlýsingar, eftir á köldum klaka.
Er næsta víst að skiptastjóri Pressunnar hlýtur að gera það að einu af sínum
fyrstu verkum að taka þessa yfirlýsingu aðstoðarforstjóra Alvogen til rann-
sóknar og fara í kjölfarið í það að innheimta það hlutafé sem Árni lofaði án nokk-
urs fyrirvara.
Það munar nefnilega um nokkur hundruð milljónir. Jafnvel í Vatnsmýrinni.
Eftir Björn Inga Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson
» Þeir Árni og
Róbert réðu
nýútskrifaðan
lögfræðing til
þess að taka að
sér það skítverk
að krefjast hlut-
hafafundar í
Pressunni og
knýja hana í
þrot.
Höfundur er fv. stjórnarformaður Pressunnar.
Íslandsmet í hræsni?