Morgunblaðið - 18.12.2017, Page 20

Morgunblaðið - 18.12.2017, Page 20
✝ Axel Gíslasonfæddist í Wash- ington DC í Banda- ríkjunum 1. júlí 1945. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 9. desember 2017. Foreldrar hans voru Sólveig Axels- dóttir, f. 4.2. 1922, d. 22.1. 2017, og Gísli Konráðsson f. 19.10. 1916, d. 27.4.2 003. Systur Axels eru Hólmfríður, f. 26.6. 1947, Þórhalla, f. 10.2. 1949, Sól- veig, f. 12.3. 1951, Katrín, f. 10.9. 1953, Hildur, f. 6.1. 1957, og Björg, f. 5.5. 1960. Eftirlifandi eiginkona Axels er Hallfríður Konráðsdóttir, f. 27.1. 1944, þau gengu í hjónaband 15.8. 1970. Börn Axels eru: 1) Björn, f. 25.6. 1968, maki hans er Birna Bessadóttir, f. 25.2. 1947, sonur Björns er Guðni Þór, f. 5.6. 1991. 2) Sól, f. 26.11. 1977, maki hennar er Mattias Sjöholm, f. 6.3. 1980 og dóttir þeirra er Hall- fríður Freyja, f. 10.6. 2015. 3) Dóra Björg, f. 25.10. 1978, maki hennar er Stefán Fannar Stef- ánsson, f. 1.1. 1977, og börn þeirra eru Fríða Liv, f. 19.7. 2004, Anna Emilía, f. 17.12. 2006, Bríet Björg, f. 27.6. 2009, og Axel Arnar, f. 23.12. 2015. Axel ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá MA. Hann tók fyrrihlutapróf í verkfræði við Háskóla Íslands og meistarapróf í byggingaverk- fræði frá verkfræ- ðiháskólanum í Kaupmannahöfn ár- ið 1971. Fyrsta árið eftir útskrift var Axel ráðgefandi verkfræðingur í Kaupmannahöfn. Hann réði sig síðan til starfa hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga og dótturfyrirtækjum, var aðstoð- arframkvæmdastjóri iðn- aðardeildar á Akureyri og hjá Iceland Products Inc. í Harr- isburg. Hann var fram- kvæmdastjóri skipulags- og fræðsludeildar SÍS og síðar skipadeildar í rúm átta ár. Að- stoðarforstjóri SÍS um tíma eða þar til hann var ráðinn forstjóri Samvinnutrygginga 1. janúar 1989 og síðar forstjóri Vátrygg- ingafélags Íslands hf. – VÍS sem varð til með sameiningu Sam- vinnutrygginga og Brunabóta- félags Íslands. Því starfi gegndi hann til ársins 2002 og var eftir það framkvæmdastjóri Eign- arhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga og stjórnar- formaður VÍS. Axel var virkur félagi í Rótarýklúbbnum Görðum og gegndi þar ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum hér heima og á alþjóðavettvangi. Útför Ax- els verður gerð frá Vídal- ínskirkju í dag, 18. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. Með söknuð í hjarta kveð ég elsku pabba minn. Hann var sá allra besti, traustur, hógvær, réttsýnn og góður. Pabbi hafði sínar ákveðnu skoðanir og hafði gaman af rökræðum, en alltaf var hann sanngjarn og bar virðingu fyrir öðrum. Hann fékk gott upp- eldi hjá foreldrum sínum, elsku ömmu Sollu og afa Gísla, og aldr- ei heyrði ég hann baktala aðra. Hann fylgdi alla tíð heilræðavísu afa Gísla, sem var frábært skáld. Ef þér finnst þín för sé glæst, framavonir hafi ræst, þín sé mektin mest og hæst, mundu að dramb er falli næst. Pabbi studdi mig alltaf og var duglegur að tala um það við okk- ur systkinin að við gætum allt það sem vildum. Hann var áhugasam- ur um líðan okkar og líf og hvatti okkur eindregið til að fara út fyr- ir þægindarammann, hvort sem væri í námi, starfi eða í ævintýr- um. Ævintýraþráin var sterk hjá pabba. Sem ungur maður á Ak- ureyri lagði hann meðal annars stund á kajaksiglingar og svifflug og þessi ævintýraþrá fylgdi hon- um alla tíð. Ég brosti út í annað þegar mamma hringdi áhyggju- full frá Sviss þegar pabbi var að hlaupa fram af klettum í svif- væng, kollegum hans í trygginga- geiranum til mikillar undrunar. Pabbi var virkilega fróður maður og hafði sérstakan áhuga á að ræða landafræði, náttúru- fræði, tungumál og ljóð, svona þegar við vorum ekki að ræða við- skiptalífið sem hann hrærðist í í fjöldamörg ár. Skemmtilegustu samtölin og stundirnar okkar í seinni tíð áttum við í Kaup- mannahöfn, yfir óteljandi góðum frönskum rauðvínsglösum, en þá var pabbi hættur að vinna og þau mamma dugleg að heimsækja okkur á Edvard Thomsens vej. Þvílíkar sögur og þvílíkt minni sem pabbi hafði, allt þar til sjúk- dómurinn fór að þvælast fyrir og tók loks yfirhöndina. Ég lofaði pabba á hverjum degi síðasta árið að passa upp á elsku mömmu. Það var erfitt fyrir hann og sárt að sleppa takinu. Hann var alla tíð svo svakalega skotinn í mömmu enda var hún fallegi og sterki kletturinn hans. Ég mun geyma í hjarta mínu minninguna um pabba minn, sem ég elskaði svo mikið. Dóra Björg. Ég á margar skemmtilegar og fyndnar minningar um afa. Hann var góður maður og ég leit alltaf mikið upp til hans. Mér fannst svo flott hvað hann var góður að veiða. Hann gaf mér fyrstu veiði- stöngina. Við fórum strax út á bryggju. Veiðin var engin en það var ótrúlega gaman og við eign- uðumst góðar minningar. Takk fyrir öll góðu árin afi. Ég mun sakna þín og minnast á hverjum degi. Afasaga. Þetta er sagan um afa, hann kenndi mér að tala og síðan að stafa. Axel Gíslason Bóndabeygjur og kartöflupoka oft hann tók mig í, best var samt að vera afafanginu í. Elsku besti afi, gott var þetta frá upphafi. Þetta voru góðar stundir, vildi að þú værir hér um þessar mundir. Fríða Liv. Elsku Axel stóri bróðir okkar er fallinn frá og erfitt er að þurfa að kveðja hann. Lífið er ekki allt- af réttlátt. Ekki hefði okkur grunað að við ættum eftir að horfa upp á Axel fá þennan hræðilega heilabilunar-sjúkdóm, þessi „brilliant“ heili sem hann var. Axel var elstur okkar systk- inanna og einkasonurinn. Heimili fjölskyldunnar var í 40 ár í Odda- götu 15 á Akureyri. Áhugi Axels á náttúrunni kom fljótt í ljós. Plöntur og dýr voru honum svo hugleikin að um tíma héldu for- eldrarnir að hann yrði náttúru- fræðingur. Viðskiptaáhugi hans kom líka mjög snemma í ljós og gat hann sameinað þessi tvö áhugamál með því að rækta og selja dýr; páfagauka, gull- hamstra, ánamaðka o.fl. Þess vegna varð hann fljótt fjárhags- lega sjálfstæður. Axel var okkur fyrirmynd í uppvextinum og örugglega oft pirraður á systrun- um sex þegar galsi var á heim- ilinu. Hann var ótrúlega þolin- móður og góður við okkur þótt hann ætti það til að stríða okkur svolítið en það bara tilheyrði. Á heimilinu var alltaf lögð áhersla á að við ættum að vera góð hvert við annað og vera vinir. Ef ósætti kæmi upp yrði það leyst. Þetta hefur tekist og höfum við systk- inin og fjölskyldur okkar verið góðir vinir og félagar. Öll stór- fjölskyldan hittist tvisvar á ári og er áhersla lögð á samveru, frænd- rækni og að hafa gaman. Á þessu ári hefur verið höggvið stórt skarð í þennan hóp því bæði mamma okkar og bróðir okkar hafa fallið frá, en við munum halda minningu þeirra á lofti. Ax- el var einstaklega umhyggjusam- ur við foreldra sína og átti sér- staklega gott samband við þau bæði. Hann fylgdist líka vel með öllu í lífi fjölskyldna okkar systra og barnanna okkar, enda þótti þeim öllum afar vænt um Axel frænda. Bróður okkar var treyst fyrir mörgum erfiðum og ábyrgð- armiklum störfum sem ekki verða talin upp hér. Hann sinnti þeim öllum eftir bestu samvisku. Heiðarleiki og að standa við orð sín einkenndu störf hans, enda var hann eftirsóttur stjórnandi. Axel hafði alla tíð mikinn áhuga á öllum vísinda- og tækninýjungum og einnig hafði hann mjög mikla ánægju af að ferðast. Rúmlega tvítugur fór hann umhverfis jörð- ina, sem var óvenjulegt á þeim tíma, og kom heim færandi hendi með fallegar gjafir handa okkur öllum. Axel eignaðist frábæra konu, hana Haffý, sem hann elsk- aði mikið og dáði. Það var ánægjulegt að sjá hvað hann var alltaf skotinn í Haffý sinni og tal- aði einstaklega fallega um hana og áttu þau saman marga góða áratugi. Það var alltaf gaman að heimsækja Axel og Haffý í Hæð- arbyggðina á þeirra glæsilega heimili. Þar voru haldnar veislur, mikið rökrætt og alltaf gaman. Þau voru frábærir gestgjafar. Börnum okkar fannst líka ævin- týri að koma í „höllina“ þeirra. Fyrir tveimur árum seldu þau stóra húsið og fluttu í notalega íbúð í Nýhöfn. Við systurnar sex kveðjum elsku Axel bróður, með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hann hefur verið okkur og foreldrum okkar. Hugur okkar er hjá Haffý og fjölskyldu. Hólmfríður, Þórhalla, Sólveig, Katrín, Hildur og Björg Gísladætur. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 ✝ María Egg-ertsdóttir fæddist á Vitastíg 11 í Reykjavík 23. nóvember 1929. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 6. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Eggert Thorberg Gríms- son, f. 26.6. 1891 í Stöðlakoti í Reykjavík, sjómað- ur, síðar verkamaður í Reykja- vík, d. 28.8. 1962, og Lilja El- ínborg Jónsdóttir, húsmóðir, f. 4.3. 1896 á Haukagili í Vatns- dal, Austur-Húnavatnssýslu, d. 30.9. 1969. Systkini Maríu voru: Þorbjörg, f. 1919, d. 2009; Hansína Elínborg, f. 1920, d. 1980; Kristín, f. 1924, d. 1967; Guðmundur Óskar, f. 1931, og Lárus, f. 1934, d. 1936. María giftist 3. október 1959 Ingólfi Einarssyni, skrifstofu- manni, f. 13.7. 1927 að Snjall- steinshöfða í Landsveit, Rang- árvallasýslu, d. 24.5. 2012. Foreldrar Ingólfs voru Einar Gíslason, f. 20.11. 1857 að Hæð- og gekk í Skildinganesskóla og Austurbæjarskóla. Hús for- eldra hennar í Skerjafirði var fyrsta húsið sem víkja þurfti vegna byggingar Reykjavík- urflugvallar árið 1940. Á þeim tíma var ekki sjálfgefið að stúlkur færu í framhaldsnám og vann María við ýmis störf á unglingsárunum, m.a. sem vinnukona á heimilum í Reykjavík. Að loknu prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1953 starfaði hún sem þerna á ýmsum skipum Eim- skipafélags Íslands, en þó að- allega Gullfossi. Árið 1956 veiktist Kristín systir hennar alvarlega og hætti hún þá á sjónum og flutti inn á heimili hennar þar til Kristín fluttist á Vífilsstaði. Þau María og Ing- ólfur hófu búskap á Karlagötu 7 árið 1959. Auk húsmóð- urstarfa vann María við ræst- ingar, m.a. í Þjóðleikhúsinu, Austurbæjarbíói og Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún starfaði um skeið í Kvenfélagi Langholts- sóknar og í Hvítabandinu í rúma tvo áratugi. Eftir lát Ing- ólfs bjó hún ein á Karlagöt- unni, en árið 2014 fékk hún heilablóðfall og fluttist þá á hjúkrunarheimilið Mörk haust- ið 2015. Útför Maríu fer fram frá Seljakirkju í dag, 18. desember 2017, og hefst athöfnin kl. 15. argarði í Land- broti, V.- Skaftafellssýslu, lengst af sjómaður á Eyrarbakka, d. 27.9. 1933, og Þór- unn Guðjónsdóttir, f. 8.11. 1890 að Þúfu í Landsveit, húsmóðir, d. 8.6. 1961. Fósturfor- eldrar hans voru Jóhann Teitur Magnússon, f. 22.4. 1862, bóndi að Snjallsteinshöfða, d. 14.8. 1929, og Halldóra Magnús- dóttir, f. 29.11. 1875, húsmóðir, d. 28.4. 1970. Börn Maríu og Ingólfs eru: 1) Jóhann Teitur, f. 4.7. 1960, tónlistar- og stærð- fræðikennari í Reykjavík. 2) Halldóra, f. 23.2. 1964, grunn- skólakennari í Reykjavík, gift Kjartani Birgissyni, f. 29.4. 1960, bankamanni í Reykjavík. Dætur þeirra eru Hildur, f. 28.12. 1989, geislafræðingur, gift Davíð Erni Eiríkssyni tölv- unarfræðingi, f. 20.12. 1989, og María, f. 14.8. 1991, lækna- nemi. María ólst upp í Reykjavík Miðvikudagurinn 6. desember síðastliðinn var erfiðasti dagur sem ég hef upplifað. Að vera er- lendis þegar elsku amma mín kvaddi er þyngra en tárum taki. Ég vildi óska þess að ég hefði tækifæri til að halda í höndina á henni einu sinni enn. Bara einu sinni. Það er sama hversu mikið ég sannfæri sjálfa mig og veit að hún hafi verið orðin gömul og átt hvíldina skilið, það dregur ekki úr sorginni og söknuðinum. Það er svo margt sem ég þarf að segja henni. Svo margt sem mig langar að gera með henni. Svo margt sem mig langar að gera fyrir hana. Í staðinn sit ég og skrifa minningargrein um hana, konu sem ég hefði helst viljað hafa hjá mér alltaf. Allir sem þekkja mig vita hversu mikið ég elska ömmu mína. Hún hefur verið klettur- María Eggertsdóttir ✝ Baldur Ragn-arsson fæddist á Hólmavík 4. apr- íl 1950. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 5. desember 2017. Foreldrar hans voru Ragnar Haf- steinn Valdimars- son bifreiðastjóri, f. 20.6. 1918, d. 15.7. 1996, og Þuríður Guð- mundsdóttir húsfreyja, f. 19.7. 1919, d. 28.5. 2010. Eftirlifandi systkini Baldurs eru Valdís, Aðalheiður, Unnar, Vigdís, Jónas, Ragnar Ölver og Sig- urbjörn. Baldur kvæntist Þorgerði Lilju Fossdal 28. mars 1971. Börn þeirra eru 1) Júlíus Smári, f. 8.9. 1970, d. 7.11. 1998. 2) Thelma Dögg Bald- ursdóttir, f. 2.5. 1973, sam- býlismaður Friðbjörn Bene- diktsson, f. 21.10. 1968. Synir Thelmu og Friðbjörns eru a) Baldur Smári Friðbjörnsson, f. 1995, og b) Benedikt Frið- björnsson, f. 2004. 3) Berglind Hlín Baldursdóttir, f. 16.10. 1980. Berglind giftist Tómasi Ara- syni 2004 en þau skildu árið 2009, börn þeirra eru a) Emelía Ósk, f. 1999, b) Ari Páll, f. 2001. Eiginmaður Berglindar er Eið- ur Magnússon, f. 21.2. 1978. Börn þeirra eru c) Arn- ór Logi, f. 2014, d) Elín Erla, f. 2015. Baldur ólst upp á Hólmavík hjá foreldrum sínum og átta systkinum. Á Hólmavík gekk Baldur í grunnskóla en fór eft- ir það í Iðnskólann í Reykjavík og lærði þar rafvirkjun. Árið 1970 fluttist Baldur til Akur- eyrar og stofnaði þar heimili með eiginkonu sinni. Baldur starfaði sem rafvirki alveg fram á sinn síðasta dag, bæði sem sjálfstæður atvinnurek- andi og síðastliðin ár sem starfsmaður Rafmanna ehf. á Akureyri. Útför Baldurs fer fram frá Glerárkirkju í dag, 18. desem- ber 2017, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er með þessum fátæklegu orðum sem mig langar að kveðja þig, elsku pabbi. Í gegnum tíðina höfum við brallað mikið saman og ljúfar minningar um góðan mann ylja á þessum erfiðu tímum. Ein af fyrstu minningum mínum er þegar þú komst að sækja mig og Bróa í leikskólann. Komst á vinnubílnum og við vorum með þér í bílnum þar til þú varst búinn að vinna. Ég man líka ferðirnar sem ég fékk að fara með þér þeg- ar þú þurftir að fara að gera við malara fyrir Vegagerðina. Þetta voru sannkallaðar dekurferðir. Dekrið hélt áfram því ég man ekki eftir því að þú hafir nokkurn tímann sagt nei við mig eða að eitthvað væri ekki hægt. Því var reddað, alveg sama hvernig farið var að því. Eftir að ég flutti að heiman fylgdist þú vel með því sem ég, Bjössi og strákarnir vorum að gera. Þau ár sem við bjuggum í Reykjavík leið ekki sá dagur sem þú hringdir ekki til þess að spjalla við okkur og athuga hvað við værum að gera. Þegar við vorum flutt í Graf- arvoginn kom upp sú hugmynd að byggja sumarbústað. Þá var ekkert verið að bíða neitt. Ákveð- ið var að byggja bústað miðja vegu á milli Akureyrar og Reykjavíkur og varð Vesturhóps- vatn fyrir valinu. Þú hafðir verið í vegagerð á þessu svæði „í gamla daga“ og fullvissaðir okkur um að þetta væri fallegasti staðurinn á Íslandi. Húsbyggingar hófust um páskana árið 2002 og var bústað- urinn kominn niður á sinn stað með öllu 5. júlí sama ár. Svona vildir þú hafa hlutina. Að allt gengi hratt og örugglega fyrir sig. Eftir að við fluttum norður aft- ur hittumst við nær daglega. Þá var sest niður við eldhúsborðið og gerður upp dagurinn. Það var aldrei í boði að vera með eitthvert væl eða kvarta undan einhverju. Alltaf lagðir þú áherslu á það við okkur að horfa á það jákvæða og vera þakklát. Oft langaði mig að taka fyrir munninn á þér þegar þú varst að segja drengjunum mínum sögur af prakkarastrikum þínum. Hvað þú og vinir þínir gerðu í gamla daga á Hólmavík. Þú kenndir þeim margt og ekki allt jafn gáfu- legt en þeir eiga þessar minning- ar um þig. Við gleymum því seint þegar þú kenndir Baldri Smára hnífaparís. Hann fimm ára og við í útilegu á Hvammstanga. Það endaði auðvitað með því að drengurinn kastaði hnífnum í gegnum eina tá og heilsugæslan á Hvammstanga var heimsótt. Þetta er nú bara ein af mörgum sögum sem hægt væri að segja frá. Þó svo að drengirnir okkar væru í Austurríki síðastliðna mánuði vissu þeir að afi þeirra væri að fylgjast með þeim. Þú hringdir í þá eða talaðir við þá á netinu. Spurðir þá frétta og hver væru næstu plön hjá þeim. Þér var svo umhugað um að þeim liði vel og væru glaðir. Fyrir það er- um við svo þakklát. Síðasti mánuður hefur verið okkur öllum erfiður en það var aldrei til í dæminu hjá þér að kvarta eða gefast upp. „Við tök- um þetta“ voru svörin frá þér. Aldrei að gefast upp. Nú er það okkar að gefast ekki upp, horfa fram á veginn og nýta þau tæki- færi sem lífið býður upp á. Elsku pabbi, takk fyrir að hafa verið stoð og stytta fyrir mig og fjölskyldu mína. Kveðja, Thelma, Björn, Baldur Smári og Benedikt. Baldur Ragnarsson  Fleiri minningargreinar um Baldur Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, ÓLAFUR FRIÐFINNSSON, Sóltúni 16, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 7. desember 2017. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. desember 2017 klukkan 13. Sigrún Gústafsdóttir Sunneva Líf Ólafsdóttir Hafþór Jónsson barnabörn Iðunn Steinsdóttir Guðríður Friðfinnsdóttir Hermann Árnason Stefán Friðfinnsson Ragnheiður Ebenezerdóttir Sigrún Bára Friðfinnsdóttir Elín Þóra Friðfinnsdóttir  Fleiri minningargreinar um Axel Gíslason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.