Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Aðalfundur Jarðefnaiðnaðar ehf. verður haldinn kl. 09.00 föstudaginn 29. desember á skrifstofu félagsins, Nesbraut 1, Þorlákshöfn. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu þess. Stjórn Jarðefnaiðnaðar ehf. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Kraftur í KR kl. 10.30, allir vel- komnir í leikfimi þar endurgjaldslaust. Félagsvist kl. 13, kórinn Hljómur kemur til okkar kl. 14 og syngur fyrir okkur vel valin lög og svo endum við á jóga kl. 18. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning- um kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegis- matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir vel- komnir. Sími 535 2700. Boðinn Bingó kl. 13. Spjallhópur Boðans kl. 15. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Vatns- leikfimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/15. Kvennaleikfimi, Sjálandi kl. 9.05. Stólaleikfimi, Sjálandi kl. 9.50. Kvennaleikfimi, Ásgarði kl. 10.40. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30. Ganga kl. 10. Handa- vinna / brids kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Spilað bridd kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga hjá Ragnheiði kl. 16. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, ganga kl. 10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega vel- komnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568 2586. Seltjarnarnes Ath. Leir og handavinna komið í jólafrí. Billjard, Selinu kl. 10. Krossgátu og kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga, salnum Skólabraut kl. 11. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun þriðjudag verða litlu jólin / söngur og súkkulaði í salnum á Skólabraut kl. 15. Tónlist, bókalestur, hugvekja og veitingar. Allir velkomnir. Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Askalind 4, Kóp. Sími 564 1864 www.vetrarsol.is B&S mótor með rafstar, 249cc Dreing 1 – 10 metrar 69cm vinnslubreidd Með ljósum og á grófum dekkjum Frábær í mikinn og erðan snjó Snow Blizzard snjóblásari Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Verslun UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., gull m. demanti 55.000 kr.), silfur- húð 3.500 kr. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Póstsendum Ýmislegt Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir 37-41 - verð kr. 3.990,- Teg. 627 - stærðir 37-41 - verð kr. 3.990,- Teg. 6069 - stærðir 37-42 - verð kr. 3.990,- Teg. 808 - stærðir 41-45 - verð kr. 4.500,- Teg. 824 - stærðir 41-46 - verð kr. 4.500,- Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Laugardaga 10 - 14. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á  inn minn í gegnum súrt og sætt og í hvert skipti sem eitthvað markvert gerist hlakka ég til að deila því með henni. Það er sama hvað mig hefur vanhagað um, alltaf gat ég kíkt til hennar á Karlagötuna (síðustu árin í Mörkina) og hún hlustaði. Hún var yndislegust allra sem ég þekki, hún var sterkust allra og hún var stoltust allra. Ég er þakklát að hafa fengið að eiga hana að. Það er svo margt sem ég gæti skrifað en ég á erfitt með að koma því í orð hvað hún skiptir mig miklu máli. Dýr- mætu minningarnar sem ég á um hana munu aldrei gleymast. Elsku amma, þú munt fylgja mér að eilífu. Takk fyrir allt, María. Elsku Mæja, um þig á ég margar góðar minningar. Ynd- islegri manneskju er erfitt að finna. Mæja var ávallt mjög hugulsöm og vildi öllum vel. Hún hikaði ekki við að aðstoða þá sem þurftu. Þegar mamma fæddist fyrir tímann, aðeins fjórar merkur og amma mikið veik, kom hún afa og ömmu strax til aðstoðar. 10 árum síðar er amma veiktist alvarlega og lamaðist hætti hún að starfa sem þerna á millilandaskipi og flutti heim til afa, ömmu og mömmu og aðstoðaði þau á all- an hátt, segja má að hún hafi gengið mömmu í móðurstað. Hún sinnti heimili afa og ömmu á daginn og vann úti á kvöldin allt þar til hún kynntist Ingólfi og flutti á Karlagötuna. Þegar það gerðist var búið að leggja ömmu inn á Vífilsstaði. Amma lést á Vífilsstöðum í desember 1967 eftir að hafa verið lömuð í 10 ár. Mæja gekk okkur systk- inum í ömmustað og sinnti því hlutverki af alúð fram á síðasta dag. Ein af mörgum minningum mínum sem barn er þegar mamma var lengi í símanum, þá var víst að hún var að tala við Mæju. Síðan eftir að mamma varð bráðkvödd 1993 kom það í minn hlut að taka við og átti ég mörg löng og innihaldsrík sam- töl við hana. Hin síðari ár eftir að hún var orðin ein á Karlagöt- unni áttum við okkar fasta hitt- ing á mánudagskvöldum, þá var mikið spjallað og mikið er ég þakklát fyrir allar þær sögur sem hún sagði mér. Sumarið 2014 fórum við saman í bíltúr, með viðkomu í Borgarnesi, til stóð að endurtaka það ferðalag sumarið eftir, en því miður hindruðu veikindi Mæju það. Síðustu þrjú ár voru Mæju erfið eftir að hún lamaðist og var bundin við hjólastól. En hún átti sér þann draum að ná heilsu, flytja aftur á Karlagötuna og geta dundað við hannyrðir sem hún hafði svo mikið dálæti á. Að koma í heimsókn til þín á aðfangadag til að sækja og af- henda jólagjafir hefur verið ár- visst frá því ég man eftir mér. Hin síðar ár skapaði ég þá hefð að koma og knúsa þig á jóladag og eiga með þér góða stund. Elsku Mæja, minningin um þig mun ávallt lifa með mér og hvíla í hjarta mér. Kristín.  Fleiri minningargreinar um Maríu Eggertsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðmunda Sæ-unn Guð- mundsdóttir fædd- ist í heimahúsi í Reykjavík 27. nóv- ember 1945. Hún lést á Landspít- alanum 6. desem- ber 2017. Hún var dóttir Þorsteinu Guð- nýjar Sófusdóttur vinnukonu, f. 1914, d. 1991, og Guðmundar Jóns Tómassonar, bréfbera í Reykja- vík, f. 1913, d. 1946. Faðir henn- ar varð bráðkvaddur sumarið eftir að hún fæddist og er oft sagt að hún hafi verið skírð yfir kistunni. Bræður hennar eru Alexander Guðsteinn Guð- mundsson, f. 1935, d. 2017, og Tómas Gísli Guðmundsson, f. 1940. Guðmunda ólst að mestu leyti upp á Bergstaðarstræti 31 hjá móðurömmu sinni og afa, Kristínu Oktavíu Þorsteins- dóttur, f. 1893, d. 1966, og Sófusi Al- exander Árnasyni, f. 1893, d. 1955, að- eins steinsnar frá heimili móður sinnar og bræðra, þar sem hún átti ávallt athvarf. Hún gekk í Miðbæjar- skólann og lauk námi þar 14 ára gömul. Ung að aldri starfaði hún hjá Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg þar sem hún kynntist sínum tilvon- andi eiginmanni, Þorsteini Jó- hannssyni, f. 1945, en þeim varð ekki barna auðið. Þau giftust 30. nóvember 1974 og höfðu í fyrstu heimili við Álfa- skeið í Hafnarfirði áður en þau fluttu í Maríubakka í Breiðholti þar sem þau bjuggu síðan. Útför Guðmundu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. desember 2017, og hefst at- höfnin klukkan 13. Um undrageim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Munda var sérlega iðin og lagin við handavinnu. Þær eru ófáar ullarpeysurnar, treflarnir og prjónahúfurnar sem hafa klætt margan Íslendinginn og Norðmanninn kalda vetrar- daga. Hún heklaði og bróderaði dúka sem prýða mörg heimili. Munda las mikið og með því kenndi hún sér sjálf norsku, ensku og dönsku. Hún hafði yndi af óperu, sem hún vildi láta hljóma mjög hátt þar sem hún var með skerta heyrn. Það fór ekki mikið fyrir Mundu og hún hélt sig gjarnan til hlés, þó var hún sérstaklega næm á þarfir annarra og vissi gjarnan um hvað mann vanhagaði áður en maður gerði sér grein fyrir því sjálfur. Mundu var umhug- að um alla þá sem hún um- gekkst og vildi gjarnan frekar hjálpa öðrum en að eyða fé sínu í sig sjálfa. Þá var hún æv- intýragjörn og ferðaðist oft til að heimsækja bæði ættingja og vini. Munda og Steini voru ávallt saman og var umhugað um alla í stórfjölskyldunni. Barngæska var hennar helsta persónueinkenni. Frænkubörn- um sínum í Noregi sendi hún barnaefni á íslensku þannig að þau gætu lært íslensku og þeg- ar þau komu í heimsókn til hennar þá var ávallt keypt kókómjólk, cheerios og cocoa puffs, jafnvel þegar þau voru orðin fullorðin. Þín verður sárt saknað, kæra Munda. Åshild, Ingvild, Arne og fjölskylda. Guðmunda Sæunn Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.