Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Kristinn Már Karlsson rekstrarfræðingur á 60 ára afmæli í dag.Hann starfar hjá EIK fasteignafélagi á útleigusviði, en EIK ereingöngu með atvinnuhúsnæði á sínum snærum. „Það er fjör á markaðnum þegar efnahagurinn er á uppleið og marg- ir eru að stofna fyrirtæki og vantar húsnæði. Við erum með allt frá 20 fermetra herbergjum yfir í mörg þúsund fermetra húsnæði. Við höfum verið að endurnýja húsnæði, en erum ekki byggingaraðili þannig séð.“ Kristinn hefur unnið hjá EIK í fimm ár en var þar áður sviðsstjóri í Borgarleikhúsinu, en hann var mikið í leikhús- og sjónvarpsbransanum áður en hann fór í fasteignabransann. „Þetta snýst allt á endanum um mannleg samskipti í vinnunni.“ Áhugamál Kristins eru golf, götuhlaup, íþróttir og fjölskyldan. „Ég fer í golf á sumrin og held með Chelsea og KR í boltanum. Ég er búinn að hlaupa fjórum sinnum hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og stefni á að fara í tvö hálfmaraþon á næsta ári.“ Kristinn var með 80 manna afmælisveislu á laugardaginn en ætlar að eyða afmælisdeginum sjálfum með nánustu fjölskyldu og fara út að borða með henni. Eiginkona Kristins er Dagný Þórólfsdóttir, viðskiptafræðingur og sérfræðingur hjá Íslandspósti, og búa þau í Reykjavík. Börn þeirra eru Hlynur 38 ára verkfræðingur, Valgerður 29 ára sjúkraþjálfari og Unn- ur Ósk 24 ára nemi og barnabarnið er Viggó Brim, tveggja ára, sonur Hlyns. Hjónin Kristinn og Dagný stödd á Alicante síðastliðið sumar. Allt snýst þetta um mannleg samskipti Kristinn Már Karlsson er sextugur í dag S igvaldi Arason fæddist í Borganesi 18.12. 1937 og ólst þar upp. Hann var auk þess í sveit á sumrin í Seljalandi í Hörðudal í Dölum: „Þar var ég í sjö sumur við gott atlæti hjá móðursystur minni, Þorbjörgu Sigvaldadóttur, og manni hennar, Kristjáni Magnússyni. Þarna lærði ég að standa á eigin fót- um og sinna skylduverkum.“ Sigvaldi var í Barnaskóla Borgar- ness og miðskóla þar. Eftir skóla- göngu var hann fyrst á fraktskipum hjá Eimskip og síðan á vertíð í Ólafs- vík, ók mjólkurbíl hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi 1959-60 og var síðan leigubílstjóri hjá Steindóri. Þegar Sigvaldi var 17 ára festi hann kaup á sínum fyrsta vörubíl, 1955, og var síðan vörubílstjóri og gerði út vinnuvélar. Vélunum fjölg- aði og 1974 stofnaði hann verktaka- fyrirtækið Borgarverk ehf. sem hann síðan starfrækti til 2006 er sonur hans tók við rekstrinum: „Á þessum árum var alltaf eftirspurn eftir skurðgröfum og öðrum vinnu- vélum. Mikið var byggt í Borgarnesi upp úr miðjum sjöunda áratugnum og á seinni helmingi áttunda áratug- arins voru byggð Borgarfjarðarbrú, lagt dreifikerfi fyrir hitaveitu í Borgarnesi og á Akranesi og lagðar aðveitulagnir frá Deildartunguhver. Síðan tóku við tilboðsverk fyrir Vegagerðina, Flugmálastjórn og Vita- og hafnarmálastofnun. Áríð 1985 hófum við malbikunar- klæðningu á þjóðvegi landsins og hefur það verið ráðandi þáttur í starfseminni síðan, enda notum við slagorðið: „Þú ekur á okkar vegum.“ En góður rekstur er þó ekki síst að þakka samheldni fjölskyldunnar og frábærum starfsmönnum. Fyrir Sigvaldi Arason, fyrrv. framkvæmdastjóri í Borgarnesi – 80 ára Foreldrar og systkini T.fr.v.: Ari með Jón, Sigvaldi, Hólmsteinn, Ómar, Guðbjörg, Unnsteinn, Guðmundur og Ólöf. Þú ekur á okkar vegum Fargo árgerð 1947 Fyrsti vörubíll Sigvalda sem hann festi kaup á árið 1955. Reykjavík Þórunn Edda Heiðarsdóttir fæddist 24. febrúar 2017 kl. 23.17. Hún vó 3.230 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Elín Marta Ásgeirsdóttir og Heiðar Jónsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.