Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 25

Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 ALLT FYRIR HÁR & HÚÐ harvorur.is Modus Hár- og Snyrtistofa - Smáralind | Modus Hársnyrtistofa - Glerártorgi Sími: 527 2829 harvorur.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú reynir á þolinmæði þína því ósanngjarnar afsakanir verða hafðar uppi í þinn garð. Eyddu tíma í félagsskap einhvers sem er yngri en átta ára og þú færð forsmekk af paradís. 20. apríl - 20. maí  Naut Rómantíkin ræður ríkjum þessa dagana og þú ert í sjöunda himni því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Gerðu eitthvað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Keyrðu eitthvað út í busk- ann, farðu á veitingastað sem þú þekkir ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Áhyggjulaust daður í vinnunni hlýjar umhverfið. Hættu því og fylgdu hjartanu svona einu sinni. Kannski ræðst viðkomandi á þig með svívirðingum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Annaðhvort ert þú í slæmu skapi eða þú dregur til þín fólk, sem er það. Engar útskýr- ingar eru nauðsynlegar, því vinir þurfa þær ekki og efasemdamenn trúa þeim ekki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt auðvelt með að sannfæra við- mælendur þína og átt því að notfæra þér það til hins ýtrasta. Sinntu þínu og þá munt þú verða ofan á þegar vinda lægir aftur á vinnu- staðnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samskiptin innan fjölskyldunnar eru eitt- hvað ruglingsleg í dag. Frá og með deginum í dag eykst sjálfstraust hennar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Starfsferillinn er að taka spenn- andi stefnu. Er henni ætlað að leika auka- hlutverk eða fara með aðalhlutverkið? Fyrstu áfangar sambandsins gefa tóninn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert að velta fyrir þér við- urhlutamiklu efni og þarft ekki að örvænta, þótt lausnin liggi ekki í augum uppi. Vertu hispurslaus og heiðarlegur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þvílík heppni! Næstu vikur munu gjafir og greiðar koma streymandi til þín. Jafnvel hversdagslegustu hlutir verða óvenju- legir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við fjölskyldumeðlimi, einkum foreldra, ganga ekki sem skyldi í dag. Rómantíkin er uppspretta ánægju, kannski lifnar jafnvel í gömlum glæðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar þú finnur ekki leiðina út, skaltu beina meiri ljósi að aðstæðunum. Nú er tíma- bært að fara að undirbúa sumarferðina. Margt gerist í litlum hópum og þú ert leiðtogi frá náttúrunnar hendi. Alþingi var sett á fimmtudag ogþann sama dag birtist á Leir þessi hugleiðing Ólafs Stefánssonar: „Það var nefnt í blöðunum um dag- inn, að einn af þeim virðingarvottum sem forsetum Alþingis hlotnast, er að það eru málaðar af þeim myndir og hengdar upp í Alþingishúsinu. Halldór Blöndal, vökumaður Vísna- hornsins og Leirlimur, var á sínum tíma forseti Alþingis og nú kemur röðin að Steingrími. Þrátt fyrir lífsins hríðar og hregg, og hyllt hafi ólík goð, hanga brátt saman á heiðursvegg, Halldór og Steingrímur Joð.“ Páll Imsland heilsaði leirliði á hin- um fimmta degi: „Það er erfitt að yrkja um þjóðfélagsumræðuna. Mér líkar og lætur betur að fást við það sem er absúrd. En kannski er nú pólitíkin stundum absúrd“: Þjóðfélagsræðan er þörf við þingmennsku’ og fleiri slík störf. Miklu færra er efnt en í framboði nefnt. Þannig framsóknin breytist í hörf. Hallmundur Guðmundsson yrkir á Boðnarmiði: Það birtist mér bráðfalleg mær með barminn niður á lær. Mín bölvun er sú að bannar „mí tú“ að lít‘enni lítið eitt nær Bjarni Gunnlaugur Bjarnason hefur lög að mæla: Mjög er skrítið mannfólkið mörg þar held ég skýrist veila að apategund erum við með einhverskonar skriðdýrsheila. Þessi staka kallar fram Guðs- myndina eftir Þorstein Erlingsson: Hægt fær enn þinn herra séð hvernig öllu er varið þó að guðsmynd þína með þú hefur illa farið. Kenna mun sitt mark á þér mannafaðirinn eini: stofn af vígtönn enn þar er og ögn af rófubeini. Sigmundur Benediktsson lýsti veðrinu svo á Akranesi á miðviku- dag að þar skini „sól í heiði á fann- kringd fjöll, en ísing á götum og héla á láglendi“. Og því vildi hann gera tilraun til að bera birtu inn á Leir! Sólin mjalla blessar ból brosir fjallasvítan, hauðri snjallan hélukjól hannar skjallahvítan, Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þjóðfélagsumræðan og mannfólkið „ÁTTU TIL GERVIBLÓM? HÚN ER AÐ JAFNA SIG EFTIR LÝTAAÐGERГ „ÉG ER EKKI ALVEG VISS, EN ÞÚ GÆTIR HAFA FENGIÐ VITLAUST EINTAK“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ferðast bara með helstu nauðsynjar Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BROTTFARIR ÚBBS! NÁÐI SAMLOKUNNI ÁÐUR EN HÚN LENTI Í GÓLFINU LÆKNIRINN SEGIR AÐ ÉG NÁI 95 ÁRA ALDRI. Í ALVÖRU? ÞAÐ ERU FRÁBÆRAR FRÉTTIR ÉG ER 95 ÁRA SEGÐU ÞAÐ ME Ð BLÓMUM Rétt væri að flytja opinberar stofn-anir og fyrirtæki sem flest úr miðborg Reykjavíkur í úthverfin eða þá næstu bæi. Í dag eru Tollstjórinn, skattstofan, Tryggingastofnun, ráðu- neytin, dómstólarnir, Landsbankinn, ýmsar stofnanir borgarinnar og fleiri apparöt í 101 eða þar á næstu grös- um, sem er auðvitað ómögulegt, sakir þrengsla og heimatilbúinna um- ferðarteppa. Nú er reyndar hægt að sinna flestum málum í gegnum netið svo þetta kemur ekki að sömu sök og áður en auðvitað verður ekki alltaf hjá því komist að mæta á staðinn. Þetta nefnir Víkverji vegna þess að fyrir helgina átti hann erindi til sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæðinu sem er með skrifstofu við Hlíðarsmára í Kópavogi. Sá staður liggur vel við öll- um helstu umferðaræðum, þar eru næg bílastæði og gengið inn í af- greiðslu á jafnsléttu. Afar þægilegt og til fyrirmyndar. x x x Eftir að jólastússi sleppti á laugar-daginn fór Víkverji í Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg, sem nú hefur verið endurbætt með útilaug og öðru fíniríi. Vel hefur tekist til, svo sem með að tengja saman laug, bún- ingsklefa og heita potta sem er allt hvað á sinni hæðinni. Og svo er líka alveg til fyrirmyndar að þarna sé opið fram til klukkan 22 á laugardags- kvöldi – eins og nú er orðið í flestum laugum borgarinnar. Á eftir var svo tekinn rúntur niður Laugaveginn þar sem var margmenni, rétt eins og væri að kveldi Þorláksmessu. x x x Fyrir utan mas í þingmönnum umfjárlög og önnur álitaefni var í Silfrinu á RÚV í gær viðtal við Berg- lindi Rós Magnúsdóttur, spreng- lærðan fræðimann við Háskóla Ís- lands. Hún ræddi um kvenna- byltinguna #metoo og hver áhrifin af henni hugsanlega yrðu. Umfjöllunar- efnið er auðvitað brýnt og mikilvægt en nú, fáeinum dögum fyrir jól, flögr- ar hugsun flestra sennilega að öðrum málum. Víkverji skipti því af sjón- varpinu yfir á Rás 1 og hlustaði á út- varpsmessu úr Fríkirkjunni í Hafnar- firði. Það voru góð skipti. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk. 1:68)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.