Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ný uppfærsla á Hafinu eftir Ólaf
Hauk Símonarson verður frumsýnd í
Þjóðleihúsinu 26. desember. Varla
þarf að kynna lesendum verkið enda
er Hafið gjarnan sett í flokk með
merkustu leikverkum sem skrifuð
hafa verið á íslensku. Leikritið var
fyrst sýnt árið 1992 og árið 2002 kom
út samnefnd kvikmynd byggð á því.
Undanfarinn aldarfjórðung hefur
Hafið ferðast víða og verið sýnt í
Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku,
Svíþjóð, Færeyjum og Bandaríkj-
unum.
Hafið virðist hafa elst vel og þeir
söguþræðir sem fléttaðir eru saman í
verkinu eiga enn erindi við Íslend-
inga. Ólafur Haukur endurskrifaði
verkið fyrir þessa nýjustu uppfærslu
en hann segir söguna hafa haldið sér
að mestu og breytingarnar einkum
miðað að því að fækka sögupersón-
unum um þrjár. „Mér þótti það alveg
sjálfsagt mál að verða við þessari ósk
leikhússins og leikstjórans – enda
hefur leikritið komið út á prenti í þrí-
gang og verið kvikmyndað. Gamla
gerðin liggur alltaf fyrir þótt hér sé
leikin ný.“
Deilt um kvótann
Þó svo að deilur um arf og kvóta
leiki stórt hlutverk í söguþræðinum
segir Ólafur að ein ástæða þess að
Hafið hefur staðist tímans tönn eins
vel og raun ber vitni, sé að verkið er
að mörgu leyti hefðbundið fjöl-
skyldudrama. „Þar segir frá systk-
inum sem missa móður sína, en móð-
ursystir þeirra gengur þeim í móður
stað. Sú ágæta kona gerist sambýlis-
kona föðurins um leið og systirin fell-
ur frá, en karlinn er útgerðarmaður
og harðjaxl af gömlu kynslóðinni sem
metur manngildi afkomenda sinna
og annarra beinlínis eftir vinnu-
framlagi þeirra við útgerðina,“ segir
hann og líkir útgerðarmanninum við
Lé konung; gamlan höfðingja sem
vill koma veldi sínu í réttar hendur
en er glámskyggn á hver væri best
til þess fallinn að taka við keflinu. „Í
bakgrunni verksins eru svo átökin
um sjávarauðlindina, og þær ótrú-
legu breytingar sem kvótakerfið hef-
ur haft í för með sér á Íslandi. Kvóta-
kerfið var auðvitað nauðvörn enda
voru menn að eyðileggja fiskistofn-
ana með stjórnlausum veiðum. Góðu
fréttirnar voru þær að stofnunum
var bjargað og útgerðir neyddust til
að reka sig með hagkvæmari hætti.
Skuggahliðin á kvótakerfinu var aft-
ur á móti sú að sum byggðarlög fóru
halloka og ákveðin pláss misstu frá
sér miklar veiðiheimildir. Allt í einu
blöstu líka við feikileg verðmæti í út-
gerðarbaslinu; milljarðamæringar
urðu til í sjávarplássunum jafnvel
þótt útgerðin legðist af.“
Ólafur lætur í það skína að Hafið
fjalli því ekki bara um átök einnar
fjölskyldu í litlu sjávarþorpi heldur
endurspegli þær deilur sem kvóta-
kerfið skapaði í samfélaginu öllu, og
skapar enn í dag. „Það leiðir af sér að
mikil verðmætasköpun, sem byggist
á einkaleyfi til að nýta náttúru-
auðlindir, hlýtur að skapa togstreitu,
deilur og jafnvel hatur í þjóðfélaginu
– og innan fjölskyldna þar sem sumir
urðu moldríkir fyrir tilviljun en aðrir
njóta einskis af auðlindagróðanum.“
Gamli orðaforðinn
orðinn óskiljanlegur
Samfélagið hefur breyst mikið síð-
an Hafið var fyrst sýnt í leikhúsi. At-
vinnulífið í byggðum landsins er orð-
ið fjölbreyttara og deilurnar um
sjávarútveginn ekki jafn harðar þó
enn ríki hreint enginn friður um
greinina og fyrirkomulag fiskveiða.
Leikhúsið hefur breyst líka, og ís-
lenskan, tungumálið: „Ný kynslóð er
að stórum hluta tekin við á leiksvið-
inu og þar breytist ýmislegt eins og
eðlilegt er; leikmátinn, tilfinning fyr-
ir töluðu máli og hrynjandi tung-
unnar. Mikið af orðaforða gamla
vinnusamfélagsins til sjávar og
sveita er ungu fólki óskiljanlegt,“
segir Ólafur og hefur áhyggjur af því
hvert tungumálið stefnir. Hann segir
oft vera erfitt að meta þróunina á líð-
andi stund, en breytingarnar sjást
betur þegar verk eins og Hafið er
skoðað með 25 ára millibili.
„Það liggur í augum uppi að ís-
lenskan er í kröppum dansi og
kannski er hún að láta undan. Sagan
kennir okkur að tungumál geta dáið
nokkuð snögglega, og í dag er áætlað
að um fimm hundruð tungumál í
heiminum geti bráðum horfið.“
Breytingar í tungumálinu blasa
við hvert sem litið er. Jafnt í sjón-
varpi, útvarpi og prentmiðlum er
skrifað og talað mál sem hefði, að
mati Ólafs, ekki þolast fyrir aldar-
fjórðungi. Unga fólkið virðist eiga
fullt í fangi með að tjá sig á móð-
urmálinu, og raunar líka á öðrum
tungumálum. „Það virðist ekki leng-
ur vera ámælisvert að tala rangt mál
í útvarpi og jafnvel fastráðið starfs-
fólk notar kolvitlaust mál fyrir fram-
an alla þjóðina. Fyrir nokkrum ára-
tugum hefði þessu sama fólki verið
sagt upp störfum á stundinni, en
núna virðist aðalatriðið að tala hratt
og vera ofurhress.“
Skrifa í belg og biðu
Í gegnum vini í háskólasamfé-
laginu og eiginkonu sína sem kennir í
framhaldsskóla, hefur Ólafur nokkuð
góða yfirsýn yfir það hvernig ís-
lenskan er að breytast. Kennurum
þykir „dálítið skuggalegt að horfa á
ritsmíðar sem koma frá nemendum.
Margir nota ekki stóra stafi í upphafi
setninga, punktar og kommur eru oft
tilviljunarkennd rétt eins og þegar
þeir skrifa texta í símunum sínum
þar sem allt kemur í belg og biðu. Ef
gerð er athugasemd við svona skrif
er viðkvæðið oft: „En skildirðu þetta
ekki?“.“
Enskukunnáttan er litlu betri:
„Námið við háskólana fer í vaxandi
mæli fram á ensku, en sú enska sem
nemendurnir skrifa er iðulega mjög
grunn og gefur til kynna að þeir hafi
alls ekki góð tök á málinu þó þeir
haldi oft annað.“
En hvað myndi Ólafur vilja gera til
að snúa þróuninni við? Hann segir
m.a. brýnt að koma íslenskunni í raf-
tækin sem við notum og að íslenskan
verði hluti af þeirri þýðingartækni
Þjóð á milli tungumála á erfiðar
Ólafi Hauki Símonarsyni er hugleikið hversu mikið málið hefur breyst frá því leikritið Hafið var frumsýnt
sig bæði á móðurmálinu og á ensku Róttækra aðgerða er þörf ella er hætt við að leikurinn sé tapaður E
KRINGLU OG SMÁRALIND
JÓLAGJÖFIN Í ÁR