Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Kvörtunum rignir yfir Icelandair 2. „Feginn að þú ert ekki forstjóri“ 3. Aldrei grátið það að hafa eignast hana 4. Verkfall flugvirkja hafið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í 24 ár og verður þetta því í 25. skiptið sem þessi tónleika- röð er haldin og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaös- inni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni Ármann Helgason á klarínett, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir á fiðlur, Svava Bernharðs- dóttir á víólu og Sigurður Halldórs- son á selló en sérstakur gestur er Emelía Rós Sigfúsdóttir á flautu. Á efnisskránni eru tvær af perlum Mozarts, kvintett fyrir klarínett og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. Fyrstu tónleikar þessa árs verða í Hafnarfjarðarkirkju annað kvöld, í Kópavogskirkju á miðviku- dag, í Garðakirkju á fimmtudag og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík á föstudag. Allir tónleikar hefjast kl. 21 og standa í um klukkustund. Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn  Með fiðrildi í maganum er yfir- skrift Kúnstpásu-tónleika Íslensku óperunnar sem fram fara í Norður- ljósum Hörpu á morgun, þriðjudag, kl. 12.15. Þar flytja Hrafnhildur Árnadóttir sópran og Ingileif Bryn- dís Þórsdóttir á píanó aríur og ljóð eftir m.a. Fauré, Schu- bert, Poulenc og Adam. Aðgangur er ókeypis og standa tónleikarnir í um 30 mín- útur. Með fiðrildi í mag- anum á Kúnstpásu Á þriðjudag Suðvestan 10-15 m/s með éljagangi, en yfirleitt bjart- viðri eystra. Kólnandi veður. Á miðvikudag Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað austanlands. Frost 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 2-16 m/s. Byrjar að rigna um hádegi, jafnvel talsverð eða mikil rigning, einkum syðra í kvöld. Hægari suðvestlæg átt vestanlands síðdegis. Hiti 3 til 10 stig. VEÐUR Ekkert lát er á sigurgöngu Manchester City í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. City vann 16. leik sinn í röð þegar liðið kjöldró Totten- ham, 4:0. Í gær fögnuðu Manchester United og Liv- erpool sigrum á útivelli. United marði WBA, 2:1, en Liverpool var í stuði og burstaði Bournemouth, 4:0, þar sem Egyptinn Mohamed Salah skoraði eitt af mörk- um Liverpool. »2 Sextándi sigur City í röð „Þetta var geggjað og ekki amaleg jólagjöf sem ég gaf sjálfum mér,“ sagði Alfreð Finnbogason í samtali við Morgunblaðið en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3:3- jafntefli gegn Freiburg í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helgina. Alfreð hefur þar með skorað 11 mörk í deildinni. »1 Önnur þrenna Alfreðs á tímabilinu Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta urðu að sjá á bak heimsmeistaratitlinum í gær. Norðmenn, sem áttu titil að verja, biðu lægri hlut fyrir Frökkum í afar spennandi úrslitaleik í Hamborg í Þýskalandi og Frakkar fögnuðu sigri á heimsmeistaramótinu í annað skipti í sögunni. »1 Frakkar urðu heimsmeistarar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Athygli vakti þegar tvö dönsk varð- skip lágu í síðustu viku nokkra daga samtímis við Ægisgarð í Reykjavík- urhöfn. Þetta voru Hvidbjørnen og Vædderen; en þau skip og önnur tvö til viðbótar, það er Thetis og Triton, eru gerð út á norðurhöf þar sem áhafnirnar sinna strandgæslu og ýmsum þjónustuverkefnum við Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska konungdæminu. En hvernig er ferðum skipanna háttað? Treysti sterku skipi „Auðvitað eru norðurhöfin úfin. Ég hins vegar treysti mínu sterk- byggða skipi og áhöfn; mönnum sem eru vel þjálfaðir, hafa jákvætt hug- arfar og styrk til þess að takast á við ögrandi verkefni sem þeir standa andspænis,“ sagði Niels Markussen skipherra. Morgunblaðið ræddi við hann fyrir helgina þegar hann stóð í brúnni á Hvidbjørnen en skipherr- arnir og áhafnir þeirra færast ann- ars reglulega milli skipa. „Sjálfur er ég búinn að vera á þessum skipum síðan ég var sautján ára, frá árinu 1984. Það er talsverður tími, en þetta er það sem ég kann best,“ seg- ir Niels sem nú er með áhöfn sinni á Hvidbjørnen á Grænlandsmiðum. Þar verða þeir fram yfir nýár. Hvert úthald varðskipsins er um það bil tveir mánuðir með nokkurra daga stoppi til dæmis í Reykjavík eins og nú var tekið. Svo verða áhafnaskipti um miðjan janúar og þá fljúga skipverjar heim til Danmerk- ur. Eiginleg heimahöfn danska hers- ins er í Fredrikshavn á Jótlandi, en það er tilfallandi að skipin fari þang- að og þá helst til viðgerða eða slíks. „Það skapar aðhald að varðskip séu til staðar hér á hafinu og áhafnir hafi getu til þess að koma til hjálpar ef eitthvað út af bregður. Þörfin á slíku er mikil, sérstaklega þegar siglingar skemmtiferðaskipa nærri Grænlandi eru að aukast. Nei, við höfum ekki þurft að fara í hern- aðarátök eða -aðgerðir á þessu skipi. Við erum vissulega til þess búin, en verkefnin á þessu svæði hafa alltaf verið annars eðlis,“ segir Niels. Hann bætir við að Hvidbjørnen, sem var smíðaður árið 1992, sé í alla staði vel búið skip og hafi reynst vel í tím- ans rás. Til bóta sé nú, eins og sagði frá í Morgunblaðinu um helgina, að þyrla af gerðinni Seahawk er komin á skipið, en í inniverunni í Reykjavík á dögunum var henni lent á skipinu í fyrsta sinn og verður hún hluti af föstum búnaði þess. Skipherrann á Triton sem elti Polar Nanoq „Já, við erum alltaf í talsverðum samskiptum við Íslendinga; þá eink- um Landhelgisgæsluna þegar kem- ur að t.a.m. þyrluæfingum og öðrum verkefnum. Einnig eigum við sam- starf við lögregluna, eins og var síð- asta vetur þegar stúlka var myrt hér í Reykjavík,“ segir Niels sem var skipherra á Triton sem veitti græn- lenska togaranum Polar Nanoq eft- irför langt vestur í haf eftir að ljóst var að menn í áhöfn hans tengdust hvarfi Birnu Brjánsdóttur. „Það var ánægjulegt að geta lagt lið í þessum aðgerðum, en vissulega var þetta krefjandi því þegar við fór- um á eftir togaranum var slæmt veð- ur og aðstæður erfiðar. En þetta verkefni varð bara að leysa og þetta snerti mig sjálfan talsvert, enda á ég dóttur á svipuðum aldri og íslenska stúlkan sem var fórnarlambið í þessu hörmulega máli. Við hér á skipinu áttum svo eftir að fylgjast talsvert með þessu máli, en áttuðum okkur þó ekki fyrr en um síðir á því hve stórt það var í öllum fréttum hér og hreyfði mikið við þeirri friðsömu þjóð sem Íslendingar eru,“ segir Niels Ole Markussen. Skipherrann í norðurhöfum  Hvidbjørnen, Vædderen og tvö önnur varðskip Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjómaður Hafið er úfið en verkefnin verður að leysa, segir Niels sem hefur verið á dönsku varðskipunum í áratugi. Hvidbjørnen (F360) er 112,3 metra langt skip og 14,4 metrar á breidd. Alls eru 50 í áhöfn og í yfirstandandi úthaldi eru karl- arnir 48 en konurnar tvær. Skip- ið er 3.500 tonn að stærð og gengur 22 hnúta. Það er búið 76 mm fallbyssu í stefni og svo nokkrum Stinger-eldflaugum auk vélbyssna. 50 í áhöfn 3.500 TONNA SKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.