Feykir - 17.11.2011, Page 1
Það var tilkomumikið að horfa til himins í Skagafirði seinni part mánudags en þá má segja að listamaðurinn á ioftinu hafi heldur betur keppst við með pensilinn sinn og
litina. Þessi tilþrif vom undanfari háifgerðrar hitabylgju sem Norðlendingar fengu að njóta nú í vikunni en hitatöiumar náðu vel á annan tuginn á Celciusnum. Mynd: ÓAB
Norðurland vestra
Er skuldum Álftaness
velt yfir á okkur?
I síðustu viku var tekin sérstök
umræðu á Alþingi um svo kallað
aukaframlag Jöfnunarsjóðs. Þetta
er framlag upp á 700 milljónir
króna, sem í fyrra var sérstaklega
ráðstafað til sveitarfélaga í
skuldavanda.
Nú hefur ríkisstjórnin tekið þá ein-
hliða ákvörðun að ráðstafa rúmlega
40% eða 300 milljónum til eins
sveitarfélags, Álftaness, sem þýðir þá
samsvarandi lækkun á framlagi til
annarra sveitarfélaga.
-Ég óskaði eftir því að þessi
ákvörðun yrði endurskoðuð, enda
væri hún í hæsta máta óréttlát. Því
miður fékk ósk mín engar undirtektir.
Mér virðist ríkisstjórnin alveg
staðráðin í því að láta málið fara fram
svona. Það er mjög alvarlegt, segir
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður
en umræðan var tekin fyrir að hans
frumkvæði.
-Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar
hefur í för með sér 40% skerðingu á
fjármunum, til annarra sveitarfélaga,
einkanlega á landsbyggðinni. Þetta
kemur ofan í almenna skerðingu,
vegna þess að þessi upphæð sem nú er
700 milljónir, var 1 milljarður í fyrra.
Þessi sveitarfélög á landsbyggðinni eru
þess vegna að fá á sig 60% skerðingu
vegna þessa.
-Á fundum með sveitarstjórnar-
mönnum í kjördæmavikunni var mjög
kallað eftir því að þessu yrði breytt. Ég
tók þetta mál upp í sérstakri umræðu
við innanríkisráðherra sem fer með
málefni sveitarfélaga. Ekkert í máli hans
gaf mér til kynna að endurskoðunar
væri að vænta og aðeins einn þeirra
þingmanna úr stjórnarliðinu hvatti
ráðherrann til að endurskoða ákvörð-
unina. Það var Björgvin G. Sigurðsson,
aðrir virtust láta sér þetta vel líka. Það
eru mikil vonbrigði, í ljósi þessa
óréttlætis, segir Einar.
Meðferðarheimilið
Háholt í Skagafirði
Heimili en
ekki fangelsi
Elfa ogjón eru
matgæóingar vikunnar
Fyllt lambafille
að hætti
húsbóndans
Útivistar- og sportsýning í
Reiðhöllinni Svaóastöðum
Kraftur á
Króknum
FETLflR ÞU ADBUfl TL ÞfKKffl XLflKORT?
Mikið úrval af Canon prenturum, skönnum, pappír
og bleki fyrir kortavertíðina...
“CTengill ehj3—
KJARNANUM HESTEVRI 2 SAUÐARKROKI r 455 9200
Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Uh BÍLA VERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauöárkrókur Simi 455 4570