Feykir


Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 5

Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 5
43/2011 FeykJr 5 Soroptimistaklúbburinn Viö Húnatlöa. Nýr Soroptimistaklúbbur Við Húnaflóa // // Soroptimistakúbburinn „Við Húnaflóa“ var stofnaður þann 5. nóvember sl. og samanstendur af 23 konum búsettum í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu og í Bæjarhreppi. Stofnfundur klúbbsins fór fram að Reykjum í Hrútafirði og var samþættur haustfundi Soroptimista og mættu því 150 konur víðsvegar af landinu til að vera viðstaddar stofn- hátíðina. Fundað vítt og breitt viö Húnaflóann Boðið var til móttöku í Byggðasafninu að Reykjum en fundirnir fóru fram í Reykja- skóla og sjálf hátíðin í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Formaður hins nýja klúbbs er Sigríður Hjaltadóttir, heil- brigðisfulltrúi Norðurlands vestra, og sagðist hún vera alsæl með stofnun klúbbsins sem hefur haft þónokkurn aðdraganda. „Það var haldinn kynningarfundur á starfsemi Soroptimista í Gauksmýri í febrúar 2010 og hófst þar með undirbúningur að stofnun klúbbsins. Fundurinn var öllum opinn og mætti þangað fjöldi af áhugasömumkonum,“ sagði Sigríður. Ingunn Ásdís Sigurðardót- tir landsforseti Soroptimista á íslandi var einnig viðstödd vígsluna: „Móttökur nýju systranna við Húnaflóa voru með miklum myndarbrag og stofnhátíðin tókst mjög vel. Veðrið lékvið gestina sem fóru í skoðunarferð um nærliggj- andi svæði með góðri leiðsögn heimamanna.“ Við Húnaflóa er 18. Sor- optimistaklúbburinn á land- inu og með tilkomu þeirra kvenna sem þá gengu í samtökin urðu félagsmenn um 580 talsins. Að sögn Sigríðar eru störf þeirra þegar að komast í fastar skorður en þær funda mánaðarlega vítt og breitt við Húnaflóann. Siffíöur Hjaitadóttir formaður „ Við Húnafióa", Helga Sigurbjörnsdóttir formaður útbreiðslunefndar, Ingunn Ásdís Sigurðardóttir forseti Soroplimstasambands Islands og loks Uila Madsen frá Danmörku sem vígði klúbbinn. Um alþjóðasamtök Soroptimista FyrstiSoroptimistaklúbburinn var stofnaður í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum árið 1921 en á íslandi þann 19. september 1959. Samtökin fagna því 90 ára afmæli í ár. Alþjóðasamtök Soropti- mista eru framsækin alþjóða- samtök fyrir konur í stjórnun og öðrum sérhæfðum störfum. Soroptimistar vilja stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur. Jafnframt að þær geti látið drauma sína rætast til jafns við aðra og skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim. Markmið samtakanna eru að vinna að bættri stöðu kvenna og gera háar kröfur til siðgæðis. Einnig að vinna að mannréttindum öllum til handa og vinna að jafnrétti, framförum og friði, með alþj óðlegri vináttu og skilningi. Soroptimistar beita sér fyrir aðveitaþjónustuíheimabyggð, heimalandi og á alþjóða- vettvangi. /BÞ ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 558 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja á fallegum vetrarvísum sem mig minn- ir að séu eftir skáldið Sigurð Breiðfjörð. Norðnr loga Ijósin hú lofts um boga dregin. Himinsvogum iða á afvindflogum slegin. Sem gullreimuð blœja blá breidd sá eimi viður. Ljósin streyma ofan á okkar heima niður. Þorlákur Kristjánsson sem mun hafa verið kennari, veit ekki hvar, orti svo eitt sinn er hann var á heimleið úr messu. A éghlýddi orðin tóm yfirféllu skuggar. Herrans voru í helgidóm hélaðir allir gluggar. Trúlega hef ég áður í þessum þáttum birt þessa landskunnu vísu Einars Andréssonar sem meðal annars var kenndur við Bólu. Var hann á térð til Sauðárkróks með einn hest að sækja björg fyrir sitt bú. Mætti þá sveitunga sínum sem var með lest klyfjaðra hesta, sem segir við Einar, þú flytur þá á einum. Þá orti Einar. Auðs þó beinan akir veg œvin treinist meðan. Þúflytur á einum eins og ég allra seinast héðan. Meira sem tengist Skagfirðingum. Sá kunni kaupmaður á Króknum ísleifur Gíslason yrkir svo um kunnan fjáröflunarmann þar í sveit. Yfir bárur ágirndar elligrár ogslitinn. Réri árum rógburðar rann afhárum svikinn. Kunn er flestum íslandsbörnum sú brjálæðislega byggingarlist sem bankar hafa tileinkað sér yfir sína starfsemi. Guðmundur Illugason sem er íbúi á Seltjarnarnesi gekk fram hjá einni slíkri höll og orti svo. Eru að byggja upp á stáss yfir banka þjóna. Alltafþarfhún aukiðpláss okkar litla króna. Ef ég skil rétt mun vera til sjónvarpsstöð sem heitir Sýn. Einhverju sinni munu þeir kunningjar Ómar og Bubbi hafa verið þar að lýsa bardagahetjum sem mig minnir að hafi heitið Tyson og Holyfield. Fór svo í hita leiksins að annar beit í eyrað á hinum. Ragnar Ingi Aðalsteinsson horfði á þetta svínarí og orti limru. Við að sjá þessa lemjandi lubba miglangaði mest til aðgubba. Það var orrusta heit en hvers vegna beit ekki Ómar í eyrað á Bubba. Guðmundur Sigurjónsson frá Valbjarnarvöllum í Borgarfirði hefur skilning á nýtingarmöguleikum Morgunblaðsins og yrkir svo fallega. Yfir okkur laumast lœgðir leiðum veðrum stýra þær. En nú verð égað hafa hægðir. Hvar er Mogginnfrá í gær. Kunn var sú frásögn, þegar Reykjarvíkurborg keypti á sínum tíma höggmynd Nínu Sæmundsson, Hafmeyna, og var listaverkið sett niður í hólma í Reykjarvíkurtjörn. Næsta gamlárskvöld skeði það að hafmeyja þessi var gjöreyðilögð með sprengingu. Sjálfstæðiskonan Auður Auðuns sem þá var borgarstjóri í Reykjavík flutti pistil í útvarp og kvartaði sáran yfir þessum skaða. Karl Kristjánsson alþingismaður hlustaði á pistil Auðar og orti. Ómynd býður eyðingheim -Auður brást með vörnina. Enginn hefur upp á þeim sem afmeyjaði Tjörnina. Áður hefur lagt til með vísum sínum, þessum þætti, Jóhann Ólafsson sem kenndur hefur verið við Miðhús í Óslandshlíð. Hann telur að þorskar geti verið á landi víðar en á skreiðarhjöllum. Verðmœtið þótt virðist smátt vera í spyrðubandi, þá er stundum þokað hátt þorskunum á landi. Næst kemur falleg haustvísa eftir Jóhann. Hrönn við ósa vaggar vær vakir rósöm blíða. Norðurljósa - leifturskær loftið rósum prýða. Jóhann áttaði sig á því einhvern tímann á lífsleið að syndin gæti verið skemmtileg. Þá varð þessi til. Oft ersyndin svala lind semfrá hrindir trega. Hennar skyndi - mörg er - mynd máluð yndislega. Þá er nú góðu vinir, komið haust í þessum þætti, ef svo mætti að orði komast. Gleður okkur að leita til hins snjalla hagyrðings og höfðingja Jóhanns Magnússonar frá Mælifellsá með lokavísuna. Tíminn kallar, lækka Ijós lífs er fallvalt gengi. Hefur fjallafögur rós fól að hallast vengi. Verið þar með sæl að sinni. / G uðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.