Feykir


Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 2

Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 2
2 Feyklr 43/2011 Skólavogin og Skólapúlsinn Fræðslufundur um gagnsemi Kjötafurðastöð KS Langstærsti útflytjandi kindakjötsafurða Upplýsinga- og fræðslu- fundur um gagnsemi matstækjanna Skólavogin og Skólapúlsinn var haldinn í sfðustu viku í fundarsal Samstöðu á Blönduósi. Talverður áhugi er á meðal sveitarstjórnarmanna og skólafólks á íslandi að taka upp þetta kerfi og þarf ákvörðun sveitarfélaganna að liggja fyrir þann 15. desember nk. Skólavogin byggist á norsku gæðastjómunarkerfi sem ísl- ensku sveitarfélögunum býðst nú að gerast aðilar að. Útgáfú- félag norsku sveitarfélagssam- bandanna, eða Kommunefor- laget-KF, hefur frá árinu 2001 þróað og haldið út umræddu gæðastjórnunarkerfi sem norsku sveitarfélögin hafa notað við mælingar á ýmsum þjónustuþáttum í starfsemi sinni og skoðar tengsl útgjalda, árangurs og gæða á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Fyrir nokkrum árum yfirtók norska ríkið þann hluta kerfisins sem sneri að grunn- skólunum og er öllum grunnskólum þar í landi nú skylt að nota þetta gæðakerfi. Ávinningur af umræddu gæðastjórnunarkerfi er m.a. betri yfirsýn yfir rekstur og nýtingu fjármuna, aukin innsýn í skólabraginn, kerfið auðveldar samanburð á eigin frammistöðu yfir tíma og samanburð á milli skóla og sveitarfélaga, svo fleira mætti upptelja. Nánari upplýsingar um kerfið er að finna á síðunni bedrekommune.no. Fram kemur á vefmiðlinum nordanatt.is að Gunnlaugur Júlíusson og Valgerður Ágústs- dóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kynntu matstækin fyrir fundargestum, ásamt Almari H. Halldórssyni frá fyrirtækinu Skólapúlsinum. Fundinnsóttuskólastjórnendur og sveitarstjórnamenn frá Skagafirði, Húnavatnssýslum og Bæjarhreppi. /BÞ Sláturtíð hjá Kjötafurðastöð KS lauk 28. október sl. og segir á heimasfðu KS að aldrei hafi verið slátrað eins miklu á átta vikum. Afsetning hefur gengið afar vel bæði á erlendum og innlendum markaði. Heildarslátrun Kjötafurða- stöðvarinnar yfir árið er komin yfir 114 þúsund fjár en gert er ráð fyrir að sauðfjárslátrun verði í byrjun desember, í einn eða tvo daga. Meðalvigt dilka í sláturtíð var 15,79 kg. Almennir kynningarfundir um tillögu að sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra verða haldnir á Borðeyri og Hvamms- tanga, þriðjudaginn 22. nóvember n.k. Samstarfsnefnd um sam- einingu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra hvetur íbúa Bæjarhrepps og Húnaþings vestra til að sækja fundina sem verða sem hér segir: í skólahúsinu á Borðeyri þriðjudaginn 22. nóvember Stofnstærðartalning á landsel við ísiandsstrendur fór fram í júlí til september sl. á vegum Selaseturs íslands. Rogið var yfir alla landshluta og sjáanlegir selir taldir en markmið verkefnisins var að afla upplýsinga um stöðu íslenska landselsstofnsins. Fram kemur á heimasíðu Selaseturs íslands að þetta hafi verið tíunda heildartalning landsela úr lofti sem hefur farið fram hérlendis, en slíkar talningar hófust árið 1980. Þótti það mjög brýnt að hafa talningu í ár þar sem ekki hefur verið ráðist í talningu frá því árið 2006. Á heimasíðu KS kemur jafnframt fram að verulegt magn af kjöti hafi verið selt út fyrir landsteinana og var Kjötafurðastöðin langstærsti útflytjandi á kindakjöts- afurðum í sláturtíðinni. Helstu markaðir voru sem fyrr Spánn, Asía og Bretland en einnig var selt til Rússlands og Færeyja. Hluti af gærunum fer í innlenda framleiðslu hjá Sauðskinni en að öðru leyti voru þær að mestu seldar til Tyrklands. /BÞ n.k. kl. 16:00. I Félagsheimil- inu Hvammstanga þriðju- daginn 22. nóvember n.k. kl. 20:00. Kynningarbæklingi um sameiningu sveitarfélaganna verður dreift um miðjan nóvembermánuð á öll heimili í sveitarfélögunum. Nánari upplýsingar um samantekt samstarfsnefndar og KPMG er að finna á heimasíðu Húnaþings vestra og á strandir.is. /BÞ Flogið var yfir alla land- shluta allt að þrisvar sinnum og fjöldi sjáanlegra Iandsela talinn í öllum látrum. Hingað til hefur aðeins verið flogið einu sinni og talningin 2011 er því sú viðamesta fram til þessa. Samkvæmt niðurstöðum talninganna sáust að meðaltali um 4512 landselir, en sú tala er mitt á milli talningarniðurstöðu áranna 2003 og 2006. Benda þessar niðurstöður til þess að landselsstofninn hafi ekki rétt úr kútnum síðan árið 2003 þrátt fyrir síminnkandi veiðar. Skýringar á því geta verið margvíslegar, m.a. slysaveiðar á sel i fiskinet. /BÞ Skagafjörður Aðalfundur Sögufélags Skagfirð- inga Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga var haldinn föstudaginn 4. nóvember sl. í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, fór yfir starfsemi félagsins á árinu og rakti m.a. bókaútgáfu á vegum þess. Þá var ársreikningur félagsins fyrir árið 2010 samþykktur. Að þessu sinni voru útgjöld félagsins svipuð og tekjurnar, en á árinu kom aðeins út ársritið Skagfirð-ingabók, auk fimmta bindis Byggðasögu Skagaíjarðar, en Byggðasagan er sérstakt útgáfuverkefni sem hefur sjálfstæðan fjárhag. Áfram var unnið að ritun þátta fýrir Skagfirskar ævi- skrár og hefur Egill Bjarnason unnið mikið þrekvirki við að safna efni í fjölmarga þætti sem bíða nú frekari úrvinnslu og útgáfu. Stefnt er að útgáfu æviskráa verði haldið áfram árið 2013, en á næsta ári komi út Skagfirðingabók venju samkvæmt. Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hana skipa Hjalti Pálsson formaður, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Þor- grímsdóttir, Sigfus Ingi Sig- fusson og Unnar Ingvarsson./ sogufelag.skagafjordur.is Contalgen Funeral Átúr Hljómsveitin Contalgen Funeral heldur í tónleika- ferð um Norðurland vestra dagana 17. - 20. nóvem- ber og spilar blússkotið kántrýrokk. í dag 17. nóvember hefst túrinn í Félagsheimilinu á Laugarbakka kl. 20:00. Föstudaginn 18. nóvember verður hljóm-sveitin stödd í Eyvindarstofu á Blönduósi kl. 20:00 og í Kántrý-bæ á Skagaströnd kl. 23:00. Túmum lýkur svo sunnu- daginn 20. nóvember í Sauðár- krókskirkju kl. 20:00. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt verður inn í Sauðárkróks- kirkju í tilefni þess að þetta verða fyrstu tónleikar hljóm- sveitarinnar í heimabæ, eins og segir í tilkynningu ffá sveitinni. /PF LEIÐARI Kreppa á undanhaldi Það berast af því fréttir sunnan af höfuðborgarsvæðinu að illa hafi verið hægt að fóta sig fýrir æstum múg um síðustu helgi sem stóð í biðröðum eftir því að fá að koma peningum sínum i lóg. í Smáralindinni opnaði nýr skemmtigarður með allskyns tækjum og tólum og var biðröðin ansi löng fram eftir degi. Á sama stað opnaði ný fataverslun og var ekki að sökum að spyrja, myndaðist þar einnig mikil þröng svo hleypa þurfti fólki inn í hollum. Þessi verslun er lokuð í dag þar sem lagerinn kláraðist. Fleiri uppgangsfréttir hafa verið sagðar í fjölmiðlum landsins og virðist sem íslendingar séu komnir af stað aftur í góðærisgírinn. Gott er ef fólk hefur aukið Ijármagn mfili handa og skriður að komast á hagkerfið. En er búið að undirbúa kerfið til að takast á við nýja uppgangstíma? Hafa leikreglur verið uppfærðar þannig að skýrt sé hvað má og hvað má ekki í viðskiptum eða verður þetta eins og var? Eins og var, segi ég því enn heyrist lítið frá sérstökum saksóknara sem á í erfiðleikum með að vinna úr sínum málum þremur árum eftir að hrunið átti sér stað. En hverjum er ekki sama ef partýið er hafið á ný? Páll Friðriksson, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Ritstjóri& ábyrgðarmaður. Páll Friðriksson - palli@feykir.is © 455 7176,8619842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir-berglindth@feykir.is © 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson - oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Áskriftarverð: 317 kr. hverttölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprentehf. Sími 4557171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð f réttablað á Norðuriandi vestra - alltaf á f immtudögum 1— 1 Sameining Bæjarhreppa og Húnaþings vestra Kynmngarfúndir Stofnstærðarmat á landsel Niðurstöður fengnar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.