Feykir


Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 3

Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 3
43/2011 Feyklr 3 Magnaðir krakkar að loknu góðu verki. Sauðárkrókur Tombóla fyrir lítil böm í Malaví og Hvíta-Rússlandi Rmm krakkar úr 6. bekk IS í Árskóla á Sauðárkróki tóku sig til og héldu tombólu. Þau seldu íyrir kr. 15.390 og ákváðu að færa Rauða krossinum peningana til að nota fyrir prjónahópinn sem útbýr gjafa pakka fyrir lítil börn í Malaví og Hvíta- Rússlandi. Krakkarnir heita Sólveig Birta Eiðsdóttir, Daniel Ingi HaUdórsson, Mikael Alf Óttarsson, Hjörtur Ragnar Atlason og Gunnar Ásgríms- son. Á myndina vantar Dan- íel Inga. Krökkunum eru færðar innilegar þakkir fyrir hugul- semina. /Rauði krossinn Rafsókn Persónuleg þjónusta Fyrir um mánuði sfðan var nýju fyrirtæki, Rafsókn ehf, ýtt úr vör á Sauðárkróki þar sem gert er út á raffnagnsmarkaðinn. Svavar Björnsson eigandi þess og eini starfsmaður segir að hann muni sinna allri almennri rafmagnsvinnu allt frá því að skipta um ljósaperu í það að sjá um nýlagnir í húsum. Þar sem hann sé eini starfs- maðurinn segir hann að þjón- ustan verði meira persónuleg en ella. Svavar, sem er ungur að árum, segir að það að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur hafi verið eitthvað sem hann hafi alltaf langað til að prófa og fólk hafi hvatt hann til þess enda alltaf gott þegar fólk hefur val hvar það verslar. Reksturinn fór vel af stað en þennan stutta tíma sem Svavar hefur starfrækt fýrirtækið hefur verið mjög fínt að gera. Hvað framtíðarútlit snertir er erfitt að sjá enda þannig starfsemi en Svavar er bj artsýnn og segir að auk þeirra verkefna sem bíða sé jólaver- tíðin að skella á með tilheyrandi ljósum og framkvæmdum. -Svo þegar skammdegið er hvað svartast er upplagt að huga að útiljósunum enda réttur tími núna fýrir jólin, segir Svavar. Starfssvæði Rafsóknar er í Skagafirði og Húnavatnssýslum og er hægt að ná í Svavar í síma 699-6677 eða á netfangið rafsokn@gmail.com. /PF Svavar lýsir upp skammdegið. Bókaútgáfa á Norðurlandi vestra Nokkur lauf og ÞórcKs Töfrakonur/Magic Women ehf, hafa gefið út smásagnasafnið „Nokkur lauf að norðan II”. í fyrra kom út smásagnasafnið „Nokkur lauf að norðan” og nú er leikurinn endurtekinn. Á bókarkápu stendur : I þessu smásagnasafni birtast sögur eftir íslenska höfunda sem tengjast norðrinu okkar sterkum böndum á einn eða annan hátt. Nú stíga á stokk: Sigurbjörg Árdís Indriða- dóttir, Bóthildur Halldórsdóttir, Þórarinn Torfa- son, Anna Bryndís Sigurðardóttir, Valdemar Ásgeirsson, Hilmar Örn Óskarsson, Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Ivar Snorri Halldórsson, Guðrún Angantýsdóttir, Sæunn Jóhannesdótt- ir, Elín S. Sigurðardóttir, Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, Bylgja Guðrún Brynjólfsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir og Jóhanna Kristín Atladóttir. Sögurnar eru margbreytilegar og spanna flest svið mannlífsins. Töfrakonur óska þess að lesendur njóti laufanna að norðan. Þá er búið að gera bók um Þórdísi spákonu sem kallast „Sagan sem síðast var rituð.“ Þórdísar er getið í Landnámu og því fýrsti nafntogaði Skagstrendingurinn sem gæti hafa numið land á Skagaströnd. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar máfmnalýsinguábókinni:„Iformálabókarinnar er gerð grein fýrir þeim sagnabrotum sem stuðst var við þegar sagan var rituð. Þar kemur fram að álykta megi að Þórdís hafi verið kvenskörungur mikill og sýnt rausn og skörungsskap í hvívetna. Hún hafi ýmist verið talin hin mesta fordæða, framsýn og fýlgin sér, sáttasemjari eða fjöl- kunnug og búin mikilli spádómsgáfu. Ráðist hafi verið í ritun þáttar um ævi Þórdísar til að bæta fýrir sleggjudóma sögualdar. Með ritun sögu Þórdísar sé reynt að draga fram kosti hennar ekki síður en galla og sýna fram á áhrif er hún hafði í héraðinu/ Höfundar bókarinnar eru Dagný Marín Sigmarsdóttir, Svava G. Sigurðardóttir og Sigrún Lárusdóttir og hana er hægt að nálgast í Spákonuhofinu á Skagaströnd. /BÞ Aukum virkni og þátttöku í samfélaginu HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ? Haldið í Húsi frítímans Sauðárkróki 22. nóvember 2011 klukkan 12:00 -16:00 Byrjað verður ásúpu kl. 12 og frá kl. 12:30 verða fyrirlestrar. Eftir fyrirlestrana kemur kaffi og svo hópavinna eftir kaffi. Samantekt og fundarslit klukkan verða kl. 16. ALLIR VELK0MNIR Hlutverkasetur, Háskólinn á Akureyri, Sveitarfélagið Skagafjörður, Virk starfsendurhæfingarsjóður og Starfsendurhæfing Norðurlands vestra standa fyrir málþingi til að ræða mikiivægi virkni og þátttöku, gagnvart heilsu, veitiðan og samfélaginu íheild sinni. Þátttakendur munu skoða í hópavinnu hvort hægt sé að efla virkni þeirra sem ekki eru i námi eða vinnu eða hafa ekki getu eða tækifæri til að sinna hlutverkum sem hafa þýðingu og gildi fyrirþá. Hvernig væri það best gert, hvernig og hvar nálgumst við þessa einstaklinga? mm Skagafjörður tfVlRK SrARFSENOURW^FINGARSJÓÐUH Háskólinn, áiAkureyrii Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Til þess að íbúaskrá 1. desember 2011 verði sem réttust, minnum við á nauðsyn þess að tilkynna aðsetursskipti, einnig þau sem fyrirhuguð eru til 1. desember nk., til afgreiðslu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu sem allra fyrst og í síðasta lagi 30. nóvember 2011. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni http://www3.fmr.is/pages/1017. Sveitarstjóri www.skagafjordur.is Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.