Feykir


Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 6

Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 6
6 Feykir 43/2011 Útivistar- og sportsýning á Sauóárkróki Kraftur í reióhöllinni Um 1000 manns lögðu leið sína í reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki um sl. helgi en þar mátti skoða gríðarlega fjölbreytt úrval af allskyns tryllitækjum og tólum. „Við vorum mjög ánægðir með helgina og mér skilst að fólkið sem þangað kom hafi einnig verið rosalega ánægt,“ sagði Eyþórs Jónasson framkvæmdastjóri sýningarinnar. Tíu klúbbar í Skagafirði stóðu fyrir útivistar- og sportsýningunni og settu hana saman í sameiningu. „Við erum búin að vera að undirbúa sýninguna í u.þ.b. tvo mánuði. Hver klúbbur útvegaði tæki og tól sem gaf sýningargestum hugmynd um hvað þeir eru að fást við.“ Samkvæmt Eyþóri er Kraftur einstök sýning sinnar tegundar á landinu. „Það eru engar aðrar sýningar sem sýna jafnmikla flóru á þessu sviði. Þarna mátti meðal annars skoða mótorhjól, torfærubíla, snjósleða, rallý- og spyrnubíla, báta og ýmsan búnað frá björgunarsveitunum. Þar voru einnig til sýnis framandi uppstoppuð dýr, hægt fá að prófa að skjóta af alvöru boga og alveg einstök byssusýning. Þarna var ótrúlegt magn af byssum og fólst mikil vinna í því að setja þetta saman. Byssurnar voru allt frá því fyrir 1900 til dagsins í dag, allar í eigu Skagfirðinga, eins og annað á sýningunni.“ Kraftur var haldinn í fyrsta sinn fyrir tveimur árum en þá var ákveðið að sýningin yrði haldin annað hvert ár. „Það kom okkur á óvart þegar við héldum sýninguna í fyrsta sinn hve mikið var til, en það sem hefur ratað á sýningarnar er aðeins brotabrot af því sem klúbbarnir og félagsmenn þeirra búa yfir. Þar sem búnaðurinn tekur ekki miklum breytingum frá ári til árs þótti henta betur að sýningin yrði haldin á tveggja ára fresti. Það var mj ög gaman að sjá fullsmíðaða bíla á sýningunni í ár sem voru kannski hálfkláraðir fyrir tveimur árum,“ sagði Eyþór. /BÞ Miklu fleiri myndir frá Krafti 2011 er hægt að sjá á Feykir.is sem og myndband á FeykirTV. ( TÓN-LYSTIN ) oli(a)feykir.is Kristján Baldvinsson býr á Akranesi um þessar mundir. Kappinn er fæddur 1968 og ólst upp í gamla bænum á Sauðárkróki. Hljóðfærið hans Kidda er trommur. Helstatónlistarafrek?Sennilega að hafa sungið Kauðann, aka Lónlý blú bojs, á 1000 manna samkomu í Hafnarfirði með míkrófón í hendi fremst á sviðinu alveg bláedrú, minnir mig. Þetta varð til þess að þetta lag, sungið af Engilbert Jenssen, fór á play- lista Aðalstöðvarinnar í nokkra daga :-) Uppáhalds tónlistartímabil? Ég á mér ekkert sérstakt uppáhalds tónlistartímabil, mér finnst eigin- lega öll tónlist skemmtileg, þannig séð, nema óperutónlist. Ef ég yrði einræðisherra á Islandi þá mundi ég banna hana með öllu og líka fiðlur. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Þessa dagana er rapp í eyunum á mér oftast og mér líkar það vel. Rapptónlist er nefnilega geysilega mögnuð þegar maður fer að spá í hana. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta platan varsafnplata með öllu því heitasta ítónlist á fermingarárinu mínu, man ekki hvaða ár það var en mér þótti þessi plata alveg geðveik. Keypti hana í Radíóbúðinni á Sauðárkróki. Hvaða græjur varstu þá með? Thosiba plötuspilari/ kasettuspil- ari/útvarp, alveg magnað helvíti. Wham! eða Duran? Duran Duran að sjálfsögðu, miklu meira rokk í því. Hvað syngurðu í sturtu? Kauðann að sjálfsögðu. Þú heldur dúndurpartí 1 kvöld, hvað læturðu hljóma í græj- unum til að koma öllum í stuð? U2 Greatest hits. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Mugison einan með gítarinn. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég mundi fara þangað sem Prince er að halda tónleika og tæki hana Karen mína með mér. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Regínu Ragnars. Annars hefur mig ekki beinlínis dreymt um að vera einhver annar en ég er en það hefði örugglega ekki verið leiðinlegt að vera í hljómsveitinni The Beatles. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Sgt. Peppers Lonely Heart Club Band með The Beatles. Kristján Baldvinsson / trommari ópem- tónlist og fiölur ' gg §pf | m Feykir spyr... UU ilf\d! 1 D" Aids Jónsdattin Hsfcis Ohfsdóttiir: Róss Adoastmúr. Dm N'Baadfíwee. rækt? [spLit á Sauöérkróki], Já, égfer ísund og Já, heilmikið! Ég er í Já, égfermikiðútað Já, égfer út útivist. Zumha, Betri líðan og Body pump. ganga með hundana. að lahha.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.